Morgunblaðið - 31.07.1997, Page 26

Morgunblaðið - 31.07.1997, Page 26
26 FIMMTUDAGUR31. JÚLÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1997 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BANDARIKJA- FERÐ FORSETA ÍSLANDS Bandaríkjaferð forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímsson- ar og eiginkonu hans, frú Guðrúnar Katrínar Þorbergs- dóttur, hefur vakið verulega athygli hér heima. Hér er ekki um að ræða opinbera heimsókn forsetahjónanna til Bandaríkjanna, heldur einkaheimsókn. Hins vegar var þeim vel tekið í Washington, þau snæddu kvöldverð á heimili A1 Gore, varaforseta Bandaríkjanna, og eiginkonu hans og hittu Clinton, forseta, að máli í Hvíta húsinu. Með þessu er íslenzku þjóðinni sómi sýndur og er undirstrikun á því nána sambandi sem verið hefur á milli íslands og Banda- ríkjanna allt frá lýðveldisstofnun og ekki sízt á dimmum dögum kalda stríðsins. Varnarsamstarf íslands og Banda- ríkjanna gegndi lykilhlutverki á þeim erfiðu tímum. I Washington fékk forsetinn tækifæri til að ávarpa banda- ríska fjölmiðlamenn á heimavelli þeirra og svara spurning- um. Heimsókn forsetahjónanna til Utah hefur augljóslega orðið til þess að vekja athygli á þeim fjölmenna hópi af íslenzkum ættum, sem þar er búsettur. Hvarvetna hefur forsetahjónunum verið vel tekið og er það ánægjuefni. Yfirlýsingar forsetans á fundi með fréttamönnum hafa vakið athygli og vakið upp spurningar um hvar mörkin liggi á milli forsetaembættisins og annarra stjórnvalda. í sam- tali við Morgunblaðið hinn 24. júlí sl. sagði Davíð Odds- son, forsætisráðherra, að forsetinn hefði haft fullt samráð við sig um fund sinn með Clinton, Bandaríkjaforseta, og sagði: „Ákvörðun um það hafði ekki verið tekin, þegar forsetinn fór, en forseti íslands sagði mér að yrði slík ákvörðun tekin eftir að hann væri kominn til Bandaríkj- anna mundi hann hafa samband við mig og við mundum fara yfir þann fund fyrirfram. Það gerðum við í síma í gærkvöldi. Ég var mjög ánægður með, hvernig forsetinn okkar hugðist leggja þetta mál fyrir.“ Það kom einnig fram hjá forsætisráðherra, að utanríkis- ráðherra hefði átt alllangan fund með forseta, þar sem rætt var um fyrirhugaðan fund með varaforseta Bandaríkj- anna og þeir hefðu einnig rætt saman í síma eftir að ljóst varð að forsetinn mundi hitta Clinton að máli. Um fund forsetans í National Press Club, sem vakið hefur upp ofangreindar spurningar og ummæli hans þar sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra: „Hann á tvo kosti, þegar kemur að spurningum, sem eru pólitískar eða stjórn- málalegs eðlis. Hann getur neitað að svara slíkum spurning- um vegna þess, að þær séu pólitískar. Það gera ýmsir þjóð- höfðingjar, t.d. konungbornir þjóðhöfðingjar, iðulega. Hinn kosturinn er að gera grein fyrir hinni opinberu stefnu ís- lands, sem forsetanum er auðvitað kunnug og hann valdi þann kostinn. Ég get ekki gert athugasemd við það vegna þess, að ég sé ekki annað en að hann hafi efnislega farið nákvæmlega rétt með þá stefnu, sem ísland fylgir.“ í samtali við Morgunblaðið í fyrradag sagði Halldór Ásgrímsson, utanrikisráðherra, hins vegar: „Ég er þeirrar skoðunar, að sum af svörum forsetans hefði mátt orða með betri hætti, án þess að ég vilji fara að tíunda það.