Morgunblaðið - 31.07.1997, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 31.07.1997, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ V > P' % X EINAR ARNALDS + Einar Arnalds fædaist í Reykjavík 3. janúar 1911. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 24. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ari Arn- alds, sýslumaður, Jóns Finnssonar á Hjöllum við Þorska- fjörð, d. 14. apríl 1957, og kona hans Matthildur Einars- dóttir, skálds Hjör- leifssonar Kvaran, d. 27. janúar 1980. Þau slitu samvistir. Bræður Einars eru Sigurður, fyrrver- andi útgefandi, f. 15. mars 1909, og Þorsteinn, fyrrverandi framkvæmdastjóri, f. 24. des. 1915. Hinn 19. sept. 1935 kvæntist Einar Laufeyju Arnalds, f. 16. okt. 1915, d. 14. apríl 1996. Foreldrar hennar voru Guð- mundur, bankagjaldkeri, Guð- mundsson prests í Reykholti Helgasonar, d. 12. nóv. 1950 og fyrri kona hans Kristín Gunnarsdóttir, kaupmanns í Rvík Gunnarssonar, d. 10. mars 1929. Dætur Einars og Laufeyj- ar eru. 1) Kristín, skólameist- ari, f. 14. júlí 1939, gift Jónasi Finnbogasyni, deildarsljóra. Börn þeirra eru Einar Arnalds, byggingaverkfræðingur, f. 16. okt. 1965, Ari, efnaverkfræð- ingur, f. 21. nóv. 1968, og Elín Lilja, háskólanemi, f. 22. apríl 1973. 2) Matthildur, ritari, f. 19. mars 1943, gift Thulin Jo- hansen, verslunar- manni. Dætur þeirra eru Laufey Arna, flugfreyja, f. 17. janúar 1968, Kittý, snyrtifræð- ingur, f. 11. ágúst 1974, og Anna Lilja, framhaldsskóla- nemi, f. 10. mars 1981. Einar varð stúd- ent frá MR 1930 og lauk Iaganámi frá Háskóla Islands 1935. Hann kynnti sér sjórétt og regl- ur um niðuijöfnun sjótjóna í Englandi, Þýskalandi og Dan- mörku árin 1935-38. Einar var fulltrúi hjá lögreglustjóranum í Rvík 1939-43, fulltrúi þjá borgardómaranum í Rvík 1944, borgardómari í Rvík 1945-61, yfirborgardómari 1961-64, hæstaréttardómari 1964-76 og forseti Hæstaréttar 1970-71. Hann var formaður Siglinga- dóms 1947-64, í landskjörstjórn 1959-71, kjörinn af ráðgjafar- þingi Evrópuráðsins í Mann- réttindadómstól Evrópu 1959 og var endurkjörinn 1961 til níu ára en fékk lausn 1967, varasáttasemjari 1961-62 og skipaður dómari í Félagsdómi 1962. Var í stjórn íslandsdeild- ar norrænu lagamannasamtak- anna 1951-73 og í stjórn Lög- fræðingafélags íslands 1958-65. Útför Einars fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Þegar dauðinn þyngst að kreppir, þá veit enginn hvað hann hreppir fyrir handan heljarós. Eitt er víst, að guð er góður, glatar engum Jesú bróður hann, sem gaf oss lífsins ljós. (Einar H. Kvaran) Minningarnar um Einar velta fram og þær eru hugljúfar. Ég hitti hann fyrst haustið 1960 er ég kom á heimili þeirra Eyju í fylgd dóttur þeirra Kristínar sem seinna varð eiginkona mín. Þau tóku mér strax frá upphafi opnum örmum og alla tíð var samband okkar einstaklega gott. Einar var mikill mannkostamað- ur, hann var bráðgáfaður og tók eitt hæsta lögfræðipróf sem tekið hefur verið við Háskóla íslands, fékk „stóra styrkinn" sem gerði honum kleift að stunda framhaldsnám í sjó- rétti og niðuijöfnun sjótjóna í Eng- landi, Þýskalandi og Danmörku árin 1935-38. Þetta voru hættutímar og þau flýttu för sinni frá Þýskalandi til Danmerkur því að Gestapó var farin að njósna um þau, líklega vegna þess að þau fengu yfirfærða peninga frá íslandi frá banka í eigu gyðinga. Þegar Einar kom heim varð hann fulltrúi lögreglustjórans í Rvík 1939-43. Þessi ár voru mikil lífsreynsla fyrir Einar, sérstaklega var honum minnisstætt þegar hringt var til hans snemma um morgun 10. maí 1940 og honum tilkynnt að herskip væri í ytri höfninni og fleiri væru á leiðinni. Þessu bar Ein- ari að mótmæla fyrir hönd íslend- inga. Hermenn stukku í land alvopn- aðir. Nokkrir góðglaðir Reykvíking- ar, sem Einar hafði haft afskipti af, fylgdust með þessu og hrópuðu: „Einar, taktu þá fasta!