Morgunblaðið - 31.07.1997, Page 30

Morgunblaðið - 31.07.1997, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR GUÐMUNDUR Páll Ólafsson, rithöfundur og náttúrufræðingur, hefur skrifað nokkrar greinar um meintar hættur af stíflum og lónum. I grein sinni (Mbl. 20 júní sl.) verð- ur Guðmundi tíðrætt um líffræðilega skað- í‘*‘ semi miðlunarlóna. Þar ræðir hann um sérstaka hættu á súr- efnisþurrð í miðlunar- lónum umfram það sem gengur og gerist í stöðuvötnum, og einnig er rætt um áhrif á fiskistofna og veiði í ám, farvegi og næringarefnaburð til sjávar. Súrefnisþurrð Til þess að súrefnisþurrð verði við botn vatna, hvort sem þau eru náttúruleg eða manngerð, þarf að eyðast þar meira súrefni en berst j- að. Það getur átt sér stað þegar mikið er af lífrænum rotnandi leyf- um og/eða endumýjun súrefnis við botn er hindmð. Súrefni berst stöðu- vatni (lóni) eftir þrennskonar leið- um: Með írennslisvatni, við tillífun plantna og þömnga og með flæði frá andrúmsloftinu. Tillífun og flæði frá andrúmslofti skipta mestu máli. Báðar þessar leiðir veita súrefni inn í yfirborðslög vatnsins. Til þess að flytja súrefnið niður þarf vatnið að blandast, þ.e. yfirborðslög að bland- v ast botnlögum. Það gerist fyrir áhrif vinda. Sterk lagskipting sem rakin er til hitamunar í yfírborðs- og botn- lögum getur komið í veg fyrir að þessi blöndun eigi sér stað. Flest vötn á meginlöndunum, nema þau allra grynnstu, verða yfírleitt lag- skipt og þar er algengt að súrefni gangi til þurrðar, bæði á sumrin og vetuma. A vorin og haustin bland- ast vatn á hinn bóginn og endurnýj- ar súrefni við botn. Hvemig þessu er nákvæmlega varið ræðst af að- stæðum, og þar ræður sumarhiti mestu en að auki skiptir miklu máli hvort vindasamt er á viðkom- andi landsvæði, hvemig landslagi er háttað og öðm skjóli, t.d. skógi. Á íslandi eru hitaskil í vötnum takmörkuð, ef þau em til staðar, og styðst sú fullyrðing við mæling- ar á hita, að sumri til, í nokkrum vötnum, aðallega stómm. I Þingvallavatni (100 m y.s.) verða veik hita- skil á 10-30 m dýpi og munar 1-3° C á hita efst og neðst í hitaskil- unum, mismunandi eftir ámm. Svipað er uppi á teningnum í Lagarfljóti (25 m y.s.). í þeim hluta Þórisvatns (570 m y.s.) þar sem dýpi er svipað og í fyrr- nefndu vötnunum (50-100 m), náði vatn- ið að verða 6-7° C við yfírborð en um 5° C á 100 m dýpi. í Austurbotni (austur- hluta Þórisvatns) þar sem vatnið nær um 50 m dýpi, náði yfírborðs- hitinn 9-10° C, og lækkaði jafnt og þétt í tæplega 7° C á 50 m dýpi. Hraðast féll hitinn á 10-30 m dýpi, um 1,5° C. Á íslandi virðist það tímabil sem veik hitalagskipt- ing getur átt sér stað aðeins vera um mánuður, en ekki er óalgengt að vötn standi hitalagskipt frá maí til september á meginlöndunum. Mælingar benda ennfremur til þess að hér á landi falli hiti í vötn- um niður undir 0° C í öllu vatninu áður en ís myndast. Ástæða þess er sú hve vindasamt er hérlendis, einkum á haustin. Þar sem vindur er minni og skýlla, myndast ísinn oft þegar hiti í botnlögum vatna er enn um og yfír 4° C og getur sá hiti haldist allan veturinn. Mik- ill munur er á hraða efnabreytinga, þar á meðal eyðingu súrefnis við hita sem er 4° C eða hærri miðað við 1° C og lægri eins og reyndin virðist vera hérlendis. Þau eðlisfræðilögmál sem ráða blöndun vatns í vatnsbol stöðu- vatna vinna nákvæmlega eins í miðlunar- og uppistöðulónum virkj- ana og í náttúrulegum vötnum. Áf þeirri þekkingu sem aflað hefur verið um hitaástand í vötnum við hérlendar aðstæður má draga þá ályktun að endurnýjun súrefnis í botnlögum vatnsbolsins sé nokkuð trygg með blöndun við yfirborðslög, og