Morgunblaðið - 26.07.1997, Side 27
26 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1997 27
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
F'RAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HUSAVIKIHAM
ÞAU umskipti er orðið hafa í húsvísku atvinnulífi
eru um margt einstök. Á örfáum árum hefur tek-
ist að snúa hnignandi byggð í blómstrandi framtíðar-
svæði. Það sem gerir þessi umskipti einstök er að þau
virðast öðru fremur byggjast á því að Húsvíkingar
hafa tekið málin í eigin hendur. Þeir hafa hætt að
treysta á stjórnmálamenn og miðstýringu og í staðinn
treyst á sig sjálfa við sköpun nýrra tækifæra í við-
skiptum.
Framsókn Húsavíkur er á fjölmörgum sviðum. í
ferðamannaþjónustu hefur verið lögð áhersla á nýjung-
ar á borð við vetrarferðir og hvalaskoðun á Skjálf-
anda auk þess sem Húsavík og hinar fögru sveitir í
nágrenninu hafa verið markaðssettar skipulega er-
lendis. Húsvískur sjávarútvegur hefur dregið fram
hreinleika svæðisins og hina vistvænu framleiðslu sína
auk þess sem fiskvinnslan opnar dyr sínar fyrir ferða-
mönnum. Iðnfyrirtæki nýta jarðhita til að troða nýjar
slóðir.
Þessar athyglisverðu breytingar og ástæður þeirra
koma greinilega fram í samtölum við nokkra frammá-
menn í atvinnulífi á Húsavík í Morgunblaðinu um síð-
ustu helgi. Páll Þór Jónsson hótelstjóri segir þar m.a.:
„Það er ljóst að við búum við pólitískt kerfi sem letur
fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni mjög svo til þess
að axla ábyrgð á sjálfu sér og sínum fyrirtækjum.
Kerfið byggir á því fyrst og fremst, að deila út opin-
berum fjármunum að því er virðist tilviljanakennt.
Arðsemi og önnur efnahagsleg hugtök eru látin liggja
á milli hluta en fremur lögð áhersla á pólitíska stöðu
eða þrýstihópa. í raun réttri er hér um að ræða ölmusu-
stefnu stjórnvalda, sem drepur niður alla sjálfsbjargar-
viðleitni og frjóa hugsun; öll nýsköpun í atvinnuupp-
byggingu á að koma að sunnan, jafnt hugmyndir sem
fjármagn.“
Sú styrkja- og fyrirgreiðslupólitík sem Páll lýsir er
líklegast einn helsti dragbíturinn á framþróun á lands-
byggðinni. í íslenskum sveitum og bæjum, hringinn í
kringum landið, er að finna ótæmandi tækifæri á sviði
atvinnumála, sem hægt er að nýta með útsjónarsemi
og atorku. Engir eru betur færir um að meta þau
tækifæri og nýta en framtakssamir einstaklingar í
hópi heimamanna líkt og Húsvíkingar hafa sýnt fram
á.
RÉTT ÁKVÖRÐUN
UM HÆKKUN BÓTA
RÍKISSTJÓRNIN tók rétta ákvörðun er hún ákvað
að hækka bætur almannatrygginga og atvinnu-
leysisbætur til jafns við þá launahækkun, sem æðstu
embættismenn ríkisins hlutu samkvæmt úrskurði
Kjaradóms. Að meðtaldri hækkun bóta um 2,5%' um
næstu mánaðamót hafa bætur hækkað um 8,7% á
árinu, en hækkun Kjaradóms til embættismanna var
8,55%.
Með þessu kemur ríkisstjórnin til móts við gagn-
rýni á þær forsendur, sem Kjaradómur gaf sér við
ákvörðun sína. Aukinheldur má segja að nú í góðær-
inu sé svigrúm til að rétta hlut þeirra, sem lifa á trygg-
ingabótum og telja má í hópi þeirra verst settu í samfé-
laginu. Hins vegar er nauðsynlegt að sýna aðhald í
öllum þáttum ríkisútgjaldanna og sú 500 milljóna
króna útgjaldaaukning, sem verður á ári vegna þessar-
ar ákvörðunar hlýtur að leiða til þess að leitað verði
leiða til að spara annars staðar.
í framhaldi af þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar
er ástæða til að huga að þeirri skerðingu, sem verður
á bótum almannatrygginga til aldraðra og öryrkja
vegna annarra tekna. Morgunblaðið hefur margsinnis
hvatt til tekjutengingar bóta almannatrygginga en
jafnframt bent á, að of langt hafi verið farið niður
tekjustigann í þeirri tekjutengingu undanfarin ár. Að
þeim tekjumörkum þarf að huga nú.
