Morgunblaðið - 31.07.1997, Síða 32

Morgunblaðið - 31.07.1997, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ RAGNA HJORDIS ÁGÚSTSDÓTTIR + Ragna Hjördís Ágústsdóttir var fædd í Hafnar- firði 23. ágúst 1919. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði hinn 22. júli siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friðrik Ágúst Hjörleifsson, f. 30. ágúst 1890 í Sanda- seli í Meðallandi, og kona hans Ingi- björg Einarsdóttir, f. 4. ágúst 1898 á Bjarnastöðum á Álftanesi. Systur Rögnu Hjördísar eru: Anna 01- afía Jakobsdóttir, Rósa Jakobs- dóttir, Guðlaug Lilly Ágústs- dóttir, Hulda Agústsdóttir og Unnur Ágústsdótt- ir. Hinn 9. nóvember 1940 giftist Ragna Hjördís Böðvari B. Sigurðssyni frá Ós- eyri við Hafnar- fjörð, d. 22. júní 1996. Börn þeirra eru: Ingibjörg, f. 1941, Böðvar, f. 1944, Hulda, f. 1945, Þórarinn, f. 1950, Ágúst, f. 1955, og Elísabet, f. 1958. Afkomendur henn- ar eru orðnir 34. Utför Rögnu Hjördísar fer fram frá Víðistaðakirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma, þá hefur þú lokið þinni jarðnesku vist. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp við þær aðstæður að eiga móður sem þig, sem var heima- vinnandi. Alltaf var hægt að ganga að þér vísri með vandamálin, stór og smá. Á þessari kveðjustund sækja að minningar sem ljúft er að muna og þakka. Alltaf varst þú boðin og búin að hjálpa öðrum, og hugsaðir oft meira um velferð ann- MINNINGAR arra en sjálfrar þín. Umhyggjan fyrir öðrum var þér ofarlega í huga og minnisstætt er mér hvernig þú skipulagðir heimsóknir til náinna ættmenna sem sjúk voru og lágu á spítala, og reyndir að sjá til þess að þau fengju heimsóknir helst dag- lega. Einu sinni sagðir þú mér frá því að þú hefðir haft áhyggjur af því, þegar þú varst stelpa, að hann pabbi þinn væri vonsvikinn yfir því að hafa ekki eignast dreng, en eftir erfiða og mikla garðvinnu á Vestur- brautinni, þar sem þið systurnar unnuð á fullu við að hreinsa út úr garðinum grjót og tyrfa, hafði hann afi haft það á orði að ekki hefði hann haft meira gagn af ykkur í þessari erfiðu vinnu þótt þið hefðuð verið strákar. Þetta þótti þér vænt um að heyra. Samband ykkar systra var alveg einstakt, aldrei bar þar nokkurn skugga á. Eldamennskan þín var alveg ein- stök, að öðrum ólöstuðum var hvergi betri mat að fá en hjá þér. Alltaf var kappkostað að gera jóla- hátíðina sem glæsilegasta, og ekk- ert til sparað í bakstri og öðrum undirbúningi, og var jóladagurinn haldinn hátíðlegur hjá ykkur pabba, og saman kom öll fjölskyldan, börn og barnabörn. Það má nú segja það að þú og Hulda systir þín væruð langt á undan ykkar samtíð þegar þið fyrir rúmum 30 árum fóruð í reglulegar heilsubótargöngur um nágrenni Hafnarfjarðar. Heilsu ykkar pabba hrakaði snarlega þarna um árið, en pabbi náði heilsu og átti góð síð- ustu árin, en þú sast eftir. Ég vil færa þakklæti mitt til starfsfólks Sólvangs á 2. hæð. Elsku mamma, ég þakka þér all- ar okkar góðu samverustundir. Guð geymi þig. Þinn sonur, Ágúst Böðvarsson. Það var að morgni 22. júlí sl. að síminn hringdi hjá okkur hjón- um, þar sem við vorum stödd er- lendis. Dóttir okkar var með þær fregn- ir, að þú, mín kæra tengdamóðir, værir látin. Þessi frétt kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ekki datt okkur í hug þegar við kvöddum þig, að þetta væri hinsta kveðjan. Þessi umgangspest, sem þú varst talin vera með, hefur verið undan- fari þess sem koma skyldi. Á þess- ari stundu er erfitt að vera ijarri heimaslóðum, margar góðar minn- ingar koma upp í hugann. Minning- in um það þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn. Þá