Morgunblaðið - 26.07.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.07.1997, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR A MORGUM Guðspjall dagsins: Hinn rangláti _______ráðsmaður.___________ (Lúk. 16.) ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðs- þjónustu í Laugarneskirkju. Úti- guðsþjónusta í Fjölskyldugarðinum í Laugardal kl. 14.45. Djasshljóm- sveit, skipuð Gunnari Gunnarssyni, píanó, Tómasi R. Einarssyni, kontrabassa, Hauki Gröndal, saxó- fón, og Matthíasi M.D. Hemstock, trommur, leikur. Kammerkór Lang- holtskirkju syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar og félagar úr Kór Laugarneskirkju syngja. Einnig verður almennur söngur. Stundin er fyrir alla fjölskylduna. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Jón Helgi Þórarinsson annast stundina, sem er samstarfsverkefni Áskirkju, Laugarneskirkju og Langholts- kirkju. Rétt er að benda á að að- gangseyrir er að Fjölskyldugarðin- um. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Skírn. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Organleikari Marteinn H. Friðriks- son. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Fermdar verða Anna Freyja Theó- dórsdóttir og Þóra Margrét Theó- dórsdóttir, Barónsstíg 39. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Sigurður Pálsson. Tónleikar kl. 20.30. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Ak- ureyrarkirkju. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Pavel Smid. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Einleikur á blokkflautu. Aðalheiður Jónsdótt- ir. Kaffisopi eftir messu. Útiguðs- þjónusta í Fjölskyldugarðinum í Laugardal kl. 14.45. (Sjá Áskirkja.) LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Fermd verður Elín Arna Bogadóttir, Bronsáldersvágen 19, 226 54 Lund, Svíþjóð. Félagar úr Kór Laugarnes- kirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnarsson. Jón Dalbú Hróbjarts- son. Útiguðsþjónusta í Fjölskyldu- garðinum í Laugardal kl. 14.45. (Sjá Áskirkja.) NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Reynir Jónasson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Hildur Sigurðar- dóttir. Organisti Violeta Smid. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Fyrsta guðsþjónusta að loknu sumarleyfi verður sunnudaginn 10. ágúst kl. 20.30. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organleikari Jakob Hall- grímsson. Sönghópurinn Smávinir syngur í guðsþjónustunni. Prest- arnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Engin guðs- þjónusta er í kirkjunni vegna sumar- leyfa starfsfólks kirkjunnar. Fólki er bent á helgihald og þjónustu í öðr- um kirkjum í prófastsdaeminu. Fermingar 27. júlí Ferming í Hallgrímskirkju 27. júlí. Prestur sr. Sigurður Pálsson. Fermdar verða: Anna Freyja Theodórsdóttir, Barónsstíg 39. Þóra Margrét Theodórsdóttir, Barónsstíg 39. Ferming í Laugarneskirkju 27. júlí. Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Fermd verður: Elín Arna Bogadóttir, Bronsáldersvagen 19, 226 54 Lund, Svíþjóð. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti Eyþór I. Jónasson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 20.30 í umsjá Guðlaug- ar Ragnarsdóttur. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Messa ki. 11. Organisti Hörður Bragason. Sigurður Arnarson. HJALLAKIRKJA: Vegna fram- kvæmda í Hjallakirkju og sumar- leyfa starfsfólks kirkjunnar er fólki bent á helgihald og þjónustu í öðr- um kirkjum í Kópavogi. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Helgistund í umsjá sr. Stefáns Lárussonar. Boð- ið verður upp á kaffi eftir stundina. SEUAKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20. Sr. Ágúst Einarsson predikar. Hanna Björg Guðjónsdóttir syngur einsöng. Altarisganga. Sóknar- prestur. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Al- menn samkoma á morgun kl. 20. Kristniboðshjónin Skúli Svavarsson og Kjellrún Langdal og Guðlaugur Gunnarsson og Valgerður Gísla- dóttir kvödd. Skúli Svavarsson tal- ar. