Morgunblaðið - 26.07.1997, Side 35

Morgunblaðið - 26.07.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1997 35 Sigurlaugu Stefánsdóttur og afkom- endum þeirra hjóna eru sendar sam- úðarkveðjur og þakklæti fyrir vinátt- una. Þorsteinn Einarsson. Gunnar Markússon er allur. Merk- ur skólamaður og fræðimaður um sögu Þorlákshafnar - sá er flestum öðrum fremur hefur efit hróður þess byggðarlags. Gunnar sleit barns- skónum í Vestmannaeyjum og Þor- lákshöfn kynntist ég fyrst er ég bjó í Eyjum. Þegar veður voru ótrygg og ekki hægt að fljúga svo dögum skipti sigldi Heijólfur stundum beint til Þorlákshafnar. Þar var þá heidur óhrjálegt um að litast. Brimbijótur, nokkrir húskumbaldar á kambnum og eilíft sandfok - einsog íslensk útgáfa af eyðiþorpi í spagettívestra. Ég var þess fullviss að af öllum stöð- um á landinu myndi ég síst vilja búa þarna. Og árin liðu. Ég tók kennarapróf og veiktist skömmu síðar og er af mér bráði var ráðið í þær stöður er ég hafði hug á - en kennarastaða var laus í Þorlákshöfn. Ég ræddi við skólastjórann, Gunnar Markússon, og var ráðinn. Mér fannst ég vera að leggja útí óvissuna er ég hélt með rútunni í Höfnina þótt þetta væri innan við klukkutíma akstur með Lauga bílstjóra. Það var myrkt að kvöldi er við ókum inní þorpið og Gunnar tók á móti mér og dreif mig heim til sín á G-götu þarsem kona hans, Sigurlaug Stefánsdóttir, beið með kræsingar. Mér var svo komið fyrir hjá Jóni smiði og Hólm- fríði til að byija með og þarmeð hófst Þorlákshafnarferill minn. Ég bjóst ekki við að verða þarna nema veturinn, en samstarfið við Gunnar og Sigurlaugu í skólanum, svo og formann skólanefndarinnar, Ingi- mund Guðjónsson, var slíkt að árin urðu tólf. Ég kenndi í Þorlákshöfn þar til Gunnar lét af skólastjórn vorið 1980. Gunnar missti ungur föður sinn og brást ekki móður sinni í erfiðri lífsbaráttu og kjörin settu á manninn mark. Hann var oft harður og óvæg- inn, en um leið réttlátur og ótrúlega framsýnn. Við rifumst aðeins einu sinni harkalega - eftir það var allt á hreinu og ef Gunnar Markússon treysti einhveijum var hann ekki með neina afskiptasemi um störf hans. Það var enginn leikur fyrir nýútskrifaðan kennara að hefja störf í sjávarþorpi þar sem fiskurinn var lífið sjálft, en handleiðsla og stuðn- ingur Gunnars á ekki síðri þátt en kennaramenntunin í því að enn fæst ég við kennslu af lífi og sál. Gunnar var kristinn maður og krati. Kannski var flokkurinn í fyr- irrúmi á Hafnarfjarðarárum hans, en í Þorlákshöfn var það kirkjan og ekkert handtak var svo smátt að ekki væri það unnið í þágu Þorláks- kirkju. Þar sem og í skólanum var samvinna þeirra Ingimundar Guð- jónssonar aðdáunarverð. Ingimund- ur var lengi kórstjóri í Þorlákshöfn og Sigurlaug söng í kórnum. Gunnar var afturá móti enginn söngmaður en unni tónlist af alhug. Er ég réðst til starfa við Þorlákshafnarskóla var þar enginn tónlistarkennsla, en Gunnar dreif okkur Sigurlaugu í námsferð til Egils Friðleifssonar í Öldutúnsskóla og brátt höfðum við stofnað skólahljómsveit og enginn lauk barnaprófí á þessum árum án þess að geta leikið einföld lög í c- dúr á blokkflautu. Gunnar