Er íslensk erfðagreining á þröskuldi stórmerkrar erfðafræðiuppgötvunar?
ERU ERFÐIR
AUÐLIND Á VIÐ
FISK OG JARÐHITA?
Yfírlýsingar Kára Stefánssonar prófessors í
viðtali við evrópska útgáfu blaðsins The Wall
StreetJoumalnývenð um að starfslið
íslenskrar erfðagreiningar ætti skammt í land
með að einangra eitt þeirra gena sem valda
MS hrömunarsjúkdómnum hafa vakið mikla
athygli en Kári hefur ekki viljað tjá sig meira
um málið þar sem verkefninu er ólokið.
Pétur Gunnarsson sneri sér til nokkurra
íslenskra og erlendra kollega Kára Stefáns-
sonar og bað þá að meta þessi tíðindi,
þýðingu þess að erfðafræðilegur skilningur
fáist á MS-sjúkdómnum og stöðu Islenskrar
erfðagreiningar í alþjóðlegu kapphlaupi
á sviði þeirra rannsókna.
DR. JÓN Jóhannes Jónsson
tók um síðustu áramót við
störfum dósents og for-
stöðumanns lífefnafræði-
sviðs læknadeildar Háskólans og yf-
irlæknis meinefnafræðiskorar Land-
spítalans eftir að hafa um árabil
unnið að erfðarannsóknum í Banda-
ríkjunum, m.a. við sjúkrahús Yale-
háskóla.
- Koma þessi tíðindi vísindasam-
félaginu á óvart?
Já, ég held að það megi segja
það. Ef þetta reynist rétt, eru þetta
náttúrlega mjög athyglisverð tíðindi.
Kári sjálfur og síðan fyrirtæki hans
hafa stundað rannsóknir á erfða-
fræði MS í mörg ár og er stór aðili
í rannsóknum á þessu sviði og það
kemur kannski ekki á óvart að sú
vinna sé að skila einhveijum árangri.
- Hvernig metur þú líkumar á
því að íslensk erfðagreining sé á
þröskuldi slíkrar uppgötvunar?
Ég get ekkert um það sagt af því
að ég tek ekki þátt í þessum rann-
sóknum og veit ekki hvað þeir eru
komnir langt. En það hefur gengið
erfiðlega að finna þau gen sem hafa
áhrif á MS og aðra skylda sjúkdóma.
- Hvað er vitað um rannsóknir
íslenskrar erfðagreiningar? Mér er
sagt að það hafi ekkert birst í vís-
indatímaritum um þær á síðustu
ámm.
Það hvenær rannsóknarhópur -
hver sem hann er - ákveður að birta
sínar niðurstöður ræðst af ýmsum
ástæðum; m.a. þeim að viðkomandi
hópur sé búinn að tryggja sér að
niðurstöðurnar séu réttar og mark-
verðar. í öðru lagi þarf í sumum til-
fellum að taka tillit til þess að menn
vilja vera á undan öðrum og fá þá
viðurkenningu sem í því felst. Eins
vilja hópar stundum halda eftir upp-
lýsingum til að birta í seinni greinum
og til að skapa sér betra svigrúm til
áframhaldandi rannsókna. I ofaná-
lag koma þau sjónarmið, sem gilda
hjá einkareknu fyrirtæki, hvernig
hægt sé að breyta slíkum upplýsing-
um yfir í peninga og þá hafa samn-
ingar við fjármögnunaraðila áhrif á
hvernig haldið er á þeim málum.
- Eru rannsóknir af þessu tagi í
auknum mæli að færast til einkarek-
inna fyrirtækja út úr háskólum og
opinberum stofnunum?
Það hefur verið vöxtur í fjárveit-
ingum bæði hjá opinberum aðilum
„Það er miklu skarpari skilningur
á erfðafræði hjarta- og æðasjúkdóma
en MS og þar skiptir mestu sú mikla
þekking sem hefur verið aflað á sviði
fituefnaskipta; varðandi áhrif kólest-
róls á líkur þess að fá hjarta- og
æðasjúkdóma. Grunnvísindalegur
skilningur á því kerfi er mun lengra
kominn en rannsóknir á MS.
- Eru dæmi þess að fjölgenasjúk-
dómur hafi verið brotinn til mergjar
erfðafræðilega?
