Morgunblaðið - 31.07.1997, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997 17
FERÐALÖG
UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐIN nýja í Varmahlíð.
GESTIR við opnunina virða fyrir sér skagfirskt handverk.
Upplýsingamiðstöð
fyrir ferðamenn
UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ ferða-
manna og söluaðstaða fyrir skag-
firskt handverk, var nýlega opnuð
í Varmahlíð að viðstöddu fjöl-
menni.
I ávarpi framkvæmdasljóra
Héraðsfundar Skagfirðinga,
Magnúsar Siguijónssonar, kom
fram að eigandi hússins er Ferða-
smiðjan ehf., en aðilar að henni
eru Héraðsnefnd Skagafjarðar,
Alþýðulist, Menningarsetur Skag-
firðinga Varmahlíð og Ferðamála-
ráð Skagafjarðar og Siglufjarðar.
Bygging upplýsingamiðstöðv-
arinnar hefur haft nokkurn að-
draganda, en á si. ári var tekin
um það ákvörðun að húsið skyldi
reist og var Hjörleifur Stefánsson
arkitekt fenginn til að hanna
bygginguna, en hann hafði til fyr-
irmyndar húsagerð sem kom fram
á síðasta skeiði hinna íslensku
torfbæja, framhúsin svonefndu.
Voru framhúsin oftast viðbygg-
ingar við hina gömlu torfbæi, með
torfveggjum við gafla og bakhlið,
en framhliðin sem sneri að bæjar-
hlaði var timburklædd.
Fellur byggingin mjög vel að
því umhverfi þar sem hún stendur
og minnir verulega á sérkenni ís-
lenskra byggingarhátta frá fyrri
tið.
Er húsið allt hið glæsilegasta,
torfveggir eru gerðir eftir hand-
verkshefð sem haidist hefur
óbreytt um aldir, veggir og þaks-
úð eru klædd borðviði unnum úr
rekaviði, en gólf úr íslensku grá-
grýti. Utveggir eru steinsteyptir
og einangraðir með íslenskri
steinull.
Gert er ráð fyrir að húsið verði
nýtt sem upplýsingamiðstöð yfir
ferðamannatímann, en annars
hafi aðstöðu þar þeir aðilar sem
sinna handverki ýmiss konar, og
einnig er unnt að setja þar upp
smærri sýningar.
Að ávarpi Magnúsar Siguijóns-
sonar loknu tóku til máls Þor-
steinn Ásgrímsson, Þórey Jóns-
dóttir, Gunnar Sigurðsson, Vigfús
Vigfússon og Einar Gíslason og
luku þau öll lofsorði á framkvæmd
alla við húsið og þökkuðu þeim
sem að byggingunni komu fyrir
ánægjulegt samstarf.
Eins og áður er fram komið var
arkitekt Hjörleifur Stefánsson,
hleðslumeistari var Ari Jóhannes-
son, byggingarverktaki Stigandi
hf., Blönduósi, umsjón með frá-
gangi utanhúss Brynleifur Tobías-
son, en verkfræðileg hönnun og
eftirlit annaðist Stoð ehf. á Sauð-
árkróki.
Odýr gisting á
ÍAkureyri
Leigjum út 2-4 manna íbúðir
á besta stað í bænum.
Studio - íbúðir
Strandgötu 13, sími 461 2035
Gönguskór
ÚTIVISTARBÚÐIIM
viö Umferðarmiðstöðina
Sími: 551 9800 og 551 3072
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
EIGENDUR Hótels Bjarkar eru Svanhvít Ástvaldsdóttir, Ólöf
Haraldsdóttir, Pétur Pétursson, Sigríður Haraldsdóttir og Elín
Ólafsdóttir. Fjarverandi var Haraldur Pétursson, torfærukappi.
Hótel Björk opn-
að í Hvergerði
Morgunblaðið. Hveragerði
HÓTEL Hveragerði var nýverið selt
og hafa nýir eigendur í kjölfarið
breytt um nafn á hótelinu og heitir
það nú Hótel Björk.