“ En jafnframt sagði utanríkisráðherra: „Ég tel, að forsetinn hafi ekki farið út fyrir sitt hlutverk. Honum ber að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar og svara fyrir hönd íslendinga í samræmi við stefnu ríkisstjórnar á hveijum tíma. Mér dettur ekki í hug að ætla að forsetanum hafi gengið neitt annað til. En það er með svör hans eins og okkar hinna, að þau þurfa að vera vönduð.“ Varla er um að ræða meira en blæbrigðamun á ummæl- um forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Hinn síðar- nefndi gerir athugasemdir við orðaval en Davíð Oddsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að „forsetinn veldi sjálf- ur þau orð, sem hann notaði og hann vildi ekki tjá sig um það . . .“ Frá stjórnskipulegu sjónarmiði séð er allt að því grund- vallarmunur á því, hvort slíkar athugasemdir koma frá forsætisráðherra eða öðrum ráðherrum. Umræðurnar benda hins vegar til, að forsetinn hafi í ummælum sínum í Wash- ington verið á mörkum þess, sem talið er eðlilegt eins og forsetaembættið hefur þróast á síðustu áratugum. Á at- hugasemdir utanríkisráðherra má þó líta, sem ábendingu um að lengra verði ekki gengið án þess að það gæti leitt til alvarlegra umræðna um stjórnskipulega stöðu forseta- embættisins. Hæstiréttur fellir úr gildi úrskurð héraðsdóms um aðgang sakborninga að gögnum máls Vekur spurningar um samband verj - anda o g sakbomings Hugmyndir um endurlífgun Geysis í Haukadal Ekki réttlætanleg áhætta að bora Morgunblaðið/RAX GEYSIR hefur sofið værum blundi undanfarin ár. Nú finnst mörg- um kominn tími til að hann bæri á sér, a.m.k. öðru hverju. Ekki er að sjá að dómur Hæstaréttar sé í ósam- ræmi við dómafram- kvæmd í Strassborg, segir Páll Þórhallsson í grein sinni. Hins vegar vekur úrskurður hér- aðsdómarans ýmsar spumingar um hvort lögin um meðferð opin- berra mála þarfnist ekki endurskoðunar. HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur um aðgang sakborninga í fíkniefnamáli að dómskjölum. Hér- aðsdómarinn hafði talið að leiða mætti af Mannréttindasáttmála Evr- 'ópu að ekki yrði lengur beitt ákvæði íslenskra laga sem takmarkaði að- gang sakborninga að sakargögnum í dómsmáli. Hæstiréttur er á öðru máli, heldur fast við fyrra fordæmi sitt frá árinu 1994 í sams konar máli, og segir að ekkert í mannrétt- indasáttmálanum breyti réttmæti þeirrar niðurstöðu. Málavextir eru þeir að fimm ein- staklingar hafa verið ákærðir fyrir fíkniefnabrot. Þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í bytjun mánaðarins var gerð krafa um að sakborningum yrði heimilaður aðgangur að öllum dómskjölum. Ákæruvaldið féllst ekki á það, m.a. vegna þess að misræmi væri í fram- burði sakborninga hjá lögreglu og yfirheyra þyrfti þá fyrir dómi áður en þeir fengju að sjá endurrit fram- burðar hver annars. Ekki var deilt um heimild verjandans til að sjá gögnin. Það lagaákvæði sem meðal annars var um að tefla er 1. mgr. 43. gr. 1. nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála og hljóðar svo.: Vetj- andi skal jafnskjótt og unnt er fá til afnota endurrit af öllum skjölum sem málið varða, svo og aðstöðu til að kynna sér önnur gögn sem ekki verða endurrituð. Ekki má láta sak- borningi í té