Morgunblaðið - 26.07.1997, Síða 31

Morgunblaðið - 26.07.1997, Síða 31
1_ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 31 hagslegum stöðugleika. Það telst líka pólitískur eða efnahagslegur óstöðugleiki ef verkamenn fara í verkfall eða mótmæla ástandinu í landi sínu. Fyrir ári síðan lýsti talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins að þeir litu á sig sem Evrópuveldi. Bandaríkin hafa úrslitavald um allt sem viðkemur NATÓ í Evrópu. Þessu hafa ráðastéttir í Evrópu reynd að sporna við með því að stofna Vestur-Evrópusambandið, sem er undir stjórn Frakklands og Þýskalands. Rússland er að stækka skrið- drekaflota sinn á þessu svæði um 300%. Jafnframt eru þeir að reyna að ná samstarfi við Finnland um varnir. Rússar eru skelkaðir vegna stækkunar NATÓ og t.d. felldu nýlega ákvæði úr lögum sem sagði að Rússland myndi aldrei hefja kjarnorkuárás. Heræfingarnar hér á landi eru til að undirbúa átök sem eiga að flýta fyrir uppbyggingu kapítal- ismans í Austur-Evrópu. í rauninni eru þetta lífgunartilraunir á kapítal- ismanum almennt. Heræfingarnar eru þáttur í botnlausri gróðahyggju kapítalistanna. Island sá hag sinn í því að styðja Bandaríkin varðandi hvaða íönd fengju inngöngu inn í NATÓ. Bandaríkin hafa verið helsti banda- maður íslensku ráðstéttarinnar seinustu fimmtíu árin. Þeir íslensku ráðamenn sem voru í Madríd voru harðir á því að Eystrasaltslöndun- um ætti að hleypa inn í NATÓ í næstu umferð. ísland úr NATÓ — herinn burt! Þegar Bandaríkjaforseti heimsótti Danmörku fyrir skömmu fundu danskir mótmælendur upp sam- svarandi kjörorð: „Danmörk úr Nató — Clinton úr Danmörku!" Við hvetjum alla sem fyllast hryllingi þegar heimsvaldasinnar eru að und- irbúa sitt stríð til að koma og mót- mæla heræfingunum á Lækjartorgi kl. 17 mánudaginn 28. júlí. Höfundar eru ifélaginu Vngir sósíalistar. höggi á Reykjavíkurlistann, sem vildi hraða framkvæmdum við Gull- inbrú. „Vinur veganna" fyrir norðan Ríkisendurskoðun komst að þeirri niðurstöðu í vetur að ekki væri eðlilegt að taka lánstilboðum sem þessum, nema Alþingi hafi áður samþykkt viðkomandi fram- kvæmd. Hefðu samgönguráðherra og Er samgönguráðherra að reyna að koma höggi á Reykjavíkurlistann? spyr Asta R. Jóhannes- dóttír. R-listinn vildi hraða framkvæmdum við Gullinbrú. stjórnarliðar staðið sig á Alþingi og fjögurra ára áætlunin verið samþykkt, en ekki þessi vesæla tveggja ára áætlun samgönguráð- herrans, hefðu úrbætur við Gullin- brú í Grafarvogi getað hafist strax. Við Reykvíkingar getum ekki búið við ófremdarástandið á þessum vegarkafla. Því verður það að verða fyrsta verk Alþingis í haust að koma honum inn á vegaáætlun og sam- þykkja fjögurra ára áætlun, eins og lög gera ráð fyrir. Það er ekki boðlegt fýrir Grafarvogsbúa og aðra Reykvíkinga að þeir þurfi að líða fyrir landsbyggðarstefnu sam- gönguráðherra. Þótt sumir í kjör- dæmi hans nefni hann „vin veg- anna“ geta Reykvíkingar varla tek- ið undir þá nafnbót. Höfundur er þingmaður Reykjavíkur og á sæti í samgöngunefnd Alþingis. YFIRLÝSING Staðreyndir upplýstar vegna fjölmiðlafárs Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Jóhanni G. Bergþórssyni, bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, svo og bókun hans í bæjarráði frá því sl. vor. „ÓTRÚLEGA óvönduð umfjöllun fjölmiðla annarra en Morgunblaðs- ins um bæjarstjórnarmeirihlutann í Hafnarfirði undanfarnar vikur er tilefni þessarar yfirlýsingar minnar, auk sameiginlegrar yfirlýsingar okkar Ellerts. Núverandi meirihluti var mynd- aður eftir að 4 af 6 fulltrúum fyrra samstarfs Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags stóðu ekki við sam- starfssamning aðila. Þeim meiri- hluta var síðan slitið af efsta manni á lista Sjálfstæðisflokksins Magnúsi