Það er hópur skyldmenna sem
myndar hlutafélag utan um rekstur
hótelsins. Hluthafar eru systurnar
Sigríður og Ólöf Haraldsdætur, móð-
ir þeirra Elín Ólafsdóttir, mágkona
þeirra systra Svanhvít Ástvaldsdótt-
ir og synir Ólafar, þeir Haraldur og
Pétur Péturssynir.
Það er Sigríður sem mun starfa
sem hótelstýra á Hótel Björk en
aðrir hluthafar og fjölskyldumeðlim-
ir starfa einnig á hótelinu. Aðspurð
sagði Sigríður að hugmyndin að
hótelrekstrinum hafi kviknað innan
fjölskyldunnar þegar Hótel Hvera-
gerði var auglýst til sölu, enda vissu
þau öll að þetta væri gríðarlega
skemmtilegt hús með góða sál og
mikla möguleika. „Hér eru mjög
fallega innréttuð gistiherbergi og
góðir salir sem hægt er að nýta til
margra hluta. Hér er hægt að halda
dansleiki, árshátíðir, tónleika og ót-
almargt fleira. Við stefnum til dæm-
is að því að koma upp góðri aðstöðu
til ráðstefnu- og fundarhalda í stóra
salnum, og bæta þannig stöðu okkar
á þeim markaði."
Leiksviðið bætt
Nýir eigendur ætla ennfremur að
betrumbæta leiksvið hússins en
Leikfélag Hveragerðis mun verða
með leiksýningar á hótelinu í vetur
eins og síðastliðið ár. „Við ætlum
okkur að byrja rólega og fara hægt
af stað. Enn sem komið er vinnur
fjölskyldan sjálf öll störf er til falla
á hótelinu en vonandi getum við
veitt öðrum atvinnu er fram líða
stundir. Þetta er einungis spurning
um að finna sér verkefni og við von-
um að það takist.“
Á Hótel Björk er rúm fyrir tæp-
lega 30 gesti í gistingu. Kráin á
hótelinu er opjn frá fimmtudegi til
sunnudags. Á laugardögum og
sunnudögum er síðan heitt á könn-
unni og kökur á boðstólum fyrir
þreytta ferðalanga sem og Hver-
gerðinga sem þyrstir í góðan kaffi-
sopa á huggulegum stað.
Með Baldriyfir
Breiðafjörð
Frá Stykkisbólmi kl. 10:00 og 16:30
Frá Brjánslœk kl. 13-00 og 19:30
Ávallt viðkoma
t Flatey
FEiyAN BALDUR
Simar 4381120 íStykkisbólmi
______4562020 á BrjánsUek_
Útsýnissiglingar á
Þingvallavatni
Nýtt sjón-
arhorn
FERÐAMÖNNUM gefst nú
færi á skemmtilegri tilbreyt-
ingu við Þingvallahringinn;
siglingu um Þingvallavatn með
Himbrimanum. Himbriminn
verður á vatninu alla verslunar-
mannahelgina og leggur upp
frá bryggjunni neðan við
Skálabrekku í Þingvallasveit
kl. 11,13,15,17 og 19, laugar-
dag, sunnudag og mánudag.
Siglingin tekur um eina og
hálfa klst. og á leiðinni er
spjallað um það helsta sem fyr-
ir augu ber í landslaginu, sagð-
ar sögur af mannlífi við vatnið
og lífríki þess undir yfirborð-
inu.
Báturinn tekur 20 farþega.
Verð fyrir fullorðna er 1.400
kr. og fyrir börn 6-12 ára 500
kr., en yngstu börnin, 5 ára og
yngri, fá að fljóta með ókeypis.
Eyjaferðir
- Styhkishólmi
Ógleymanlegt
œvintýri!
"Grandferðir," útileguferðir,
grillferðir o.fl.
Leitið upplýsinga eða tilboða.
Sætaframboð fyrir allt
að 180 manns.
Bókanir og upplýsingar i sima 438
• Skelfiskveiði og smökkun
• Fuglaparadís
• Ólýsanleg náttúrufegurð
• Hvalaskoðun
• Lifandi leiðsögn í hverri
l(feso)l
Olíufélagiðhf
Njóttu ávitiningsins!
Safnkort E S S O