Morgunblaðið - 26.07.1997, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Frænka okkar,
SVANFRÍÐUFt MARÍA ÁGÚSTSDÓTTIR
frá Ystabæ,
Hrísey,
sem lést á Sjúkrahúsi Akureyrar miðvikudaginn 23. júlí, verður jarðsung-
in frá Höfðakapellu, Akureyri, mánudaginn 28. júlí kl. 13.30.
Bræðrabörn.
I
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
AÐALHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR,
Álfabyggð 9,
Akureyri,
andaðist á dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn
13. júlí.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til starfsfólks C-deildar á
dvalarheimilinu Hlíð.
Bjarndís Indriðadóttir, Þórir Guðmundsson,
Eygló Indriðadótttir, Reynir Frímannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
J,
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
Kópareykjum,
Borgarfirði,
er látin.
Jónas Árnason,
Jón B. Jónasson,
Ingunn Anna Jónasdóttir,
Ragnheiður Jónasdóttir,
Birna Jóhanna Jónasdóttir,
Árni Múli Jónasson,
Þórdís Thoroddsen,
Engilbert Guðmundsson,
Kristján Örn Fredriksen,
Hákon Bjarnason,
Arnheiður Helgadóttir
og barnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð, hlýhug og virðingu
við andlát ástkærrar móður minnar, tengda-
móður, fósturmóður, ömmu og langömmu,
ELÍNAR ÞORLÁKSDÓTTUR,
Langholtsvegi 76.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarliði þriðju
Sigurgeir Kjartansson,
Sigurrós Hermannsdóttir,
Steinunn Geirsdóttir,
Kristján Hallvarðsson
og barnabarnabörn.
hæðar hjúkrunarheimilisins Skjóls,
Halla Sigurjóns,
Olgeir Skúli Sverrisson,
Aðalsteinn Sigurgeirsson,
Elín Sigurgeirsdóttir,
+
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, afa, tengdaföður og
þróður,
GUNNARS PÁLS JÓAKIMSSONAR
fiskifræðings
í Kiel.
Helga Jóakimsson,
börn, tengdabörn, barnabörn
og systkini hins látna.
►
+
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug
vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
SNORRA ÓLAFSSONAR
fyrrv. yfirlæknis.
Valgerður Björnsdóttir
og fjölskylda.
+ Gunnar Markús-
son fæddist á
Eyrarbakka 18.
október 1918. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Suðurlands, Sel-
fossi, á Þorláks-
messu á sumri hinn
20. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Þuríður Pálsdóttir,
verkakona, frá
Reynifelli á Rangár-
völlum, f. 2. júlí
1889, og maður
hennar Markús
Jónsson, sjómaður
og verkamaður, frá Torfastöð-
um í Fljótshlið, f. 26. júlí 1893.
Systkini Gunnars eru Kjartan,
f. 29.5. 1921, Jóna Sigriður, f.
30.5. 1923, d. 6.3. 1988, og upp-
eldisbróðir, Helgi Maríasson, f.
8.11. 1939.
Hinn 6. nóvember 1943
kvæntist Gunnar eftirlifandi
eiginkonu sinni, Sigurlaugu
Stefánsdóttur kennara, síðar
bóka- og safnverði, frá Akur-
eyri, f. 26.2. 1922. Börn þeirra
eru: 1) Hildur, f. 15.7. 1946. Eig-
inmaður Helgi Finnlaugsson, f.
16.5. 1946 (skildu, látinn). Börn
þeirra eru Þuríður, f. 2.11.1965,
Gunnlaugur, f. 11.5. 1967, Finn-
laugur Pétur, f. 25.4. 1968, og
Sigurlaug, f. 31.5.1971. Sambýl-
ismaður Þorleifur Arason, f. 9.4.
1945 (látinn). Síðari sambýlis-
maður Hermann Jóhannes Jóns-
son, f. 30.9. 1946. 2) Þór Jens,
f. 30.11. 1947. Eiginkona Áslaug
Þorsteinsdóttir, f. 8.5. 1950.
Börn þeirra eru: Björn Markús,
f. 5.8. 1974, Sara, f. 21.6. 1976
(látin), Sonja Þórey, f. 30.5.