var það þannig að eiginmaður minn komst ekki í heim- sókn eitt kvöldið. Þegar þú hafðir spurnir af því, komst þú til mín sunnan úr Hafnarfirði í blindbyl til að tryggja það að ég fengi nú ör- ugglega heimsókn. Já, svona er þér nákvæmlega rétt lýst. Þú hafðir alltaf aðra í fyrirrúmi, Día mín, ég veit að þú hefðir ekki viljað nein lofsyrði, en svona varst þú. Tilvera þín snerist um heimili þitt og afkomendur. Aldrei féll þér verk úr hendi. Heim- ili þitt bar þess merki, að þar væri fyrirmyndarhúsmóðir á ferð. Fyrir u.þ.b. 20 árum, þegar ég og sonur þinn vorum að byggja húsið okkar, bjuggum við í kjallaranum hjá þér í Lindarhvamminum í rúmlega eitt ár. Þá kynntist ég þér virkilega. Þær stundir sem við áttum saman yfir kaffibollanum eru ógleyman- legar. Við áttum margt sameigin- legt og vorum oftast sammála um lífið og tilveruna. Día mín, það er dýrmætt að hafa átt tengdamóður eins og þig. Minn- ingin um góða konu lifir. Hinstu þakkir fyrir allt. Þín tengdadóttir, Sigrún Ogmundsdóttir. EINAR VALTYR BALD URSSON + Einar Valtýr Baldursson fæddist á Selfossi 31. júlí 1963. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 11. júlí. Nú þegar elskulegur sonur er kvaddur hinstu kveðju er tregt tungu að hræra. Minn- ingamar streyma fram og fylla hugann Ijúf- sárum myndum. Já, hratt snýst hjól dagsins, okkur fannst svo stutt síð- an hann lék lítill drengur, ljúflyndi og kátína einkenndu hann alla tíð. Þann eiginleika ásamt mikilli kímni- gáfu, glettni og græskulausu gamni munu allir sem kynntust honum muna. Einar Valtýr hefði orðið 34 ára í dag en hann lést eftir hetju- lega baráttu við mjög erfiðan sjúk- dóm sem greindist fyrir tveimur og hálfu ári. Ailt var gert sem í mann- legu valdi stóð til að hefta meinið, en eins og stendur í Njálu það verð- ur fram að ganga sem ætlað er. Hinn hrausti og stælti líkami orðinn svo máttvana og þjáður að dauðinn kom sem líknandi engill. Endalokin voru óumflýjanleg en sorgin er söm. Sorgin er líkt og ástin öflug tilfinn- ing í hæsta máta persónuleg, brýst fram þegar síst varir. Enginn getur reiknað til hvernig hann bregst við. Við erum aldrei tilbúin að taka við henni, hún kemur alltaf að óvörum, gerir okkur gneyp, lamar jafnt sterka sem veikbyggða. Sagt er að lífið sé áskorun og margur hefur ekki það þanþol sem þarf til að takast á við það sem lífið ber í skauti sér. En það fannst okkur Einar Valtýr og hans unga ijölskylda hafa gert. Þau báru ekki vandamál- in á torg, tóku hveiju áfallinu af öðru sem sannar hetjur. Nú viljum yrxxxii iiii^ H H H H H H H H H H Erfidrykkjur Sími S62 0200 III H H H H H H H H H H við þakka fyrir að hafa átt með Einari samleið þótt sú samleið hefði átt að vera miklu lengri að okkar dómi. En það er aðeins einn sem ræður og sannarlega finnst okkur vegir guðs órannsakanlegir og fátt um svör. Oft er höfðað til þess huggun- arble'ndna orðtaks: „Þeir sem Guðirnir elska deyja ungir.“ Lengra getur mannlegt andóf við hinn æðsta dóm varla náð. Flest- um tegundum jarðarbúa er af nátt- úrunnar hendi skammtað hámarks langlífi, hingað og ekki lengra. En fáir einir komast í mark. Frá vöggu til grafar er okkur hætta búin af slysum og sjúkdómum og margur fellur frá áður en hans tími ætti að vera kominn. Fyrir sumum okk- ar liggur að ná háum aldri og geta litið yfir farinn veg. Þau okkar sem því ná munu lengi muna góðan dreng sem lagði svo mikla alúð í öll sín störf og gerðir. Og þótt sorg- in sé sár og kunni um stund að sýnast óbærileg þeim sem hann elskuðu mest, er gott að geta hugg- að sig við minningu góðs