Morgunblaðið - 31.07.1997, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
ERLENT
Húsvíkingar
sækja í skiprúm
á Raufarhöfn
Búsetuflutninga verður krafist
„VIÐ gerum ekki kröfu um búsetu-
flutninga til að byrja með en ég
reikna fastlega með að það verði
gert þegar til lengri tíma er litið. Það
eru allir ráðnir með það í huga að
það verði gerð krafa um lögheimili á
Raufarhöfn þótt það muni ekki verða
látið brotna á því fyrstu mánuðina,
en það verður látið reyna á það eftir
vissan aðlögunartíma,“ segir Jóhann
Olafsson, framkvæmdastjóri Jökuls
hf. á Raufarhöfn.
Um það bil helmingur í áhöfn hins
nýja skips, Jökuls hf., sem keypt var
frá Húsavík og áður hét Júlíus
Havsteen, eru Húsvíkingar en um
helmingur eru heimamenn. „Við
höfum ekki mannskap heima til að
manna öll plássin auk þess sem við
viljum fá eitthvað af vönum mönnun-
um til þess að fylgja skipinu áfram,"
segir Jóhann, sem telur líklegt að
frestur til að breyta um lögheimili
verði gefinn Húsvíkingunum til ára-
móta. Að sögn Jóhanns er ekki óeðli-
legt að minni staðirnir horfi til út-
svarstekna þessara manna sem oft
og tíðum eru með tekjuhæstu ein-
staklingum lítilla sjávarplássa. Skip-
stjóri og vélgtjórar koma frá Húsa-
vík auk helmings háseta. Stýrimenn
og aðrir hásetar eru aftur á móti
heimamenn.
Ætti að vera mál
sveitarfélaganna
Ljóst er að störfum á sjó á Húsa-
vík fer fækkandi heldur en hitt eftir
breyttan skipastól Fiskiðjusamlags
Húsavíkur, en bæði Júlíus Havsteen
og Kolbeinsey verða seld og í staðinn
kemur einn rækjufrystitogari, Hús
víkingur ÞH, sem áður var Pétur
Jónsson. Að sögn Jóhanns hefur því
orðið vart mikillar ásóknar húsvískra
sjómanna í skiprúm á Raufarhöfn
að undanförnu. Húsvíkingar af-
henda skipið nýjum eigendum í dag
og verður það til sýnis á Raufarhöfn
á morgun áður en það fer á veiðar
á föstudag.
Jóhann segist vera aigjörlega á
móti þvingunum af því tagi sem hér
um ræðir. Hann telur eðlilegra að
bæjarsjóður Húsavíkur eigi frum-
kvæðið að því að gera samning við
Raufarhafnarhrepp um málefni
þeirra sjómanna, sem hlut eiga að
máli og þiggja vinnu á Raufarhöfn
en viija áfram eiga sín heimili á
Húsavík. í giidi þurfi að vera inn-
byrðis samningur milli sveitarfélaga
um útsvarsskiptingu af einhveiju
tagi í slíkri stöðu.
„Þetta er mál, sem sveitarfélögin
eiga að leysa sín á milli þegar til
verða störf fyrir hóp einstaklinga,
sem á þeim hafa áhuga.“ Jóhann
segist auðvitað gera sér ákveðnar
vonir um að sveitarfélögin noti
reynslutímann fram að áramótum
til viðræðna um þessi mál. Ef hins
vegar ekkert yrði úr því býst hann
við því að það verði nokkuð ströng
krafa gerð um búsetuflutninga.
„Manni fínnst það vera mjög eðlileg-
ur framgangur að sveitarfélögin
ræði saman svo ekki þurfí að koma
til sú mikla fjölskylduröskun, sem
óhjákvæmilega gæti orðið fylgifisk-
ur þessa."