Nei, það er enginn fjölþátta sjúk-
dómur sem er skilinn algjörlega frá
erfðafræðilegu sjónarmiði. Einna
lengst eru menn komnir við leit í
öllu erfðamenginu við rannsóknir á
sykursýki.
- Hvaða möguleikar opnast við
það að fínna gen sem hefur áhrif á
fjölþátta sjúkdóm?
Það að fínna sjúkdómsgen opnar
í fyrsta lagi nýja möguleika til sjúk-
dómsgreiningar; þá geta menn farið
að spyija spuminga sem byggjast á
Eifbalykillinn
erfist
milli kynslóba
t
tf
i-1-1-r
• •••••
tmtt
og einkaaðilum til rannsókna í líf-
og grunnlæknisvísindum. Sá vöxtur
hefur verið hraðari í einkageiranum.
Meðal annars vegna þess að það er
aukinn skilningur á því að grunn-
rannsóknir leiða til markverðra upp-
götvana sem geta haft áhrif á sjúk-
dómsgreiningar og meðferð. Ef sjúk-
dómsgen finnst getur í kjölfarið
fundist betri greiningaraðferð eða
meðferð við sjúkdómi en það er eng-
in trygging fyrir því.
- Það er þekkt að á íslandi hefur
tekist að rekja með erfðafræðirann-
sóknum erfðafræði arfgengrar
heilablæðingar. Hver er munurinn á
því að bijóta til mergjar erfðafræði
þess sjúkdóms og t.d. MS?
Arfgeng heilablæðing er svokall-
aður eingenasjúkdómur þar sem
stökkbreyting í einu geni veldur sjúk-
dómnum en MS er fjölþátta sjúkdóm-
ur sem líklegt er talið að eigi sér
ýmsar samspilandi orsakir; bæði eitt
eða fleiri gen og umhverfisþætti. Þar
er spurning um hvort það eigi yfir-
leitt að tala um sjúkdómsgen sem
slíkt því sennilega er það í mörgum
tilvikum eitt sér ekki nóg til þess að
sjúkdómur komi fram heldur hefur
gen frekar áhrif á sjúkdóminn; eykur
eða minnkar líkur á að einstaklingur
fái sjúkdóminn. MS er þess vegna
miklu flóknari sjúkdómur en arfgeng
heilablæðing og hið sama á við um
t.d. hjarta- og æðasjúkdóma.
En svo rennur þetta pínulítið sam-
an hvað er eingena sjúkdómur og
hvað er fjölgena. Það gildir t.d. varð-
andi hjarta- og æðasjúkdóma og
krabbameinsrannsóknir að mjög mik-
ið af merkum upplýsingum um grunn-
líffræði á bak við slíka sjúkdóma
hefur komið með því að rannsaka
ættir sem hafa sjaldgæfa arfgenga
eingena efnaskiptagalla í ferli sem
hefur áhrif á sjúkdóminn, dæmi um
þetta er kólestrolið og fituefnaskiptin.
- Hvernig hefur erfðarannsókn-
um miðað að því að skilja þessa fló-
knu sjúkdóma?
Það hefur verið mjög erfitt að
fínna gen sem tengjast sjúkdómun-
um og ástæðurnar eru margvíslegar.
Eftir því sem áhrifamáttur genanna
á sjúkdómsmyndunina er minni,
þeim mun erfíðara er að fylgja hon-
um eftir.
- Hver er t.d. staða erfðarann-
sókna á hjarta- og æðasjúkdómum,
samanborið við MS.
Morgunblaðið/Arnaldur
JÓN Jóhannes Jónsson með samstarfsmönnum sínum Carsten Bley, líftækniverkfræðingi,
og Guðmundi H. Gunnarssyni, lífefnafræðingi.
DNA rannsókn. Hvort viðkomandi
einstaklingur hafí sjúkdómsgen eða
ekki sem hjálpar til við sjúkdóms-
greiningu og fyrirbyggjandi aðgerðir.
Annar möguleiki er að þróa aðferð
til genalækninga, þ.e. að flytja heil-
brigt gen yfir í líkama sjúklingsins
þar sem það kemur í staðinn fyrir
það gen sem vantar eða starfar ekki
eðlilega.