Gunnarssyni og Valgerði Sigurðar- dóttur án samráðs við fulltrúaráð flokksins, mig eða Ellert Borgar. í kjölfar meirihlutaslitanna hafði Alþýðuflokkurinn lykilstöðu til myndunar meirihluta og ræddi við Alþýðubandalagið og síðan fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í tvennu lagi. Niðurstaða bæjarfulltrúa Alþýðu- flokksins var að óska eftir meiri- hluta-samstarfi við mig og Ellert og leiddu viðræður aðila í milli til gerðar meirihlutasamstarfssamn- ings og stefnuyfirlýsingar, sem síð- an hefur verið unnið eftir. Yfirlýs- ingar ónafngreindra aðila í kjölfar dóms yfir mér í júlí 1996 vegna gjaldþrots Hagvirkis-Kletts um meinta eiðstafi mína og Ellerts um að öllum málefnum Hagvirkis- Kletts væri lokið við meirihluta- myndunina hafa við yfirheyrslur í héraðsdómi Reykjaness vegna meiðyrðamáls míns á hendur Sverri Ólafssyni sannast að vera rangar. Orðrómur þar að lútandi reyndist byggður á misskilningi og/eða minnispunktum eins bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins, minnispunktum sem aldrei voru ræddir eða kynntir mér eða Ellerti. Rétt er að geta þess að fyrir liggur skrifleg yfirlýs- ing allra bæjarfulltrúa meirihlutans sem hnekkir þessum ómerkilega orðrómi sem einhver ónafngreindur kom á framfæri við ijölmiðla. Vegna umfjöllunar um kaup VJGB ehf. á Strandgötu 28 er rétt að upplýsa eftirfarandi: Viðræður hafa staðið í rúmt ár milli nokkurra leigjanda í húsinu að Strandgötu 28 um kaup á húsinu af lífeyris- sjóðnum Framsýn. Þeim viðræðum lauk í júní sl. með því að VJGB ehf. keypti húsið í samvinnu við nokkra aðra leigjendur í húsinu. Þetta hefur Karl Benediktsson stað- fest opinberlega og eins er hægt að fá staðfestingu hjá ýmsum öðr- um leigjendum í húsinu, m.a. frum- kvöðli að kaupunum, Jóhanni Þ. Jóhannssyni í HB-búðinni, Strand- götu 28. Sá ítrekaði misskilningur að gera ekki greinarmun á almennings- hlutafélaginu Hagvirki-Klettur hf., einkahlutafélaginu Verkfræðiþjón- usta Jóhanns G. Bergþórssonar ehf., og einstaklingnum Jóhanni G. Bergþórssyni er að nokkru leyti skiljanlegur. Eigi að síður ætti öll- um sem vita vilja að vera ljóst að einkahlutafélög og hlutafélög eru fyrirtæki með ábyrgð sem takmark- ast við hlutafé þeirra samkvæmt lögum en ná ekki út fyrir það hvað varðar fjárhagslegar skuldbinding- ar. Að mínu mati og í samræmi við bókun mína þar að lútandi í bæjar- ráði fyrir skömmu (fskj. 1) skuldaði Hagvirki-Klettur Hafnaríjarðarbæ ekki neitt þegar fyrirtækið varð gjaldþrota í október 1994, ef eðli- lega hefði verið gengið til uppgjörs við fyrirtækið fyrir gjaldþrotið. Sem forstjóri og stjómarformaður HK hef ég einn verið kallaður til ábyrgðar vegna vanskila fyrirtæk- isins við gjaldþrotið á opinberum gjöldum og hlotið fyrir það dóm eins og alþjóð er kunnugt. Jafn- framt er ljóst, skv. upplýsingum ijármálaráðuneytisins um vanskil, að ef sömu lög væru látin ganga yfir alla hefðu á árinu 1997 á milli 13.000-26.000 einstaklingar hlotið samskonar dóm, þ.e. framkvæmda- stjórar og stjórnarformenn 13.000 fyrirtækja, eða rúmur þriðjungur stjórnenda fyrirtækja í landinu. Af þessu tilefni skal bent á grein Ás- geirs Thoroddsen hrl. og Bjama Þórs Óskarssonar hdl. í Mbl. sl. vor. Fyrir víðtækar ábyrgðaryfir- tökur missti ég eignarhlut minn í ýmsum fyrirtækjum, þ. á m. í HK og VJGB ehf. og átti við gjaldþrot HK ekkert í fyrirtækinu. Verk- fræðiþjónustan er hins vegar ekki gjaldþrota og ekki eignalaus enda þótt hún hafi þurft að taka á sig ýmis skakkaföll vegna erfiðleika minna. Kaup húsnæðisins að Strandgötu 28 em gerð með eigna- skiptum og lánveitingu til langs tíma, en engum beinum peninga- greiðslum. Hin raunverulega ástæða fyrir írafári og upphlaupi síðustu daga og einnig fyrir ári hefur reyndar komið berlega