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Almenn samkoma kl. 20. Ræðu- maður Vörður Traustason. Allir hjartanlega velkomnir. KLETTURINN: Kristið samfélag, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Sam- koma kl. 20. Allir velkomnir. MESSÍAS - FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnudags- kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. KAÞÓLSKA KIRKJAN: KRISTSKIRKJA, Landakoti: Mess- ur sunnudaga kl. 10.30, 14 og 20 (á ensku). Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa sunnudag kl. 10 á þýsku. Laugar- dag og virka daga messa kl. 7.15 á þýsku. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumaður Ásmundur Magnússon. Fyrirbæna- þjónusta/bænaklútar. Allir hjartan- lega velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMIL- IÐ: Samkoma á morgun kl. 17. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr kór Vídalínskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Org- anisti Guðmundur Sigurðsson. Hans Markús Hafsteinsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sigurður Helgi Guðmunds- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs- þjónusta fellur niður vegna við- gerða í kirkjunni. Sóknarprestur. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 20.30. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og annast altar- isþjónustu. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Steinars Guð- mundssonar. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 10.30. Veitingar og spjall í Safnaðarheim- ili að messu lokinni. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Messa kl. 14. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Almenn guðsþjónusta kl. 11. Messukaffi. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Kristín Pálsdóttir. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Sóknarprestur. REYKHOLTSPRESTAKALL: Kirkju- dagur í Reykholtskirkju. Messa sunnudag kl. 14. BREIÐAVÍKURKIRKJA: Kvöld- messa kl. 22 sunnudag. Sóknar- prestur. IDAG SKAK Umsjón Margeir Pétursson sigraði á mótinu ásamt fjórum Dönum. Jón Vikt- or Gunnarsson, 16 ára, var mjög nálægt þvi að ná sinum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistara- titli og tveir ungir Islend- ingar koma sterkir inn á alþjóðlega FIDE stigalist- ann: Matthías Kormáks- son, 16 ára, verður vænt- anlega nálægt 2.300 stig- um á næsta lista FIDE og Stefán Kristjánsson, 15 ára, nálægt 2.200 stigum. STAÐAN kom upp á Poli- tiken Cup skákmótinu í Kaupmannahöfn um dag- inn. Rússneski skákmeist- arinn heymardaufi, Sergei Salov, hafði hvítt og átti leik, en Daninn S. Petersen var með svart og var að drepa riddara á d5, lék 19. Bb7xd5. 20. Hxg7+! (Miklu sterkara en 20. Hxf6? - Dxg3! 21. Hxg3 - Bxc4 22. Dg4 - h5! og svartur á varnar- möguleika) 20. - Kxg7 21. Dg4+ - Kh8 22. Hxf6 - Bxf6 23. Bxf6 mát. Ungum ís- lenskum skák- mönnum vegnaði mjög vel á Politi- ken Cup. Helgi HVÍTURleikurogvinnur. Ass Grétarsson Með morgunkaffinu Ast er... að sjá strax hvar hann er í mannmergðinni. TM Reg U.S. P*|. OH. — ali nghts reserved (c) 1997 Los Angetes Times Syndicaie SUMIR ættu að sleppa því að tala um sljórnmál. svþ,R/V^ $lA nQ3 HEILRÆÐI Það er ánægjulegt að grilla á góðum degi. Látið ekki óvarkámi spilla þeirri gleði. Hellið alls ekki uppkveikivökvanum yfir grillið eftir að búið er að Kveikja upp l því. KOMUM HEIL HEIM VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Illgresi í borginni VÍÐA um borgina má sjá alls kyns illgresi og annan gróður sem þrífst vel við garðvegginn götumegin. Reyndar líka í rennisteininum. Þama festist allt mögulegt drasl og er sóðalegt en síðast en ekki síst veldur þessi gróður smátt og smátt skemmdum á steypunni. Það gerir frostið og kostar oft offjár að lagfæra. Verkstjórar við garðavinnu unglinga ættu að kenna þeim að beita sköfunni á þetta illgresi og það ættu garðeigendur líka að gera. Garðeigandi. Gott fæðubótarefni Mig langar til að vekja athygli á fæðubótarefni sem ég