eigin- manns, föður, sonar, bróður, frænda og vinar og þakkað líf sem öllum var til góðs. Eins þá reynum við að hugsa ekki um að hann sé farinn, heldur að hann hafi verið hér og trúa því að hvert lítið sem stórt atvik í þessu lífi hafi aðra og meiri merkingu sem okkur er hulin um stund. í fyllingu tímans munum við öll hittast á ný. Elsku Ragnhildur okkar, megi góður Guð gefa þér og litlu dætrun- um ykkar styrk til að takast á við þá miklu erfiðleika sem þið hafið þurft að axla. Ykkar ungu fjöl- skyldu var réttur barmafullur bikar af tregablöndnum drykk og þið dæmd til að drekka. Fagurt líf er gjöf Guðs og því lýkur aldrei. Jörð- in dró hann til sín og felur hann nú máttþrota og andvana í skauti sínu. Með kærri þökk fyrir allt. Hnígur dapr, hallar sól að viði; hvíl nú þreyttur vært í Drottins friði. Eftir lífsins unna starfið þitt inn þig leiði Guð í ríki sitt. Vertu sæll, þú vinur elskulegi, verkin lifa, þó holdið deyi. Farðu vel og hvíl nú höfuð rótt. Hjartans þakkir, sofðu - góða nótt. (Á.J.) Mamma og pabbi. OLGA ELÍASDÓTTIR + 01ga Elíasdóttir fæddist í Bol- ungarvík 13. sept- ember 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 17. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Elías Þórarinn Magnússon, for- maður í Bolungar- vík, f. 5. nóvember 1878, d. 7. nóvem- ber 1923, og kona hans Jónína Svein- björnsdóttir, f. 26. október 1873, d. 26. október 1918. Systkini Olgu voru: Jón Árni, f. 26. júlí 1901, d. 24. júlí 1925, Olga, f. 13. október 1902, d. í apríl 1906, Sveinbjörn, f. 25. apríl 1905, d. 8. febrúar 1925, Elías, f. 13. júlí 1909, d. 20. júlí 1909, Ágúst- ína, f. 1. ágúst 1912, og Jónína, f. 24. október 1918. Jónína var áður gift Árna Helga Gunn- laugssyni, f. 19. júní 1873, d. 28. febrúar 1898. Þeirra börn voru: Sveinbjörn Ejbæk, f. 1. nóv. 1895, d. 13. maí 1896, Sveinsína Guðlaug, f. 2. júlí 1897, d. 6. júlí 1897, og Árný Jóna, f. 2. júlí 1898, d. 6. maí 1988. Elías kvæntist eftir lát konu sinnar Sigríði Jensdóttur, f. 1881, d. 1968. Þau áttu þijár dætur: Guðmundu, f. 23. janúar 1920, Þorgerði, f. 20. maí 1922, d. 15. júní 1922, og Þorgerði Nönnu, f. 23. maí 1923. Olga giftist Pétri V. Bern- burg, hljómlistar- manni árið 1929. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Elías Svein- björn Jón, f. 31. október 1926, d. 27. febrúar 1991. Hans kona var Inga Jóns- dóttir sem er látin. 2) Anna Catrine, f. 27. ágúst 1929, d. 7. apríl 1987. Hún var gift Andrési Pálssyni sem lést 1994. Börn Önnu og Andrésar eru: Jón Páll, f. 1951, kvænt- ist Sigrúnu Sigurðardóttur, þau slitu samvistir. Synir þeirra eru Sigurður og Andrés. 01- geir, f. 1956, ókvæntur og barnlaus. Ágústína, f. 1958, gift Steinþóri Gunnarssyni. Þeirra börn eru Þórunn Día, Inga Dögg og Gunnar. Elías Birgir, f. 1964, kvæntist Krist- inu Einarsdóttur. Þau skildu. Börn þeirra eru Elva Katrín og Heiðar Logi. Áður eignaðist Anna Pétur, f. 1946, með Jó- hanni Jóhannessyni. Hann er kvæntur Hörpu Hansen og eiga þau tvö börn, Önnu Katr- ínu og Andrés. Stjúpbörn Pét- urs eru Halldóra og Ólafur. 3) Birgir, f. 23. janúar 1933. Árið 1963 giftist Olga Júlíusi Ingi- marssyni en hann lést árið 1978. Útför Olgu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. í dag verður kvödd hinstu kveðju Olga Elíasdóttir móðursystir mín. Hún var fædd í Bolungarvík og hélt alltaf tryggð við Víkina. Faðir hennar var sjómaður og formaður á eigin báti sem hann nefndi Egil. Hann var mikill dugnaðarforkur og þótti góður stjórnandi. Olga átti góða æsku, pabbi hennar var vel efnaður á þeirra tíma mælikvarða og hún átti góða móður sem unni heimili sínu og