eintak af endurriti eða kynna honum efni þess nema dóm- ari eða rannsóknari samþykki. Héraðsdómarinn úrskurðaði að ákvæði þessu yrði ekki lengur beitt og fordæmi Hæstaréttar frá 19. aprí! 1994 væri ekki bindandi vegna breytinga á stjórnarskránni árið 1995 og lögfestingar Mannréttinda- sáttmála Evrópu árið áður. Mikils- verðust er þar 6. gr. mannréttinda- sáttmálans sem tryggir jafnræði aðilja máls og nánar til- tekið í 3. mgr. 6. gr. að hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skuli án tafar fá vitneskju í smáatriðum um eðli og orsök þeirrar ákæru sem hann sætir. Þá skuli hann fá nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína. Taldi héraðsdómarinn að skýra yrði þetta svo að sakborning- ur ætti skilyrðislausan rétt til að fá afrit af öllum dómskjölum ákæruvaldsins við þingfestingu máls. Hæstiréttur er á öðru máli og telur ekkert í stjórr.arskránni eða mannréttindasáttmálanum hnika viðeigandi ákvæðum laga um með- ferð opinberra mála. Hæstiréttur telur að nægileg rök hafi komið fram fyrir því að kynna ákærðu ekki öll gögn máls fyrr en þeir hafí gefíð skýrslu fyrir dómi. Jafnframt segir að aðgangur verjenda að málsgögn- um tryggi hagsmuni skjólstæðinga þeirra nægilega. Úrskurður héraðs- dómarans var því felldur úr gildi og sakborningum synjað um aðgang að endurriti framburða. Rétt er að taka fram að í kærumáli þessu reyndi einungis á þennan þátt málsins en ekki hefur verið dæmt um sekt eða sýknu sakborninga. Málinu verður fram haldið í Héraðsdómi Reykjavík- ur í september. Mannréttindasáttmáli Evrópu Nú er það svo að það er ókleift að átta sig á þýðingu mannréttinda- sáttmálans með því að lesa ákvæði hans ein og sér. Sáttmálinn hefur verið skýrður nánar í fjölmörgum dómum Mannréttindadómstóls Evr- ópu og álitsgerðum Mannréttinda- nefndar Evrópu. Sáttmálinn verður ekki skilinn nema í ljósi áratuga rétt- arframkvæmdar í Strassborg. Þess vegna er eilítið erfitt að ráða í úr- skurð héraðsdómarans og dóm Hæstaréttar að þessu leyti. Héraðs- dómarinn kveður að sáttmálann verði að skýra á einn veg en Hæstiréttur er á öðru máli. Ekki er hins vegar vitnað til neinna dóma eða álitsgerða þannig að ekki er hægt að sjá við hvað hefur verið stuðst. Þótt í 6. gr. sáttmálans segi berum orðum að sakborningur eigi rétt á að fá vitneskju / smáatriðum um eðli og orsök þeirrar ákæru sem hann sætir þá hefur þessu ekki ver- ið fylgt til hins ýtrasta í framkvæmd hjá eftirlitsstofnunum í Strassborg ef marka má fræðirit um sáttmál- ann. Þannig hefur verið talið heimilt að takmarka rétt sakbornings til að kynna sér öll sakargögn ef veiga- miklar ástæður liggja þar að baki eins og þörf á að vernda vitni. Enn- fremur hefur komið fram í tveimur málum að fullnægjandi sé að veij- andi fái einn aðgang að gögnum máls en ekki sakborningur, sbr. svo- kallað Kamasinski-mál frá 1989 (A 168) sem dómstóllinn dæmdi og Je- spers-mál frá 1981 sem fór ekki lengra en til mannréttindanefndar- innar. Er þetta í anda þess viðhorfs að meta verði réttarhöldin í heild þegar dæmt er um hvort þar halli á annan aðilann og er þá staða veij- anda og sakbornings lögð að jöfnu. Samkvæmt þessu verður ekki séð að niðurstaða Hæstaréttar sé í ósam- ræmi við réttarframkvæmd í