Morgunblaðið - 31.07.1997, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerd
Rabarbari
Kristín Gestsdóttir hitti konu sem
spurði: Ætlar þú ekki að fara að koma
með beijauppskriftir? Hún fær rabar-
barauppskriftir í staðinn.
JÁ, berjauppskriftir, er það ekki
nokkuð snemmt, þó sjá megi á
driti fugla að einhvers staðar eru
komin ber. En hvemig er það
með rabarbarann, eru ekki ein-
hveijir fleiri en ég sem eiga eftir
að sulta hann - fyrmefnd kona
að minnsta kosti. Margar sultu-
tegundir fást í búðum, sumar
góðar, aðrar lakari, en einhvern
veginn er það svo að sú rabar-
barasulta, sem við kaupum til-
búna, kemst ekki í hálfkvisti við
hina heimagerðu. Ég hefi rekið
mig á það að fiest böm vilja bara
rabarbarasultu og það frá
mömmu eða ömmu og þó að
margir pabbar búi vafalaust til
sultu efast ég um að margir afar
geri það. En fleira er hægt að
búa til úr rabarbara en sultu, t.d.
alls konar ábætisrétti, kökur og
saft og svo má auðvitað nota ra-
barbara í fiskrétti!!
Rabarbarasnittur
_________Botninn:_______
________5 dl hveiti_____
_______'A dl flórsykur__
200 g smjör
1 egg
1. Setjið allt í skál og hrærið
saman. Leggið bökunarpappír á
bökunarplötu. Þrýstið deiginu
jafnt á hana. Látið kólna í kæli-
skáp í 'A-l klst.
Fylling:
400 g rabarbari
2 dl sykur saman við rabarbarann
3egg
1 ‘A dl sykur saman við eggin
2 dl brauðrasp
1 dl saxaðar möndlur eða hnetur
1. Skerið rabarbarann í litla
bita og sjóðið með sykrinum í
Rabarbarasulta
_________2 kg rabarbari________
___________2 kg sykur__________
2 msk. vanillusykur
1. Þvoið rabarbarann, látið renna
af honum, skerið í litla bita. Setjið
I pott (emeleraðan eða stálpott) hell-
ið sykrinum yfir og látið standa í
12 tíma.
2. Sjóðið síðan við hægan hita í
3-4 klst. Þá á sultan að vera orðin
þykk, ef ekki þarf að sjóða hana
lengur.
3. Setjið vanillusykurinn út í í
lokin. Hellið í sultukrukkur. Sjá hér
á eftir.
Örugg aðferð til að sulta
geymist vel
1. Notið kmkkur með skrúfuð-
um lokum. Sjóðið kmkkurnar og
lokin. Hvolfið kmkkunum á grind.
2. Látið krukkumar standa á
blautum klúti, þá springa þær
síður. Hellið sjóðandi sultunni í
krukkumar, hafið þær fleytifull-
ar, skrúfið lokið stax á.
3. Merkið kmkkurnar með
innihaldi og dagsetningu.
Athugið: Með þessari aðferð verð-
ur lofttæming í krukkunni og við
sjáum að sultan sígur örlítið sam-
nokkrar mínútur t.d. í örbylgju-
ofni. Hann á ekki að fara í mauk.
Hellið á sigti og setjið bitana á
botninn.
2. Þeytið egg og sykur, hitið
rabarbararsafann og hellið sjóð-
heitum út í eggjahræmna. Setjið
rasp út í. Hellið yfir rabarbarann.
Stráið möndlum yfir.
3. Hitið bakaraofn í 160°C,
blástursofn í 150°C og bakið í
40 mínútur. Kælið örlítið og sker-
ið í bita 6x6 sm.
Rabarbarabúðingur
300 g rabarbari
1 dl sykur saman við rabarbarann
15 stórar makkarónukökur
1 pk öetker búðingsduft (Mandela)
3 dl mjólk (minna en stendur á
umbúðum)
1 msk. sykur saman við búðinginn
2 eggjarauður og 2 hvitur
1. Setjið rabarbara og sykur í
bökuform og bakið í 15 mín. Tak-
ið þá úr ofninum og myljið makk-
arónukökur yfir.
