Morgunblaðið - 31.07.1997, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 31.07.1997, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997 MINNING MORGUNBLAÐIÐ + Útför KRISTÓFERS JÓNSSONAR vélstjóra, sem lést miðvikudaginn 23. júlí sl., fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 1. ágúst næstkomandi kl. 14.00. Fyrir hönd systkina hins látna og annarra vandamanna, Jakob Jónsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, OTTÓ GUÐMUNDSSON frá Skálholti, Fáskrúðsfirði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugar- daginn 26. júlí, verður jarðsunginn frá Aðvent- kirkjunni föstudaginn 1. ágúst kl. 13.30. Sveinbjörg Jóhannsdóttir, Guðni Ottósson, Jóhanna Ólafsdóttir, Björgvin Ottósson, Pétur Ottósson, Ólöf Haraldsdóttir, Sigurlaug Ottósdóttir, Einar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Við þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur ómetanlega hjálpsemi, hlýhug og samúð vegna veikinda, andláts og útfarar okkar ástkæru KRISTÍNAR JÓHANNESDÓTTUR, Furulundi 15 F, Akureyri. Sérstakar þakkir til heimahlynningar á Akureyri fyrir einstaklega góða umönnun og hlýhug í hennar og okkar garð. Einnig þökkum við starfsfólki á handlækningadeild F.S.A. og deildar 11E á Landspítalanum í Reykjavfk, ættingjum, vinum og þeim fjölmörgu, sem stutt hafa okkur. Þorkell Rögnvaldsson, Kristbjörg Marteinsdóttir, Gfsli Aðalsteinsson, Anna Guðný Júlíusdóttir, Lfna Hrönn Þorkelsdóttir, Viðar Einarsson. Rögnvaldur Árnason, Lína Þorkelsdóttir, systkini og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐRÚNAR DAGBJARTAR SIGVALDADÓTTUR, áðurtil heimilis á Strandgötu 13, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna á dvalarheimilinu Hornbrekku fyrir góða umönnun. Einnig innilegar þakkir til Hannesar Kristmundssonar. Guð blessi ykkur öll. Brynhildur Einarsdóttir, Sigvaldi Einarsson, Elsa Einarsdóttir, Jóna Kristlaug Einarsdóttir, Bjarnheiður Einarsdóttir, Konráð Antonson, Helga Sigurðardóttir, Friðrik Ben Þorbjörnsson, Gísli Hvanndal Jónsson, Guðmundur Sigursteinsson, Guðrún Bæringsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför INGIBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR, Sólvallagötu 45. Björn R. Lárusson, Edda Ársælsdóttir, Hrafnhildur Lárusdóttir, Torbjörn Gustafsson, Heimir Lárusson Fjeldsted, Guðrún Guðmundsdóttir, Eggert Lárusson, Birgir Lárusson, Sigurbjörn Lárusson, barnabörn og barnabarnabarn. OLIKRISTINSSON + Óli Kristinsson fæddist í Reykjavík 1. októ- ber 1941. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 20. júlí sl. Útför hans fór fram frá Hall- grímskirkju 30. júlí. Á haustnóttum komu saman til myndatöku þeir sem gegnt hafa starfi fé- lagsforingja í skátafé- laginu Skjöldungum í Reykjavík. Til þess að fullkomna ætlunarverk í tilefni 25 ára afmæl- is félagsins. Á tíu mánuðum eru tveir úr þessum litla hópi famir heim, fyrst Helgi Eiríksson og nú Óli Kristinsson, ungir menn á besta aldri. Óli var elstur okkar félaga og fyrsti leiðtogi hópsins sem taldist til Skjöldungadeildar í Skátafélagi Reykjavíkur. Hann var einn stofnenda hennar árið 1955 og þá nýgenginn formlega í raðir skáta í Skátafélagi Reykja- víkur rétt á sextánda ári. Þetta var samt ekki raunverulegt upphaf að skátaferli hans sem hófst á skátaskólanum að Úlfljótsvatni undir verndarhendi Margrétar systur hans og Björgvins Magnús- sonar mágs hans. Frú Ágústa á Staðarhóli átti sjálf langan feril í skátastarfi og flest barnanna koma þar við en yngstu synimir þrír, Óli, Kristinn og Kristófer, urðu félagar okkar í Skjöldungum og nánir vinir með tímanum. Óli missti ungur föður sinn og var því heimili Margrétar og Björgvins annað heimili þeirra bræðra og dvöldu þeir jafnan að Úlfljótsvatni á sumrin. Þaðan streymdi inn í skátahópinn okkar sannur skáta- andi. Óli Kristinsson var gæddur einstökum hæfileikum til að hafa mannaforráð, honum var eðlislægt