Morgunblaðið - 26.07.1997, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVtK, SÍMl 569 1100, SÍMBKÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@)MBL.IS, / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
64 húseignir í Súðavík
til sölu eða leigu
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson
HLUTI húseignanna 52 í gömlu byggðinni í Súðavík sem auglýstar hafa verið til sölu.
AUGLÝSTAR hafa verið til sölu
64 fasteignir í Súðavíkurhreppi.
Eru það annars vegar 52 eignir í
gömlu byggðinni og hins vegar 12
sumarhús sem reist voru til bráða-
birgða eftir snjóflóðin 1995. Einnig
kemur til greina að leigja húseign-
irnar eða að hreppurinn eigi sam-
starf um nýtingu þeirra og segir
sveitarstjórinn allt mögulegt koma
til greina í þeim efnum. Eignimar
eru auglýstar í Morgunblaðinu í
dag.
>*• Ágúst Kr. Björnsson sveitar-
stjóri segir að heimilt sé sam-
kvæmt lögum um varnir gegn snjó-
flóðum og skriðuföllum að nýta
hús sem keypt hafa verið upp af
Ofanflóðasjóði að fengnu íeyfí
umhverfisráðuneytisins og umsögn
Skipulags ríkisins og Veðurstofu
íslands. Það leyfi hafi hreppurinn
nú fengið og er búseta í húsunum
í gömlu byggðinni, sem öll eru á
snjóflóðasvæði, nú heimil frá 1.
maí til 1. nóvember.
w Söluandvirði húseignanna mun
skiptast að jöfnu milli Ofanflóða-
sjóðs og hreppsins. Súðavíkur-
hreppur er eigandi húsanna eftir
að þau voru keypt upp og segir
Ágúst talsverðan kostnað fólginn
í þeirri skyldu hreppsins að sjá um
umhirðu þeirra, kyndingu og þess
háttar og því hafi verið afráðið að
reyna að selja þau eða leigja til
að fá inn tekjur. Óskað er eftir
kauptilboðum og er skilafrestur til
7. september.
52 eignir í gömlu byggðinni
í gömlu byggðinni í Súðavík em
52 eignir sem hreppurinn keypti
af eigendum með styrk frá Ofan-
' ' flóðasjóði. „Þetta eru gömul hús
og nýleg, það elsta frá 1912, nokk-
ur eru frá þriðja áratugnum en flest
voru reist eftir 1970 og er bruna-
bótamat nýrri húsanna milli 14 og
18 milljónir króna,“ segir Ágúst
Kr. Bjömsson. „Þama em steypt
einbýlis- eða parhús, timburhús og
nokkrar íbúðir í fjölbýlishúsum. Þar
sem búseta er ekki heimil yfir vetr-
artímann er kjörið að einstaklingar
eða félagasamtök festi kaup á þeim
til sumardvalar."
Þá eru boðnir til sölu 12 sumar-
bústaðir af þeim 18 sem reistir
vom sem bráðabirgðahúsnæði í
febrúar 1995, um mánuði eftir
snjóflóðin. Flatarmál þeirra er á
bilinu 50-60 fermetrar og eru þau
með innréttingum, hreinlætistækj-
um og eldhúsbúnaði. Heimilt er
einnig að flytja þau burt og segir
sveitarstjórinn að hreppurinn
skarti fallegri og fjölbreyttri nátt-
úru, sé mjög landmikill, nái frá
Arnameshamri og inn í ísafjörð,
og því séu mjög margir möguleikar
á að setja slík hús niður víða ann-
ars staðar í hreppnum.
Ágúst sagði aðspurður að ekki
hefði þótt góður kostur að eyða
húsunum í gömlu byggðinni. Mörg
þeirra væru ný og það myndi kosta
50 til 60 milljónir að rífa húsin.
Þeir fjármunir væra hvorki til hjá
hreppnum né opinberum aðilum
öðmm. „Okkur þótti mun æski-
legra að finna húsunum nýtingu
og ég vil vekja sérstaka athygli á
því að þetta er kjörið fyrir félaga-
samtök eða aðila í ferðaþjónustu
að kaupa eða leigja aðstöðu til
margs konar starfsemi og hugsan-
lega væri hægt að finna einhvem
flöt á samstarfi hreppsins og slíkra
aðila,“ segir Ágúst ennfremur.
Hlutafjár-
sjóðir
eignast 2%
hlut í SH
HLUTHAFAR í Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna nýttu sér ekki for-
kaupsrétt sinn á 2% hlut Granda hf.