að reikna megi með því að súr- efni eyðist fremur hægt að vetri meðan vötn eru á ís vegna lágs hita. Eftir stendur að til þess að súr- efni eyðist sérstaklega í manngerð- um lónum umfram það sem hætta er á í náttúrulegum vötnum, þarf víðáttumikil og þykk lög af auð- rotnanlegum jarðvegi. Því fer víðs fjarri að slíkar aðstæður séu al- mennt fyrir hendi þar sem hugsan- lega er þörf lóna vegna virkjana hérlendis. Vatnafiskar Stíflur í ám geta hindrað náttúru- legar göngur laxfíska á hrygningar- stöðvar ofar í ánum. Um þetta eru fjölmörg dæmi frá Evrópu og Amer- íku. Áhrif miðlunarlóna á lífríki ánna fara eftir því hvar þau eru staðsett t.d. miðað við fískgengan hluta farvegarins og hve stóran Engin ástæða er til að ætla að miðlunarlón á íslandi verði almennt súrefnislaus við botn, segir Hákon Aðal- steinsson, og geti þannig haft eitrunar- áhrif í ánum. hluta af afrennslissvæðinu þau stemma. Ennfremur er rétt að minna á að flestar stærri virkjanir sem verða hugsanlega byggðar yrðu í jökulám, og í þeim tilfellum yrðu áhrifín jákvæð á fískgengd, vegna minnkandi gruggs. Bestu laxveiði- árnar eiga upptök í stöðuvötnum, en það má rekja til lífræns reks, aðallega svifs og lífræns gruggs, og líklega einnig til þess að vötnin jafna út mestu öfgamar í rennsli. Hvorki svif né aðrar lífrænar leyfar eyðast þó vatn úr lónum sé leitt í gegnum virkjun áður en því er aftur veitt út í ána. Með virkjun Blöndu og stíflun hennar var tekið fyrir göngu sjóbleikju inn á vatnasvæðið á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði. Eitthvað gekk einnig af laxi fram á heiðar, en sáralítið. Þetta var fyrir- séð, og fórn sem stjórnvöld töldu rétt að færa, enda voru aðrir og ríkari hagsmunir fólgnir í virkjun árinnar að mati þeirra. Blanda er gerbreytt vatnsfall eftir virkjun. Rennsli er jafnara, bakkar eru víða að gróa upp og jökulgormurinn að- eins svipur hjá sjón. Þessar breyt- ingar hafa þegar komið fram í nýj- um og skemmtilegri veiðistöðum í ánni en þar voru fyrir virkjun. Árfarvegir Við miðlun í jökulvatni fellur meirihluti jökulaurs út í miðlunar- lónum; allt eftir því hve langa við- stöðu jökulárnar hafa í lóninu. Við það jafnast rennsli neðan virkjunar og áin flytur oft lítið af grófum aur. Við það eykst flutningsgeta árvatnsins, sem áin getur nýtt hvort sem er til að dýpka farveginn eða grafa bakka eftir aðstæðum. Til eru mælingar á farvegi Þjórsár sem spanna nokkra áratugi í sögu farvegarins. Þær sýna að frá því að byijað var að miðla í ánni um 1973 hefur áin víða dýpkað farveg sinn, og mjög hefur dregið úr bakkabroti á heildina litið. Ár sem renna á hallalitlu landi hneigjast til að renna í bugðum. Athuganir sem gerðar voru á far- vegi Blöndu fyrir virkjun sýndu að lengd bugðanna var frá 1-2,5 km. Það tók ána um 30 ár að fiytja stystu bugðurnar um lengd sína. Þessar mælingar voru gerðar með samanburði á loftmyndum frá mis- munandi tímum, þar sem þær elstu eru frá því um 1945. Með þessari tækni má rekja 50 ár í sögu far- vega, en gallinn er hins vegar sá að oftast hefur náttúruleg fram- vinda árfarvega verið trufluð með ýmsum aðgerðum, t.d. vegna vega- gerðar eða til að bjarga gróður- lendi. Árfarvegir eru þess eðlis að varhugavert er að draga ályktanir af því sem gerist á einstaka stað á afmörkuðum tíma. Áhrif miðlana á hafið Er líklegt að íhlutun um rennslis- hætti nokkurra stórfljóta á landinu og útfelling á hluta af þeim jökul- aur sem nú berst til sjávar muni hafa áhrif á lífíð í sjónum umhverf- is landið? Er framburður ánna, einkum jökulelfa, grundvöllur fyrir þörungalíf sjávar, e.t.v. Iykilþáttur í frjósemi grunnsjávar