Morgunblaðið - 26.07.1997, Qupperneq 49
1-
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ1997 49
MYNDBOND/KVIKMYNDIR/UTVARP-SJONVARP
Hef mikið
bullað í gegn-
um tíðina
INGVAR E. Sigurðsson er einn
af leikurunum í mynd Óskars
Jónassonar, Perlum og svínum,
sem frumsýnd verður í haust.
Ingvar leikur foringja í hópi
Rússa sem braskar með Lödur,
dollara og vodka hér á landi.
Gaman að læra rússnesku
„Það var fyrst og fremst
skemmtilegt að leika í þessari
kvikmynd, og lærdómsríkt að
auki. Eg þurfti að læra smá
rússnesku og það var nyög
gaman.“
Ingvar þykir mjög
sannfærandi í þessu hlutverki
sínu og efaðist fólk, sem til hans
sá, um að þessi frábæri íslenski
leikari væri íslenskur eftir allt.
Hvernig fór hann að þessu?
„Ég hef oft verið að bulla í
gegnum tíðina og herma eftir
ýmsum tungumálum, en ég fékk
leiðsögn í þetta skiptið. Bæði frá
íslendingi, sem hefur búið í
Rússlandi, og einnig Rússa.
Þetta er samt grín og ekki tekið
of alvarlega. Upphaflega átti
þetta að vera bull en síðar var
ákveðið að fá til liðs við okkur
rússneskumælandi menn ogþað
endaði með því að næstum hvert
orð er rússneskt. Ég veit hvað
ég er að segja en ætla að láta
aðra um það að skilja hvort allt
sé í réttu samhengi.“
Vil skila mínu vel
Hvernig ætli helsta kroppi
landsins finnist að leika eintóma
lúða, eins og Grjóna í
Djöflaeyjunni og svo þennan
Rússa?
„Fólk hefur spurt mig hvort
mér finnist þau hlutverk sem
ég fæ í kvikmyndum nógu
skemmtileg. Ég verð eiginlega
hálfundrandi. Ég hef haft svo
margt að hugsa að ég hef ekkert
verið að velta mér upp úr því.
Ég hef verið kandidat í ýmis
hlutverk sem síðan hefur ekki
ræst úr. Ég er nú fyrst og fremst
að reyna að skila mínum
hlutverkum sæmilega."
Ingvar er umtalaðri sem
sviðsleikari en
RÚSSINN sem braskar með Lödur, dollara og vodka.
Ljósmynd/Ámi Páll Jóhannsson
kvikmyndaleikari. Ætli honum
finnst ekki gaman að breyta til
og leika fyrir framan myndavél?
„Það er mjög hollt og gaman
að vinna í kvikmyndum. Eg er
að leika í tveimur kvikmyndum
í augnablikinu. Það eru
Sporlaust eftir Hilmar Oddsson
og Stikkfrí eftir Ara
Kristinsson. Það eru mjög ólíkar
kvikmyndir og ólík hlutverk og
ég hef nóg að gera og gaman
af.“
Hvar geta svo aðdáendur
Ingvars barið hann augum þar
til hann birtist þeim á hvíta
tjaldinu í haust?
„Listaverkið fer aftur af stað
í haust og svo er ég líka í
leikritinu Þremur systrum eftir
Tsjekov, sem sýnt verður I
Þjóðleikhúsinu og er mjög
skemmtilegt.“
Þá vitum við það.
Vinnið gegn fíla-
penslum og bólum
Ný mynd frá Tim Robbins
íWihíi
bAGVNA.:
TIM Robbins er um þessar
mundir að undirbúa gerð
næstu myndar sem hann
ætlar að leikstýra. Robb-
ins, sem var útnefndur til Óskars-
verðlauna fyrir síðustu mynd sína
„Dead Man Walking", er að vinna
að handriti sem ber titilinn „The
Cradle Will Rock“. Handritið er um
deilur sem uppsetning á dramtísk-
um söngleik, með sama nafni, kom
af stað í Bandaríkjunum árið 1937.