Þriðja leiðin sem opnast er til að
rannsaka lífefnafræðilega virkni
gensins. Genið segir til um prótein
sem hefur einhvers konar virkni í
frumunni og þegar sjúkdómsgen er
þekkt opnast leiðir til að rannsaka
það ferli. Þegar lífefnafræðilegur
skilningur á því er fenginn opnast
möguleikar til að hafa áhrif á það,
meðal annars með lyfjum. Lyf virka
þannig að þau hafa lífefnifræðilega
virkni í líkamanum, hindra eða hvetja
efnaskipti eða bindast frumu og kalla
fram virkni í frumunni. Það er í
gegnum þá innsýn sem möguleikar
opnast á nýjum meðferðarleiðum.
- Þannig að uppgötvun skilar sér
fljótlega í bættri meðferð sjúklinga?
Það er mjög mismunandi hvað það
að fínna sjúkdómsgen leiðir fljótt til
hagnýtrar notkunar í læknisfræði. I
sumum tilfellum kemur um leið fram
sjúkdómsgreiningarpróf, sem er ólík-
legt varðandi MS. í öðrum tilvikum,
til dæmis varðandi sigfrumublóð-
leysi, er ennþá ekki komin fram góð
meðferð þótt stökkbreytingin sem
veldur sjúkdómnum hafi verið þekkt
í áratugi. Það er enginn sjúkdómur
skilinn jafngóðum skilningi lífefna-
fræðilega og sigfrumublóðleysi.
- Það hefur komið fram hjá Kára
Stefánssyni að hann líti á erfðafræði-
lega arfleifð íslensku þjóðarinnar
sem auðlind á borð við físk og jarð-
hita. Hvernig metur þú kosti þess
að gera erfðafræðilegar rannsóknir
á íslandi?
íslenska þjóðin hefur ýmsa al-
menna eiginleika sem gera hana
hentuga til rannsókna af þessu tagi.
Þetta er vel skilgreind þjóð, sem
hefur búið hér lengi, og hefur verið
- frá erfðafræðilegu sjónarmiði -
tiltölulega einangruð þjóð. Það þýðir
að það hefur ekki verið mikið um
giftingar milli íslendinga og útlend-
inga og flestir sem búa hér eru af-
komendur fólks sem hefur búið í
landinu í fjölda kynslóða. Við erum
einsleit þjóð því mikil blöndun hefur
átt sér stað milli landshluta og þjóð-
félagshópa. Síðan eru það almennir
þættir eins og t.d. aðgengileiki upp-
lýsinga, ættfræðiupplýsingar eru
óvíða betri, þjóðin er vel menntuð
og hefur jákvætt viðhorf gagnvart
rannsóknum af þessu tagi.
Og hvers vegna er þá gott að
stunda rannsóknir á fjölþáttasjúk-
dómum hjá svona erfðafræðilega ein-
angraðri og einsleitri þjóð? Það er
vegna þess að þá getum við farið
að stunda tengslarannsóknir byggð-
ar á svokölluðu tengslaójafnvægi.
Grundvöllur slíkra rannsókna er sá
að líta á þá sem hafa einhvern sjúk-
dóm sem fjarskylda ættingja; að það
sé líklegt að sjúkdómsgen sem hafa
áhrif á sjúkdóminn séu oft og tíðum
af sama uppruna í sjúklingum; þ.e.
fengin í arf frá sameiginlegum for-
föður eða -móður.
Ef meingenið og litlungabútur í
kringum það er af sama uppruna
þá mundu erfðavísar á þeim bút líta
eins út hjá sjúklingum en vera að
sama skapi breytilegir hjá viðmiðun-
arhópnum. Tengslaójafnvægisrann-
sóknir miða þá að því að finna litn-
ingabúta í erfðamengi þar sem erfða-
breýtileiki hefur allt aðra dreifingu
meðal sjúklinga en viðmiðunarhóps.
Til þess að geta gert rannsóknir
af þessu tagi, þar sem leitað er í
öllu erfðamenginu, og draga fram
þessar upplýsingar, þarf náttúrlega
að skoða hundruð eða þúsundir
erfðavísa í fjölda einstaklinga. Þetta
er viðamikið verkefni og þá kemur
fram styrkur þess að gera þetta í
stóru fyrirtæki.
Vilmundur Guðnason forstöðulæknir og dósent í erfðafræði
Flókið samspil erfða
og umhverfisþátta
VILMUNDUR
Guðnason
„ÞAÐ ERU deildar meiningar um að-
ferðafræðina en þetta er ein leiðin sem
Kári er að fara. Hvort hún svarar spurn-
ingunum veit ég ekki, frekar en hann,“
segir Vilmundur Guðnason, sérfræðingur
við University College í London og for-
stöðulæknir rannsóknastofu Hjarta-
vemdar í sameindaerfðafræði og dósent
í erfðafræði hjarta- og æðasjúkdóma við
Háskóla íslands.