1978, og Steinunn, f. 7.1. 1984.
3) Stefán, f. 3.10. 1951. Eigin-
kona Helga Sigurbjörnsdóttir,
f. 15.3. 1954. Börn þeirra eru:
Davíð Fannar, f. 7.8. 1976, Rób-
ert Orri, f. 10.6. 1980, og Sigur-
björg Herdís, f. 6.1. 1988. 4)
Agústa, f. 18.1. 1953. Eiginmað-
ur Haraldur Guðbjartsson, f.
26.12. 1949 (skildu). Barn þeirra
er Guðbjartur, f. 29.1. 1972.
Maki 2. Guðmundur Emilsson,
Góður vinur er fallinn frá. Mér
er ljúft og skylt að festa nokkur
kveðjuorð á blað og þakka fyrir
samfylgdina sem hefur staðið meira
og minna yfir fjörutíu ára tímabil.
Minningarnar eru margar og ekkert
nema gleði kemur í hugann þegar
þær streyma fram. Eg minnist
ungra glaðlegra hjóna með lítil fal-
leg börn, þegar Gunnar og Sigur-
laug kona hans fluttust hingað að
Flúðum, hann sem skólastjóri árið
1951.
Við kynntumst fljótlega, þau hjón
hafa alla tíð átt mjög gott með að
koma til móts við fólk, á sinn þægi-
lega hátt.
Gunnar var skólastjóri og kenn-
ari barna minna og þaurninnast
hans öll með hlýjum hug. Ég minn-
ist tíðra heimsókna milli heimila
okkar, þó að óbrúuð á væri þá á
milli og alltaf farið gangandi, oft
yngstu börnin á háhesti. Allt virtist
auðvelt þá, í rninningunni að
minnsta kosti._ Ég minnist úti-
skemmtana á Álfaskeiði, þar sem
Gunnar afgreiddi öl og sælgæti fyr-
ir ungmennafélagið í „sjoppunni",
aftan á vörubílspalli, hress og kátur.
Ég minnist ferða fernra hjóna.
Ferðin var farin í Þórsmörk að sum-
arlagi. Á myndum sést að þann dag
hefur verið rigning, en í minningu
minni finnst mér að verið hafi sól
og blíða.
Það var eftirsjá þegar Gunnar
og Sigurlaug fluttust héðan burt.
En ógleymanleg er ferð sem við
fórum nokkrir vinir í heimsókn til
þeirra að Húsabakka í Svarfaðar-
dal. Fyrir utan allt atlæti í mat,
drykk og gistingu, fengum við
ómældan fróðleik hjá Gunnari um
Svarfaðardalinn fyrr og síðar, hann
hafði unun af að segja frá, var líka
f. 24.4. 1951
(skildu). Maki Leigh
Woods, f. 3.3. 1948.
Börn þeirra Livia
Arndal, f. 11.2.
1984, og Bryndís
Amdal, f. 18.9.
1987.
Gunnar fluttist
fjögurra ára með
foreldrum sínum til
Vestmannaeyja þar
sem hann missti
föður sinn 1924.
Hann fluttist þaðan
ásamt móður og
systkinum 16 ára til
Hafnarfjarðar. Gunnar var í
barnaskóla í Vestmannaeyjum
og fyrsta vetur í gagnfræða-
skóla, lauk síðan gagnfræða-
prófi frá Flensborg í Hafnar-
firði. Hann lauk kennaraprófi
1939, fór til náms í Danmarks
Lærerhöjskole 1947-1948 og
1959-1960 til framhaldsnáms.