við Island? Sá hluti Golfstraumsins sem að jafnaði streymir umhverfis landið er talinn flytja um 1 milljón m3/s. Á sama tíma renna um 5,5 þús. m3/s af landinu, sem jafngildir um 0,6% af því sem hafstraumar flytja inn á grunnsævi. í Riti Fiskideildar frá 1991 greina Unnsteinn Stefáns- son og Jón Ólafsson frá niðurstöð- um rannsókna á frjóseún íslenska hafsvæðisins. Þar segir að fosfat (P) og nitur (N) í afrennsli af land- inu skipti litlu sem engu máli (in- significant) í strandsjónum. Áhrif kísils eru mun meiri, en hins vegar er hrein undantekning ef kísill er takmarkandi fyrir framleiðni þör- unga. Ekkert bendir til að jökulaur flytji næringarefni, þ.e. kísil, sem losni við blöndun í sjó. Það skiptir því mjög litlu máli fyrir fijósemi íslenskra hafsvæða hvort ámar flytji meiri eða minni jökulaur til sjávar. Það kann að vera að á af- mörkuðum svæðum næst landi hafí afrennsli af landinu einhveija þýð- ingu fyrir næringarástand (kísil) á grunnsævi, en um það eru rann- sóknir fáorðar. Annað mál er að haffræðingar hafa talið sig fínna samband milli leysingar af landi og stöðugleika í yfirborðslögum á grunnslóð, t.d. í innanverðum Faxaflóa og á hrygningarslóð þorsksins á Selvogsbanka. Þessara áhrifa fer að gæta í kjölfar leysinga af láglendi á Suðurlandi í apríl áður en leysingar byija á vatna- sviði lóna á hálendinu. Þessi áhrif hafa lítið með næringarefni að gera, heldur eru þau af eðlisfræði- legum toga. Ferskvatnið lækkar seltu lítillega í yfírborðslögum sjáv- ar og flýtir fyrir því að hitaskil geti myndast á viðkomandi strand- svæðum. Leysingin af láglendi flýt- ir á þann hátt fyrir því að hagstæð skilyrði myndist fyrir vöxt þörunga og síðar dýrasvifs, og því hefur verið haldið fram að jákvætt sam- band geti verið milli þess og við- komu þorskseiða. Niðurstaða Engin sérstök ástæða er til að ætla að miðlunarlón (manngerð vötn) á íslandi verði almennt súr- efnislaus við botn og geti þannig haft eitrunaráhrif í ánum neðan þeirra. Aðstæður á íslandi eru aðr- ar en gengur og gerist víða á meginlöndunum og því ekki al- mennt tilefni til að yfírfæra nei- kvæða reynslu af einstaka lónum þar til íslands. Áhrif miðlunarlóna á fiskistofna og veiði geta bæði verið jákvæð og neikvæð allt eftir aðstæðum í hveiju tilviki. í þeim tilfellum þar sem veruleg miðlun er til staðar (Þjórsá og Blanda) hefur dregið úr breyting- um árfarvega miðað við það sem áður var við náttúrulega rennslis- hætti og framburð. Ekkert bendir til að íhlutun um rennslishætti og framburð jökul- aurs til sjávar skipti neinu sem nemur fyrir næringarástand sjávar hér við iand, nema e.t.v. á afmörk- uðum svæðum næst landi. Höfundur er vatnalíffræðingur og fer með umhverfismál orkuvinnslu hjá Orkustofnun. Um aðskiljanlega náttúru virkjunarlóna Hákon Aðalsteinsson BÖRN þurfa tíma til að vaxa, læra og þroskast. Að sama _ j skapi þurfa foreldrar tíma til að ala upp böm sín. Flestir geta verið sammála um þetta, enda engin ný sann- indi. Vegna baráttu foreldranna við að ná endum saman, ein- kennast uppeldisað- stæður margra barna hins vegar af miklum hraða og spennu. Að- stæðum sem ýta undir að börnin verði fyrr sjálfbjarga. Það að J auka sjálfsbjargarvið- leitni barna er ekki illa meint og flestir myndu telja það þroskandi. Kröfur til barna um það, sem þau valda ekki geta hins vegar verið þeim skaðlegar og skapað hjá þeim kvíða sem þau ráða ekki við. Börn sem axla mikla ábyrgð kalla gjarnan á breytta framkomu full- orðinna í sinn garð. Framkomu þar sem hinum fullorðna hættir til að umgangast barn- ið sem jafningja og kröfurnar til barnsins verða í samræmi við