“ Einar stóð til hlés í stjórnmálum. Hann hafði andúð á öfgastefnum nasista og kommúnista þessa tíma og var jafnaðarmaður í eðli sínu og sat fyrir þá í landkjörstjórn um ára- bil. Aðalstarfsvettvangur Einars voru dómarastörf, fyrst í Borgar- dómi og síðar í Hæstarétti. Ég varð var við það að hann lagði alúð við dómarastörfin og vandaði sig í hví- vetna og var farsæll dómari. Sagnfræði var aðaláhugamál Einars, hann las mikið á því sviði og var sérlega fróður í tímabilinu frá Valtýsku til 1918 þegar fullnað- arsigur náðist í sjálfstæðismálum íslendinga. Það er ekkert undarlegt þegar haft er í huga að bæði faðir Einars, Ari Arnalds, og afí, Einar H. Kvaran, tóku mikinn þátt í sjálf- stæðisbaráttunni og voru frum- kvöðlar að hinum mikla Þingvalla- fundi 1907. Einar og Eyja voru vinmörg og héldu margar höfðinglegar veislur bæði vegna embættis Einars og fjöl- skyldu. Þau voru þægileg í viðmóti og návist þeirra mjög góð. Um ára- bil héldum við saman jól á Miklu- brautinni þar sem barnabörnin voru í fyrirrúmi,.dansað og sungið var í kringum jólatréð og börnin spiluðu á hljóðfæri fyrir afa og ömmu og lásu ljóð. Síðast en ekki síst ber að minnast samverustundanna við Álftavatn og það er fyrst og fremst Einari að þakka að við Kristín eigum þann sælureit í dag. Rúmlega hálf öld er síðan Einar uppgötvaði reitinn af tilviljun og var hann ekki lengi að ákveða sig og kaupa hann. Seinustu árin átti Einar við van- heilsu að stríða og dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Starfs- fólkinu þar er innilega þökkuð umönnunin. Með Einari er genginn glæsileg- ur, vitur og ekki síst góður maður. Hann reyndist mér vel í sorg og gleði. Mér þótti einlæglega vænt um Einar, tengdaföður minn, og við vorum nánir vinir. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira. Drottinn minn gefi dauðum ró hinum líkn, er lifa. (Sólarljóð) Jónas Finnbogason. í dag þegar tengdafaðir minn er lagður til hinstu hvílu eftir langa og erfíða baráttu við Alzheimer- sjúkdóm, minnist ég þessa hugljúfa og hægláta heiðursmanns með þökk og virðingu. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn er þakklæti, þakk- læti fyrir allt það sem hann gaf svo ríkulega af sér til mín og fjölskyldu minnar. Hann var óspar á og hafði mikla ánægju að að veita fræðslu og ráðleggingar öllum þeim sem til hans leituðu og þá var alveg sama um hvað var spurt, hann vissi svör við öllu. Einar lagði áherslu á að ungt fólk leitaði sér menntunar en lagði jafnframt ríka áherslu á að hinn mannlegi þáttur væri ávallt í heiðri hafður, góður, sannur og heiðarlegur. Einar Arnalds var bók- hneigður maður og var afar vel les- inn, hafði frá mörgu að segja enda var hann heimspekingur í mínum huga, og hef ég ekki kynnst öðrum fræðimanni fremri sem var eins gaman að tala við og hlusta á. Hann var varkár maður og forspár enda hefur margt komið á daginn sem hann taldi öruggt og fullvíst, löngu áður en efni og tími stóðu