Morgunblaðið - 31.07.1997, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Steinunn
Á þriðja
þúsund
manns á
Njáluslóð
Hvolsvöllur. Morgublaðið.
AÐSÓKN að sýningunni á
Njáluslóð, sem sett var upp á
Hvolsvelli í lok júní, hefur
verið mjög góð það sem af
er sumri. Nú hafa á þriðja
þúsund manns séð sýninguna
og eru það að sögn Guðjóns
Ámasonar, framkvæmda-
stjóra Sögusetursins, mest
innlendir og erlendir ferða-
menn sem sækja sýninguna.
Þá hefur viðkoma hópferða
mjög aukist.
Ferðir um Njáluslóðir
Sögusetrið hefur einnig
skipulagt ferðir um Njáluslóð-
ir, sem famar eru eftir pönt-
un, og einnig er verið að koma
upp merkingum á sögustöð-
um Njálu í Rangárvallasýslu.
Vinsælasta gamanleikrit Bandaríkjanna í Borgarleikhúsinu
: I
1
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÆFINGAR á gamanleiknum Hár og Hitt standa nú yfir í Borgarleikhúsinu en leikritið
verður frumsýnt 8. ágúst n.k.
Ahorfendur
leysa gátuna
GAMANLEIKURINN Hár og
Hitt verður frumsýndur í Borg-
arleikhúsinu 8. ágúst nk. Leikrit-
ið, sem á frummálinu kallast
Shear Madness og er eftir Paul
Portner, hefur verið sýnt sam-
fellt í 18 ár fyrir fullu húsi í
Boston og fyrir vikið komist í
Heimsmetabók Guinness. Leik-
ritið hefur sópað að sér verðlaun-
um, m.a. sem besta gamanleikrit
Bandaríkjanna.
Söguþráður verksins er á þá
leið að morð er framið í íbúð á
hæð fyrir ofan hárgreiðslustof-
una Hár og Hitt og grunur bein-
ist að hárgreiðslumanninum
Bonna, aðstoðarstúlku hans Hófí
og tveimur viðskiptavinum stof-
unnar. Hver hinna grunuðu reyn-
ist svo sekur er undir áhorfend-
um komið sem vitna um ferðir
sögupersónanna. Áhorfendur fá
tækifæri til að yfirheyra hina
grunuðu og greiða loks atkvæði
um það hver skuli ákærður fyrir
morðið.
Það er Gísli Rúnar Jónsson
sem þýðir verkið en aðstandend-
ur sýningarinnar eru leikhópur-
inn Höfuðpaurar. Sýningin er
mjög flókin í æfingu vegna hinna
fjölmörgu möguleika á málalok-
um sem þátttaka áhorfenda býð-
ur upp á og hafa aðstandendur
sýningarinnar farið bæði til Bos-
ton og Washington og kynnt sér
uppfærslur sýningarinnar. Leik-
ritið er auk þess endurskoðað
fyrir hverja sýningu með tilliti
til þess sem fréttnæmast þykir
þann daginn. Leikararnir æfa því
breyttar áherslur í verkinu fyrir
hverja sýningu og óhætt er að
fullyrða að engar tvær sýningar
verða eins.
Djass á Café
Au Lait
DJASSTRÍÓ Árna Heiðars
spilar á Café Au Lait í Hafnar-
stræti í kvöld kl. 22. Kontra-
bassaleikari tríósins er að þessu
sinni Gunnlaugur Guðmunds-
son en hann hefur numið
kontrabassaleik í Hollandi síð-
ustu fjögur ár og hefur stutta
viðdvöl hér á landi í sumar.
Húðirnar lemur að venju Matt-
hías Hemstock en Árni Heiðar
spilar á Rhodes-píanó. Á efnis-
skránni eru valdir „standardar"
auk frumsamis efnis eftir Árna
Heiðar. Aðgangur er ókeypis.
Ríkey sýnir
á Siglufirði
RÍKEY Ingimundardóttir
myndlistarmaður opnar sýn-
ingu í Ráðhúsinu, Siglufirði, á
morgun, föstudag, kl. 15. Sýn-
ingin er í tengslum við Síldar-
ævintýrið sem stendur yfír um
verslunarmannahelgina.
„Skilaboð
tiljarðar-
innar“
Hcllu. Morgunblaðið.
í TILEFNI70 ára afmælis byggð-
ar á Hellu og þess að 50 ár eru
liðin frá stóra Heklugosinu 1947
hefur verið opnuð nokkuð sér-
stök myndlistarsýning við Heklu-
rætur. Snorri Guðmundsson
hraunlistamaður sem er upphafs-
maður og framkvæmdaraðili
hefur fengið nokkra listamenn í
lið með sér til að senda jörðinni
skilaboð, en einnig gefst gestum
sýningarinnar og öðrum kostur
á að senda sín eigin skilaboð.
Snorri Guðmundsson leitar
gjarnan fanga með efnivið í verk
sín í yngsta hraunið við Heklu-
rætur sem rann austan í fjallinu
árið 1991. Þar hefur hann sett
þessa sýningu upp i stórbrotinni
náttúrunni, auðninni, hrauninu,
mosanum og fjallasýninni en yfir
öllu saman gnæfir sjálf fjalla-
drottningin. Hann hefur sett
saman níu ramma úr bragga-
gluggum frá stríðsárunum og
byggist sýningin á myndefni og
texta sem sýnendurnir Ieggja
fram sem sín skilaboð til jarðar-
innar.
