Morgunblaðið - 31.07.1997, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Álagningarskrá á Norðurlandi eystra
KEA og Þorsteinn
Már greiða mest
ÁLAGNINGARSKRÁ fyrir árið
1996 í Norðurlandi eystra var lögð
fram hjá skattstjóraembættinu á
Akureyri í gær. Akureyrarbær
greiðir hæstu skatta lögaðila, rúm-
ar 95 milljónir króna og Þorsteinn
Már Balövinsson framkvæmdastjóri
Samherja greiðir hæstu skatta ein-
staklinga, 6,2 milljónir. Eftirfarandi
er listi yfir 10 skattahæstu lögaðila
og einstaklinga í umdæminu.
Einstaklingar:
Þorsteinn Már Baldvinsson,
Akureyri, 6.266.467.
Auðunn Benediktsson,
Kópaskeri, 6.014.150.
Þorsteinn Vilhelmsson,
Akureyri, 5.808.760.
Böðvar Jónsson, Akureyri,
5.671.244.
Kristján V. Vilhelmsson,
Akureyri, 5.594.606.
Lárus Grímsson, Þórshöfn,
5.490.992.
Stefán Óskarsson,
Reykjahreppi, 5.248.098.
Ólafur Ármann Sigurðsson,
Húsavík, 4.414.072.
Þórarinn B. Jónsson, Akureyri,
4.384.494.
Sigmundur Sigfússon, Akureyri,
4.038.134.
Lögaðilar:
Akureyrarkaupstaður, Akureyri,
95.377.917
Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri,
82.683.397
Samheiji, Akureyri,
72.016.582
Fjórðungssjúkrahúsið á Ak.,
Akureyri, 64.419616
Útgerðarfélag Akureyringa,
Akureyri, 47.370.176
Skinnaiðnaður, Akureyri,
38.961.828
Kísiliðjan, Akureyri,
33.567.625
World Minerals ísland, Húsavík,
27.414.554
Valtýr Þorsteinsson ehf.,
Akureyri, 22.112.250
Sæberg, Ólafsfirði,
21.204.456
Schola Cant-
oruin syngur í
EQjóðaklettum
LISTA97
SUMAR
FIMMTA og síðasta tónleikahelgi
Sumartónleika á Norðurlandi verð-
ur um verslunarmannahelgi. Flytj-
endur í þessari síðustu lotu verða
Schola Cantorum
sem er Kammer-
kór Hallgríms-
kirkju, ásamt _________ ________
stjórnanda, Herði AKUREYRI
Áskelssym.
Á efnisskránni verða íslensk og
erlend kirkjutónlist og íslensk ver-
aldleg tónlist m.a. eftir Byrd, Purc-
ell, Bach, Jón Leifs, Þorkel Sigur-
björnsson, Hjálmar H. Ragnarsson,
Emil Thoroddsen, Þórarin Guð-
mundsson og fleiri.
Sungið í Hljóðaklettum
Tæki gefin til rann-
sókna fíkniefnamála
SVAVAR Sigurðsson afhenti lög-
reglunni á Akureyri öflugan búnað
til rannsókna í fíkniefnamálum en
hann er að verðmæti um hálf millj-
ón króna.
Um er að ræða myndaeftirlits-
búnað, m.a. myndavél sem notuð
er á vettvangi og myndbandstæki
sem tekur upp allt að 900 klukku-
tíma.
Daníel Snorrason lögreglufulltrúi
hjá rannsóknardeild Lögreglunnar
á Akureyri sagði að um vönduð og
góð tæki væri að ræða og myndu
þau auðvelda störf lögreglunnar við
rannsókn fíkniefnamála, m.a. yrði
hægara um vik að fylgjast með
þeim stöðum þar sem vitað væri
að neysla og sala á fíkniefnum
ætti sér stað.
Fíkniefnamálum fjölgar
Að sögn Daníels hefur fíkniefna-
málum á Akureyri fjölgað ört á síð-
ustu árum, árið 1994 komu 10 mál
til kasta lögreglu, þau voru 20 árið
á eftir og í fyrra alls 40. „Það sem
er alvarlegast er að aldur neytenda
færist sífellt neðar, við höfum haft
afskipti af unglingum um 14 ára
aldur vegna neyslu fíkniefna," sagði
Daníel og þá benti hann á að þróun-
in væri því miður öll til verri veg-
ar, m.a. væri farið að flytja fíkni-
efni beint frá útlöndum inn á svæð-
ið.
Morgunblaðið/Björn Gislason
Sumar
o g sól
FÓLK sem sat í makindum á
Ráðhústorgi á Akureyri í gær-
dag trúði ekki sínum eigin
augum þegar það leit á hita-
mælinn. Eitthvað hefur hann
ruglast í ríminu, kannski feng-
ið sólsting, en um tíma reyndi
hann að telja sóldýrkendum
trú um að þriggja stiga frost
væri á torginu. Því bar hreint
ekki saman við stemmninguna
sem þar ríkti eftir hádegið í
gær enda var hitinn þá 26 stig.
Margir stóðust ekki freisting-
una og kældu sig með ís.
