Morgunblaðið - 26.07.1997, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997 47
I
í
J
I
I
3
I
J
0
3
I
J
l
I
I
:
i
\ ★ STAFRÆNT HLJÓÐKERFI I ÓLLUM SðLUM! ★ ALVÖRU BÍÓ! *
HX
Sýnd kl. 3, 5,7, 9 og 11.
IAR
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
www.skifan.com
sími 551 9000 £
Rómantisk gamanmynd
með þeim M.Pfeiffer og
G.CIooney í hlutverkur
framagjarnra foreldra í
New York borg.
Leiðir þeirra liggja saman
einn eriisaman dag og i
fyrstu virðast þau einungis
eiga tvennt sameiginlegt;
bæði eíga fimm ára gamalt
barn og sömu gerð af
gsm-símum.
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9
og 11.15.
CALLERI REGNBOCANS
MÁLVERKASÝNINO SICURPAR ÖRLYCSSONAR
ÓTRÚLEGUR
DAGUR
Nýtt í kvikmyndahúsunum
Þokkafull hasarhetja
► LEIKKONAN Lela Rochon, sem
heillaði kvikmyndahúsagesti með
leik sínum í kvennamyndinni
„Waiting to Exhale", segir að
gyðjur verði ekki til af slysni.
Þessi þokkafulla leikkona hefur
lagt sig fram við að vera kyn-
þokkafull og glæsileg og er nú á
hraðri uppleið í Hollywood. Henni
tókst að krækja sér í hlutverk sem
upphaflega var skrifað fyrir blá-
eygða ljósku í myndinni „The
Chamber" sem gerð er eftir sögu
hins vinsæla Johns Grishams.
Hin 31 árs gamla Lela segist ekki
aðeins sækjast eftir hlutverkum sem
ætluð eru lituðum leikkonum, eins og
Salma Hayek, Jennifer Lopez og
Halle Berry, heldur vill hún vera á
lista með Söndru Bullock og Meg
Ryan.
Næstu myndir Lela eru „Criminal
Intent" þar sem hún leikur fatafellu
og kærustu leikarans Jims Belushis
og „Knock Off“ þar sem hún leikur
leyniþjónustukonu CIA á móti Jean-
Claude Van Damme í hasarmynd að
hætti hans. Persóna Lela í myndinni
er vel vopnfær, fer í gegnum eld og
upplifir eltingaleiki af bestu gerð.
Þetta á vel við leikkonuna sem segir
að allir séu leiðir á því að sjá að-
gerðarlausar og öskrandi konur í bíó-
myndum. „Ég vil hafa byssu í hönd
ogtaka einhvern í karphúsið," segir
Lela sem eyðir sumrinu við tökur á
hasarmyndinni í Hong Kong.
Elskunnar logandi bál
sýnd í Háskólabíói
HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir nú
um helgina framlag Svía til
Óskarsverðlauna 1996, „Lust
och Fagrig Stor“ sem fengið
hefur íslenska nafnið Elsk-
unnar logandi bál.
Stig er 15 ára gamall
strákur sem er yfír sig ást-
fanginn af kennara sínum,
hinni gullfallegu 37 ára
gömlu Violu. Viola lifir í
ömurlegu hjónabandi enda
er maður hennar vonlaus
drykkjusjúklingur. Hún lað-
ast að sakleysi Stigs og þau
hefja leynilegt en ástríðufullt
ástarsamband í trássi við við-
teknar venjur samfélagsins
sem á eftir að hafa alvarleg-
afleiðingar fyrir líf þeirra
beggja. Leikstjóri er Bo
Widerberg.
Bo Widerberg er
STIG, 15 ára, og kennarinn hans, Viola, 37 ára, eru
í leynilegu og ástríðufullu ástarsambandi.
einna þekktastur fyrir kvik- Widerberg leikstýrði einnig
myndina „Elvira Madigan". „The Ballad of Joe Hill“ sem
Var honum meðal annars vann dómnefndarverðlaunin
boðið að leikstýra „The Great í Cannes 1971 og kvikmynd-
Gatsby“ sem hann hafnaði. inni „The Man On The Roof‘.
Gegn kynþátta-
fordómum
► ► FLAMENCO dansarinn Jo-
aquin Cortes hefur verið út-
nefndur evrópskur sendiherra í
baráttunni gegn kynþáttahatri.
Hugmyndin kom frá samevr-
ópskum samtökum sem betjast
gegn kynþáttafordómum. Cort-
es sem er sígauni segist aldrei
hafa þurft að líða fyrir það en
liann veit að það á ekki við um
alla. Þess vegna er hann mjög
stoltur og ánægður með sitt
JOAQIUN ásamt kærustunni Naomi Campbell. nýja hlutverk.
ÚR myndinni Frumskógarfjör er frumsýnd verður í Kringlubíói.
Skógarfjör í Kringlubíói
KRINGLUBÍÓ frumsýnir í
kvöld, föstudag, fjölskyldu-
myndina Frumskógarfjör,
„Jungle to jungle".
Michael Cromwell (Tim Al-
len) er vel stæður viðstkipta-
maður sem er trúlofaður
Charlotte (Lolita Davidovich),
en fyrst þarf hann að ganga
frá skilnaði sínum við fyrri
eiginkonu sína dr. Patriciu
Cromwell (JoBeth Williams).
Hann skilur allt eftir,
þ.ám. móðursjúkan aðstoð-
armann sinn Richard (Martin
Short) og ferðast langt inn í
Amazon-frumskóginn þar
sem Patricia hefur búið frá
því hún yfirgaf Michael, en
þar fær hann óvæntar frétt-
ir... 13 ára gamlan son sem
heitir Mimi-Siku og var upp-
alinn af innfæddum.
Michael samþykkir að taka
Mimi með sér til að heim-
sækja sinn eigin frumskóg -
New York. Menningarsjokk,
glundroði og ringulreið þegar
Mimi-Siku, sem er flinkari í
að skjóta örvum en að vera í
kringum fólk, hefur innreið
sína í þessa mestu menning-
arborg heimsins og tekst að
rústa öllu fyrir föður sínum á
sprenghlægilegan hátt, segir
í kynningu frá Kringlubíói.
■r
J