Morgunblaðið - 31.07.1997, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
171. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Fimmtán bíða bana í sprengjuárás Hamas á markaðstorgi í Jerúsalem
Israelar afboða
friðarviðræður
Mahane
Yehuda
markaðs-
torgið
Fyrirskipar handtökur
2 km
r--. Vopnahléslína
; J milli Israela og
Jórdana frá því
í apríl 1949 þar
til í júní 1967
mönnum nýjar sáttatillögur Banda-
ríkjamanna.Evrópusambandið for-
dæmdi árásina einnig og skoraði á
ísraela að láta þessa atburði ekki
hefta friðarumleitanir. Kofi Annan,
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, sagði árásina vera hryllilegan
atburð og skoraði á deiluaðila að
forðast ofbeldi en setjast að samn-
ingaborði.
„Friðurinn er martröð11
„Við verðum að halda friðarum-
leitunum áfram því annars munu
óvinir friðarins sigra,“ sagði ísra-
elskur maður sem staddur var
skammt frá torginu skömmu eftir að
sprengingin varð. Strangtrúaðir
gyðingar, sem heyrðu mál hans,
æptu að honum ókvæðisorð.
„Friðurinn er martröð,“ sagði
einn þeirra. „Eg vil ekki frið lengur.
Ég fann lyktina af blóði og sprengi-
efni,“ sagði annar.
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, fyrirskipaði í gær handtökur
meðlima í herskáum samtökum
múslíma. Hann fordæmdi árásina og
sagði henni beint gegn friðarumleit-
unum fyrir botni Miðjarðarhafs.
Arafat sagði við Reuters í gærkvöldi
að hann skoraði á Netanyahu að
hvika ekki frá friðarumleitunum.
Fulltrúi hans sagði í gærkvöldi að
MARKAÐSTORGIÐ í miðborg Jerúsalem eftir sprengjuárásina í gær.
bakkinn
Borgarmörk
eftir sexdaga-
stríðið í júnl
1967
REUTERS
Jerúsalem, Washington, Lúxemborg, Sameinudu þjúðunum. Reuter.
ÍSRAELAíi tilkynntu í gærkvöldi að þeir rnyndu ekki mæta til friðarvið-
ræðna við Pálestínumenn í kjölfar þess að sjálfsmorðssprengjuárás varð
15 manns að bana á markaðstorgi í Jerúsalem skömmu fyrir hádegi í
gær. Hamas, samtök herskárra múslíma, lýstu síðdegis í gær ábyrgð á
hendur sér og kröfðust þess að látnir yrðu lausir liðsmenn Hamas sem
sitja í ísraelskum fangelsum. Gefinn var frestur til sunnudags. Tvær
sprengjur sprungu á Mahane Yehuda markaðstorginu klukkan tuttugu
mínútur yfir tíu að staðartíma (13.20 að íslenskum tíma) og að sögn lög-
reglu báru tveir menn sprengjurnar, faldar í skjalatöskum, inn á torgið
þar sem þeir sprengdu þær.
MikiII fjöldi fólks var á torginu.
Að sögn lögreglu í Jerúsalem slös-
uðust 157 í sprengingunni. Vitni að
atburðunum, lýstu blóðbaði og
ringulreið og lögi'egla og sjúkralið,
auk óbreyttra borgara, reyndi að
koma særðu fólki til aðstoðar og
fjarlægja lík. Öll umferð um mark-
aðinn var stöðvuð á meðan lög-
reglumenn leituðu að fleiri sprengj-
um. Síðast sprakk mannskæð
sprengja í Israel 21. mars sl. og
varð þrem ísraelskum konum að
bana og særði 42 á útikaffihúsi í Tel
Aviv. Friðarumleitanir ísraela og
Palestínumanna hafa legið niðri síð-
an þá en að undanförnu hefur nokk-
uð jiokast.
I gærkvöldi sagði fulltrúi Benja-
mins Netanyahus, forsætisráð-
herra, að stjórnvöld hefðu afráðið
að ekki væri unnt að halda friðar-
viðræðum áfram nú síðar í vikunni,
eins og ákveðið hafði verið. Leið-
togar Palestínumanna yrðu fyrst að
standa við orð sín um að berjast
gegn ofbeldi.
yfirvöld hefðu að undanförnu tekist
á við ofbeldisöfl meðal múslíma.
Pjóðarleiðtogar víða um heim for-
dæmdu árásina í gær. Bill Clinton,
forseti Bandaríkjanna, sagði að
árásin hefði verið villimannlegt at-
hæfi og nauðsynlegt væri að Palest-
ínumenn hertu öryggiseftirlit. För
Dennis Ross, sáttasemjara Banda-
ríkjastjórnar, til Mið-Austurlanda
var frestað, en hann átti að koma
þangað í dag í þeim erindagjörðum
að kynna Israelum og Palestínu-
Blindur
ók á staur
París. Reuter.
