Morgunblaðið - 07.08.1997, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Var villtur í þrjá sólarhringa í frumskógi í Guatemala
Fannst þrekaður
eftir mikla leit
EINAR Ágústsson, 24
ára maður, sem út-
skrifaðist frá Háskóla
íslands síðastliðið
vor, fannst á lífí á
þriðjudag en þrekað-
ur mjög eftir að hafa
villst í frumskógi í
Guatemala í Suður-
Ameríku. Hann hélt
kyrru fyrir í frum-
skóginum í þrjá sól-
arhringa og var illa
bitinn af moskítóflug-
um og með snert af
malaríu þegar hann
fannst. Ágúst Einars-
son þingmaður, faðir
Einars, þakkar íslenskum
stjórnvöldum og stjórnvöldum í
Guatemala það að pilturinn
komst lífs af úr þessum háska.
Einar leggur stund á
spænskunám við bandarískan
skóla í Guatemala. Síðastliðinn
laugardag fór hann í
ferð inn að frægum
Maya-rústum í
frumskógi í
vesturhluta
Guatemala. Hann
hafði með sér hálfa
vatnsflösku og var
án matar enda hafði
hann fengið
upplýsingar um að
færi hann ákveðna
slóð kæmist hann í
vatnsból. Áður en
hann komst að
vatnsbólinu villtist
hann. Ágúst segir að
auðvelt sé að villast
á þessum slóðum, þarna sjáist
ekki til sólar og erfítt sé
yfirferðar.
„Hann gerði það eina rétta í
stöðunni þegar hann uppgötvaði
að hann var villtur, með því að
halda kyrru fyrir. Það
Einar Ágústsson
uppgötvaðist hins vegar ekki
fyrr en sólarhring síðar að hann
var týndur og hófst þá fyrsta
leit. Við fréttum af þessu hér
heima á mánudaginn í gegnum
skólann. Talið var langlíklegast
að hann hefði farið inn að
rústunum og villst. Það hefur
komið fyrir að ferðamenn hafa
villst þarna,“ sagði Ágúst.
Ágúst talaði við Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra á
mánudaginn og hét hann strax
fullum stuðningi íslenskra
stjórnvalda. Atli Ásmundsson í
ráðuneytinu vann að málinu
ásamt Einari Benediktssyni
sendiherra í Washington og
Sveini Björnssyni
sendiráðsritara. Ákveðið var að
Sveinn færi strax til Guatemala
og haft var samband við
sendiherra Guatemala í
Washington og bandaríska
sendiherrann í Guatemala.
Leit hófst á þriðjudag
Ágúst segir að leitin hafi ekki
hafíst af fullum krafti fyrr en á
þriðjudag. Kallaðar voru út
hersveitir á mánudag og
viðbótarhersveitir og
þyrlusveitir á þriðjudag. Þyrlur
flugu yfír svæðið, einkum í þeim
tilgangi að Einar heyrði í þeim
og vissi þá af því að leit væri í
gangi. Ágúst segir að Einar hafi
orðið var við þyrlurnar og haldið
áfram kyrru fyrir.
„Hann fannst síðan eftir hádegi
á þriðjudag og hafði þá verið þijá
sólarhringa í skóginum. Hann
fékk strax aðhlynningu og var
fluttur í nálæga borg. Síðan var
flogið með hann til
Guatemalaborgar og gekkst hann
undir læknisskoðun þar. Hann
flýgur síðan ásamt Sveini
Björnssyni til Bandaríkjanna og
þaðan til íslands þegar fyrir
liggur að hann sé nægilega heill
heilsu til að þola þann flutning,“
sagði Ágúst.
Sjö ára sótti
dúkkukerru
og setti bíl
af stað
Siglufirði. Morgunblaðið.
MANNLAUS bíll fór af stað um
hádegisbil í gær og rann um 100
metra eftir Laugaveginum á
Siglufirði og endaði ferðina á
hvolfí ofan í garði við íbúðarhús.
Ekki urðu slys á fólki en nokkrir
krakkar voru að leik þarna hjá.
Tildrögin voru þau að sjö ára
dóttir eigandans hafði farið inn i
bflinn til að ná í dúkkukerru
sem þar var og sennilega rekið
kerruna í gírstöng bflsins
þannig að hann hrökk í frígír
með fyrrgreindum afieiðingum.
Bifreiðin, sem er af gerðinni
Toyota Hilux, er talin ónýt eftir
óhappið. Einnig brotnaði girð-
ing sem bfllinn fór í gegnum áð-
ur en honum hvolfdi.
Moi-gunblaðið/Sigrfður Ingvarsdóttir
Frosti hf., Miðfell hf. og Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal
Hluthafar samþykkja sam-
einingu fyrirtækjanna
ísafirði. Morgunblaðið.
Á HLUTHAFAFUNDI sem hald-
inn var í Frosta hf. í Súðavík á
þriðjudag var sameining fyrirtæk-
isins við Miðfell hf. og Hraðfrysti-
húsið hf. í Hnífsdal samþykkt sam-
hljóða. I gærdag var einnig leitað
afstöðu hluthafa tveggja síðar-
nefndu fyrirtækjanna til samein-
ingarinnar og var hún samþykkt
samkvæmt upplýsingum blaðsins.