það. Börnin verða virk- ari þátttakendur í ákvarðanatöku um hluti sem varða uppeld- isskilyrði þeirra s.s. afþreyingu, matarvenj- ur og svefntíma. Gagn- vart yngri börnum get- ur slíkt virst saklaust en eftir því sem börnin eldast verður erfíðara fyrir foreldrana að standast þrýsting barnsins, sem allt of oft nær yfirtökunum. Barnið ræður ferðinni undir því yfírskini að „allir aðrir mega“ og þeim rökum foreldranna að „ég treysti mínu barni". Því miður þekkjum við sem störf- um innan félagsþjónustunnar allt of mörg dæmi þar sem slíkt hefur haft afdrifaríkar afleiðingar. Dæmi um börn og unglinga sem eru und- ir áhrifum vímugjafa eða við að- stæður sem þau ráða ekki við s.s á götum úti utan útivistartíma, í eftir- litslausum samkvæmum í heima- Mikilvægt er, segir Unnur V. Ingólfsdótt- ir, að allir sem umgang- ast börn og unglinga axli ábyrgð. húsum og á útihátíðum. Ófá þeirra hafa við slíkar aðstæður orðið fyrir líkamsmeiðingum, árásum, nauðg- un eða örkumli sem merkir þau til lífstíðar. Máttur samstöðu Umræða um skaðsemi þess að börn og unglingar neyti áfengis og annarra vímuefna hefur aukist umtalsvert undanfarið. Fjölmargar stofnanir, félagasamtök, einstakl- ingar og opinberir aðilar tengjast baráttunni gegn vímuefnaneyslu. Mörg sveitarfélög hafa markað sér stefnu í því hvernig skuli spornað gegn áfengisneyslu barna og ungl- inga. Má þar nefna samstarf Akra- ness, Egilsstaða, Húsavíkur, Mos- fellsbæjar og Vestmannaeyja við forvarnadeild SÁÁ undir yfirskrift- inni „Víðtækar forvarnir í sveitarfé- lögum“. Markmið verkefnisins er m.a. að sveitarfélögin marki sér heildstæða stefnu í forvörnum og að þeir aðilar sem sinna málefnum barna og unglinga stilli saman strengi sína. Einn þáttur verkefnis- ins er námskeið og fræðsla til for- eldra og annarra sem koma að upp- eldi barna og unglinga. Félagsmálastjórar á íslandi koma reglulega saman til fundar. Á fundi sem þeir héldu í sumarbyijun var rætt um á hvern hátt sveitarfélögin geti af meiri krafti barist gegn áfengis og vímuefnaneyslu barna og unglinga. Ein aðferðin sem nefnd var, er að vekja athygli á mikilvægi þess að allir sem um- gangast börn og unglinga axli ábyrgð. Sem dæmi má nefna að ábyrgð þeirra sem standa fyrir há- tíðum um verslunarmannahelgina er mikil. Algengt er að börn undir 16 ára aldri sæki slíkar hátíðir án þess að þau séu í fylgd með fullorðn- um. Stuðningur við foreldra getur skipt sköpum og hann getur verið með ýmsu móti. Undanfarin ár hafa barnaverndarnefnd og lögreglan í Mosfellsbæ sent bréf á öll heimili í bæjarfélaginu, til að minna á ákvæði í lögum um útivistartíma barna. Það hefur reynst mörgum foreldrum mikill stuðningur í að setja börnum sínum mörk um úti- vistartíma. Ef dregist hefur að senda bréfið að hausti hafa foreldr- ar haft samband til að spyijast fyr- ir um hvort ekki sé von á nýju bréfi til að hengja upp í eldhúsinu. Þetta er aðeins lítið dæmi um aðferð sem opinberir aðilar geta beitt til að styðja við bakið á foreldr- um og stuðla þannig að öruggari uppeldisskilyrðum barna. Með sam- stilltu átaki má gera enn betur. Foreldrar bera ábýrgð á uppeldi barna sinna. Samfélagið ber einnig ábyrgð með því að skapa foreldrum aðstæður til að sinna börnum sín- um. Með því að láta okkur uppeldis- skilyrði barna varða, svo sem með því að skapa samstöðu og vekja athygli á því sem betur má fara, getum við haft áhrif til góðs. Þann- ig má segja að það þurfi heilt þorp til að ala upp eitt barn svo vel fari. Höfundur er fclagsmálastjóri í Mosfellsbæ. Þarf heilt þorp til að ala upp barn? Unnur V. Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.