Morgunblaðið - 31.07.1997, Side 35

Morgunblaðið - 31.07.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997 35 eftir það í þrjú ár erlendis. En kost- ir Einars sem dómara og læriföður voru ekki aðeins fólgnir í hinni miklu þekkingu hans í lögfræði, heldur fyrst og fremst í hans einstöku mannkostum. í fyrsta lagi var mað- urinn afburðagreindur og hafði óbrigðula dómgreind. Hann var eld- snöggur að komast að kjarnanum í hveiju máli og átti einkar létt með að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Þá var Einar réttlátur maður og sanngjarn að upplagi og gæddur slíkum næmleika að hann fann hlut- ina á sér. Hann hafði til að bera þá náðargáfu, sem hveijum dómara er ómissandi: Hann hafði „nef“ fyrir réttri niðurstöðu, eins og við lög- fræðingar köllum iðulega slíka til- finningu. Enda var Einar tilfinninga- ríkur maður og viðkvæmur í lund, svo sem títt er með gáfumenn. Eitt af því fyrsta, sem Einar sagði við mig, er ég byrjaði að starfa með honum var þetta: Magnús, spurðu alltaf sjálfan þig í hveiju máli, hvar liggur réttlætið? Þegar það er fund- ið er það hin rétta niðurstaða, sem stefna ber að, ef það er unnt eftir laganna leiðum. Þessa reglu Einars Arnalds leitaðist ég við að hafa að leiðarljósi þau ár, sem ég gegndi dómarastörfum. í framkomu var Einar fágaður og kurteis. Sú kurteisi kom að inn- an. Hann var nokkuð dulur og held- ur til baka. Ekkert var fjarri skap- ferli hans en að hreykja sér eða trana sér fram, enda voru mannkostir hans slíkir, að hann þurfti þess ekki. Til hans var allt að einu leitað með ýmis vandasöm verk, svo sem við sáttastörf í vinnudeilum og til setu í Mannréttindadómstóli Evrópu, enda var Einar mannasættir að upp- lagi. Hvað eina, er honum var falið, var í góðum höndum. Það var gott að vinna með Einari Arnalds. Hann var samvinnuþýður, umburðarlyndur og sanngjarn. Hann skildi breyskleika mannanna. Aldrei heyrði ég hann mæla styggðaryrði við sína undirmenn og skammir voru ekki til í munni þessa bþ'ða manns. Framkoma Einars við sína undir- menn var þannig, að það vildu allir allt fyrir hann gera. Hann stjómaði með návist sinni einni. Það hvíldi ávallt einstakt lán yfir Einari Arn- alds og hann var heppinn maður í lífi og starfi. En stærst var ham- ingja hans, er hann gekk að eiga Laufeyju Guðmundsdóttur áður en hann fór til framhaldsnáms í útlönd- um og fylgdi hún manni sínum. Laufey, eða Eyja, eins og vinir henn- ar kölluðu hana, var skarpgreind kona og vel að sér, og manni sínum samboðin í hvívetna. Voru þau hjón- in einkar samhent og mikið jafnræði með þeim. Þau hjónin voru gestrisin og höfðingjar heim að sækja. í þakklátum huga geymi ég ánægju- elgar minningar af heimili þeirra að Miklubraut 52. Laufey andaðist á sl. ári. Kom það mönnum á óvart að hún skyldi falla í valinn á undan Einari, þar sem hann hefir átt við þungbær veikindi að stríða allmörg síðustu árin. En nú trúum við því, að hann hitti Eyju sína aftur og þar verði fagnaðarfundir, er þau bæði hafa fæðst inn í hið nýja ljós. Er ég nú kveð Einar Amalds, þennan ljúfa lærifóður minn og vin, er mér efst í huga þakklæti til hans fyrir þá handleiðslu, er hann veitti mér á morgni lífsins í lögfræðinni og allar götur síðar. Það var mikið lán að kynnast öðrum eins mann- kostamanni og Einari Arnalds, læra af honum og eignast vináttu hans - vináttu, sem aldrei bar skugga á, þótt vík yrði milli vina hin síðustu árin. Dætrum Einars þeim Kristínu og Matthildi, og öðrum ástvinum, send- um við Sólveig, kona mín, innilegar samúðarkveðjur. Jafnan er ég heyri góðs manns getið kemur mér Einar Amalds í hug. Guð blessi minningu hans. Magnús Thoroddsen. Einar Arnalds lauk lagaprófí 1935. Næstu ár voru þau Laufey kona hans erlendis, en