Morgunblaðið - 31.07.1997, Page 21

Morgunblaðið - 31.07.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1997 21 LISTIR „LEIKURINN er unninn í spuna en merkilega vel tekst að halda söguþræði og ramma Shakespeares í horfinu," segir meðal annars í dómnum. Norræn sam- vinna 1ÆIKIIST Ofviðrið í norðri OFVIÐRIÐ EFTIR WILL- IAM SHAKESPEARE Hugmynd og verkefnastjórn: Sven- Erik Engh. Leikstjóri: Kári Halldór Þórsson. Leikarar: Sigrún Sól Olafs- dóttir, Kári Halldór, Sven Erik- Engh, Jon Ussing, Vivi Nielsen, Jens Nathna Davidsen, Farshad Kholghi, Pelle Hvenegaard. Búningar: Hannah Stahr-Christensen. Norræna húsið 29. júlí. ÞETTA er í annað sinn á tveimur árum sem boðið er upp á leiksýningu sem er afrakstur samnorrænnar sam- vinnu og þar sem leikarar nota hver sitt tungumál. Fyrri sýningin, sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu og var einn- ig undir leikstjórn Kára Halldórs, sótti efni til grískra goðsagna og var leikið jöfnum höndum á íslensku og finnsku. Utkoman var skemmtileg og hljómfögur sýning. Hérna er ann- ar leikhópur á ferðinni, hópur stofn- aður sérstaklega í kringum þessa sýningu, og nú er sótt í smiðju Sha- kespeares til innblásturs. Ofviðri Shakespeares er það verk sem leikhópurinn leggur til grund- vallar sýningunni, en það er lagað að hugmyndum og þörfum hópsins. Prosperó (Kári Halldór) er orðinn að íslenskum höfðingja sem hefur verið flæmdur frá völdum og hefur leitað skjóls ásamt Miröndu dóttur sinni (Sigrún Sól Ólafsdóttir) á eyðieyju. Hinn íslenski höfðingi er bókelskur, eins og flestir landar hans, og kann nokkuð fyrir sér í galdrafræðum. Þannig hefur hann galdrað í þjónustu sínu anda tvo (Jens Nathna Davidsen og Vivi Nielsen) sem hann hefur frelsað undan álögum nornarinnar Sycoraxar, svo og son nornarinnar Kalíban (Farshad Kholghi) sem var einbúi á eyjunni þar til feðginin námu þar land. Þegar leikurinn hefst ferst skip við eyjuna en áhöfnin bjargast á yfirnátt- úrulegan hátt. Þar koma á land Al- onsó konungur Danmerkur (í þessu tilviki) (Jon Ussing), sonur hans Frið- rik (Pelle Hvenegaard), bróðir Pro- sperós, Antóníó (Svend Erik-Engh) sá er sveik hann og flæmdi frá völd- um tólf árum áður, ásamt brytanum ölkæra, Stefanó (Jon Ussing) og fífl- inu Trinkúló (Svend Erik-Engh). Eft- irleikurinn fylgir meginatburðarás leikrits Shakespeares: launráð eru brugguð, Miranda og Ferdinand verða ástfangin og ná saman og að lokum sættast bræðurnir. Prosperó leysir andana úr þjónustu sinni og yfirgefur eyjuna ásamt fylgdarliði og Kalíban er aftur einn á eyjunni. Leikurinn er unninn í spuna en merkilega vel tekst að halda sögu- þræði og ramma Shakespeares í horf- inu. Islensku leikararnir notuðust við íslenska þýðingu Helga Hálfdanar- sonar og bundu sig ekki bara við Ofviðrið heldur sóttu einnig texta til annarra Shakespeare-leikrita. Það kom í hlut Grænlendinganna að túlka andana og var þáttur þeirra mjög skemmtilegur og átti stærstan þátt í að magna þá dulúð sem einkenndi uppsetninguna. Gaman væri að fá að kynnast betur þeirri þúsund ára látbragðs- og frásagnarhefð sem Grænlendingar