í SH. Þar með er orðið ljóst að kaup
íslenska fjársjóðsins hf. og íslenska
hlutabréfasjóðsins á Grandabréfun-
um, sem samið var um í síðasta mán-
uði, ganga eftir.
Söluandvirði bréfanna er 172 millj-
ónir króna og kaupir íslenski fjársjóð-
urinn fyrir tæplega 115 milljónir
króna en íslenski hlutabréfasjóðurinn
fyrir rúmlega 57 milljónir. Bréfin
vora seld á genginu 5,65.
Samtals hefur nú verið gengið frá
sölu á um fjórðungi hlutafjár í SH,
en einungis lítið brot þess er komið
í eigu utanaðkomandi aðila. Nýverið
seldi Gefla hf. á Kópaskeri 0,5% hlut
sinn í Sölumiðstöðinni til stofnanafjár-
festa en í því tilviki rann forkaupsrétt-
urinn einnig út án þess að hluthafam-
ir nýttu sér hann. Bréf Geflu vora
Iíkt og Grandabréfin seld á genginu
5,75.
■ Hluthafar í SH/17
♦ ♦ ♦ .
Eftir
skjálftann
SAMVÖRÐUR ’97, almanna-
varnaæfing íslensks og erlends
hjálparliðs, er hafin af fullum
þunga . Björgunarlið var í gær
að störfum á öllu æfingarsvæðinu,
allt frá Hvalfirði í norðri, og aust-
ur fyrir Selfoss. Æfingin gerir
ráð fyrir að mikill jarðskjálfti ríði
yfir, fjöldi fólks slasist. Meðal
þeirra sem hlynntu að slösuðum
voru sjúkraliðar frá Eistlandi,
sem héldu til i uppblásnum
bragga við Grindavikurafleggj-
ara.
■ Sjúkrahúsið/6
■ Hlúð að slösuðum/10
Tjóná
sex bílum
MIKIÐ eignatjón varð þegar
árekstur varð í Austursíðu á
Akureyri í gærkvöldi. Sex
bílar skemmdust. Par í öðrum
bílnum var flutt á sjúkrahús.
Ökumaður skarst á hendi en
er að öðru leyti ekki talinn
alvarlega slasaður.
Áreksturinn varð þegar
bíll, sem pitsusendill ók, tók
fram úr fólksbíl sem beygði
í sama mund til vinstri. Við
áreksturinn kastaðist bíll
pitsusendilsins yfir gangstétt
og inn á plan hjá bílasölu og
skemmdi fjóra bíla, m.a. einn
nýjan bíl.
Um svipað leyti valt bíll
við Melgerði í Eyjafjarðar-
sveit. Tvennt var í bílnum og
var fólkið flutt á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri með
sjúkrabíl. Fólkið skarst nokk-
uð í andliti og á höndum.
Talið er að bílinn hafi enda-
stungist og farið 3-4 veltur
áður en hann stöðvaðist.
Eignalausum
fjölgar um þús-
und milli ára
FRAMTELJENDUM sem skulda
meira en þeir eiga hefur fjölgað
ár frá ári síðustu ár. í lok árs
1996 vom liðlega 24 þúsund ein-
staklingar með neikvæða eigna-
stöðu, að meðaltali 1,7 milljónir í
skuldir umfram eignir. Eignalaus-
um framteljendum fjölgaði um
rúmlega þúsund á síðasta ári.
Árið 1988 voru eignalausir
framteljendur rúmlega 11 þúsund
og hefur þeim því fjölgað um
meira en 100% á níu árum.
Um síðustu áramót áttu 84.473
framteljendur eignir umfram
skuldir og fækkaði þeim milli ára
um 173.
Að mati fjármálaráðuneytisins
er skýringin á þessari þróun m.a.
sú að fasteignaverð hefur lækkað
og skuldir heimilanna hafa aukist.
Þar eru sérstaklega nefndar hús-
næðisskuldir og námsskuldir sem
stofnað er til áður en eignamyndun
kemur til. Jafnframt hafi átt sér
stað talsverð endurfjámögnun og
veðsetning á eldra húsnæði með
auknum lánamöguleikum án þess
að á móti komi samsvarandi eigna-
myndun.
Fjármálaráðuneytið bendir á í
yfirliti um skattskyldar tekjur á
síðasta ári að spamaður í skatt-
fijálsum eignum, s.s. ríkisverðbréf-
um, hafi aukist langt umfram
eignarskattsskyldar eignir og
skuldir einstaklinga á síðustu ámm
eða fimmfaldast frá árinu 1988.
Jafnframt hafí lífeyrisspamaður
fjórfaldast á sama tímabili.
■ Fyrirtækin greiða/4
Morgunblaðið/Kristinn