Hann starfaði sem farkennari í
Þingvallasveit 1939-1941 og í
Grafningi 1940-1941. Hann var
skólastjóri á Flúðum 1951-1955,
á Húsabakka í Svarfaðardal
1955-1962, í Þorlákshöfn 1962-
1980. Hann var bókavörður í
Þorlákshöfn frá 1965 til dauða-
dags. Gunnar var formaður
hafnarstjórnar Landshafnarinn-
ar í Þorlákshöfn 1967-1978, í
sljórn Bókavarðafélags íslands
1976-1980, gerður heiðursfé-
lagi 1997. Hann var í stjóm
Félags skólastjóra og yfirkenn-
ara 1977-1981, í byggingar-
nefnd sunnlenskra hafna 1973-
1976. Hann var formaður sókn-
araefndar Hjallasóknar 1982-
1992, sem síðar varð Þorláks-
og Hjallasókn, í byggingamefnd
Þorlákskirkju frá upphafi þar
til hún var vígð 1985. Hann sat
í stjóm Sögufélags Ámesinga
og í ritnefnd Árnesings 1990-
1992. Auk þessa vann Gunnar
að söfnun og ritun heimilda um
sögu Þorlákshafnar og Þorlák
helga til dauðadags.
Utför Gunnars fer fram frá
Þorlákskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
stálminnugur og fróðleiksfús.
Árin liðu og Gunnar gerðist
skólastjóri í Þorlákshöfn, þá styttist
aftur á milli heimila okkar og vin-
áttuböndin sem aldrei höfðu slitnað,
efldust á ný með skemmtilegum
vinafundum og heimsóknum.
í Þorlákshöfn fann Gunnar sig
svo sannarlega heima. Einnig fann
hann þar áhugamál, fleiri en skóla-
stjórn og hann var svo lánsamur
að geta starfað að mörgum þessum
málum og átt þátt í að þau yrðu
að veruleika. Hann unni byggðar-
lagi sínu af heilum hug og gladdist
yfir að sjá það vaxa og dafna enda
var hann óspar á að segja okkur
vinum sínum frá óskum sínum varð-
andi Þorlákshöfn. Alveg sérstak-
lega komst hann á flug þegar hann
sagði frá eða lýsti kirkjunni sinni,
sem var honum mikið hjartans mál.
Þar sá jiann margar óskir sínar
rætast. Ég tel að Gunnar hafi verið
hamingjumaður í lífi sínu. Hann
átti góðan lífsförunaut og góð börn,
var tryggur vinur vina sinna, þess
nutum við í ríkum mæli, gömlu vin-
irnir í Hrunamannahrepp. Hann
vann gott starf fyrir byggðarlag
sitt og var í mörgu metinn að verð-
leikum. Þau hjón ferðuðust mikið
þegar tími gafst til, bæði innan-
lands og utan, meðal annars til
barna sinna í öðrum heimsálfum.
Þau nutu slíkra ferða. Það er tóm-
legt að eiga ekki von á þeim hjónum
í heimsókn til að eiga með þeim
glaða stund. Eiga ekki von á föstu
handtaki og léttu gríni, eða föstu
faðmlagi og engu orði, eins og ég
fékk á erfiðri stund frá þessum vini
mínum. Veri hann ævinlega bless-
aður.
Elsku Sigurlaug mín. Ég sendi
þér og fjölskyldu þinni einlægar
samúðarkveðjur frá mér og börnum
mínum.
Guð geymi ykkur.
Sigurbjörn.
Á öndverðu síðastliðnu vori heim-
sóttu þau Gunnar og eiginkona hans
Sigurlaug Stefánsdóttir okkur hjón-
in, en kona mín, Ásdís Guðbjörg, er
dóttir þeirra Ágústu Kristiönu Ey-
mundsdóttur og sr. Jes Anders Gísla-
sonar, eina barn þeirra Hólshjóna í
Vestmannaeyjum sem er á lífi og
þá lifir tengdadóttir þeirra, Magnea
Sjöberg, sem var kona Friðriks Jes-
sonar stofnanda Sædýrasafns Vest-
mannaeyja. Gunnar hafði þá, að virt-
ist, náð sér af erfiðum sjúkdómi.
Umræður okkar snerust um líf al-
mennings í Eyjum á árunum 1920-
1940. Eg hafði fyrst séð Gunnar er
hann neytti, 1934, matar á Hóli.