Skilar sér í sterkara
samfélagi
Að sögn Jóhanns hefur stjóm fyr-
irtækisins tekið undir sjónarmið
sveitarfélagsins í þessa átt sem lagt
hefur mikla áherslu á að þau störf,
sem til verða, séu mönnuð heima-
mönnum. „Okkur fínnst það vera
mjög eðlilegt að horfa á það til lengri
tíma litið að menn, sem eru í áhuga-
verðum plássum, skili sínum gjöldum
til sveitarfélagsins því það styrkir
okkar samfélag og þennan rekstur í
heild sinni út á við. Það, sem af þessu
rennur, skilar sér í sterkara samfé-
lagi fyrir okkur,“ segir Jóhann.
Skiparadíó selur
tækjabúnað í Börk
SKIPARADÍÓ hefur selt mikið af
fískileitartækjum í brúna í Berki
NK, sem nú er í miklum breytingum
í Póllandi. Meðal þess sem Skipa-
radíó hefur selt útgerð Barkar,
Síldarvinnslunni, er trollsónar, neð-
ansjávarradar og straumlogg.
í frétt frá Skiparadíó er þessum
tækjum lýst á eftirfarandi hátt:
„Trollsónarinn er frá WESMAR, en
hann er höfuðlínusónar. Tækið sam-
anstendur af höfuðlínusendi, stjóm-
tæki, skjá og spenni. Höfuðlínusend-
irinn er búinn tveim augum (botn-
stykkjum) þar sem annað horfir upp
frá höfuðlínu en hitt niður frá henni.
Þá eru nemar fyrir hita og dýpi þ.e.
dýpi frá yfirborði sjávar. Þessu til
viðbótar er svo sónarinn sem er
160kHz og starfar á sama hátt og
hefðbundinn „skanning“-sonar.
Honum er hægt að „tilta“ frá +15°
til -90° auk þess sem hann skannar
allan hringinn.
Á skjá eru síðan tveir lausir
bendlar sem gefa mælingar þannig
að lesin er fjarlægð í bendil frá
höfuðlínumiðju (höfuðlínusendi) og
eins fjarlægðin milli þeirra. Ef tek-
ið er dæmi af framskönnun, hler-
arnir sjást, sinnhvor bendill settur
yfir hlerana og þar með fæst fjar-
lægð í þá og milli þeirra. Sama á
við um mælingar í lóðningu sem
sæist framundan.
HK800/1600-6 sónar frá
WESMAR er í raun neðansjávar-
radar. Þessi sónar er skanning-sónar
með tíðnina 160kHz og er „dómur-
inn“ (kúlan) 6 tommur í þvermál.
Hífíbúnaðurinn er vökvadrifmn og
fylgir dæla og mótor ásamt öllum
lögnum og lagaefni sem þarf til að
koma tækinu fyrir í skipinu að und-
anskildum brunni. Þessi sónar er
arftaki næstu kynslóða á undan í
sónarfjölskyldunni frá WESMAR.
160kHz tækið er í Noregi nær
eingöngu tekið sem köstunarsónar
og sónar til að nota við togveiðar
á uppsjávarfiski (síld, loðnu, makr-
íl). Tækið samanstendur af niður-
fara, sendi/móttakara, stjómtæki
og 17 tommu skjá.
Sýnir hraða og stefnu
straumlaga
JLN-627 straumlogg frá JRC.
Eitt slíkt hefur verið sett í bát hér
á landi en mörg í Noregi. Tækið
vinnur á 125kHz og sýnir hraða og
stefnu straumlaga sem það nemur
auk þess með sama hætti að taka
mið af físktorfu sem það sér. Það
notar botnsýn til að reikna hraða
en ef það missir botn þá tekur sjálf-
virkt við tenging við GPS-tæki skips-
ins.
Framleiðandi gefur upp að tækið
nái botni á allt að 400 metra dýpi
og samkvæmt upplýsingum skip-
stjórans á Hugin VE, sem er sá
eini hér á landi með tækið, stenst
það fyllilega."