til. Einar var löglærður maður og var ferill hans bæði glæstur og farsæll, en ég læt aðra mér fróðari um að rekja þann feril. I einkalífinu var hann einnig gæfumaður. Hann giftist elskulegri eiginkonu sinni Laufeyju Guð- mundsdóttur árið 1935 og var hún honum stoð og stytta í gegnum langt og farsælt hjónaband. Þau eignuðust tvær dætur, Kristínu og Matthildi. í raun var aldrei talað svo um Einar að nafn Eyju fylgdi ekki fast á eftir og svo öfugt svo sam- rýnd og samhent voru þau. Hún lést eftir stutta en erfiða sjúkdóms- legu í apríl á sl. ári, en þá var Ein- ar orðinn sjúkur maður og gat ekki fylgt henni síðasta spölinn. Nú hafa þau hist að nýju og án efa hafa það verið ánægjulegir endurfundir. Það verður örugglega kátt og notalegt kringum þau á nýja staðnum eins og var á Miklubrautinni forðum. Eyja og Einar voru höfðingjar heim að sækja og höfðu sérstakt lag á því að koma gestum í gott skap og gera öll boð skemmtileg, enda mjög gestkvæmt á heimilinu. Á ég þaðan margar góðar minningar. Hann naut þess að vera með fjölskyldu sinni og nánustu vinum. Þrátt fyrir að að við vitum fyrir víst að dauðinn er óumflýjanlegur og oft líkn þegar sjúkir og aldraðir fá að fara, kemur það manni samt alltaf á óvart þegar kallið kemur og sérstaklega nú þeg- ar tvær einstakar og elskulegar persónur eins og Einar og Eyja voru, eru teknar af sjónarsviðinu með svona stuttu millibili. Þá myndast hjá manni eitthvert tómarúm í til- verunni, sem erfítt er að skilja og meðtaka. Það hrannast upp í hug- ann margar ljúfar og ánægjulegar minningar um mína elskulegu tengdaforeldra sem ég mun geyma með mér meðan ég lifí. Þeirra er sárt saknað og þeirra verður lengi minnst. Ég er bæði hreykinn og þakklátur forsjóninni fyrir það _að hafa fengið að kynnast þeim. Ég þakka þeim samfylgdina og fyrir það veganesti sem þau gáfu mér á lífsleiðinni. Ég kveð Einar með þökk og virð- ingu, blessuð sé minning hans. Thulin Johansen. Ég naut þeirra forréttinda að búa að miklu leyti hjá afa og ömmu einn vetur þegar ég var á níunda ári. Tengslin við afa og ömmu voru því nánari eftir þetta en kannski gengur og gerist. Þegar amma fór að spila brids á mánudagskvöldum horfðum við afí alltaf á íþróttaþáttinn saman og var knattspyrnan í mestu uppá- haldi. Amma og afi höfðu ákaflega gaman af þvf að spila og þennan vetur var oft spilaður Manni. Mér er minnisstætt hvernig afi malaði okkur ömmu oft, enda var hann alveg einstaklega heppinn í spilum. Afi leyfði mér að taka þátt í því sem hann var að gera. Við rökuðum okkur saman á morgnana, þó að ég þyrfti ekki að hafa blað í sköfunni, hann sýndi mér leynihólfín í skrif- borðinu sínu sem voru mjög merki- leg í augum gutta á þessum aldri. Þó árin liðu var ég alltaf heima- gangur á Miklubrautinni. Amma og afi voru af gamla skólanum þegar kom að gestakomum. Það var ekki viðlit að líta við hjá þeim án þess að þiggja einhverjar veitingar. þá þýddi lítið að bera því við að maður væri nýbúinn að borða eða á leið- inni heim í mat. Afi var alveg ein- staklega gjafmildur og ósínkur á það sem hann átti. Eftir að ég fékk bílpróf var t.d. auðsótt að fá bílinn lánaðan hjá honum. Miklar breytingar hafa orðið hér- lendis frá því afí var lítill. Hann sagði oft frá því þegar hann var að reka hestana og brýnt var fyrir honum að fara með þá langt út fyr- ir veg ef hann heyrði í bíl svo að þeir fældust ekki. Margt dreif á dagana hjá