Ég var þá nýkominn í hóp Hólsfólks-
ins og þekkti því lítið til. Þó langt
væri umliðið, notaði ég tækifærið
er Gunnar var í umræddri heimsókn
að spyija hann hver væri ástæðan
fyrir hinni miklu tryggð er hann svo
oft hefði sýnt Hólsfólkinu. Eitthvað
ræddum við þetta, en skömmu síðar
barst mér bréf frá Gunnar ásamt
smáriti. Bréfið hefst á þessu: „Þú
hefur oft haft orð á því hve trygg-
iyndur ég sé í garð Hólsfólksins. Eg
vona að þegar þú hefur lesið þennan
pésa þá getir þú séð að það er hreint
ekki að ástæðulausu.“ í þessum
„pésa“, sem Gunnar kallaði svo,
hefur hann safnað, t.d. stórmerkri
ritgerð eftir Gísla J. Ástþórsson um
lífsbaráttu Þuríðar Pálsdóttur, móð-
ur Gunnars; - „Kvennakjarkur" eft-
ir Gunnar, þar sem lífsskoðanir hans
koma vel fram, hvað kjarkur og
dugnaður móður hans mótaði hann
og gerði hann að slíkum dugnaðar-
manni, búnum trúmennsku sem leit-
aðist við að vinna þau verk skjótt
og vel, sem þá og þá þurfti að inna
af hendi; - líkræða sr. Sigurjóns
Þ. Árnasonar yfir föður Gunnars,
Markúsi Jónssyni (d. 1924); - at-
hugasemdir efítir Gunnar. Rit þetta
er merk heimild um lífsbaráttu al-
þýðu íslenskrar þjóðar á öðrum og
þriðja áratug þessarar aldar. í at-
hugasemdum þessa rits Gunnars er
að finna frekara svar hans við spurn-
ingu minni: „Sólveig, dóttir sr. Jes,
var á þessum árum (1924 Þ.E.)
bæjarhjúkrunarkona í Vestmanna-
eyjum. - Hún hjúkraði pabba í bana-
legunni. Þegar hann dó fór Sólveig
með mig heim til sín (að Hóli: Þ.E.)
og var meiningin að ég yrði þar fram
yfir jarðarförina, en raunin varð sú,
að heimilið sleppti aldrei alveg af
mér hendinni þau 10 ár sem ég átti
efitir að eiga heima í Eyjum þó ég
svæfi þar aldrei. - Mér var ekki
bara gefið að borða. Þær voru ófáar
flíkurnar, sem ég fékk á Hóli. Þó
að matur og föt hafi ef til vill verið
minnst virði af því, sem ég naut
þar.“ í þessu riti sem Gunnar nefnir
„pésa“, koma vel fram viðhorf hans
til lífsins, samborgaranna og verk-
efnanna sem honum var trúað fyrir
að vinna.
Ég vann lengi að skólamálum
og ferðaðist til skóla. Heimsótti ég
þau skólahverfi fjögur sem Gunnar
annaðist kennslu og skólastjórn í
eftir 1941. Alls staðar var umsögnin
sú sama. Trúr starfsmaður, virkur
og duglegur. Nemendur hrifust til
framkvæmda af starfsgleði hans og
alúð.
Virkni Gunnars beindist ekki ein-
vörðungu að skólanum heldur einnig
að störfum félaga, málefnum kirkju
og bókasafna. Þessara menningar-
starfa gætir greinilegast í Þorláks-
höfn. Kauptún í örum vexti gat ekki
á skömmum tíma búið íbúum sínum
nauðsynlega aðstöðu til margþættra
félagslegra starfa. Þjónustuhugur
Gunnars leysti með útsjónarsemi úr
vanda fólksins til að fá æft söng,
leiklist, haldið fundi og síðast en
ekki hvað síst notið bókasafns.
Gunnar Markússon var sannur
maður mannúðar og menningar.
Hann varð mætur sæmdarsonur
„kjarkkonunnar" móður sinnar. Fyr-
ir hönd Hólsfólksins leyfi ég mér að
þakka Gunnari tryggð við það og
þá sæmd, sem þetta ágæta fólk,
hefur öðlast hlutdeild í við að hafa
sýnt honum aðhlynningu í æsku.
Hinni ágætu eiginkonu Gunnars,
GUNNAR
MARKÚSSON