Vilmundur segist vilja hafa í huga
þegar hann leggi mat á upplýsingarnar
eins og þær komu fram í Wall Street
Journal að þar hafi Kári einnig verið að
tala sem stjórnandi fyrirtækis sem bygg-
ir á fjárfestingum aðila sem telja sig
geta hagnast á verkefninu.
Hann segist þó í engu vilja draga úr
þeim vonum sem Kári hafi lýst því hug-
myndafræði rannsókna hans geti staðist. Aðferða-
fræðin sé þekkt en sérstaðan byggist á aðgangi ís-
lenskrar erfðagreiningar á efniviði, íslensku þjóðinni,
sem aðrir rannsakendur hafi ekki aðgang að. „Ef
hann finnur erfðaástæðuna fyrir multiple sclerosis
þá er það auðvitað mjög merkilegur hlutur. Svona
rannsóknir eru bæði mjög dýrar og erfíðar. Það eru
auðvitað aðrir að vinna að þessu en ég vona að hann
verði fyrstur.“
Byggt á von um skyldleika íslendinga
„Þessi aðferð sem Kári hyggst nota er sú að finna
sjúklingahópa með ákveðna sjúkdóma og reyna síðan
að leita að sameiginlegum þáttum í erfðamengi þeirra
og byggja á þeirri von að Islendingar séu nógu mik-
ið innbyrðis skyldir til þess að ástæða fyrir sjúkdóm-
unum sé sú að sjúklingarnir eru allir komnir út af
sama manni. En við eigum eftir að sjá hvort er rétt.“
Aðalvandamálið við erfðafræðirannsóknir á sjúk-
dómum eins og MS og sykursýki er, að sögn Vilmund-
ar, að þeir eiga orsakir sínar í fleiru en einu geni.
„Það er aðalvandamálið. Hvar sem er í heiminum er
þetta lítið vandamál þegar menn eru með
eingena-sjúkdóma, þá þarf ekki ísland
til. En það er verið að reyna að spila inn
á sérstöðu íslands þegar það er um fleira
en eitt gen að ræða sem veldur sjúkdóm-
um.
Vilmundur segir að hvað varði fjölg-
enasjúkdóma geti verið um að ræða flók-
ið samspil erfða og umhverfisþátta. Menn
erfi gen sem eru mikilvæg og valdi ýmist
sjúkdómi ein sér eða menn erfí bakgrunn
sem veldur því að í ákveðnu umhverfi
þróast sjúkdómurinn hjá þeim en ekki
hjá öðrum manni sem hrærist í sama
umhverfi en hefur erft annan bakgrunn.
Þeim mun meira sem framlag gens er
til sjúkdómsins þeim mun auðveldara er
að fínna það.
Erfðir og umhverfi
- Er hægt að setja MS og sykursýki í flokk þar
sem framlag gens til sjúkdóms er mikið?
„Það er hægt að setja MS og sykursýki í flokk
þar sem talið er að fá gen valdi sjúkdómnum en það
er ljóst að fleira en eitt gen veldur sjúkdómnum þótt
eitthvert eitt gen gæti haft mikla þýðingu. Ég held
að bæði varðandi MS og sykursýki sé álitið að það
sé fleira en eitt gen og að samspil þeirra gena við
umhverfið skipti líka máli í birtingarmynd sjúkdóms-
ins.“
Vilmundur segir að víða í heiminum sé unnið að
rannsóknum á MS-sjúkdóminum og t.d. hafi röð
greina um þær rannsóknir birtst í tímaritum i fyrra
en Kári og hans starfsmenn hafi þá ekkert birt um
sínar rannsóknir og hafi talið aðra rannsóknahópa á
villigötum. „Ég heyri á honum að hann telur sig vera
að nálgast þetta. Ég vona íslands vegna, hans vegna
og þeirra sem vinna hjá honum að það reynist rétt.