börnum og lifði fyr- ir þau. Árið 1910 tók Elías sig upp ásamt konu og fjórum börnum þeirra og hélt til Kanada. Fyrst var siglt til Glasgow þar sem þau þurftu að bíða í þrjá mánuði áður en þau fengu far til fyrirheitna landsins. Þau settust síðan að á vesturströnd Kanada, fyrst í Vancouver en síðan í íslendingabænum Baldri. Elías stundaði sjóinn þar ytra en eitthvað líkaði honum ekki dvölin svo fjöl- skyldan kom aftur heim árið 1912. Sextán ára gömul fór Olga í vist til Reykjavíkur. Árið 1929 giftist hún Pétri Bernburg og átti með honum þijú börn, Elías, Önnu og Birgi. Þau bjuggu lengst af á Smiðjustíg 6. Þangað þótti mörgum gott að koma því þótt stundum væri þröngt í búi var öllum tekið vel. Olga var með afbrigðum gest- risin og skemmtileg og vildi allra götu greiða. Pétur var mér alltaf góður en Olga var mér ævinlega sem besta systir og áttum við marg- ar góðar stundir saman. Ég minnist þess þegar ég var krakki heima í Bolungarvík hvað það var gaman þegar þær systurnar, Ágústína og Olga, komu vestur með börnin sín. Seinna, þegar ég var gift og búin að stofna mitt eigið heimili, naut ég þess að fá Olgu frænku í heim- sókn. Við fundum aldrei fyrir nein- um aldursmun því hún var þannig að hún átti samleið með ungum jafnt sem öldnum. Olga var mjög fríð kona og glæsi- leg. Hún var mikil móðir og það sem Davíð Stefánsson orti um móð- ur sína átti vel við um hana. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættaijörð. Frá æsku varstu gædd þeira góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um frænku mína en hún var sterk og bognaði ekki. Ég held þó að hún hafi verið næst því þegar hún missti börnin sín, Önnu og El- ías, með fjögurra ára millibili, þá orðin öldruð kona. Hún gekk sjald- an heil til skógar og þurfti oft að gangast undir erfiðar skurðaðgerð- ir. Pétur og Olga slitu samvistir en nokkrum árum síðar giftist hún Júlíusi Ingimarssyni, indælum manni, skemmtilegum og fróðum. Þau bjuggu í Keflavík og bjuggu sér þar fallegt heimili. Olga hafði einstakt lag á því að gera notalegt í kringum sig, enda listræn mjög. Eftir hana liggja margir fallegir og listilega gerðir hlutir. Hún var snill- ingur í allri matargerð enda tók hún oft að sér að sjá um margs konar veislur. Eftir að Júlíus lést fluttist hún í íbúðir aldraðra þar sem hún kunni vel við sig og tók virkan þátt í félagslífinu, þó aðallega föndrinu. Síðustu árin hefur hún dvalið á vist- heimilinu Hlévangi. Barnabörnin hennar reyndust henni vel og augasteinninn hennar, hún Anna Pétursdóttir, var henni Ijúf og góð, hún var mikið hjá ömmu sinni þegar hún var lítil. Anna hef- ur kunnað að meta það og reynst henni vel. Birgir, sonur hennar, var einstaklega góður og hugsunarsam- ur um móður sína. Hún var honum allt. Hann hringdi þrisvar á dag til hennar og kom frá Reykjavík einu sinni til tvisvar í viku til að heim- sækja hana. Hún gat ekki sofnað á kvöldin fyrr en hann var búinn að hringja og bjóða henni góða nótt. Ég er ekki búin að átta mig alveg á því að ég sjái Olgu frænku ekki oftar en ég samgleðst henni að vera komin heim til barnanna sinna og annarra ástvina. Hún var búin að þrá lausnina og ég efa ekki að Jesús hefur tekið á móti henni og leitt hana í sitt dýrðarríki. Ég votta öllum hennar ástvinum samúð og bið Guð að blessa þá. Að leiðarlokum kveð ég mína elskulegu frænku og vin- konu með söknuði en þökk í hjarta fyrir allt sem hún var mér og mín- um. Blessuð sé minning hennar. Eg sé þig lifa sæla englum hjá og sigurbrosið Ijóma um þína brá. (Jón Ól.) Hólmfríður Hafliðadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.