var aft- urá móti duglegur að æfa leiklist fyrir skólaskemmtanir og er ég kom aftur til starfa í Þorlákshafnarskóla eftir árs nám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn, þar sem ég lagði m.a. stund á leikræna tjáningu, lét Gunnar mig fá tvær kennslustundir vikulega í hveijum bekk í þeirri grein. Ég tel að sú kennslugrein sé til ómetanlegs gagns fyrir hvern ein- stakling og er þetta dæmi um fram- sýni Gunnars í skólamálum. Heldur keisari í þorpi en óbreyttur í stórborg, sagði Gunnar stundum og með sanni má segja að hann hafi sett mark sitt á Þorlákshöfn. Skólinn, kirkjan, bókasafnið, höfnin, afmælissýningarnar, safn til sögu staðarins - svo eitthvað sé nefnt. Að leiðarlokum þakka ég Gunnari uppeldið og vináttuna og sendi Sig- urlaugu og börnunum ásamt fjöl- skyldum þeirra samúðarkveðjur mínar og minna. Vernharður Linnet. Gunnar Markússon tók virkan þátt í félagsmálum bókavarða og var m.a. í stjórn Bókavarðafélags Is- lands 1976 til 1980. Hann var einn af stofnendum Félags almennings- bókavarða og sótti fundi forstöðu- manna almenningsbókasafna. Hann hafði ævinlega eitthvað uppbyggi- legt til málanna að leggja og lá ekki á liði sínu enda byggði hann á mjög víðtækri reynslu sinni sem kennari, skólastjóri og virkur frumkvöðull í hafnarmálum, safnaðar- og kirkju- byggingarmálum. Gunnar var ein- staklega geðþekkur og prúður mað- ur og fáa þekki ég sem lagt hafa jafnmikið af sjálfum sér til svo margra þátta í mannlífi okkar sam- ferðamanna hans. Hann stóð að stofnun Bókasafns Þorlákshafnar, rak það og efldi svo að það er nú með merkari menningarstofnunum landsins, ásamt með byggða- og náttúrugripasafni. Gunnar ræktaði garðinn sinn í Þorlákshöfn og hlúði að sögulegum minjum og þ.ám. minningu heilags Þorláks. Segja má að það sé táknrænt að dánardag hans skuli bera upp á Þorláksmessu á sumri. Gunnar var gerður að heiðursfé- laga Bókavarðafélags íslands á árs- þingi þess sh vor. Fyrir hönd Bóka- varðafélags íslands kveð ég góðan félaga og vin og sendi eftirlifandi konu hans, Sigurlaugu, og börnum þeirra hjóna innilegar samúðar- kveðjur. Við hjónin erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast svo góðu og traustu fólki sem þeim hjón- um, Gunnari og Sigurlaugu. Hrafn A. Harðarson, formaður Bókavarðafélags íslands, Anna Sigríður Einarsdóttir, bæjarbóka- vörður í Hafnarfirði. Þótt það séu nú liðin meir en 40 ár man ég það sem í gær að nýi skólastjórinn við Húsabakkaskóla stóð í dyrunum hjá foreldrum mínum í Laugahlíð og kynnti sig. Það var upphafið að löngum og ánægjulegum samskiptum. Ég var meir en lítið forvitinn því þessi ókunni maður, komin sunnan um heiðar, átti að verða kennari minn næstu árin. Það hafði verið brotið blað í skólasögu Svarfaðar- dals. Þórarinn Eldjárn hafði lokið farsælu og löngu kennarastarfi. Heimangönguskólinn á þinghúsinu á Grund var lagður niður og nýr heima- vistarskóli reistur. Gunnar Markússon kom sem stormsveipur inn í líf okkar. Öll logn- molla var honum fjarri og það gu- staði alltaf um hann. Og það var jákvæður gustur. Hann lét sér annt um alla og hann gerði Húsabakka- skóla strax að þarflegri