3. Búið til búðing, sjá á um-
búðir. Notið minni mjólk. Hrærið
sykur og eggjarauður út í. Hellið
yfir rabarbarann.
4. Þeytið eggjahvítur og sykur
og búið til marengs. Setjið ofan
á. Bakið við 180°C, blástursofn
170°C, í um 20 mínútur. Berið
fram heitt eða kalt með ís eða
rjóma.
IDAG
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Enn um Klassík
KRISTÍN hafði samband
við Velvakanda og vildi
hún taka undir það sem
Óliver Kentish skrifaði í
„Bréf til blaðsins" þriðju-
daginn 29. júlí um Klas-
sík FM 106,8. Hún vill
endilega að þessari rás
verði haldið opinni, það
verði að hafa stöð þar
sem spiluð sé klassísk
tónlist. Hún telur það
mjög áríðandi að þessi
tónlist fái að heyrast.
Gerir við
sokkabuxur
KONA hafði samband
við Velvakanda vegna
fyrirspumar um hvar
hægt væri að fá gert við
sokkabuxur og vildi hún
benda á að það er gert
við sokkabuxur í Snyrti-
vöruversluninni Söndru,
Reykjavíkurvegi 50 í
Hafnarfirði.
Tapað/fundið
Lyklakippa fannst
í Heiðmörk
LYKLAKIPPA með 6
lyklum á hring og
skíðahanskar fundust í
Heiðmörk fyrir rúmlega
2 vikum. Uppl. í síma
554-6666.
Barnagleraugu
töpuðust
BARNAGLERAUGU,
marglit að framan með
gylltum spöngum, töpuð-
ust í kastala fyrir utan
Reykás laugardaginn 26.
júlí. Skilvís finnandi vin-
samlega hafi samband í
síma 557-2119.
Úr tapaðist
PRONDO stálúr tapaðist
í Reykjavík, líklega vest-
urbæ, í lok maí. Skilvís
fmnandi vinsamlega hafi
samband í síma
552-8404.
Gullarmband
tapaðist í
Hafnarfirði
GULLARMBAND, gróft
með stóram rauðum
steinum, módelsmíð, 8
cm breitt, tapaðist
aðfaranótt sunnudagsins
27. júlí fyrir utan
Fjörukrána eða þar inni.
Skilvís finnandi vin-
samlega hafi samband í
síma 565-8267. Fundar-
laun.
Hjólkoppur
tapaðist
HJÓLKOPPUR af Toy-
ota Corolla tapaðist á
leiðinni Húsafell - Surts-
hellir á laugardaginn.
Finnandi vinsamlegast
hafi samband við Matt-
hías í síma 553 3202.
Dýrahald
Kanína fæst
gefins
KANÍNA, eins árs kven-
kyns albínó, fæst gefins.
Búr fylgir með. Uppl. í
síma 557-5091.
HÖGNIHREKKVISI
H'ftann v)U cjjcvnon hjaJpa olánsrnónrMm'.'
HEILRÆÐI
Byrgjum brunninn áður cn^T^
barnið fcllur ofan f hann!_ »
Vert er að minna á hina miklu
slysahættu sem skapast þar sem
heitir pottar i görðum eru haíðir
án loka eða hlífa milli notkunar.
Lítil böm geta hæglega farið sér^
að voða, falli þau ofan f þá.
Því er nauðsynlegt að setja
tryggilegt lok yfir til að koma
veg fyrir slys.
KOMUM HEIL HEIM
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
■ ■ 'WM,
STAÐAN kom upp í árlegri
keppni stórmeistara af eldri
kynslóðinni við nokkrar af
bestu konum heims. Tékk-
inn Vlastimil Hort (2.510)
hafði hvítt og átti leik, en
georgíska stúlkan Ketevan
Arakhamia (2.435) var
med svart.
Hort hafði fómað hrók
fyrir sókn og tók hér jafn-
tefli með þráskák: 28.
Rh7+? - Kg8 29. Rf6+ -
Kf8 og jafntefli.