búa yfir, en leiðin frá Grænlandi til íslands virðist oft ótrú- lega löng. Leikarar stóðu sig vei, bæði at- vinnuleikarar og áhugamenn. Kári Halldór var mynduglegur Prosperó, elskendurnir Miranda og Friðrik voru barnslega einlægir í túlkun Sigrúnar Sólar og Pelle Hvenegaard, eins og viðeigandi er í þessu samhengi, og Kalíban var skemmtilega ísmeygileg- ur og flærðarfullur í túlkun Farshad Kholghi. Jon Ussing og Svend Erik- Engh áttu ágæta takta í sínum tvö- földu hlutverkum. í kynningu á þessari sýningu er sagt að í henni takist á dönsk sið- menning, grænlenskur andaheimur og íslensk galdratrú. Ég mundi frem- ur segja að í sýningunni vinni þessir ólíku menningarheimar saman á fijó- saman hátt, þannig að niðurstaðan er listræn heild sem gaman er að njóta. Soffía Auður Birgisdóttir Menning- armála- ráðherra Kólumbíu FORSETI Kólumbíu, Ernesto Samper, skipaði í síðustu viku fyrsta' menningarmálaráð- herra landsins. Sá er fyrrver- andi sendiherra og forstöðu- maður menningarmálastofn- unar landsins, Ramiro Osorio. Sjálft ráðuneytið var stofnaði í síðasta mánuði við litla hrifningu ýmissa frammá- manna í menningarlífinu, m.a. Gabriel Garcia Marquez, sem segja hlutverk ráðuneyt- isins ekki hafa verið skil- greint. Hádegis- tónleikar í Hallgríms- kirkju ÁRNI Arinbjamarson organisti Grensáskirkju leikur á hádegistón- leikum Hallgnmskirkju í dag milli kl. 12 og 12.30. Á efnisskránni em Tokk- ata og fúga í F-dúr eftir Josef Seger sem var uppi á 18. öld og Fúga í a-moll eftir Johan Bohuslav Matej Cemohorský. Ámi leikur þijá Schúbler-forleikjanna eftir Bach, Vakrta, Síons verðir kalla BWV 645, Sál mín miklar drottin BWV 648 og Lofið vorn Drottin BWV 650. Að Iok- um leikur Árni Gotneska svítu op. 25 eftir Leon Boellmann. Ámi hefur verið virkur í tónlist- arlífí Islendinga um langt skeið, bæði sem fíðluleikari, m.a. í Sinfóníuhljóm- sveit Islands og sem organisti. Laugardaginn 2. ágúst leikur Sixt- en Enlund, organisti Gömlu kirkjunn- ar í Helsingfors í Finnlandi, á hádeg- istónleikum Hallgrímskirkju. Á efnis- skrá hans eru Intrada, op. llla eftir Jean Sibelius, útsetning á finnska sálmalaginu Vi vandrande sjélar pá brusende strand eftir Kaj-Erik Gustavsson, Lux aeterna eftir Joonas Kakkonen og Tilbrigði og fúga um fmnskan sálm op. 7 eftir Sulo Salon- en. Sixten leikur einnig á tónleikaröð- inni Sumarkvöld við orgelið sunnu- dagskvöldið 3. ágúst kl. 20.30. -----» ♦ ....— Norræna húsið Hótel Hekla - Ljóðaleikhús LEIKÞÁTTURINN Hótel Hekla verður fluttur á Opnu húsi Norræna hússins í kvöld kl. 20. Það er leikhóp- urinn Fljúgandi fiskar sem sér um þessa dagskrá, sem verður flutt á sænsku, og er þetta önnur sýning og sú næstsíðasta. Leikendur eru tveir; Þórey Sig- þórsdóttir og Hinrik Olafsson. Hlín Agnarsdóttir er leikstjóri og Áslaug Leifsdóttir útlitshönnuður. Þýðingu á sænsku gerði Ylva Hellerud. Frábært úrval lútaðrar furu on er sogu Borð 160x105+40 cm stækkun kr. 51.200. Stóll kr. 11.700 Skrifborð 155x60 Kommóða 6 skúffur kr 17.600 Kommóða 7 skúffur kr. 20.300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.