Morgunblaðið - 31.07.1997, Síða 52
*
<Q>
AS/400 er...
...þar sem grafísk
notendaskil eru
í fyrirrúmi
CO) WÝHERíl
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 31. JÚLÍ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
3
Saltfiski frá SÍF
var rænt á Ítalíu
FRÁ 1. ágúst 1997 hækkar
áskriftarverð blaðsins úr
1.491 krónu í 1.570 krónur.
Að viðbættum virðisauka-
skatti breytist því áskriftar-
verðið úr 1.700 kr. í 1.800
krónur.
Grunnverð auglýsinga
verður 835 krónur dálksenti-
metrinn án virðisaukaskatts.
Lausasöluverð verður
óbreytt, 125 kr. með virðis-
aukaskatti.
BÍLFARMI af saltfíski frá Sölusam-
bandi íslenskra fískframleiðenda var
rænt nýlega á Suður-Ítalíu. Ræn-
ingjar sátu fyrir kælibílnum á vegin-
um þar sem hann var á leið tO kaup-
anda í Napólí, en Eimskip flytur
•saltfískinn í gámum til Rotterdam
þar sem honum er umskipað í kæli-
bíla og ekið á áfangastað.
Að sögn Róberts B. Agnarssonar,
aðstoðarframkvæmdastjóra SIF, er
þetta ekki í fyrsta sinn sem slíkt
kemur fyrir, en síðast var stolið
bílfarmi af saltfíski frá SÍF fyrir
fjórum eða fimm árum.
Róbert kveðst ekki vita málavöxtu
nákvæmlega, annað en að farminum
hafi verið rænt og að málið sé í rann-
sókn hjá ítölskum lögregluyfirvöld-
um. Það eigi síðan eftir að koma í
ljós hvort ræningjarnir fínnist, en
farmurinn hafi verið tryggður.
Morgunblaðið/Arnaldur
Hlekktist
á í flugtaki
LÍTIL tveggja sæta flugvél í
eigu flugskólans Flugtaks rann
út fyrir hliðarlínu á Reykjavík-
urflugvelli á sjötta tfmanum 1
gær þegar hún var í flugtaki.
Samkvæmt upplýsingum frá
Flugtaki var flugnemi einn um
borð og sakaði hann ekki. Flug-
vélin er Iítið skemmd og er mál-
ið í höndum rannsóknarnefndar
flugslysa.
Hæstu gjöld
einstaklings
36,6 milljónir
ÁLAGNINGARSKRÁR liggja frammi í skattumdæmum landsins til 14.
ágúst næstkomandi. Langflestir greiðendur eru í Reykjavík, rúmlega 82
þúsund, og þar er einnig að finna gjaldhæsta einstaklinginn, Þorvald
Guðmundsson, forstjóra í Sfld og fisk, en honum er gert að greiða rúmar
36,6 milljónir í opinber gjöld. Gunnar Þ. Gunnarsson, fyrrverandi for-
stjóri, greiðir næsthæst gjöld einstaklinga, tæpar 29 milljónir. Þorvaldur
hefur verið hæsti skattgreiðandinn undanfarin ár, og greiddi rúmar 39
milljónir króna á síðasta ári og rúma 41 milljón króna árið 1995.
Af lögaðilum í Reykjavík greiða
fjármálaráðuneytið og Reykjavíkur-
borg hæst gjöld, 2,4 milljarða og 589
milljónir, en í þriðja sæti eru Flug-
leiðir, sem gert er að greiða 272
milljónir króna, og Eimskip með 253
milljónir og hafa þessi fyrirtæki haft
sætaskipti frá í fyrra. Þá koma Bún-
aðarbankinn með 243 milljónir króna
og Landsbankinn, sem greiða á 218
milljónir, og hafa bankamir einnig
haft sætaskipti frá síðasta ári.
Næstfjölmennasta skattumdæmið
er Reykjanes en þar eru gjaldendur
53.315, þar af 937 böm undir 16 ára
aldri. Greiða þau alls 7,9 milljónir. I
Reykjavík eru lagðar 6,7 milljónir á
930 börn.
Margir útgerðarmenn
og skipstjórar
Meðal tíu gjaldhæstu einstaklinga
í hinum ýmsu umdæmum era út-
gerðarmenn og skipstjórar fjöl-
mennir en einnig má finna þar lyf-
sala, verktaka og forstjóra. Þannig
má nefna að af tíu gjaldhæstu ein-
staklingum í Vestmannaeyjum eru 9
úr hópi útgerðarmanna og skip-
stjóra og einn lyfsali og er það kona.