í staðinn hefði hann get-
að tryggt sér sigur í glæsi-
legri fóraaskák með leikn-
um 28. d6!! og svartur er
vamarlaus. T.d. 28. — Ha6
29. Rd5 - Dg5 30. Dh8+
— Dg8 31. Dxg8n—
Kxg8 32. Re7+ —
Kf8 33. Rxc8 - Ke8
34. Bxb7 og hvítur
vinnur, eda 28. —
Be6 29. Df4! - Kg7
30. Rh5+ - Kg6 31.
De5! og svartur er
varnariaus.
Hort var að von-
um daufur í dálkinn
þegar honum var
bent á vinningsleið-
ina eftir skákina.
Árangur ein-
stakra keppenda: Öldung-
ar samtals 27 v.: Vasílí
Smyslov, Rússlandi, 6‘A v.
af 10 mögulegum, Lajos
Portisch, Ungveijalandi 6
v., Hort 5 ‘A, Boris Spasskí,
Frakklandi og Mark Tai-
manov, Rússlandi 4 ‘A v.
Stúlkurnar, samtals 23
v.: Arakhamia 5‘A v., Pia
Cramling, Svíþjóð og Xie
Jun, Kína 5 v., Zhu Chen,
Kína 4 v.og Nana Joseliani,
Georgíu 3'A v.
COSPER
EG ER hrædd um að maðurinn minn sé með háan hita.
Víkverji skrifar...
VINKONA Víkveija var ekki par
hrifin á dögunum. Hún ók
niður Bankastrætið á eftir lögreglu-
bfl, þegar hún varð þess vör að
rúðan ökumannsmegin var skrúfuð
niður og út kom fljúgandi vindling-
ur.
Konan stóð í þeirri trú í fyrsta
lagi að lögreglumönnum væri
óheimilt að reykja í einkennisbún-
ingi á opinberum vettvangi en for-
kastanlegra fannst henni þó sú
háttsemi laganna varðar að kasta
út logandi vindlingnum — einmitt
það sem verið er að reyna að brýna
fyrir unglingum að gera ekki.
Víkverji getur tekið undir þetta.
Á þessum andófstímum gegn reyk-
ingum er það örugglega nokkuð
almenn krafa að lögreglumenn
reyki ekki við störf sín á opinberum
vettvangi og verði að sæta því að
fá nikótínskammtinn á athvörfum
reykingamanna á lögreglustöðinni
sjálfri.
VÍKVERJI hefur líkt og fleiri
íslendingar nú í sumar notað
öll tækifæri sem gefast til að
bregða sér út úr bænum. í eitt
skiptið lá leiðin austur í Biskups-
tungur og komið við í versluninni
Laugartorgi í Laugarási, skammt
frá Iðu.
Þegar komið var inn í verslunina
blasti við handskrifuð auglýsing á
einu afgreiðsluborðinu sem hljóðaði
eitthvað á þessa leið: „Egg til sölu
úr hamingjusömum hænum sem
búa með hananum sínum.“
Hér gekk auglýsingin auðvitað
út á það að aðgreina þessa afurð
frá iðnaðarframleiðslu eggjabú-
anna.
Víkveiji stóðst ekki mátið, keypti
sér egg, og þóttist ekki svikinn. Þau
brögðuðust áreiðanlega bet.ur.
ÞEGAR ekið er út um landið fer
vart fram hjá neinum hversu
öflugur þáttur ferðaþjónustan er
orðin hjá bændastéttinni. Nánast á
öðrum eða þriðja hveijum bæ má
sjá skilti á mótum þjóðvegarins og
afleggjara að bæjunum sem gefa
til kynna margvíslega þjónustu við
vegfarendur, allt frá bændagistingu
með fullum kosti til hestaleigu eða
veiði í ám og vötnum.
Á stöku stað er boðið upp á nán-
ast allt sem hugurinn girnist en á
öðrum má finna sérhæfðari og sér-
kennilegri kostaboð, svo sem snjó-
sleðaferðir á jöklum uppi eða sjó-
sleðaferðir á vötnum niðri. Hér hef-
ur greinilega orðið gjörbylting á
tiltölulega skömmum tíma.