eftir heim- komuna varð Einar fulltrúi lögreglu- stjórans í Reykjavík. Gegndi hann þeim starfa frá vorinu 1939 og þar til hann varð fulltrúi borgardómara í ársbyrjun 1944. Starfsárin við lög- reglustjóraembættið voru annasöm. Heimsstyijöldin braust út í septemb- erbyijun 1939, og reyndu íslensk stjórnvöld fyrstu mánuðina að fara eftir ströngustu reglum um hlut- leysi. Ýfingar vom milli lögreglunn- ar í Reykjavík og þýska ræðismanns- ins, sem var aðsópsmikill og ágeng- ur. Breskt herlið gekk á land í Reykjavík 10. maí 1940. Svo vildi til að Einar var þá stjórnandi lögregl- unnar, þar sem lögreglustjórinn var fjarverandi. Lýsti hann því í viðtali í Lögreglublaðinu fyrir næstum 30 ámm, hvernig mál þróuðust þennan morgun. Fjögur herskip sáust á ytri höfninni og flugvélar voru á sveimi. Þetta var andstætt hlutleysisreglum og bjóst Einar til að fara um borð í eitt skipanna til að kreíjast þess, að hlutleysi landsins yrði virt. „Með- an við biðum eftir tollbátnum sáum við svo tundurspilli sigla inn hafnar- mynnið. Hann renndi sér hiklaust upp að hafnargarðinum og í land stukku hermenn með brugðna byssustingi, þustu framhjá okkur og upp í bæ. - Þetta var klukkan fimm um morguninn. Nokkrir menn vom saman komnir þama á hafnarbakk- anum og sumir við skál. Einn þeirra kallaði til mín: „Einar, taktu þá fasta." - Þetta voru einu tilmælin sem ég fékk um róttækar aðgerðir í málinu." í viðtalinu segir Einar einnig frá orðaskiptum við ræðis- mann Breta þama við höfnina og för sinni til forsætisráðherra, sem sagði að lögreglan ætti „að vera á verði, vera afskiptalaus, en reyna að gæta þess að ekki kæmi til árekstra". Embætti borgardómara var stofn- að í ársbyijun 1944, þegar lög- mannsembættinu var skipt. Um mitt ár 1945 urðu breytingar á skipun í dómaraembætti þegar dómarar í Hæstarétti urðu fimm í stað þriggja. Einar varð þá borgardómari. Allt tii 1962 var borgardómari einn, en hann hafði fulltrúa sér til aðstoðar. Í ársbyijun 1962 var borgardómur- um fjölgað en Einar varð yfirborgar- dómari. Hann varð dómari í Hæsta- rétti 1964 og gegndi því embætti uns hann varð hálfsjötugur 1976. Forseti Hæstaréttar var hann 1970 og 1971. Þegar kjósa átti í Mannréttinda- dómstól Evrópu í fyrsta skipti mælti ríkisstjómin með Einari Arnalds í dómarasæti. Ráðgjafarþing Evróp- uráðsins, eins og það var þá kallað, tók ábendinguna til greina og var Einar dómari í Strasbourg frá 1959 til 1967 auk starfa sinna hér heima. í upphafi þurftu dómaramir að semja starfsreglur sínar. Fyrsta málið var þó brátt lagt fyrir þá, mál Lawless gegn írlandi. Þetta var stórt og erfitt mál, tengt því ófriðar- ástandi sem þá var og enn er í þessu landi. Sá sem þetta skrifar varð fulltrúi Einars Arnalds snemma árs 1960. Þó að Einar væri hæglátur maður tókst honum að skapa á embættis- skrifstofunni sérstaklega góðan starfsanda og átti það ásamt öðru þátt í að þar var gott að vinna. Öll framkoma hans var hefluð og mótuð af sannri prúðmennsku og tillits- semi. Sjálfur vann Einar að ýmsum þeim stórmálum, sem til embættisins komu, en hann fylgdist auk þess vel með störfum fulltrúa sinna. Hafði hann þann hátt á að hann las frum- gerðir dóma, sem fulltrúarnir höfðu samið, gerði athugasemdir eins og honum þótti þurfa og ræddi álitaefn- in. Var vistin hjá honum hinn besti skóli og ómetanleg starfsþjálfun fyr- ir þá sem þangað réðust ungir kandí- datar og óreyndir í dómsstörfum. Hann hélt þeim við efnið ef þörf var á og gætti þess að þeir hefðu í huga meginatriði réttarfars í einkamálum, það er að aðilar ráða kröfum sínum og málsástæðum, en dómara ber skylda til að segja til um, hver máls- atvik voru, ef um þau er ágreining- ur. Hann þarf að gera sér grein fyr- ir, hvað