BLINDUR maður, sem stal bíl
og ók á staur, hlaut fjögurra
mánaða skilorðsbundinn dóm í
Strassborg í Frakklandi á
mánudag. Blaðið France Soir
greindi frá þessu í gær.,
Maðurinn er 23 ára og var í
fylgd unnustu sinnar sl. laugar-
dagskvöld þegar ökuferðin var
farin. Unnustan hefur full-
komna sjón, og sagði mannin-
um til við aksturinn. Maðurinn
bar fyrir rétti að áður en hann
missti sjónina, vegna veikinda,
hefði hann dreymt um að ger-
ast rallökumaður.
Fjármála-
fyrirtækj-
um refsað
TVEIMUR af stærstu fjármálafyr-
irtækjum Japans, verðbréfafyrir-
tækinu Nomura og Dai-Ichi
Kangyo-banka, var í gær gert að
sæta þyngstu refsingum sem beitt
hefur verið í landinu fyrir brot á
lögum um starfsemi banka og
verðbréfafyrirtækja. Japanskir
fjölmiðlar segja að öll fjögur
stærstu verðbréfafyrirtæki lands-
ins kunni að vera viðriðin fjár-
málahneykslið og liklegt þykir að
þau missi marga af stærstu við-
skiptavinum sínum til erlendra
keppinauta.
Málið snýst um ólöglegar
greiðslur til fjárkúgara, svokall-
aðra „sokaiya", sem er lýst sem
séijapanskri blöndu af harðsvfruð-
um þorpurum og snjöllum og há-
menntuðum endurskoðendum.
Þessir menn beita yfirleitt þeirri
aðferð að kaupa hlutabréf í fyrir-
tækjum, rannsaka fjárhag þeirra
rækilega og hóta síðan að afhjúpa
glappaskot stjórnendauna á hlut-
hafafundum verði þeir ekki við
kröfum þeirra.
Á myndinni er Katsuyuki
Sugita, forseti Dai-Ichi Kangyo-
banka, umkringdur fjölmiðlafólki
eftir fund í japanska fjármálaráðu-
neytinu.
■ Stór fjármálafyrirtæki/18
Hætta ennþá yfírvofandi á flóðasvæðum við Oder
Yarnargarðar hriplekir
Neurlidnitz, Brussel. Reuter.
HÆTTUASTAND á flóðasvæðun-
um við ána Oder var ennþá alvar-
legt í gær, að sögn þýzkra embætt-
ismanna, sem vöruðu íbúana við að
falla í skeytingarleysi. Nokkurra
merkja hafði þó gætt um að flóðið
gæti verið í rénun, þar sem ekki
varð af því að vatnshæðin hækkaði í
nýtt hámark eins og búizt hafði ver-
ið við að gerðist aðfaranótt gær-
dagsins. En embættismenn vöruðu
við því að margir varnargarðar
meðfram ánni væru orðnir hriplekir
og gætu gefið sig hvenær sem er.
„Pað er enn langt í land að fulln-
aðarsigri," sagði Manfred Stolpe,
forsætisráðherra sambandslandsins
Brandenburg, en landsvæðin sem
nú eru í mestri hættu vegna flóðsins
í Oder tilheyra því.
Flóðin sem herjað hafa á Tékka,
Pólverja og Þjóðverja á undanfórn-
um vikum hafa kostað meira en 100
manns lífið. Enn sem komið er hef-
ur enginn látið lífið í Þýzkalandi svo
vitað sé, en þar hafa bæir, iðnfyrir-
tæki og frjósöm landbúnaðarsvæði
orðið fyrir miklu tjóni undir meng-
uðu flóðvatninu.
Þakkaði sjálfboðaliðum og
hermönnum
Stolpe þakkaði þeim þúsundum
hermanna og sjálfboðaliða sem
ósérhlífnir hafa unnið að því nótt og
dag undanfarna viku að styrkja
varnargarða með hleðslu sandpoka.
,An hjálpar þeirra hefðu garðarnir
gefið sig fyrir löngu," sagði forsæt-
isráðherrann.
Stolpe lýsti einnig þakklæti fyiár
það fé sem almenningur í Þýzka-
landi hefur látið af hendi rakna í
söfnunarátaki til að styrkja hjálpar-
aðgerðir vegna flóðanna. Ríkis-
stjómin í Bonn og stjórnvöld í
Brandenburg hafa sett 40 milljónir
marka, um 1,6 milljarða króna, í
sjóð tileinkaðan sama tilgangi. Tals-
menn Evrópusambandsins til-
kynntu í gær, að ákveðið hefði verið
að veita 1,5 milljónir ECU, um 120
milljónir króna, til hjálparaðgerða í
Brandenburg.