honum á löngum lífs- ferli. Mér er minnisstætt þegar hann sagði frá því að hann ferðaðist um Þýskaland á nasistatímanum með vegabréf sem var undirritað af hon- um sjálfum og uppistandinu sem varð þegar það uppgötvaðist í einni borginni. Hann hafði þá verið full- trúi föður síns, sýslumannsins á Seyðisfirði. Einhverju sinni stefndi hann sjálfum sér fyrir Borgardóm- arann í Reykjavík og mun upplitið á þeim sem las honum stefnuna hafa verið kostulegt þegar hann uppgötvaði þetta. Stundvísi var afa í blóð borin. Hann var alltaf mættur fyrstur í fjölskylduboðin og ef það átti að ná í hann á einhveijum tilteknum tíma var hann alltaf sestur frammi í hol heima hjá sér, klæddur í frakka og skó a.m.k. stundarfjórðungi fyrr. Bíllinn hafði því vart numið staðar er hann var kominn út. Afí var ákaflega varkár maður sem ekki mátti vamm sitt vita. Hann hætti að keyra þegar honum fannst hann ekki nógu öruggur í akstrinum. Ekki var það vegna þess að hann óttaðist að verða sjálfur fyrir skaða heldur vegna þess að hann mátti ekki til þess hugsa að valda öðrum skaða. Minningin lifír um mann sem var höfðinglegur í alla iund og lét sér einstaklega annt um fjölskyldu sína, hjálpaði henni með ráðum og dáð. Hvíl í friði. Einar. Kær vinur minn, Einar Arnalds, fyrrum hæstaréttardómari, hefur kvatt. Þegar ég lauk háskólanámi vorið 1962 réð hann mig til sín sem fulltrúa, en þá gegndi hann starfi yfirborgardómara í Reykjavík. Átt- um við síðan náið samstarf að dóms- málum, þar til hann var skipaður dómari við Hæstarétt íslands á ár- inu 1964. Lagaskólar, þótt góðir séu, ná ekki að kenna nemendum sínum til hlítar þau vinnubrögð, sem lög- fræðileg úrlausnarefni krefjast. Þar ræður úrslitum sú þjálfun, sem menn fá í starfí við að leysa þau fjölbreyttu viðfangsefni, sem koma upp í skiptum manna. Varðar þá miklu, hver hefur þar verkstjórn. Varð mér það mikill lærdómur að starfa með Einari Amalds og náði ég þar að efla þau tök, sem mér hafa dugað best við lögfræðistörf síðar á lífsleiðinni. Var svo farið um fieiri, sem leiðsagnar hans nutu. Einari var lagið að gæta þess, að góður andi samvinnu og velvildar ríkti á þeim stað, sem hann stýrði. Á ég góðar minningar frá árunum í borgardómi og þá ekki síst vegna þeirrar dýrmætu reynslu, sem ég fékk í samstarfí við Einar og aðra vinnufélaga þar. Þegar ég kynntist Einari, átti hann að baki mikið og margháttað starf á sviði lögfræði, fyrst og fremst dómarastarf. Sú reynsla hans, traust þekking og ijölþættar gáfur voru grundvöllur afíiurða- færni hans í dómarastarfí. Á þvi byggðist áreiðanlega sérstakur hæfíleiki hans til að greiða úr laga- flækjum og þar eru mér minnisstæð tök hans á sönnun og sönnunarregl- um. Honum voru slík viðfangsefni oft svo fyrirhafnarlítil, að um eins konar innsæi virtist að ræða, sem hins vegar er ekki auðvelt að skil- greina. Við bættist skýr framsetn- ing og færni í meðferð íslensks máls, eins og dómar hans bera glöggt vitni um. Einar Arnalds var jafnréttis- og lýðræðissinni. Hann taldi, að lög- fræði og lögfræðingar gætu átt og ættu hlutverki að gegna við að rétta hlut þeirra manna, sem eiga undir högg að sækja í þjóðfélaginu. Hon- um voru jafnan ofarlega í huga virð- ing og styrkur dómstólanna, en varð að sætta sig við, að í fyrirsvari sínu fyrir þá, náði hann ekki alltaf þeim árangri, sem hann sjálfur hefði kos- ið. Við Einar tengdumst traustum vináttuböndum. Hann