í ljós. Ástæðan er líklega draumur ýmissa um samein- ingu vinstri manna fyrir næstu kosningar. Um þann draum hef ég ekkert að segja, en þykir harla dapurt að til ósanninda eða mistúlk- unar á ummælum um mig þurfi að koma til þess að draumurinn verði að veruleika. Tæpast er það gott veganesti vinstrivina inn í framtíð- ina að upphafið byggist á samein- ingu um ósannindi eða viðhaldi missagna í fjölmiðlum. Ég var kosinn í bæjarstjórn til þess að hafa áhrif, vinna af festu og heiðarleika að málefnum bæj- arbúa og bæjarsjóðs og tel mig hafa gert það. Af minni hálfu hafa persónuleg vandamál mín vegna fyrirtækjareksturs engin áhrif haft þar á. Forystumenn fyrri meiri- hluta Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags voru um of uppteknir í leit að einhveiju ólöglegu eða sið- lausu sem kæra mætti í embættis- færslum fyrri meirihluta krata. Framtíðarsýn og jákvæðni vék fyr- ir þeirri leit. Núverandi meirihluti hefur leitast við að leysa málin, horfa til framtíðar og vinna verkin, ekki velta sér uppúr vandamálum fortíðar. Við Ellert og stuðnings- menn okkar höfum ekki borið mál- in á torg, ekki gefið út málgagn eða stært okkur af því sem vel hefur tekist til. Minnihlutinn hefur nær alfarið haldið sig við að gera störf meirihlutans tortryggileg og nánast ekki fjallað um annað sl. tvö ár en persónuna Jóhann G. Bergþórsson. Það iýsir sorglegri málefnafátækt. í yfirlýsingu bæjarfulltrúanna Tryggva Harðarsonar og Valgerðar Guðmundsdóttur er hvergi minnst á neitt atriði sem ágreiningur hafí verið um. Þvert á móti lýsa þau árangri meirihlutans sem mjög góð- um á ýmsum sviðum. Það er því augljóst að hvorki störf meirihlut- ans né húsakaup VJGB ehf. hafa valdið óróanum að undanfömu heldur eitthvað allt annað sem ekki hefur verið útskýrt. Reyndar hefur verið minnst á dómsmál. Spurning- in er hvaða dómsmál; ársgamlan dóm yfir mér eða nýlega dóma yfir tveim forystumönnum hins nýja Félags jafnaðarmanna í Hafnar- firði? Dóma fyrir meiðyrði í minn garð, enda þótt hluta stefnuatriða hafi í raun verið vísað frá vegna þess að sá sem kom ummælunum á framfæri við blaðamanninn í við- tali er ekki ábyrgur, heldur blaða- maðurinn eða blaðið, enda þótt ummælin séu ósönn. Með von um að framanskráð megi upplýsa almenning og fjöl- miðla frekar um raunverulegar staðreyndir vegna fjölmiðlafárs undanfarið, en fram til þessa hef ég neitað að tjá mig um þessi mál í fjölmiðlum." Bókun í bæjarráði „JGB óskar að fá að gera grein fyrir afstöðu sinni til þessa máls áður en hann víkur af fundi með svofelldri bókun sem óskast færð til bókar í heild sinni. Vegna tillögu bæjarlögmanns um niðurfellingu á kröfu á hendur þrotabúi Hagvirkis-Kletts vil ég sem fyrrum aðili að umræddu máli vekja athygli á eftirfarandi og ítreka jafnframt þá skoðun mína að í raun sé ekki um neina niðurfell- ingu að ræða og að téð fyrirtæki hafi í reynd ekki skuldað bæjarsjóði neitt við gjaldþrot þess í október 1994. 1) Bæjarsjóður hefur í reynd þegar afskrifað þessa upphæð 98% með því að setja hana á afskrifta- reikning á árinu 1994, sbr. með- fylgjandi yfirlýsingu bæjarendur- skoðanda frá 29. október 1996. Skýringar á því er að leita I tillögum Löggiltra endurskoðenda hf. og bæjarfulltrúum væntanlega í fersku minni. Afgreiðsla nú breytir þannig ekki stöðu bæjarsjóðs. Ég gerði athugasemd þá og geri enn. 2) Þegar fyrirtækið Hagvirki- Klettur varð gjaldþrota í október 1994 voru ófrágengin uppgjörsmál við fyrirtækið vegna aukaverka og breyttra forsendna í safnaðarheim- ili og tónlistarskóla, uppgjör sem trúlega var á milli 30 og 40 milljón- ir króna, en fékkst aldrei rætt, sam- anber yfirlýsingar þáverandi for- manns bæjarráðs og bæjarstjóra í ijölmiðlum. 