Fyrstu tónleikarnir í röðinni
verða i kirkjunni í Hljóðaklettum í
þjóðgarðinum við Jökulsárgljúfur
þar sem flutt verða verk sem hæfa
veðri og vindum. Að kirkjunni í
Hljóðaklettum er um 20 mínútna
gangur frá bílastæðunum og verður
leiðin merkt. Tónleikarnir verða á
morgun, föstudaginn 1. ágúst, og
hefjast þeir kl. 14.
Á laugardag, 2. ágúst, verða tón-
leikar í Reykjahlíðarkirkju við Mý-
vatn og á sunnudag syngur kórinn
við messu í Akureyrarkirkju kl. 11
árdegis en kl. 17 verða lokatónleik-
ar sumarsins. Á þeim tónleikum
verður frumflutt nýtt tónverk eftir
Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld við
texta úr 102. Davíðssálmi.
ÞÚVELIiR:
4JÖRIÐ í MIÐBÆNUM
-FRIÐSÆLDINAIRJARNASKÓGI
-EDA LÁGA VERÐIÐ Á GISDHEIMILINU
fiULU VILLUNNIGEGNT SUNDLAUGINNI
Harpa
HAFNARSTRÆTI 83 - 85 SÍMI 481 1400
Gjörbreyting í landvinnslu Útgerðarf élags Akureyringa
Nýjar vinnslulínur spara
tíma og bæta nýtingu
Unnið á tveimur vöktum frá kl. 7 til 19
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
UMFANGSMIKLAR breytingar hafa verið gerðar í frystihúsi
ÚA en vinnsla hefst að nýju í húsinu eftir helgi.
UMFANGSMIKLUM breytingum á
frystihúsi Útgerðarfélags Akur-
eyringa lýkur nú um helgina og
hefst vinnsla að nýju í húsinu næsta
þriðjudag, en starfsfólk frystihúss-
ins hefur verið i sumarleyfi síðustu
fjórar vikur.
Nýjar vinnslulínur leysa þær
gömlu af hólmi og sagði Guðbrand-
ur Magnússon framkvæmdastjóri
að annars vegar hefði verið sett upp
ný vinnslulína fyrir hefðbundinn
bolfísk; þorsk, ýsu og ufsa þar sem
eru 36 snyrtistæði og þá hefur ver-
ið sett upp karfavinnslulína. Áætlað
er að ná um 70-75% af karfa gegn-
um hraðsnyrtingu, en nýja karfa-
vinnsluvélin, Baader 150, er þrefalt
afkastameiri en eldri vél félagsins.
„Með nýju vélinni fáum við betur
snyrt flök og mun betri nýtingu en
áður,“ sagði Guðbrandur. Frá
hraðsnyrtingunni verður flökunum
dælt beint inn í lausfrystingu eða
í geymslutanka þar sem þau eru
geymd í krapa.
Nýjar vinnslulínur spara tíma
Tvær nýjar vinnslulínur eru fyrir
hefðbundinn bolfisk. Önnur er sér-
hæfð í bitavinnslu og er byijað á
því að skera sporðinn af áður en
flökin fara í snyrtingu. Guðbrandur
sagði ástæðuna þá að yfirleitt væru
ekki gallar í þeim hluta fisksins og
þannig sparaðist tími. Því næst fara
flökin á flæðivog þar sem í ljós
kemur þyngd hvers flaks og tölva
stýrir þeim og úthlutar hveiju flaki
þangað sem þess er þörf miðað við
hveija pakkningu.
Guðbrandur sagði að markmið
með nýju lhunum væri að taka
ekki inn á snyrtistæði þá hluta
fisksins sa. : ekki þyrfti sérstaklega
að snyrta. Þá myndi mun betri nýt-
irg nást við það að flokka fiskinn
„yrir flökun þar sem stillt er inn á
sérstakar stærðir. Hann sagði að
fólk vildi sífellt minni bita, 100 til
120 gramma bitar væru vinsælastir
en á hinn bóginn væri fiskurinn að
stækka.
Hin nýja línan í hefðbundu
vinnslunni er svipuð en þó ekki eins
mikið um bitaskurðartæki á henni.
Guðbrandur sagði að kosturinn við
þessar nýju vinnslulínur væri m.a.
sá að meðhöndlun á flökum yrði
mun varfærnislegri en áður.
Samhliða uppsetningu á línum
var stórum hluta gamla frystihús-
salarins breytt í fullvinnslusal þar
sem sett var upp vinnslulína til að
vinna fisk í raspi. Áætlað er að
vinnsla hefjist þar um eða eftir
miðjan ágúst.
Kostnaður við þessar breytingar
er um 230 milljónir króna. Marel
hefur séð um þetta verkefni.
Tvær vaktir
Gerður hefur verið tveggja mán-
aða reynslusamnignur milli ÚA og
Verkalýðsfélagsins Einingar um
nýtt vinnufyrirkomulag í tengslum
við nýju vinnslulínurnar. Eftir helgj
verður því unnið frá kl. 7 að morgni
til 7 að kvöldi í húsinu. Unnið er á
tveimur vöktum, á dagvakt sem
stendur frá 7 til 15.30 vinna um
100 manns og á síðdegisvakt frá
15.30 til 19 verða um 30 starfs-
menn.