Strass- borg. En var úrskurður héraðsdómarans þá reistur á sandi? Þegar grannt er skoðað byggist hann á sjónarmiðum sem eru allrar athygli verð. Úrskurð- urinn er reistur á því að það séu mikilvæg réttindi sakborninga að kynna sér málsgögn óháð rétti veij- enda til hins sama. í þessu tilviki hafi verið órökrétt og óþarft að leggja hömlur á aðgang sakborninga auk þess sem þar með hefði taumur ákæruvaldsins verið dreginn um of. Sjónarmiðin sem að baki búa eru þau að sakborningar eigi lögvarinn rétt á að neita að tjá sig og þess vegna sé órökrétt að takmarka að- gang þeirra að sakargögnum með vísan til misræmis í framburði. Einn- ig sé það óþarft vegna þess að færu þeir að breyta framburði sínum eða laga hann að framburði hver annars yrði ekki tekið á því mark. Ákæru- og rannsóknarvaldinu hafí loks verið í lófa lagið að samprófa vitnin á rannsóknarstigi og eyða þannig mis- ræmi í framburði í stað þess að láta það bíða dómsmeðferðar. Úrskurðurinn er þessu til viðbótar yfírlýsing dómara, sem hefur mikla reynslu af sakamálum, um að það sé ekki hægt að vinna eftir lögunum um meðferð opinberra mála óbreytt- um og túlkuðum eins og Hæstiréttur gerir. Annars vegar sé hlutleysi dóm- arans, það sem kallað er hæfi á fræðimáli, í hættu, þar sem honum sé gert að taka afstöðu til sönnunar- gagna ákæruvaldsins áður en dómur fellur. Hins vegar sé erfítt að láta réttarhöldin ganga snurðulaust. Það er meginreglan í lögunum um með- ferð opinberra mála að skýrslutökur og málflutningur fari fram í einu lagi. Nú má hugsa sér að sakborn- ingar geti gert kröfu um að gert verði hlé eftir skýrslutökur til þess að þeir geti kynnt sér framburði annarra og undirbúið vörnina sóma- samlega og jafnvel að þeim gefíst kostur á að spyija vitni og aðra sak- borninga að nýju. Þess má geta að það var sami dómari, Guðjón St. Marteinsson, sem kvað upp úrskurðinn 1994 sem Hæstiréttur sneri einnig við þá. Óþægileg staða En dómur Hæstaréttar leiðir hug- ann að fleiri atriðum. Lögin um meðferð opinberra mála gera ráð fyrir skilyrðislausum aðgangi veij- enda, þ.e. lögmanna sakborninga, að sakargögnum. Aðgangur sak- borninganna sjálfra er hins vegar takmarkaður. Veijendur kunna því að vera settir í óþægilega stöðu þeg- ar þeir við þingfestingu málsins fá öll gögn afhent og verða í raun að kynna sér þau til að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna en er jafnframt uppálagt að halda hluta þeirra leynd- um fyrir skjólstæðingum sínum. Þetta getur verið afar erfitt að sam- rýma trúnaðar- og samningsskyld- um lögmanns við umbjóðanda sinn. Á það ekki síst við í máli eins og því sem hér um ræðir þar sem gögn- in varða kjarna málatilbúnaðar ákæruvaldsins. Það má fullyrða að lögmenn eru ekki á einu máli um hvernig beri að túlka skyldur þeirra í stöðu sem þessari. Það má spyrja hvort ekki væri eðlilegra að lögmenn sættu að jafn- aði sömu takmörkunum og skjól- stæðingar þeirra. Það myndi líka þýða að fara yrði rækilegar ofan í nauðsyn þess að halda gögnum leyndum fyrir sakborningum. Eins og kerfið er nú er jafnan hægt að réttlæta slíkar takmarkanir með vís- an til þess að vetjendurnir gæti hags- muna skjólstæðinga sinna nægilega. Það er hins vegar vafasamt vegna -h þeirrar óþægilegu stöðu