menningar- miðstöð í sveitinni. Ég ætla ekki hér að tíunda allt hans starf en mig lang- ar til að þakka honum eitt. Hann lagði það nefnilega á sig með fullu kennslustarfi að leiðbeina okkur, nokkrum unglingum, á fyrsta ári í framhaldsnámi. Ég hef oft hugsað um það síðar eftir að ég hef fengið ríkulega innsýn í kennarastarf að þetta var í raun ofurmannlegt erfiði. Þessari hjálp hans gleymi ég aldrei og hef sennilega heldur aldrei þakkað hana sem skyldi. Samskiptin milli fjölskyldnanna í Laugahlíð og á Húsabakka urðu náin enda skammt á milli bæja. Börnin urðu leikfélagar og vináttan milli Gunnars og Sigurlaugar og foreldra minna hélst þó svo að fjölskyldurnar fjarlægðust hvor aðra. Þegar þau Gunnar fluttu til Þorlákshafnar til þess að endurtaka uppbyggingar- starfíð var vegalengdin orðin nokkuð löng til daglegra samskipta. En hve- nær sem tækifæri gafst stóð Gunnar í dyrunum hjá foreldrum mínum, hress og snar að vanda. Slíkt ein- kennir sanna vináttu. Þessi fátæklegu orð, hripuð í flýti langt inni í fínnskum skógi þegar ég frétti andlát Gunnars, eru bara örlít- il kveðja til góðs manns sem ég á mikið að þakka. Það er gott að eiga minningar um slíkan mann. Kristinn Jóhannesson. + Jórunn Emils- dóttir Tórsham- ar var fædd á Þór- arinsstaðareyrum við Seyðisfjörð 21. janúar 1919. Hún lést í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 18. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Emil Theódór Guðjónsson og Guðný Helga Guð- mundsdóttir. Alls átti Jórunn tólf systkini og eru átta þeirra á lífi. Jórunn giftist Eyvind Jo- hansen frá Fuglafirði í Færeyj- um og saman eignuðust þau átta börn, en fyrir átti Jórunn Ég vil þig syngja í svefninn, í sálina þina frið, kyssa á kaldar varir og kijúpa við þína hlið. Hljóðlega og hægt genpr dauðinn og hefur þig burt með sér, stirðnar þá hönd og hugur og hjartað í bijósti þér. (Jórunn E. Tórshamar) Elsku mamma mín. Ég ætla að skrifa nokkur orð til þín. Við kynnt- umst í raun ekki almennilega fyrr en seint á lífsleið þinni og má þá með sanni segja að betra er seint en aldrei. Ég vil þakka þér fyrir þessi yndislegu ár sem við áttum saman, en foreldrar þínir sáu um að ala mig upp og þú svo langt í burtu. Tengslin rofnuðu þó ekki og blóðböndin sögðu til sín þegar við sátum saman og töluðum. Var þá oft sniðugt þegar við vissum ósjald- an hvað hin ætlaði að segja og var eins og við læsum hugsanir hvor annarar. Þú varst fróð kona og margt fallegt hefur frá þér komið sem þú hefur ort, ber ljóðið sem er undanfari orða minna þess glögg merki. Mun ég varðveita vel þau gullkorn sem ég á í fórum mínum eftir þig um ókomin ár. Ég og fjöl- skylda mín viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið okkur og biðjum við góðan guð að blessa þá sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls þíns. Rún, Ingólfur og fjölskyldur. Ósvald minn, ég held að þetta sé búið. Þessi orð sitja enn í huga mér, þegar hún Guðrún hjúkrunar- fræðingur kom til mín og sagði þessi orð, þar sem ég sat við dánar- beð mömmu. Jú víst er hún mamma farin í langt ferðalag, þar sem hún hittir aftur hann pabba, Robba, Gurru, Róbert