var heimakær og naut sín best á heimili sínu. Voru þau hjón, Einar og Laufey, einstök heim að sækja og veittu úr sjóði fróðleiks, kímni og hjartahlýju. Átti ég á heimili þeirra og í sumar- bústað við Álftavatn margar gleði- stundir. Ég reyndi það margsinnis, að ég átti hauk í horni þar sem Einar var. Hann studdi mig og greiddi götu mína á margan hátt. Mér auðnaðist ekki að endurgjalda það honum sjálfum, nema að litlu leyti og þá helst með óbeinum hætti. Á efri árum hijáði Einar erfiður sjúkdómur, sem leiddi til þess, að hann fékk eigi notið þeirra ára, svo sem hann og ástvinir hans hefðu átt skilið, en hann hafði þeim og öðrum vinum sínum svo miklu að miðla. Voru það hörð örlög þessum glæsilega gáfumanni, en nú er þeirri þraut lokið. Ég færi dætrum Einars og fjölskyldu hans allri samúðar- kveðjur minar og fjölskyldu minnar. Gaukur Jörundsson. Kveðja frá Hæstarétti Islands Einar Amalds var dómari að ævistarfí. Í 20 ár var hann borgar- dómari og yfirborgardómari í Reykjavík og síðan í 12 ár dómari við Hæstarétt íslands. í þessum störfum ávann hann sér mikla virð- ingu og traust. Við fráfall hans er hans minnst sem farsæls og áhrifa- mikils embættismanns, sem þjóðfé- Iagið stendur í mikilli þakkarskuld við. Undirritaður átti ekki því láni að fagna að kynnast Einari að ráði eða starfa með honum. Allir, sem fylgst hafa með starfi dómstóla á undan- förnum áratugum, hljóta hins vegar að þekkja nokkuð til starfa hans á þeim vettvangi. Oft hef ég einnig heyrt starfsfélaga mína, er með Einari unnu, ræða um hann með mikilii aðdáun. í þeirri umræðu ber hæst frásagnir um einstaka hæfí- leika Einars sem dómara, skarpa dómgreind hans og hæfni til að greina skjótt kjarna hvers máls. Þar fóru saman annars vegar frábært eðlislægt innsæi og raunsæi og hins vegar víðfeðm lögfræðiþekking. Þessa bera dómar hans líka glæsi- legt vitni. Þeir eru allnokkrir lög- fræðingarnir, sem hafa minnst með þakklæti leiðsagnar Einars, er þeir stigu fyrstu skrefin sem fulltrúar í bæjarþinginu og hafa notið þess síð- an, hvar sem þeir kusu sér starfs- vettvang til framtíðar. Fyrrum starfsfélagar hans i Hæstarétti minnast hans og nú með mikilli hlýju sem glöggs dómara og ákaflega trausts vinnufélaga, sem góður andi stafaði ætíð frá. Er víst að Hæsta- rétti var það mikill fengur er Einar var skipaður þar dómari á árinu 1964 og nutu sín þar vel ótvíræðir kostir hans sem dómara, svo og sú dýrmæta reynsla, sem hann hafði þá afiað sér. Þegar Einar Arnalds er í dag kvaddur hinstu kveðju minnist Hæstiréttur íslands hans með mik- illi virðingu og þökk. Dætrum hans og öllum öðrum aðstandendum eru færðar hugheilar samúðarkveðjur. Haraldur Henrysson. Einar Arnalds, fyrrv. hæstarétt- ardómari, lézt í Reykjavík 24. júlí sl. á 87. aldursári. Með honum er genginn mikill lagamaður og einn af beztu dómurum þessa lands. Kynni mín af Einari Arnalds hóf- ust í desember 1960, er ég réðst til hans sem dómarafulltrúi en Einar gegndi þá embætti borgardómarans í Reykjavik. Ég var þá nýkominn frá framhaldsnámi í réttarfari við Kaupmannahafnarháskólann. Það var eins og að koma í þriðja háskól- ann að hefja störf undir handleiðslu Einars. Kom þar margt til. Þekking hans í lögfræði var mikil og djúp- stæð. Einar hafði tekið eitt hæsta lögfræðiprófíð við Háskóla íslands á sinni tíð og stundað framhaldsnám

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.