þýðingu hefur að lögum og skýra þau lagaákvæði, sem beita á, ef þau þá finnast nokkur. Einar Arnalds var fumlaus og glögg- skyggn dómari. Fyrir unga dómara, sem velktust í vafa, var stundum ótrúlegt, hve fljótt hann fann lausn, sem eftir það virtist augljós og óum- deilanleg. Ef honum þótti við loka- frágang málfar lítt við unandi, átti hann létt með að benda á betri kosti, enda smekkmaður á íslenskt mál og stfl. Nú er Einar genginn í hárri elli. Þeir, sem hann þekktu, minnast hans með virðingu og senda dætrum hans og fjölskyldu hans allri samúð- arkveðjur. Þór Vilhjálmsson. INGA ÞÓRA ARNBJÖRNSDÓTTIR +Inga Þóra Arn- björnsdóttir fæddist í Reykjavík 31. júlí 1951. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja í Kefla- vík 2. júlí síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Njarðvíkurkirlgu 9. júlí. Elsku Inga. í dag hefðir þú orðið 46 ára og er stórt skarð höggvið í saumaklúbb- inn í haust, þar sem þig vantaði yfirleitt ekki. Inga, þú varst heill og hreinn persónuleiki, skapföst og ákveðin, raungóð, sem ávallt gast séð spaugilegu hliðamar á málunum. Inga, þú þurftir að reyna mikið á seinni hluta þinnar stuttu ævi, barst höfuðið hátt, tilbúin að vinna þessar orrustur, en um síðir þurftir þú að lúffa. Guð blessi þá sem syrgja Ingu og gefi þeim styrk til að halda áfram. Þín vinkona, Jóna Baldursdóttir. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JAKOBÍNA BJÖRG EINARSDÓTTIR, Furugerði 11, Reykjavík, lést á sjúkrahúsi Reykjavíkur ( Fossvogi aðfaranótt þriðjudagsins 29. júlí. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju miðviku- daginn 6. ágúst kl. 13.30. Birna Magnúsdóttir, Þráinn Karlsson, Magnús Þráinsson, Karl Þráinsson, Helga M. Óttarsdóttir, Björg Jakobína Þráinsdóttir, Guðmundur Torfason, Auður Þráinsdóttir, Marco Dellernía og langömmubörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB BJARNASON, Hörgslandi á Síðu, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 28. júlí. Útförin fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 2. ágúst kl. 14.00. Sigurveig Jakobsdóttir, Óli Jósefsson, Ólafía Jakobsdóttir, Kristinn Siggeirsson, Jóna Jakobsdóttir, Hörður Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN ÁRNASON, lést á öldrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, mánudaginn 21. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum starfsfólki á C-gangi fyrir góða umönnun. Arnór Jón Sveinsson, Sigurrós Aðalsteinsdóttir, barnabörn, makar og barnabarnabörn. + Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, GUNNAR ÓLAF ENGILBERTSSON kennari, Þrestbakka 1, Reykjavfk, lést á deild 11 -E Landspítalanum mánudaginn 28. júlí sl. Jarðarförin auglýst síðar. Arnfríður Helga Richardsdóttir, Ásthildur Erla Gunnarsdóttir, Skúli Skúlason, Magnús Jón Engilbert Gunnarsson, Hrafn Hargeirsson, Hrafnhiidur Brynjólfsdóttir, Þorbjörg Margeirsdóttir, Guðmundur Þórður Guðmundss., Erlingur Sigurðsson, Pirkko Sartoneva og barnabörn. + Elskulegur faðir okkar, MAGNÚSINGVARSSON frá Minna-Hofi, Heiðvangi 13, Hellu, lést á dvalaheimilinu Lundi þriðjudaginn 29. júlf. Ingvar Magnússon, Sigríður Magnúsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Sigurður Magnússon. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, INGIMUNDUR ÞORSTEINSSON fyrrverandi flugmaður, Hofsvallagötu 61, Reykjavík, er andaðist á heimili sínu föstudaginn 25. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 5. ágúst kl. 13.30. -i- I Magnús Ingimundarson, Fatou Senghore, Ómar Örn Ingimundarson, Mai Irene Austgulen, Unnur Ingimundardóttir, Agnes Ingimundardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför GUNNLAUGS Ó. BRIEM. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.