hef tekið inn í tvo mánuði og finn mikinn mun á mér. Ég er 71 árs gömul og hef aldrei verið svona hress. Efnið heitir Life Extensian og fæst í Ingólfsapóteki. Eg mæli eindregið með þessu, sér- stakiega fyrir aldraða, maður verður mikið hressari bæði andlega og líkamlega. Eldri borgari. tapaðist á Laugavegi og niður á Lækjargötu 16. júlí. Skilvís fmnandi vinsamlega hafi samband í síma 562-2438. Myndavél tapaðist í Hornafirði OLYMPUS-myndavél tapaðist þriðjudaginn 22. júlí við bílaplanið eða nágrenni við Hoffells- jökul í Hornafirði. Skilvís fmnandi vinsamlega hafí samband í síma 554-1858. Gyllt og silfrað úr tapaðist ÚR, gyilt og silfrað, tapaðist fyrir 4 vikum á Engjateig. Skilvís finn- andi vinsamlega hringi í síma 567-5768. Svart seðlaveski tapaðist SVART seðlaveski með skilríkjum og öðrum per- sónulegum munum, með íslandsbankamerki á, tapaðist miðvikudaginn 23. júlí annaðhvort í Víðigerði í Húnavatns- sýlu eða á Akranesi. Skilvís finnandi vinsam- lega hafi samband við Amar í símboða 842-2135. Dýrahald Tapað/fundið Tjaldsúla tapaðist í Langadal TJALDSÚLA (hluti af súlu) tapaðist í Langadal sunnudaginn 20. júlí. Skilvís fmnandi vinsam- lega hafí samband í síma 553-8378. Gullúr og mynd töpuðust á Laugavegi GULLÚR og stækkuð mynd af ungum dreng Svartur fressköttur í óskilum SVARTUR fressköttur, stór, með blárri merkingu er í óskilum í Nökkvavogi. Uppl. í síma 588-8483. Páfagaukur fannst PÁFAGAUKUR, ljós- blár, fannst við Bókhlöðustíg mánu- daginn 21. júlí. Uppi. í síma 557-7913. Víkverji skrifar... VÍKVERJI skrapp til Akureyrar um síðustu helgi og heim- sótti m.a. nýjan veitingastað þar í bæ, Kaffi Akureyri, sem var opn- aður þessa sömu helgi. Þessi veit- ingastaður í hjarta miðbæjarins er rekinn af þeim Sigríði Beinteins- dóttur, Grétari Órvarssyni og Magnúsi Sigurbjömssyni og gegnir bæði hlutverki kaffihúss á daginn og skemmtistaðar á kvöldin. Þau geta verið stolt af húsinu, sem hefur tekið algjörum stakkaskipt- um í höndum þeirra. Greinilegt er að ekkert hefur verið til sparað svo húsnæði Kaffis Akureyrar mætti vera sem glæsilegast. Víkveiji kom á Kaffi Akureyri síðdegis á föstudegi og um svipað leyti fylltist húsið af Akureyringum á öllum aldri, sem voru að kynna sér þessa viðbót í veitingastaða- flóru bæjarins. Greinilegt var að myndir og munir á veggjum og í lofti vöktu talsverða athygli gesta. Þar má sjá líkön flugvéla, búninga flugstjóra og flugfreyja, ýmis skjöl og pappíra frá árdögum farþega- flugs á íslandi og fjölmargar ljós- myndir frá sama tíma. Þessir munir eru í eigu Flugfé- lags íslands og var safnað sérstak- lega fyrir Kaffi Akureyri. Það var vel til fundið, enda hófst saga flugsins á íslandi á Akureyri með stofnun Flugfélags Akureyrar, for- vera Flugfélags Islands hins eldra. Safnið setur skemmtilegan svip á glæsilegt hús. xxx SVO virðist sem allmargir öku- menn þekki ekki umferðar- reglurnar sem skyldi. Á leið Vík- veija norður í land og suður aftur gerðist það æ ofan í æ, að öku- menn víluðu ekki fyrir sér að aka framúr þar sem framúrakstur er augljóslega bannaður. Víkveiji trú- ir því ekki að ökumenn leggi líf sitt og sinna vísvitandi í mikla hættu. Getur verið að svo margir ökumenn viti hreinlega ekki hvað merkingar á vegum þýða? Þeir ættu þá að kynna sér það hið fyrsta, því vera kann að lánið fylgi þeim ekki á öllum blindhæðum. Annað er það í fari annarra ökumanna sem Víkveiji er ósáttur við. Á leiðinni ók hann fram á fólksbíl með tjaldvagn í eftirdragi og fór ökumaður hans sér eðlilega fremur hægt. Hann ók hins vegar mjög nálægt stórum flutningabíl og gerði Víkveija þar með mjög erfitt um vik að fara fram úr. Það er lítið mál að aka fyrst framhjá fólksbíl og tjaldvagni og svo fram- hjá stórum flutningabíl, en að taka framúr báðum í einu er óðs manns æði. Þetta var ekki eina dæmið sem Víkveiji sá, um að ökumenn héldu bílum sínum allt of nærri næsta bíl fyrir framan til að framúrakst- ur væri mögulegur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.