Morgunblaðið - 31.07.1997, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Silfurverðlaunahafi
á Ólympíuleikunum
í stærðfræði
Ekkert
fór úr-
skeiðis
VERÐLAUN fyrir góðan árangtar á
Ólympíuleikunum í stærðffæði, sem
haldnir voru í Argentínu dagana
24.-25. júlí sl., voru afhent við hátíð-
lega athöfn í gær. Kári Ragnarsson,
einn sex íslenskra keppenda á leik-
unum, vann til silf-
urverðlauna og er
það besti árangur
sem íslenskur
keppandi hefur náð
á Ólympíuleikun-
um í stærðfræði til
þessa.
Kári var að von-
um ánægður með
RagToarsson ^ngurinn þegar
rætt var við hann í
gær en til að koma í veg fyrir mis-
skilning vildi hann þó taka skýrt
fram að það að hann tæki við silfur-
verðlaunum þýddi ekki að hann hefði
lent í öðru sæti. „Verðlaunin skiptast
þannig að 1/12 keppenda fær gull-
verðlaun, 1/6 silfur og 1/4 brons,“
sagði Kári, en alls voru keppendur
460 frá 82 löndum.
Léttari keppni nú en síðast
Þetta er í annað sinn sem Kári
tekur þátt í Ólympíuleikunum í
stærðfræði, en síðast voru þeir
haldnir á Indlandi. Fjórir af sex
þátttakendum frá Islandi nú kepptu
á leikunum þá. Að sögn Kára voru
dæmin nú mun léttari, auk þess sem
allt var mjög vel skipulagt og ekkert
fór úrskeiðis. Keppnin stóð yfir í tvo
daga og fengu keppendur fjóra og
hálfan tíma til að leysa þrjú stór
dæmi hvorn dag. „Þetta er ekki
venjuleg skólastærðfræði, en meiri
áhersla lögð á rúmfræði og talna-
fræði, ójöfnur og fallajöfnur.“
Ætlar í stærðfræði í HÍ í haust
í ljósi mikillar umræðu að undan-
förnu um slaka stöðu íslenskra nem-
enda í raungreinum var Kári spurð-
ur hvernig honum þætti hann sjálfur
hafa verið búinn undir þátttöku í
keppni sem þessari. „Eg held að ég
hafi nú verið í ágætis skólum. Ég
var reyndar í dönskum skóla mest-
alla mína grunnskólagöngu og ensk-
um líka, það var kannski þess vegna
sem ég náði að bjargast,“ sagði hann
kíminn. „Síðan var ég líka í Hjalla-
skóla í Kópavogi og ég get heldur
ekki kvartað yfir því,“ bætti hann
svo við.
Kári lauk stúdentsprófi frá eðlis-
fræðibraut Menntaskólans við
Hamrahlíð um síðustu jól og starfar
nú hjá Talnakönnun, þar sem hann
aðstoðar við að reikna skuldbinding-
ar hjá lífeyrissjóðum. Spurður um
framtíðaráætlanir kveðst hann hafa
innritað sig í stærðfræði í Háskóla
íslands í haust. „Ég byrja að
minnsta kosti á því, svo sjáum við
hvað síðar verður.“
FRÉTTIR
Viðbrögð við nauðgunum á útihátíðum rædd
UNGARNIR í álftarhreiðrinu í
hólmanum í Ólafsfjarðarvatni
stækka ört og ekki voru liðnir
nema þrír sólarhringar frá því sá
fyrsti gerði tilraun til útgöngu
þar til álftin fór með þá elstu í
sundkennslu út á vatn. Svavar B.
Magnússon, ljósmyndari á Ólafs-
firði, hefur fylgst með álftar-
hreiðrinu í sumar og farið
nokkrum sinnum með bamabörn-
in að sýna þeim eggin og ungana.
Fyrstu
sundtökin
Hlutimir gerðust fljótt eftir að
fyrsti unginn braut gat á eggið.
Þegar Svavar kom í hólmann sól-
arhring síðar vom ungarnir
orðnir tveir. Tíu tímum seinna
voru þeir orðnir þrír og skömmu
síðar vora allir fjórir ungarnir
skriðnir úr eggi.
Þegar um þrír sólarhringar
voru liðnir frá því fyrsti unginn
bankaði gat á eggið var álftin
komin með þrjá elstu ungana út á
vatn í fyrsta skipti og byijuð að
kenna þeim á lífið. Sá yngsti var
ekki alveg tilbúinn að stinga sér
til sunds og fann ljósmyndarinn
hann f felum í sefinu.
Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon
Áfallið oft afdrifaríkt
GUÐRÚN Agnarsdóttir, yfirlæknir Neyðarmót-
töku á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, og
Eyrún Jónsdóttir, deildarhjúkrunaríræðingur
hennar, halda fund í Vestmannaeyjum í dag
vegna þjóðhátíðar í Eyjum um helgina.
„Við munum ræða um hvemig eigi að bregð-
ast við og hlúa að þeim sem leita hjálpar vegna
nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar. Fundað
verður með starfsfólki sjúkrahússins og heilsu-
gæslunnar, fulltrúum lögreglunnar, prestum og
öðrum úr áfallahjálparhópi sem hefur starfað í
Eyjum. A fundinum verða einnig þeir sem
standa að þjóðhátíðinni og björgunarsveitar-
fólk. Þannig náum við til allra sem vinna að ör-
yggi þeirra sem sækja þessa skemmtun," segir
Guðrún.
Guðrún segir mjög mikilvægt fyrir þá sem
sækja útihátíðir að halda hópinn og líta vel eftir
sjálfum sér og öðrum. „Best er að neyta ekki
áfengis eða annarra vímugjafa og ef það er gert
þá í hófi. Reynslan sýnir að áfengi er mjög oft í
spilinu þegar nauðganir eða tilraunir til nauðg-
unar eiga sér stað.“
Að sögn Guðrúnar er aðalatriði að reyna að
koma í veg fyrir nauðganir: „Aföll sem verða við
kynferðisbrot af þessu tagi geta verið mjög af-
drifarík fyrir einstaklinga og heilbrigðisstarfsfólk
tekur þau mjög alvarlega. Rannsóknir hafa sýnt
að slíku áfalli má jafna við þau sem verða við stór-
slys og náttúruhamfarir. Þess vegna er mjög mik-
ilvægt að hlúa vel að fólki til að það jafni sig bet-
ur.“
Tæplega 63% þeirra sem leita til Neyðarmót-
tökunnar eru undir 25 ára aldri og helmingur
undir tvítugu. Til að efla tengslin við ungt fólk
og gefa því tækifæri til að tjá sig var efnt til
samkeppni meðal framhaldsskólanema á höfuð-
borgarsvæðinu um forsíðumynd á nýjan
fræðslubækling Neyðarmóttökunnar. „Það er
mjög mikilvægt að allir viti að hægt er að leita
til Neyðarmóttökunnar á slysadeildinni og á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri en einnig til
sjúkrahúsa um land allt. Um verslunarmann-
helgina verður Neyðarmóttakan í Reykjavík í
mjög góðu sambandi við starfsfólk sjúkrahúsa
og heilsugæslu um allt land,“ sagði Guðrún
Agnarsdóttir.
L^pnrii líkast
Teppi og flugdrekar fyrir
verslunarmannahelgina
Drakula flugdreki
5^00 — Drake flugdreki
v,0 yU’ 395
Ranka teppi
990,-
fyrir alla snjalla
Minnisvarði um Lúðvík
Jósefsson afhjúpaður
MINNISVARÐI um Lúðvík Jósefsson, fyrrverandi ráðherra
og formann Alþýðubandalagsins, var afhjúpaður í Nes-
kaupstað í gær. Það gerði Margrét Frímannsdóttir, alþing-
ismaður og formaður Alþýðubandalagsins. Hjörleifur Gutt-
ormsson alþingismaður og Smári Geirsson, forseti bæjar-
stjórnar Neskaupstaðar, fluttu ávörp af þessu tilefni.
Að sögn Guðmundar Bjamasonar bæjarstjóra var fjöl-
menni viðstatt afhjúpunina, þ.á m. Steinar, sonur Lúðvíks.
Að athöfninni lokinni var mönnum boðið til kaffidrykkju í
Egilsbúð.
Minnismerkinu, sem er eftir Helga Gíslason, var valinn
staður á fæðingarstað Lúðvíks, í Víkinni í Neskaupstað. Á
plötu á verkinu er þess getið að helstu samstarfsmenn Lúð-
víks í Neskaupstað hafi verið Bjarni Þórðarson bæjarstjóri
og Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri og forseti bæj-
arsljórnar.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
MINNISMERKI um Lúðvík Jósefsson var
valinn staður á fæðingarstað hans, í Víkinni í
Neskaupstað.