að fara fyrir flokki. Gott skap, leiftrandi kímnigáfa og skarpar gáfur og heilbrigð dómgreind gerðu hann að traustum leiðtoga. Eins og jafnan hafði slíkur maður miklu meiri áhrif á samferðafólk sitt en hann sjálfan óraði fyrir. Þeir vora kröfuharðir og einbeitt- ir, fullir sjálfstrausts og skapandi í hugsun, þeir Óli og Hákon Jarl Hafliðason, er þeir vinimir vora í fararbroddi í skátastarfi okkar. Nú era þeir báðir farnir heim langt um aldur fram. Kröfurnar sem þessir foringjar okkar gerðu til sjálfs sín vora langtum meiri en þær kröfur sem gerðar voru til okkar. Óli Kristins- son sótti fyrsta alþjóðlega Gilw- ellnámskeiðið sem haldið var að Úlfljótsvatni árið 1959 og lauk því námi með góðum vitnisburði í fyrsta hópi íslenskra Gilwellskáta, sem luku námi sínu hérlendis. En honum þótti síðar sem þroski hans hefði verið minni en skynsamlegt væri til að ljúka þessu námi og sótti hann því Gilwellskólann í annað sinn þremur árum síðar. Þriðja Gilwellnámskeið sérstak- lega ætlað ylfingaforingjum sótti hann svo tveimur árum seinna. Þá hafði hann tekið við umsjón með ylfingastarfi í Skjöldungum og vildi fræðast sem best um skátastörf yngstu skátanna. Þetta var fordæmi foringjans, hann lét verkin tala. Ekki svo að skilja að honum hafi ekki látið að segja hug sinn, frásagnargáfan var eðlislæg, hann kunni vel að flytja mál sitt og orðheppinn með afbrigðum. Margir sögðu að okkur strákunum hafi hann kennt að brúka munn, fyrir utan að kenna okkur að beita þeirri gerð kímni sem kunn- ugir kölluðu Staðar- hólshúmor. Hefur sumt birst í persónum þeim sem Edda stór- leikkona, frænka Óla, hefur gert ódauðlegar með þjóðinni. Sögu- kennarinn í Lang- holtsskóla: Hvað gerðist markvert árið 1941? Óli: „Það sprakk_ út rós hjá henni Ágústu á Stað- arhóli - og ég fædd- ist.“ Leikhæfileikar Óla voru ekki minni en skotharka hans í hand- bolta, sem dugði liði Skjöldunga til sigurs áram saman í deilda- keppni Skátafélags Reykjavíkur. Óli lauk námi í vélvirkjun í Héðni og framhaldsnámi í Vélskó- lanum þar sem hann lauk vél- stjórnarnámi og vann með skólan- um fulla vinnu nema hluta síðasta námsársins. „Þetta er ekki hægt,“ sagði Gunnar Bjamason skóla- stjóri, en námsgáfumar vora mikl- ar og dugurinn óbilandi. Það var bara eitt sem skyggði á þessi ár að okkar mati að Oli lagði niður embætti sín í skátunum og ein- beitti sér að náminu. Sjálfsagður hlutur, en snöggtum lakara fyrir okkur sem eftir stóðum. Lífsstarf- ið var síðan grundað á þessari traustu menntun og skörpun skiln- ingi, en ávallt var skammt í áhug- ann á félagsstörfum og þeim mannbætandi viðfangsefnum sem skátahreyfingin sinnir, vel var fylgst með öllum viðburðum, en aðstæður leyfðu honum ekki nema skamma setu í forsystu skáta- félagsins Skjöldunga og í Úlfljóts- vatnsráði, en síðustu 13 ár var Óli annar endurskoðenda Skáta- sambands Reykjavíkur og notaði þau störf til að inna eftir helstu hræringum skátastarfsins sem hann mat svo mikils. Hann hlaut fyrir störf sín heiðursmerki Skáta- félags Reykjavíkur, skátafélagsins Skjöldunga og Bandalags ís- lenskra skáta. Ávallt var hann viðbúinn væri til hans leitað og manna greiðvikn- astur. Honum hefði verið í lófa lagið að ganga í fararbroddi í fé- lagsmálum eða stjórnmálum, en hann kaus sér annan vettvang. Óli Kristinsson var lánsamur maður, hann eignaðist góða sam- henta fjölskyldu, var farsæll í starfi og vinsæll, en síðustu árin vann hann í litlu fjölskyldufyrir- tæki sínu. Þau hjón Óli og Karó- lína Smith voru afar samrýnd og er því missir hennar og sonanna tveggja afar þungbær. En Óli Kristinsson á góða heimkomu, sannur maður og góður. Það var einhvern veginn Óla Kristinssyni að þakka eða kenna að ég hélt tryggð við skátahreyfinguna. Hann skýrði gagnsemi þess að uppeldishreyfing þessi kæmi sem flestum að notum og ræddi oft um það hvernig sköpunarkrafturinn leystist úr læðingi í skátaflokknum og hvernig þessi