Reuter
Nauðlending
í Flórens
Málar bæ-
inn rauðan
Manila. Reuter.
ALFREDO Lim, borgarstjóri
Manila, hefur í fylgd lögreglu
tekið til við að mála viðvaranir
í rauðum lit á hús meintra fíkni-
efnasala í fátækrahverfum
borgarinnar.
Herferðin hefur sætt gagn-
rýni Mannréttindanefndar
Filippseyja, sem segir fram-
göngu borgarstjórans minna á
þá aðferð nasista að merkja
hús gyðinga með Davíðsstjörn-
unni. Borgarstjórinn kveðst
gáttaður á þessari gagnrýni og
segir herferðina hafa borið góð-
an árangur, því 60% íbúa þeirra
200 húsa, sem hafa verið
merkt, hafi flúið borgina.
SLÖKKVILIÐSMENN að störf-
um við flak ATR-42 farþega-
flugvélar sem brotlenti utan
brautar á flugvellinum við Flór-
ens í gær. Að minnsta kosti fimm
manns slösuðust, þar af einn
alvarlega. Vélin er í eigu
franska flugfélagsins Littoral
og var að koma frá Nice. Með
henni voru 14 farþegar og
þriggja manna áhöfn. Síðdegis
í gær höfðu engar fregnir borist
af orsökum slyssins, en vélin
mun hafa farið út af enda flug-
brautar eftir að hún lenti, og
hafnað í kanti fjölfarins vegar.
Slökkviliðsmenn björguðu flug-
mönnunum út úr stjórnklefan-
um, og er annar þeirra í dái á
sjúkrahúsi. Farþegar yfirgáfu
vélina um bakdyr, en enginn
þeirra virtist alvarlega slasaður,
að sögn lækna. Flugfreyja var
einnig um borð. Fulltrúi fram-
leiðanda vélarinnar, sem er
fransk/ítölsk, sagði í gær að
beðið væri nánari upplýsinga
frá flugféiaginu, og væri ekkert
hægt að segja um hugsanlegar
orsakir fyrr en þær hefðu borist.
Nýtt fjármálahneyksli vindur upp á sig í Japan
Stór fjármálafyrirtæki
sæta hörðum refsingum
Tókýó. Reuter.
STJÓRN Japans tilkynnti í gær að
tveimur af stærstu fjármálafyrir-
tækjum landsins yrði refsað harka-
lega vegna ólöglegra greiðslna til
svokallaðra
„sokaiya“, eða
fjárkúgara sem
hafa heijað á jap-
önsk fyrirtæki.
Fj ármálafyrirtækin
eiga að sæta hörð-
ustu refsingum sem
beitt hefur verið
fyrir brot á lögum
um starfsemi
banka og verð-
bréfafyrirtækja.
að refsa Nomura,
einu af íjórum stærstu verðbréfafyr-
irtækjum Japans, og einum af
stærstu bönkum Iandsins, Dai-Ichi
Kangyo (DKB). Nomura var m.a.
gert að hætta hlutabréfaviðskiptum
sínum þar til í lok ársins, hætta
starfsemi eins af fyrirtækjum sínum
þar til í desember og viðskiptum
með ríkisskuldabréf til áramóta.
DKB var bannað að veita ný lán
innanlands önnur en húsnæðislán
út þetta ár, auk þess sem bankanum
var fyrirskipað að einskorða starf-
semi sína erlendis við lánveitingar.
Bankanum var ennfremur bannað
að opna ný útibú þar til í ágúst á
næsta ári.
Erlend fyrirtæki
hagnast
Fréttaskýrendur sögðu að refs-
ingarnar myndu líklega koma harðar
niður á Nomura á þessu fjárhags-
ári, sem lýkur í mars, og nokkrir
þeirra töldu að fyrirtækið myndi
missa marga viðskiptavini til er-
lendra keppinauta og aldrei ná þeim
aftur. Stórfyrirtækið Hitachi lýsti
því t.a.m. yfir í gær að það myndi
hér eftir skipta við erlend verðbréfa-
fyrirtæki vegna ógagnsærra starfs-
hátta japönsku fyrirtækjanna.