Þeir sem taka þátt eru íslenska
þjóðkirkjan, Búddistafélagið á
Islandi, Ásatrúarsöfnuðurinn,
Friður 2000, Gunnar Örn Gunn-
arsson myndlistarmaður Kambi,
Helga Sigurðardóttir myndlist-
arkona Reykjavík, Spessi ljós-
myndari Reykjavík, Bubbi Mort-
hens tónlistarmaður Reykjavík
og Hraunverksmiðjan Gunnars-
holti.
Til að komast á þessa myndlist-
arsýningu er ekið sem leið liggur
austur að Hellu, upp Rangárvelli
og þaðan inná Fjallabaksleið
syðri en svæðið er um 58 kíló-
metra frá Hellu. Nánari upplýs-
ingar um skilaboðin, sýninguna
og leiðina að henni má fá hjá
Hraunverksmiðjunni í Gunnars-
holti eða á skrifstofu Rangár-
vallahrepps.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
HVAÐ viljum við segja við jörðina? Hver og einn hefur sína eigin aðferð við að koma skilaboðum á framfæri.
SNORRI Guðmundsson framkvæmdaraðili
sýningarinnar við ein skilaboðin.
Astamál atvinnumorðingja
KVIKMYNDIR
Bíóborgin
GROSSE POINTE
BLANKE ★ ★ ★ Vi
Leikstjóri George Armitage. Hand-
ritshöfundur Tom Jankiewicz, D.V.
DeVincentis, Steve Pink og John
Cusack. Aðalleikendur John Cusack,
Minnie Driver, Dan Aykroyd, Alan
Arkin, Joan Cusack.. 105 mín. Banda-
rísk.HoUywood Pictures 1997.
VINNUGLEÐIN fer dvínandi hjá
Martin Blank (John Cusack), endá
maðurinn manndrápari að atvinnu.
Einkaritarinn hans (Joan Cusack)
kemur því inn hjá honum að hann
muni hafa gott af því sálarlega að
mæta á 10 ára bekkjarafmæli í
gamla skólanum hans í heimabæn-
um. Sálfræðingurinn hans (Alan
Arkin) er einnig á sama máli, enda
dauðhræddur við þennan grunsam-
lega viðskiptavin sem hann vill
halda í sem mestri fjarlægð. Þegar
við bætist að í bænum býr einnig
æskuástin hans, hún Debi (Minnie
Driver), sem hann yfirgaf á loka-
ballinu, og hann fær drápsverkefni
á sínum fornu heimaslóðum, ákveð-
ur hann að slá nokkrar flugur í einu
höggi og hverfa heim í faglegum
og rómantískum tilgangi. Þetta er
því engin venjuleg skemmtiferð og
allnokkrir morðhundar á hælum
Blanks gera honum lífið leitt og
Debi er ekki búin að gleyma loka-
ballinu.
Yfirleitt er það vondur forboði
ef handritshöfundar eru fleiri en
tveir. Hér eru þeir fjórir og gera
sitt til að afsanna þessa kenningu
því Grosse Pointe Blanke er óvenju
frumleg og fyndin mynd með traust
handrit og leikhóp til grundvallar.
Húmorinn er bleksvartur, drepfynd-
inn á vel við hér. Sem dæmi má
nefna að á endurfundadansleiknum
er Blank eilíflega að segja sínum
gömlu bekkjarsystkinum að hann
sé leigumorðingi þegar þeir eru að
stæra sig af velgengni í lífínu. Og
enginn trúir honum. Annað eftir
því. Aykroyd leikur kollega Blanks
í morðbransanum og viil áfjáður
stofna stéttarfélag leigumorðingja
og huggst stúta Blanks þar sem
honum líst ekki á hugmyndina.
Gert er púragrín að galopnu mark-
aðssamfélaginu og litið á leigudráp
einsog hvern annan „bísness“, að
vísu vandmeðfarnari en flestan ann-
an.
Leikhópurinn er óaðfinnanlegur,
en hann er skipaður bæði þekktum
og lítt kunnum leikurum. Meðal
þeirra síðarnefndu er enginn betri
en Jeremy Piven, þessi gamli vinur
og skólabróðir Blanks er orðinn
borginmannlegt merkikerti og fast-
eignasali sem Blank fær sér til að-
stoðar við að fela lík í einu „drep-
fyndnasta“ atriðinu.
í bland við hina heldur ógöfugu
atvinnumennsku morðingja flétt-
ast svo indæi og trúverðug ástar-
saga um strákinn sem hljóp frá
æskuunnustunni sem hann hefur
syrgt æ síðan og reynir að endur-
heimta. Hin írska Minnie Driver
leikur hana með stíl. Þessi efnilega
leikkona sem var svo eftirminnileg
í Circle of friends, er nú hratt
rísandi stjarna í Hollywood og er
einkar sannfærandi sem hin jarð-
bundna og eldklára Debi, gerir
hana að sérstæðri og eftirtektar-
verðri persónu sem er í alia staði
eftirsóknarverð. Arkin gamli og
Aykroyd eru einnig í fínu formi
en bestur er Cusack. Gerir ódæðis-
manninn að merkilega trúverðug-
um gæðadreng í gruggugum við-
skiptum. Óskarsverðlaunatilnefn-
ing mjög líkleg. Það má segja að
hlutverkið sé klæðskerasniðið fyrir
þennan vandaða leikara (The Grift-
ers, Eight Men Out) sem sjálfur á
í því fjórðunginn, auk þess sem
hann er einn af íjármagnendum
myndarinnar og meginbakhjarl.
Hann sigrar á öllum vígstöðvum
og er fremstur meðal þeirra jafn-
ingja sem lyfta Grosse Pointe
Blanke langt yfir meðalmennskuna
og gera hana að frumlegri og fínni
skemmtun.
Sæbjörn Valdimarsson