sem veij- endur eru settir í. Sumir myndu segja að í núverandi kerfí eimi eftir af því viðhorfi að sakborningar séu ófullveðja einstakl- ingar sem hafí ekki sjálfstæð rétt- indi. Og að sama skapi séu veijend- ur starfsmenn ríkisvaldsins og gæti að hluta til hagsmuna þess í stað þess að vera eingöngu talsmenn skjólstæðinga sinna. Vitað er að lögin um meðferð opin- berra mála hafa verið til endurskoð- unar um skeið þótt þau séu ekki gömul. Við þá endurskoðun hlýtur að verða að skoða þau sjónarmið sem hér hafa verið reifuð: 1. Á sakborn- ingur að hafa sjálfstæðan rétt til að kynna sér málskjöl ákæruvaldsins óháð rétti veijenda? 2. Væri æskilegt að kveða í lögunum sjálfum á um skilyrði þess að takmarka megi að- gang sakborninga að málsgögnum og binda það þá eftir atvikum við hagsmuni af vitnaleynd og aðrar brýnar ástæður? 3. Fær það staðist að ætlast til þess að veijendur haldi mikilvægum hluta málsgagna leynd- um fyrir skjólstæðingum sínum? Lögin verða að ganga upp Vert er að árétta að þótt eftirlits- stofnanirnar í Strassborg hafi ekki gert miklar kröfur á þessu sviði er aðildarríkjum mannréttindasátt- málans í sjálfsvald sett hvort geng- ið sé lengra og réttindi sakborninga betur tryggð, þannig að það eru í sjálfu sér engin rök með núverandi kerfi, sem lýst hefur verið, að það bijóti ekki í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu. Og auðvitað verða lögin að vera þannig úr garði gerð að þau gangi upp og tryggi snurðulausa málsmeðferð að teknu tilliti til hags- muna, réttinda og skyldna allra sem í hlut eiga og séu í stuttu máli þann- ig að dómarar og lögmenn treysti sér til að vinna eftir þeim - að ógleymdu ákæruvaldinu. Krafa mannréttindasáttmálans og stjórnarskrárinnar er um jafnræði aðilja fyrir dómi en ekki að vopnin séu slegin úr höndum saksóknara. Þetta er áréttað vegna þess að ákæruvaldið hefur fært fram þau rök að það geti ekki unnið sitt starf, þ.e. fært sönnur á sekt sakborn- ings, fái þeir í máli sem þessu óheft- an aðgang að dómskjölum áður en skýrsla er tekin af þeim fyrir dómi. Á þetta hefur Hæstiréttur fallist í þeim tveimur dómum sem nefndir hafa verið og þar með fest þetta sjónarmið rækilega í sessi. En eins og fram hefur komið er ekki þar með allur vandi úr sögunni. Bandarískur sérfræðing- ur hrósar náttúruvernd- aryfirvöldum fyrir að hafa bannað að sápu yrði hellt í Geysi í áliti frá 1992. Anna G. Olafsdóttir komst að því að tveir íslenskir sér- fræðingar telja notkun sápu til að lífga hverinn við öðru hverju ekki jafn- varhugaverða. Ný hug- mynd er að auka rennsli í hverinn með borun. EG ER ekki hlynntur þvi að bora í Geysi til að fá hann til að gjósa. Ef dæma má af reynslunni lifnar Geysir að öllum líkindum við þegar nægilega stór jarðskjálfti verður á Suðurlandi. Þá gýs hann á sinn eðlilega hátt um eitthvert árabil og þá mun gefast tæki- færi til að rannsaka gosvirkni hans mun betur en hægt hefur verið til þessa. Þessu tækifæri má ekki glata,“ segir Guðmundur Pálmason, jarðeðlis- fræðingur og fyrrverandi forstöðumað- ur jarðhitadeildar Orkustofnunar. Nokkur umræða hefur farið fram um hvort ástæða sé til sérstakra aðgerða til að fá Geysi til að gjósa á nýjan leik eftir nokkurra ára hlé. Nýlega sagði ísleifur