Umfjöllunarefni „The Cradle
Will Rock“ þótti vera árás á kapítal-
isma svo að lögbann var sett á
verkið og stjórnendur leikhúsins,
þar sem átti að sýna verkið, af-
lýstu sýningum. Aðstendur verks-
ins neituðu að fylgja lögbanninu,
og undir forystu Orson Welles og
John Houseman flutti leikhópurinn
sig I annað leikhús og setti það upp
án leiktjalda, búninga, og hljóm-
sveitarundirleiks. Marc Blitzstein,
höfundur verksins, spilaði undir á
píanó og tók líka að sér hlutverk
sögumanns til þess að bæta fyrir
hljómsveitarmissinn. Þessi hráa
uppsetning sló í gegn og Welles
setti það einnig upp á Broadway.
Robbins hefur ekki í hyggju að
leika í „The Cradle Will Rock“ en
vill leikstýra eigin handriti. Um-
boðsmenn hans eru að semja við
Touchstone Pictures um dreifíngar-
réttin á myndinni í Bandaríkjunum
og eru að leita að dreifingaraðilum
fyrir alþjóðamarkaðinn. Stjórnend-
ur Touchstone voru meira en til-
búnir að gera vel við Robbins eftir
að „Nothing to Lose“, ódýr mynd
með honum og Martin Lawrence
sem fyrirtækið framleiddi, gekk
ágætlega í bíó vestanhafs.
Robbins er ekki sá einni sem
vill gera kvikmynd um Orson Well-
es. Handrit John Logan „RKO
281“ um baráttu Welles við Will-
iam Randolph Hearst þegar hann
vann að gerð „Citizen Kane“, er
enn í umferð en illa gegnur að
finna leikstjóra. Einnig er David
Fincher með í undirbúningi að
kvikmynda „Mank“ handrit um
Herman J. Mankiewicz, manninn
sem skrifaði handritið að „Citizen
Kane“.
Naflaskoðun Hollywoodmanna
nær til fleiri en Orson Welles og
Herman J. Mankiewicz. Allt stefnir
í að tvær myndir verði gerðar um
slúðurdálkahöfundinn Walter
Winchell, og einnig stendur til að
gera „What Makes Sammy Run“
sem fjallar um uppdikteraðann
Hollywoodgaur, Sammy Glick. Það
er Ben Stiller sem ætlar að leik-
stýra myndinni um Sammy, en
hann og Jerry Stahl eru að vinna
að handriti.
* f f
n
silicol skin
srticol sk\n
\^j@niirike«iiiiiicil ilanmayni BwíiiðNffagmdlaiCTíiiailki^^
Endurteknar rannsóknir hafa staðfest árangur Silicol skin
í baráttunni gegn fílapenslum, bólum og feitri húð.
íslenskar leiðbeiningar fyigja. Fæst í flestum apótekum.
Þjóðhátíðaráætlun 1997
Miðvikudagur 30. júh'
Frá Vestm...kl. 08.15
Frá Þ.höfn..kl. 12.00
FráVestm....kl. 15.30
Frá Þ.höfn..kl. 19.00
Fimmtudagur 31. júlí
Frá Vestm...kl. 08.15
Frá Þ.höfii.kl. 12.00
Frá Vestm...kl. 15.30
Frá Þ.höfn..kl. 19.00
Föstudagur 1. ágúst
Frá Vestm...kl. 08.15
Frá Þ.höfn..kl. 12.00
Frá Vestm...kl. 15.30
Frá Þ.höfn..kl. 19.00
Laugardagur 2. ágúst
Frá Vestm..kl. 08.15
Frá Þ.höfh .... kl. 12.00
Þriðjudagur 5. ágúst
Frá Vestm....kl. 08.15
Frá Þ.höfn...kl. 12.00
Frá Vestm....kl. 15.30
Frá Þ.höfh...kl. 19.00
TIM Robbins er að skrifa handritið að sinni næstu mynd.
Sunnudagur 3. ágúst
Frá Vestm..kl. 13.00
Frá Þ.höfn.kl. 16.00
BREYTT ÁÆTLUN
Mánudagur 4. ágúst
Frá Vestm...kl. 11.00
Frá Þ.höfn..kl. 14.30
Frá Vestm...kl. 18.00
Frá Þ.höfn..kl. 21.30
BREYTT ÁÆTLUN
Að öðru leyti
gildir
sumaráætlun
Herjólfs 1997
Vestmannaeyjum.