Aðrir fréttaskýrendur sögðu þó
að Nomura myndi endurheimta
marga af viðskiptavinum sínum
fljótlega eftir að refsingartímabilinu
lýkur og að til lengri tlma litið myndu
bæði fyrirtækin njóta góðs af mik-
illi uppstokkun sem gerð yrði í yfir-
stjórn þeirra vegna málsins.
Þijú önnur
liggja undir grun
Fregnir hermdu I gær að Yama-
ichi, annað af fjórum stærstu verð-
bréfafyrirtækjum landsins, kynni
einnig að vera viðriðið hneykslismál-
ið. Saksóknarar hófu mikla leit að
gögnum um meintar ólöglegar
greiðslur til Ryuichi Koike, eins af
„sokaiya“-fjárkúgurunum sem hafa
heijað á japönsk fyrirtæki. Mál
Nomura og DKB snýst einnig um
greiðslur til Koike.
Stjómin vill sýna að hún ætli að
taka hart á slíkum lögbrotum og
Hiroshi Mitsuzuka fjármálaráðherra
sagði I gær að búast mætti við að
Yamaichi yrði beitt hörðum refsing-
um eftir að rannsókninni lyki.
Japanskir fjölmiðlar sögðu að sak-
sóknarar væru einnig að rannsaka
hvort verðbréfafyrirtækin Daiwa og
Nikko, sem eru einnig á meðal hinna
„Fjóru stóru“, séu viðriðin málið.
Blanda þorpara og
slunginna endurskoðenda
Fjárkúgararnir, eða „sokaiya",
sem málið snýst um eru séijapönsk
blanda af þorpurum og útsjónarsöm-
um og hámenntuðum endurskoðend-
um sem heija á fyrirtæki. Þeir eiga
það til að hóta fórnarlömbunum of-
beldi en beita þó yfírleitt þeirri að-
ferð að kaupa hlutabréf í fyrirtækj-
unum, rannsaka starfsemi þeirra
mjög rækilega og hóta síðan að
skýra frá glappaskotum stjómend-
anna á hluthafafundum.
Þessir menn lýsa sér sem bjarg-
vættum japanskra hluthafa, sem
stjómendur fyrirtækjanna hafí kom-
ist upp með að hunsa með áratuga
gömlu samtryggingakerfi sínu. Þeir
segjast oft vita meira um fjárhags-
stöðu fyrirtækjanna en æðstu stjóm-
endur þeirra.
Fjölmörg hneykslismál urðu til
þess að árið 1983 voru sett lög sem
banna greiðslur til „sokaiya“. Erfíð-
lega hefur þó gengið að halda þeim
í skefjum, enda hafa þeir beitt ýms-
um kænskubrögðum til að afla fjár.
Til að mynda er algengt að þeir
gefí út fréttabréf eða lítil tímarit,
sum aðeins með nokkrar síður af
ljóðum, og fyrirtækin eru látin
greiða sem svarar hundruðum þús-
unda króna fyrir áskriftina. Nomura
skýrði frá því nýlega að fyrirtækið
hefði sagt upp 700 slíkum áskriftum.
„Sokayiar" hafa einnig skipulagt
„námskeið" sem fyrirtækin hafa
greítt miklar fjárhæðir fyrir. Þeir
eru einnig þekktir fyrir ofbeldi og
lögreglan telur að „sokaiya" hafi
myrt einn af framkvæmdastjórum
ljósmyndafyrirtækisins Fuji árið
1994.
Sérfræðingar telja að 500-600
stór fyrirtæki tengist enn þessum
fjárkúgurum, þótt þeim hafí fækkað
frá því lögin voru sett.
Hiroshi
Mitsuzuka
Ákveðið var