Jónsson verk- fræðingur í blaðagrein að eina lang- tímalausnin væri að auka innrennslið í hverinn með borun. Náttúrverndar- ráð leitaði álits Guðmundar Pálma- sonar og Guðmundar E. Sigvaldason- ar í Norrænu eldfjallastöðinni á þremur spurningum í tengslum við virkni goshversins sumarið 1992; hvað myndi gerast ef sápu yrði hellt í Geysi til að fá hann til að gjósa (t.d. 1-4 sinnum á sumri), ekki yrði hróflað við Geysi og ef núverandi rás, sem opin er út í gegnum skál- ina, um 0,5 m neðan barma, yrði lokað og vatnið látið fljóta yfir barma hversins. Hófleg sápugjöf ekki skaðleg Guðmundur Pálmason segir í svari sínu að sér sé ekki kunnugt um að hófleg sápugjöf sé Geysi eða öðrum goshverum skaðleg. Sápan leysist upp og komi að mestu eða öllu leyti upp aftur með gosinu. Ekki sé tilefni til að ætla að hún geti stíflað vatns- rásir í berginu undir hvernum og dregið með því úr gosvirkni. Hann segir að verði ekkert hróflað við Geysi í framtíðinni bíði hann þess að nægilega öflugar jarðhræringar verði í nágrenninu til að hann fari að gjósa af sjálfsdáðum. Einstöku sinnum geti hann komið upp ef veð- urskilyrði séu hagstæð. Með tíman- um megi búast við að kísilhrúðrið kringum hverinn molni niður af ágangi ferðamanna nema sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að hlífa því. Sú girðing sem Geysisnefnd hafi látið setja upp sé spor í rétta átt en eftirlit á staðnum þurfi að vera miklu mun öflugra. „Það eru jákvæð áhrif gosanna að þau stuðla að uppbygg- ingu hrúðursins, sem er eitt af sér- kennum hversins, og sporna gegn eyðileggingu þess af völdum ferða- manna.“ Guðmundur segir að vatn sem runnið hafí út í gegnum rásina á undanförnum árum hafi augljóslega myndað kísilútfellingar í farvegi sín- um. Gott væri ef hægt væri að dreifa vatninu meira út yfir kísilhrúðrið og gæti lokun raufarinnar stuðlað að því að svo yrði. Líkurnar á að hver- inn gjósi af sjálfsdáðum minnki þó við þetta vegna hækkunar vatns- borðsins í skálinni. Borun ekki aftur tekin Guðmundur sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vera hlynntur því að borað yrði í Geysi. „Borun er vissulega aðgerð sem getur lífgað Geysi við um langan tíma eins og dæmið um Strokk sýnir. En það er engan veginn tryggt að hún takist nákvæmlega á þann hátt sem menn ætla sér fyrirfram. Um það vitnar áratuga reynsla af borunum á ís- landi. Aðgerð af þessu tagi verður hins vegar ekki aftur tekin þegar hún hefur verið gerð. Þá áhættu, sem slíkri aðgerð fylgir, tel ég ekki rétt- lætanlegt að taka. Áð öllum líkindum mun goshegðun Geysis, þ.e. gosfer- illinn með vatnsgosi í byijun og síðan gufugosi, breytast við slíka aðgerð en þessi gosferill er einmitt það sem einkennir Geysi og gerir hann svo sérstakan," sagði Guðmundur og tók fram að ef borað yrði í Geysi og sú aðgerð heppnaðist yrðu á svæðinu tveir goshverir og báðir borholur. Það myndi ekki auka aðdráttarafl svæðisins að ferðamenn vissu af því. Guðmundur sagðist enn hlynntast- ur því að Geysir yrði lífgaður við með sápu öðru hveiju. „Lítil sem engin hætta fylgir því að kalla fram Geysis- g-os með sápu. Með slíkri aðgerð einu sinni eða tvisvar sinnum á sumri er landsmönnum og öðrum gefið tæki- færi til að sjá þennan fræga goshver