Þar með hafa samþykktir stjórna
fyi-irtækjanna frá því í vor um
sameiningu fyrirtækjanna verið
staðfestar og þau þvi verið rekin
sem eitt frá 1. maí sl.
Samkvæmt upplýsingum blaðs-
ins munu hluthafar í Frosta hf.
Hlutur Frosta
rúm 41% og
hinna rúm 58%
eignast 41,6% hlut í hinu nýja fyr-
irtæki og hluthafar í Miðfelli og
Hraðfrystihúsinu 58,4%. Hið nýja
fyrirtæki verður rekið undir nafni
Hraðfrystihússins hf. og mun Kon-
ráð Jakobsson, núverandi fram-
kvæmdastjóri þess, gegna stöðu
framkvæmdastjóra nýja fyrirtæk-
isins. Óvíst er á þessari stundu
hverjir munu gegna öðrum stjórn-
unarstöðum í fyrirtækinu.
Hið sameinaða fyrirtæki verður
annað stærsta sjávarútvegsfyrir-
tækið á Vestfjörðum með um sjö
þúsund þorskígildistonna kvóta og
veltu upp á rúma tvo milljarða á
ári.
Fyrirtækið hefur yfir að ráða
þremur skipum, ísfísktogaranum
Páli Pálssyni og frystitogurunum
Bessa og Andey. I Súðavík á fyrir-
tækið eina fullkomnustu rækju-
verksmiðju landsins og í Hnífsdal
er fullkomin bolfiskvinnsla. Þá á
fyrirtækið mjölvinnslu til jafns við
Ishúsfélag ísfirðinga hf.
Lenti á einum
hreyfli
Áfyllingar-
lok fyrir ol-
íu var laust
VTÐVÖRUNARLJÓS um lág-
an olíuþrýsting á vinstri hreyfli
kviknaði við brottfór TF-ELK,
ICB-700, flugvélar íslandsflugs
frá Reykjavíkurflugvelli um kl.
8.09 í gærmorgun. Flugvélin
sneri til baka og kom í ljós við
skoðun að áfyllingarlok fyrir ol-
íu var laust.
Sigfús Sigfússon, markaðs-
stjóri, sagði að flugstjórinn
hefði brugðist við með því að
slökkva ó hreyflinum í um 400
feta hæð og gefa flugturni til-
kynningu um að hann hygðist
koma aftur inn til lendingar
þegar viðbúnaður væri til taks.
Lendingin var með eðlileg-
um hætti og var vélin þegar
tekin til skoðunar. í ljós kom
að áfyllingarlok fyrir olíu var
laust og hafði nokkur olía lekið
út. Eftir að bætt hafði verið á
olíu og hreyfillinn reyndur
fannst ekkert athugavert við
flugvélina og var hún því tekin
í notkun á ný.
Allir héldu áfram
Sigfús sagði aðspurður að
flugvél væri fullkomlega örugg
á einum hreyfli og farþegar
fyndu ekki muninn. Enginn
hefði orðið skelkaður og allir
haldið til Alrureyrar á ný eftir
um 45 mínútna töf. TF-ELK er
46 manna farþegaflugvél.
Nýir menn
í stjorn Flug-
félags fslands
NÝIR menn hafa verið skipaðir
í stjórn Flugfélags íslands í
kjölfar úrskurðar áfrýjunar-
nefndar samkeppnismála um að
rjúfa tengsl stjórnenda Flug-
leiða við Flugfélag íslands.
í nýju stjórninni eru fjórir
starfsmenn Flugfélags ís-
lands. í aðalstjórn eru Sigurð-
ur Aðalsteinsson formaður, en
hann er flugrekstrarstjóri fé-
lagsins, Páll Halldórsson fram-
kvæmdastjóri og Hlynur Elís-
son fjármálastjóri. í varastjórn
sitja Thor Ólafsson, sölu- og
markaðsstjóri, og Torfi Gunn-
laugsson, starfsmaður Flug-
málastjórnar á Akureyri. Þessi
stjórn var kjörin á hluthafa-
fundi félagsins í síðustu viku.
Áður sátu í aðalstjórn þeir
Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, Halldór Vilhjálms-
son, framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs, og Halldór Halldórs-
son, stjórnarmaður hjá Flug-
leiðum. Ákveðið hefur verið að
skjóta niðurstöðu áfrýjunar-
nefndar samkeppnismála til
dómstóla.
Lögreglu-
menn lentu í
sjonum
SJÖ félagar í sérsveit lögregl-
unnar lentu í sjónum skammt
frá Saltvík í gær þegar gúmbát-
ur sem þeir voru á hvolfdi. Einn
mannanna saup talsverðan sjó
en þeii' björguðust allir um
borð aftur í aðra gúmbáta sem
voru á svæðinu.
Mennirnir voru vel útbúnir,
með björgunarbelti og hjálma á
höfði, en voru ekki í blautbún-
ingum. Óhappið varð um miðj-
an dag í gær þegar sérsveitin
æfði meðferð gúmbáta.