litla Frey, og öll hin sem eru farin á undan okkur úr þessu jarðlífi. Ég veit að það er tekið vel á móti þér, því þú varst einstök kona. Þær eru vandfundnar sem báru jafnmikinn hlýhug til samferðafólks síns og þú. Mamma var sannkallað- ur vinur lítilmagnans, þótt ekki hafi gustað um þig, þá þótti þér vænst um þá sem höfðu lent undir í lífsbaráttunni. Þegar þú bjóst í Reykjavík, gerðir þú þér oft ferðir niður í bæ, til að tala við þá sem höfðu ient undir í lífinu. Þér þótti vænt um allt fólk, þú gast ekki séð veikan blett á nokkrum manni. Jæja, mamma, þín er sárt saknað hér á þessu heimili, hér bjóstu yfir- leitt þegar þú komst til Eyja, og það var yndislegt að hafa þig hjá sér. Alltaf þegar von var á þér, dönsuðu krakkarnir af kæti, og hann Simmi litli sagði amma litla er að koma. Ekki varstu há í loft- inu, en hjartað var stórt og hlýtt. Ég gæti rifjað upp svo margt úr æsku minni þegar þú varst að ala okkur upp, pabbi alltaf á sjó, og þú ein með allan þennan krakka- skara, en ég ætla að geyma það í huga mér. Þú varst svo stolt af því sem þú varst búin að ala af þér. eina dóttur. Börn hennar eru Rún Pétursdóttir (f. 5.11. 1938), Hörð- ur Róbert (f. 31.12. 1944, d. 19.6. 1994), Sunneva, (f. 27.7. 1948), Ólafur, (f. 14.8.49), Ósvald, (f. 8.10. 1951), Guðný, (f. 18.1. 1953), Jón Emil, (f. 22.4. 1956), Val- björn, (f. 13.4. 1958) og Matt- hilda, (f. 31.1. 1965). Jórunn verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Eitt það síðasta sem þú sagðir við mig var að þú værir búin að ala af þér 65 afkomendur, og þú klökknaðir þegar þú sýndir mér það svart á hvítu. Ég veit það, elsku mamma mín, að það var þér rosa- legt áfallt þegar pabbi dó skyndi- lega fyrir rúmum 20 árum. Þú tal- aðir lítið um það, en ég veit að þú hugsaðir þess meira um það. Líka þegar hún Gurra tengdadóttir þín dó, og Robbi bróðir dó líka 8 mánuð- um síðar, þá varstu sem klettur í hafinu, en ég heyrði þig oft snökta þegar þú varst ein inni í herbergi. Líka þegar ég missti litla drenginn minn hann Róbert Frey, þá gréstu í hljóði, því tók ég eftir. En elsku mamma, nú ertu komin til þeirra og þau tóku vel á móti þér. Ég ætla að enda þessi skrif núna en ég mun alltaf minnast þín með hlý- hug. Mig langar að þakka ykkur öllum sem önnuðust hana á Hraunbúðum. Sérstaklega langar mig að þakka þér, Hildur Sigmarsdóttir, það varst jú þú sem hélst í höndina á henni þegar hún skildi við, einnig langar mig að þakka þér, Snorri læknir, hún talaði svo oft um þig sem strákalækninn, sem kom svo vel fram við hana, og mig langar líka að þakka þér, Guðrún hjúkrunar- fræðingur, hvað þú komst vel fram við hana og okkur systkinin. Elsku Rún, Sunna, Óli, Dinna, Jón, Valbjörn, Matthilda og þið öll hin, missir okkar er mikill, en við munum minnast mömmu með hlý- hug og væntumþykju. Að endingu langar mig að láta ljóð fylgja með sem hún orti til mín þegar ég var 16 ára á leiðinni til Nýfundnalands með togara í níu mánaða túr: Nú heldur þú að heiman um hafsins breiða veg. Og heilla og kærleiks óshir frá mömmu fylgja þér. Hvar sem liggur leiðin þín, ljúfust verður óskin mín, að Drottinn blessi