í ham,“ sagði hann. Goshverinn gæti lokast Guðmundur E. Sigvaldason svarar Náttúruverndarráði því til að áhrif þess að láta sápu í Geysi séu þau ein að losa nokkurt magn af vatni úr aðfærsluæðum hversins á skemmri tíma en gerast myndi án sápunnar. Hann segir að sér sé ekki kunnugt um varanleg áhrif sem kynnu að breyta hvernum eða hegð- un hans af völdum sápunnar. Hann segir að verði ekki hróflað við Geysi frá því sem nú sé muni kísill halda áfram að safnast í veggi aðfærsluæða og þrengja þær uns annað tveggja gerist, hverinn lokist og hverfí eða jarðhræringar hrófli við gömlum aðfærsluæðum, opni nýjar og hverinn endurlífgist. Að lokum telur hann að verði vatn látið flóa yfír barma hveraskálarinn- ar myndist nýtt kísillag. Náttúruverndarráð . leitaði álits sérfræðinga Yellowstone-þjóðgarðs- ins í Bandaríkjunum á sápunotkun í goshveri. Roderick A. Hutchinson, jarðfræðingur í Yellowstone, hrósar náttúruverndaryfirvöldum fyrir að hafa bannað að sápu sé hellt í Geysi. í áliti hans kemur fram að algjörlega óheimilt sé að hella sápu í goshveri þjóðgarðsins. Bannið sé byggt á vís- indalegum rökum. Ekki skuli hróflað^ við náttúrulegu ferli er gefi upplýs- ingar um jarðskjálfta og eldvirkni. Stuðla beri að því að eðlilegt frá- rennsli sé hvorki truflað né mengað enda geti hvort tveggja skaðað ljós- tillífun baktería i litríku frárennslinu. Loks beri að vernda goshverina fyrir tilbúnum sveiflum enda geti samspil vatns á milli tengdra hvera með því breyst og/eða eyðilagst. Ekki sambærilegar aðstæður Guðmundur Pálmason sagði í framhaldi af áliti bandaríska sér- fræðingsins að aðstæður við Geysi og í Yellowstone-þjóðgarðinum væru alls ekki sambærilegar. „Yellow- stone-þjóðgarðurinn er stærsta gos-^ hverasvæði í heimi,_ margfalt stærra en Geysissvæðið. Á því gilda mjög strangar reglur um umgengni við hverina og önnur náttúrufyrirbæri í garðinum eins og kemur fram í áliti Roderick Hutchinson jarðfræðings, sem nú er látinn, en rannsakaði Yellowstone-svæðið um árabil. Þar er einfaldlega bannað að hrófla við nokkrum sköpuðum hlut. Merktir göngustígar og trépallar hafa verið settir upp fyrir ferðamenn til að ganga eftir. Engin hætta er á að ferðamenn sjái ekki nægju sína af hveragosum áður en þeir yfirgefa garðinn. Því er engin ástæða til að slaka á reglum þar vegna ferða- manna,“ segir Guðmundur og tekur fram að ef sömu reglur og í Yellow- stone hefðu gilt fyrir Geysissvæðið alla tíð og ekki hefði verið borað í Strokk væri nánast engin gosvirkni á Geysissvæðinu. Af því megi þó ekki draga þá ályktun að bora eigi í Geysi. í samtalinu við Guðmund kom fram að ekki virtist hafa verið unnið að endurbótum á svæðinu síðustu ár. „Þegar Geysisnefnd var lögð nið- ur i lok árs 1990 vann hún að lagn- ingu stíga um Geysissvæðið og ýms- um öðrum endurbótum til hagsbóta fyrir ferðamenn og til verndunar svæðisins. Ekki er að sjá að þessu verki hafí verið haldið áfram eftir að Náttúruverndarráð tók við svæð- inu í ársbyijun árið 1991.“ Guðmundur sagðist aðspurður ekkert hafa heyrt frá Náttúruvemd- arráði frá því hann sendi frá sér álit- ið fyrir fímm árum. Aðgangur sakborninga takmarkaður Aðilar hafi jafnrétti fyrir dómi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.