Það yrði æðislegt. En hvað nákvæmlega er á seyði
í rannsóknunum veit ég ekki frekar en aðrir. Það
veit Kári einn og hans menn.“
Timothy Bishop sérfræðingur við ICRF í Bretlandi
Osönnuð aðferð en
spennandi nálgun
„UM ÞAÐ hvort íslensk erfðagreining eigi möguleika
á að komast til botns í erfðafræði sjúkdóms sem er
jafnflókinn og MS þá liggur engin sönnun fyrir um
það að sú aðferð sem þeir beita muni skila árangri,“
segir Timothy Bishop sem er sérfræðingur við bresku
rannsóknarstofnunina Imperial Cancer Research
Fund í London og Leeds.
„Ég lít engu að síður svo á að þetta sé einhver
mest spennandi nálgunin á viðfangsefnið sem í boði
er og nálgun sem gæti skilað mjög þýðingarmiklum
niðurstöðum."
Bishop lagði hins vegar áherslu á að hann hefði
ekki upplýsingar um stöðu rannsókna íslenskrar
erfðagreiningar. „Það er búið að rannsaka erfðafræði
MS heilmikið með í raun og veru mjög takmörkuðum
árangri. Ef íslenskri erfðagreiningu hefur á svo
skömmum tíma tekist að ná þessum árangri kemur
það á óvart og gætu verið mjög spennandi tíðindi."
Bishop sagði að staða rannsókna í erfðafræði flók-
inna fjölgena sjúkdóma væri erfíð en rannsóknir ein-
gena sjúkdóma hefðu gengið vel undanfarin ár. „Við
erum á ákveðnum krossgötum í erfðafræðirannsókn-
um. Okkur hefur gengið vel með brjóstakrabbamein
og fleiri sjúkdóma en það ríkir þó ákveðin stöðnun í
augnablikinu af því að við höfum ekki gagnlegar
aðferðir til þess að rannsaka ýmis flókin fyrirbæri í
erfðafræði," sagði hann.
„Frá mínu sjónarhorni er nálgun Islenskrar erfða-
greiningar ein mest spennandi nálgunin sem í boði
er og sem gæti skilað mjög þýðingarmiklum niður-
stöðum en ég lít svo á að útkoman sé óvissu háð;
þetta byggist á von og tilgátu sem er óljóst hvort
stenst. Tilgátan er að með þvi að rannsaka þjóð sem
er tiltölulega lítil og lítið blönduð innflytjendum séu
menn með einfaldara genamengi en hjá stærri og
meira blandaðri þjóð.“
Bishop sagði sér virtist að einn grundvöllur rann-
sókna íslenskrar erfðagreiningar væri að byggja á
því að hliðstæðar forsendur um stökkbreytingar í
genum gætu átt við um MS og sýnt hefði verið með
rannsóknum á btjóstakrabbameini í Reykjavík, en
hann hefur sjálfur m.a. unnið með Aðalgeir Arasyni
og Rósu Barkardóttur að rannsóknum á bijósta-
krabbameini sem byggðar eru á rannsóknum á ís-
lenskum systrum. Dr. Bishop kvaðst hins vegar telja
líkur á að erfðafræði bijóstakrabbameinsins væri til-
tölulega einföld miðað við MS og óljóst í sínum huga
að hve miklu leyti samanburðurinn fengi staðist.
Sherman Weisman prófessor við Yale
Island hentugt til rannsókna
„ÉG ÞEKKI ekki til starfs þessa fyrirtækis í einstök-
um atriðum og vil þess vegna ekki tjá mig um þeirra
rannsóknir,“ sagði Sherman Weissman, prófessor í
erfðafræði við Yale-háskóla, þegar Morgunblaðið leit-
aði viðbragða hans og mats á fréttum af rannsóknum
íslenskrar erfðagreiningar á MS-sjúkdómnum.
„Hins vegar held ég að það sé áreiðanlega rétt
að íslenska þjóðin henti vel til rannsókna af þessu
tagi, miðað við það sem ég veit um hana frá Jóni
Jóhannesi Jónssyni, sem starfaði hjá mér í þijú ár.
'r
Það er allt annað og einfaldara að stunda rannsóknir
á erfðafræðilega flóknum sjúkdómum meðal þjóða
eins og íslendinga, Finna og einstaka annarra þar
sem er um einsleitan hóp að ræða og með tiltölulega
lítinn erfðafjölbreytileika samanborið við það sem t.d.
fínnst í stórborgum á borð við New York. í slíku
umhverfi ætti þess vegna að vera einfaldara að fylgja
eftir rannsóknum á einstökum genum, þú finnur þau
ekki öll, en það ætti að vera auðveldara að finna sum
þeirra í sumum tilvikum," sagði Weissman prófessor.