reynsla væri öll- um mikilvæg eyðufylling þar sem skólalærdómur nær ekki til. Hann var leiðtogi okkar með því að fá okkur verkefni við hæfi, hvetja og etja, en síður með þeim hætti að við öpuðum allt eftir honum. Það var eitur í hans beinum. Samt var hann næstum því helgur maður, einstakur að reglusemi og ræktar- semi alla tíð. Við fengum greiða leið með nýjar hugmyndir, en jafn- an eftir að hafa þurft að beijast fyrir þeim. En við lærðum líka að Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins i bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari uppiýsingar má lesa á heimasíð- um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. bera virðingu fýrir lífinu, skynja landið og eignast sanna vini ævi- langt. Samræðusnilldin og hæfi- leíkinn til að láta gleðina ríkja og tugta okkur til þegar við gengum of langt var einstakur. „Það á að spila vínarvalsa í jarðarförum,“ sagði Óli. Skátahreyfingin á íslandi stend- ur í ævarandi þakkarskuld við Óla Kristinsson og flytur ástvinum hans öllum einlægar samúðar- kveðjur. Gráti því hér enginn göfugan föður, harmi því hér enginn höfðingja liðinn. fapr var hans lífsdagur en fegri er upp runninn dýrðardagur hans hjá drottni lifanda. Jónas Hallgrimsson. Við Vilhelmína og okkar fólk þökkum samfylgdina og góðar stundir og biðjum ástvinum Óla Kristinssonar, Ágústu á Staðar- hóli, systkinum hans, Karolínu, sonunum Óla Kára og Eggerti Páli og mági hans Björgvini allrar guðs blessunar. Ólafur Ásgeirsson. Kveðja frá Skátafélaginu Skjöldungfum Óli Kristinsson er farinn heim. Hann var einn brautryðjenda í sögu skátafélagsins og var sveitarforingi og síðar deildarforingi í Skjöld- ungadeild Skátafélags Reykjavík- ur, sem varð sjálfstætt skátafélag 5. október árið 1969. Skátafélög telja sér jafnan til tekna að þau gefi ungu fólki kost á að þjálfa foringjahæfiieika og ráða að miklu leyti verkefnum sín- um. Það skiptir því miklu að til forystu veljist ungt fólk sem hefur hæfileika og getu til að sinna fé- lagsstörfum svo aðrir læri af for- dæmi þeirra og öðlist þroskahæfni undir leiðsögn þeirra. Óli Kristins- son var leitogi af guðs náð, veitti gott fordæmi, var ósérhlífinn og um leið skynsamur leiðtogi skát- anna sinna. Hann hafði með störf- um sínum sem sveitarforingi og ylfingaforingi og deildarforingi mikil og mannbætandi áhrif á alla sem með honum störfuðu. Ef til vill hafa fáir farið í fötin hans hvað snerti djúpan skilning á kjarna skátastarfsins, starfinu í skáta- flokkunum og að hvert viðfangs- efni hafði sitt markmið, svo að víst var að skátarnir komu úr hverri ferð og útilegu reynslunni ríkari. Óbrigðult var að skátafundir undir hans stjóm vora viðburðaríkir og sneisafullir af fjöri, sem hann smit- aði frá sér, enda gamansemi honum eðlislæg. Þó að nám og störf kæmu í veg fyrir að Óli Kristinsson sinnti ábyrgðarstörfum í félaginu okkar var hugur hans jafnan nálægur. Hann kom stundum í páskaútileg- ur, eða annaðist matreiðslu á nám- skeiðum á vegum félagsins, eða sinnti kalli án fyrirvara. Ávallt við- búinn að rétta skátunum sínum hjálparhönd og þegar hann kom til starfa sem félagsforingi árið 1983 eftir nærri tveggja áratuga hlé frá foringjastörfum, komu skát- arnir hans ekki að tómum kofan- um, eldmóðurinn og kunnáttan var söm og jöfn. Síðar var Óli Kristins- son endurskoðandi Skátasambands Reykjavíkur um 13 ára skeið. Fyr- ir störf sín hlaut hann nokkra viður- kenningu skátahreyfingarinnar, hann var sæmdur heiðurspeningi Skátafélags Reykjavíkur úr silfri, gullmerki Skjöldunga og Þórs- hamrinum, heiðursmerki Banda- lags íslenskra skáta. Óli Kristinsson var ekki einungis góður foringi og félagi, hann var einnig góður skáti í verki, hjálp- samur, orðheldinn, vinafastur og hlýr. Minningin um sæmdarmann lifir. Skjöldungar votta ástvinum hans dýpstu samúð. Matthías G. Pétursson, félagsforingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.