3) Á sama hátt voru ófrágengin mál vegna útrásarverkefnis sem nýlega var hafið. Enginn reikningur hafði verið gerður fyrir þeirri vinnu né öðrum kostnaði sem fyrirtækið varð fyrir vegna tafa á upphafi verksins. Fyrirtækinu var ekki um að kenna, samanber nýlegan hér- aðsdóm í máli VSÍ gegn bæjar- sjóði. Ljóst er að dómurinn taldi bæjarsjóð bera fébótaábyrgð vegna vanefndanna, enda þótt Hæstirétt- ur teldi ekki unnt að færa þessa bótaábyrgð yfír á þriðja aðila. 4) Ekki höfðu verið gerðir reikn- ingar fyrir síðustu jarðvinnslufram- kvæmdir fyrirtækisins í Mosahlíð. 5) Ekki höfðu verið gerðar eðli- legar leiðréttingar á ofreiknuðum kostnaði vegna lóðarúthlutunar á Hvaleyrarholti. Um var að ræða kostnað sem ekki hafði verið beitt gagnvart öðrum fyrirtækjum. Auk þess hafði bæjarsjóður ekki staðið við viljayfirlýsingu sem gerð var samhliða útgáfu skuldabréfs vegna gatnagerðargjalda, en fyrirtækinu bar engin skylda til útgáfu þess. Sjá yfirlýsingu þess efnis frá 13. des. 1991. 6) Ekki var af hálfu bæjarsjóðs virtur lögmætur nauðasamningur fyrirtækisins, sem bæjarsjóður hafði þó formlega staðfest og stutt. 7) Við uppgjör við þrotabúið var fallið frá öllum kröfum vegna þeirra verka sem í gangi voru og jafnframt fallið frá öllum verktryggingum vegna framkvæmda. Tæpast hefði . - það verið gert hefðu menn talið sig eiga raunverulega kröfu á fyrirtæk- ið. 8) Bústjórar fyrirtækisins töldu ekki efni til frekari vinnu við kröfu- gerð á hendur bæjarsjóði þar sem í reynd hefði verið um skuldajöfnun að ræða. Því hefði í reynd verið réttast í meðferð þessa máls að færa hluta þessarar kröfu sem eign í safnaðar- heimili-tónlistarskóla (og í reynd hefði söfnuðurinn átt að greiða hluta upphæðarinnar) og hluta sem framkvæmdakostnað við útrásir og gatnagerð í Mosahlíð, auk bak- færslu á vaxtatekjum vegna aftur- kallaðrar lóðarúthlutunar. Hér þarf ekki einu sinni að taka tillit til brot- ins nauðasamnings, sem í reynd hefði getað verið krafa frá bústjór- um og varðar við lög. Við eðlilega meðferð mála hefði komið í ljós að fyrirtækið átti i reynd inni hjá bæj- arsjóði. Uppígreiðslur vegna fram- kvæmda voru ekki án ástæðna eða útí hött. Þær byggðust á vissu um inneign en ófrágengnum uppgjör- um. Afhending hluta geymslufjár til greiðslu skattskuldar hjá sýslu- i manni var ekki heldur án for- sendna. Fyrirtækið átti óuppgerð mál hjá bæjarsjóði sem leiða myndi til skuldleysis og þess að óhætt væri að reiða út þann hluta geymslufjár sem gert var. ... Aðilar að þessu máli auk fyrirtækisins eru tveir bæjarstjórnarmeirihlutar, hreinn meirihluti Alþýðuflokksins og síðan meirihluti Álþýðubanda- lagsins og Sjálfstæðisflokksins. Ekki er ástæða til að ætla annað en að allir aðilar hafi verið í góðri trú um réttmæti aðgerðanna, þótt ekki gæfist tækifæri til að sanna það vegna gjaldþrots fyrirtækisins. Rétt er að taka fram að núver- andi meirihluti á ekki aðild að þess- -<* um aðgerðum. Þá er einnig rétt og skylt að geta þess að eftir nauðasamninginn á árinu 1993 voru aðaleigendur fyrirtækisins Esso, NCC, Sjóvá- Álmennar, Samheiji og starfsmenn Hagvirkis-Kletts, en forstjórinn átti engan hlut í fyrirtækinu persónu- j lega. Vegna fyrri afskipta minna af téðu fyrirtæki og með 45. gr. sveit- arstjórnarlaga í huga tek ég ekki frekari þátt í umræðu eða af- greiðslu þessarar tillögu og mun víkja af fundi. Ég ítreka jafnframt að ég hefði talið eðlilegt að færa þessi mál í bókhald bæjarsjóðs eins og ég hef áður um getið.“ ** Pennauinir I 210 löndum. International Pen Friends. Sími 881 8181. ÚTSALA ÚTSALA VÓuntV', tískuverslun V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 SUMARTILBOÐ Qluggatjaldaefni 20% afsláttur Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD, FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.