Morgunblaðið - 31.07.1997, Page 39

Morgunblaðið - 31.07.1997, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ1997 39 BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími569 1100 • Símbréf 569 1329 Aðvera íslendingur Frá Kjartani Helgasyni: ÉG HEFI oft verið stoltur af að vera íslendingur. Ekki vegna neins þjóðernisrembings, heldur hins að geta státað af ýmsu í fari þjóðar- innar, sem hún á stuttri sögu hef- ur tileinkað sér á lífsferli sínum. Til dæmis hefi ég oft nefnt til að valdsmenn hefðu lagt niður þennan ósið, að refsa fólki með að drekkja konum í Drekkingarhyl og höggva haus af manni á Þingvöllum. Að þjóð mín hafi aldrei háð landvinn- ingastríð né önnur stríð, og yfir- leitt getað sett niður deilur manna í milli með orðræðum. Ekki svo lítil tíund. Nú virðist sem ræna eigi mann þessum sóma. Þjóðin komin á kaf í hrunadans landvinninga og farin að hálfdrepa menn svo ná megi fram sannleika. Ekki verður hér gert að umræðuefni hvor aðferðin er betri. Ekki verður heldur dregið úr þeim vanda sem hvílir á dómur- um þessa lands. En aðeins bent á að hvort heldur menn eru drepnir eða hálfdrepnir, nær tæpast því máli að leysa nokkurn vanda. Þar verður að grípa til annarra ráða. Ýmsir eru að tala um að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann og kalla slíkt forvarn- arstarf. Er risin upp stór stétt manna, sem hefur af því atvinnu. Hélt maður þó að prestastéttin hefði þar mátt duga. Ekki sýnist mér að þær forvarnir eigi upp á pallborðið frekar en prestanna. Sýnist mér þar vera ýmsir niður- rifsmenn í athöfnum á næsta leiti, sem bætum ekki um þegar upp er staðið. Dengt er yfir þjóðina í fjöl- miðlum öllu mögulegu og virðist sú uppspretta seint verða tæmd. Er af sú tíð að hafa þurfti aðgæslu í nærveru sálar. Er von að uppsker- an verði eins og til er sáð? Ekki hvarflar það að mér, að ætla mér með þessari grein að betrumbæta eitt eða neitt. Heldur minna á nokkrar staðreyndir, sem mættu komast til skila. Það hefur verið háttur allra samfélaga að setja sér „reglur" um það hvernig búa megi saman. Reglur þessar hafa verið ýmsu móti. Þó hafa engar þær „reglur“ verið settar fram til þessa, sem taka fram því að hafa siðgæði í hávegum. Það er sú meðvitund, sem hver og einn verður að temja sér og öll siðmenn- ing byggist á. í dag finnst mér eins og þjóðin og ráðamenn hennar hagi sér eins og fílar í glervörubúð. Þannig heimtar hver og einn frelsi til allra hluta. Frelsi til að græða. Frelsi til að arðræna hver annan o.s.frv. Hátterni manna kemur fram m.a. í því að lækka bensín um þetta og þetta mörg „pro cent“, lækka vexti á sama hátt o.s.frv. Allt til að upplýsa þjóðina um hvað þessir „birgjar" eru góðir og ef til vill til að friða sálina og siðgæðið. Svo koma „fulltrúar neytenda" sem útnefnt hafa sig, sem slíka og segja að það sé nieð öllu orðið óskiljan- legt fyrir almenning að skynja verðlag að ekki sé talað um vöru- gæði. Samkeppnisráð sem gæta á þess að_ ekki hallist á merinni í „lest“ þeirra samkeppnispostul- anna gefur þeim frest til að aðlaga sig í þrjú ár og annað er eftir þessu. Er von að menn óski eftir því að komast í samfélag „allraheilagra" efnahagsbandalagið. Þar ku ekki vera maðkurinn í mysunni. Þar er annaðhvort að vera eða ekki vera. Eða er ekki svo? í sögu íslenskrar þjóðar sýnist mér hún alltaf hafa verið að leita nýrra landa til að búa í. Hélt mað- ur að hún hefði loks staðnæmst á 9. öld ef frá eru taldar tilraunir einstakra landa í að leita enn frek- ar í vestur. Nú er sá möguleiki orðin að engu. Hnötturinn er orð- inn svo lítill en geimurinn eftir þó að mestu. Ekki veit ég hvort fast- eignasalarnir íslensku hafa hafíð sölu á lóðum á Mars eins og þeir í „guðs eigin landi“, enda lóðaverð í Kópavogi allgott í dag. Bráðum verður haldið upp á 1000 ára afmæli frá því þjóðin kastaði trú á stokka og steina og kaus sér að trúa á „hvíta krist“. Ekki virtist háttur þjóðarinna rmikið breytast við það, ef dæma má af sögu þjóðarinnar í gegnum aldirnar. Mikið stendur til við alda- mótin. Reykjavík á að verða ein úrvalsborga til að kynna alheimi, sem fyrirmyndarborg. Verður bar- ist um það á næsta ári, hvort _það verður Ingibjörg Sólrún eða Arni tryggingamaður eða jafnvel frúin af Skaganum fái að veita þeirri „prosessíu" leiðsögn eða ekki. Einn er þó sá sem ætlar sér meiri hlut, en hann er sá sem maður síst hélt að væri vinur braskaranna. Hann leggur til að haldin verði sýning á heimsmæli- kvarða til að kynna íslenska menn- ingu og framleiðslu svo að aukinn verði gróði þeirra er standa að verðbréfamörkuðum o.fleiru. En menn verða að láta bera á sér í þeirri samkeppni er ráðamenn standa í að kynna sig og sína. Það er ekki öllum gefið að geta hitt Clinton á valdaferli sínum, eins og nýlega henti sig hjá bræðraþjóð- inni, Dönum. Þegar „við kjósum“ biskup ís- lenskrar kirkju í næsta mánuði, fyndist mér það vera stærsta verk- efni hans á þessum tímamótum að boða að tilefni þúsund ára afmælis kristni á íslandi til nýs kristniboðs. Þar sem siðgæði verði gert að höf- uðstoðum íslensks samfélags. Ég hallast helst að því að biskup verði aðeins ráðinn til 5 ára. Gæti það flýtt fyrir því að þessi hugmynd kæmist í framkvæmd, enda þótt ég viti að það sé engin 5 ára áætl- un að efna til slíks trúboðs. KJARTAN HELGASON, Langholtsvegi 184,104 Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunbiaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Dýraglens Grettir / ÖRETTR., (SB&3AST Þírfc \ 'y VEL AÐ GOGG SVCSK. j ( }>Ú /MYMPIR EJcKJ VIL7A <360^ V^HONU/U MEIN, ER. pAO ? j ( EN AFHVERJU «2 HANN ÓA) \OTATA&OR i'FISKISÓSOZs f WSiOMA itLÍKA) C oeae>hokjoa o É6 V/e(T~\ ( etoo HVAÐ ) I V ÞOETR.r < i nrx Lxl ( AO TALA ) I *j~-J \ OM / W/ yOBIs ' i rj jp FAVfe- 4-1 Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk About a month after Andy and Olaf left, I received a note from Spike. He said Andy and Olaf never arrived. I remember saying qoodbye to them that morninq. That s the last time we ever saw them. Um það bil mánuði eftir að Kátur og Lubbi fóru fékk ég orðsendingu frá Sámi. Hann sagði að Ég man að ég kvaddi Kátur og Ólafur þá þennan morgun. hefðu aldrei komið. Það var i síðasta sinn sem hann sá þá nokkru sinni...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.