drenginn minn, og djásnum strái á veginn þinn. Ég fann það best í kvöld þegar báturinn þinn fór, að þú ert orðinn stór. Og ég bið Guð að geyma góða drenginn minn. Og gæfusólin bjarta, megi skína á veginn þinn. Hvar sem ferðu um fjarlæg lönd, þér fylgja bænir frá heimaströnd. Og blærinn hlýi og bylgjan blá bera þér kveðjur okkur frá. Við bíðum hér og vonum, senn birti að degi þeim, að þú komir aftur heim. (Jórunn E. Tórshamar) Hvíl í friði elsku mamma, við sjáumst alveg örugglega aftur. Þinn sonur Ósvald. Tengdamóðir mín Jórunn Tórs- hamar er látin. Jórunn var mjög sérstök kona, hún sá aldrei neitt vont í nokkurri manneskju, og tal- aði aldrei illa um annað fólk. JORUNNE. TÓRSHAMAR Hún ferðaðist mikið, og flakkaði á milli bamanna sinna, og bjó hjá þeim til skiptis. Þegar hún var hérna í Eyjum þá bjó hún hjá okkur, og þótti bamabömunum alltaf spenn- andi þegar amma var að koma. Jór- unn var frekar smávaxin kona, því kallaði Simmi hana ömmu litlu. Jór- unn var frekar einfari, hún var róleg og ekki mikið fyrir að vera innanum annað fólk, en henni fannst gaman að spjalla ef hún hitti spennandi fólk. Jómnni leið best með sjálfri sér, hún lokaði alltaf að sér og var þá að dunda sér við að lesa, eða yrkja ljóð, hún hefur skilið eftir sig mikið af ljóðum, og hún kunni mikið af ljóðum utan að frá því hún var ung. Jórunn var forvitin mjög, og var ekkert að fela það, synir hennar og barnaböm höfðu gaman af að stríða henni, það var alltaf stutt í hlátur hjá henni, og oft sá hún spaugilegu hliðina á sumum atvikum sem við hin sáum ekki. Hún var þijósk kona, og kom það sér vel stundum. Jómnn missti manninn sinn Ey- vind 1976. Hún átti 65 afkomendur, og af öllum hópnum em aðeins tveir látnir, sonur hennar, Róbert lést 1994, og barnabarn hennar Róbert Freyr lést 1995. Okkur kom ágætlega saman þótt við höfum ekki verið miklar vinkon- ur, Jómnn var meira fyrir að vera með Siggu tengdadóttur sinni, hún var mjög hrifin af henni, og þótti mikið vænt um hana. Þegar Jómnn fékkst í spjall, var gaman að hlusta á hana segja frá því þegar hún var ung, og vann sem ráðskona í Keflavík, og eins þegar hún bjó í Færeyjum, ég á eftir að sakna þess að heyra ekki í þessar sögur og ráðleggingar sem hún stundum gaf. Ég kveð þig, kæra Jórann mín, og bið þig að passa litla Róbert Frey. Ég veit þið dveljið Guði hjá. Hinsta kveðja. Salbjörg Ágústsdóttir. Elsku amma okkar er nú látin og biðjum við Drottin að vernda hana því hún var sem gullið okkar, við pössuðum hana og hún passaði okkur, hún var sem verndarengill okkar. Góði Guð, verndaðu hana og elsk- aðu því við elskum hana, við vonum að henn líði vel hjá Guði og passi litla bróður okkar Róbert Frey. Við grátum öll og langar mest til að fá hana ömmu. Elsku amma, við sendum erindi úr sálmi, sem þú hélst mikið upp á. Ég kveiki á kertum mínum, við krossins helga tré. I öllum sálmum sínum hinn seki beygir kné. Ég villist oft af vegi. Ég vakti oft og bað. Nú hallar helgum degi á Hausaskeljastað. (Davíð Stef.) Hinsta kveðja. Systkinin Heimagötu 28. Skilafrest- ur minn- ingar greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.