■ Flugleiðir greiða/10
■ KEA og Þorsteinn/12
Reuter
KR-ing-
ar áfram
KR-INGAR unnu frækinn sig-
ur á Dinamo í Búkarest í Evr-
ópukeppni félagsliða í gær,
2:1. Þeir eru komnir áfram í
keppninni. KR vann fyrri leik
liðanna í Reykjavík 2:0. Rík-
harður Daðason, sem er hér í
baráttu við Mihai Tararache,
skoraði bæði mörk KR-inga,
sem unnu sinn fyrsta leik í
Evrópukeppni á útivelli.
■ Erum/Cl
0
Alagningarskrár lagðar fram í dag
Morgunblaðið/Svavar Magnússon
/
Alftarung-
ar skríða
úr eggi
KRISTRÚN María og Harpa
Björnsdætur fylgdust áhugasamar
með þegar álftarungarnir skriðu
úr eggi í hólmanum í Ólafsfjaröar-
vatni á dögunum. Ekki spillti það
ánægjunni þegar þær fengu að
halda á tveimur elstu ungunum.
■ Fyrstu sundtökin/6
Lánshæfismat
Moody’s
Einkunn
Islands
hækkar
BANDARÍSKA matsfyrir-
tækið Moody’s Investors
Service tilkynnti í gær að fyr-
irtækið hefði hækkað mat sitt
á lánshæfí íslenska rfldsins úr
A1 í AA3. Auk þess gefur
Moody’s skuldabréfum ís-
lenska ríkisins í íslenskum
krónum í fyrsta skipti ein-
kunn og hljóta þau hæstu ein-
kunn eða AAA.
I fréttatilkynningu frá
Moody’s segir m.a. að þessi
hækkun endurspegli aukinn
fjölbreytileika íslensks efna-
hagslífs til langs tíma litið,
m.a. aukna erlenda fjárfest-
ingu byggða á ódýru vatni og
rafmagni.
Ólafur ísleifsson, fram-
kvæmdastjóri alþjóðasviðs
Seðlabankans, segir að hækk-
unin á lánshæfínu hafí bein
áhrif á kjör rfldssjóðs á er-
lendum lánamörkuðum og
stuðli að því að þau verði enn
hagkvæmari en áður, en þau
hafi reyndar farið batnandi á
undanförnum áram.
Mikil verðbréfaviðskipti
í kjölfar fréttar Moody’s
fylgdu mikil viðskipti á Verð-
bréfaþingi Islands og námu
þau alls 775 milljónum króna
í gær.
■ Færist upp í AA/Bl
Grunur um matareitrun á
ferðamannastöðum á NA-landi
Tugir ferða-
fólks veikjast
TUGIR erlendra ferðamanna era
taldir hafa fengið matareitran á
ferðamannastöðum á Norðurlandi
eystra á undanfömum tíu dögum. Að
sögn Ólafs Hergils Oddssonar, hér-
aðslæknis Norðurlands eystra, hafa
að minnsta kosti fjórir hópar erlendra
ferðamanna veikzt, alls rúmlega fjöru-
tíu manns. Hermann Sveinbjömsson,
íramkvæmdastjóri Hollustuverndar,
staðfestir einnig að stofnunin sé að
rannsaka matareitranartilfelli.
Ólafur Hergill segir að ferða-
mennirnir hafí veikzt af uppköstum
og niðurgangi og sumir verið nokkuð
illa haldnir en hafi þó ekki þurft að
leggjast inn á sjúkrahús. Flest bendi
til að uppspretta veikindanna sé í
mat, þar sem heilir hópar ferða-
manna hafi veikzt í einu og slíkt
bendi ekki til að um sé að ræða
veirusýkingu. Hins vegar hafi enn
ekki tekizt að finna orsökina.
Ólafur segir að rannsókn heil-
brigðisyfirvalda beinist enn sem
komið er að Norðurlandi eystra.
Hann segir að einkenni matareiti-
unar geti komið fram einum til þrem-
ur sólarhringum eftir að eitraðrar
fæðu var neytt. Morgunblaðinu er
kunnugt um tvo hópa ferðamanna
sem fóra um Norðurland og veiktist
annai' síðan á Austurlandi en hinn í
Vík í Mýrdal. María Anna Garðars-
dóttir, læknir í Vík, sagði að til henn-
ar hefði leitað hópur ferðamanna með
magakveisu og hefði hún sent sýni til
Hollustuverndar til rannsóknar.