Morgunblaðið - 07.08.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 07.08.1997, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Nýtt punktakerfi vegna umferðarlagabrota tekur gildi 15. september: RÉTT skal vera rétt, sýsli minn. Það var ég sem fann upp punktakerfið, góði. Sýningu frá Everest að ljúka LJÓSMYNDASÝNINGU um ferð þeirra Björns Ólafssonar, Einars K. Stefánssonar og Hallgríms Magnússonar á tind Everest, hæsta fjalls heims, lýkur á morgun. Sýningin, sem er í anddyri Morgunblaðs- hússins, Kringlunni 1, hefur verið vel sótt og fengið já- kvæða umfjöllun. Ljósmyndirnar sýna m.a. ferð þeirra félaga á tindinn 21. maí sl., aðdraganda ferð- arinnar og heimkomu. Einnig er hluti búnaðar þeirra til sýn- is, eins og tjald, súrefnisgrím- ur, eldunarbúnaður, fatnaður o.fl. Morgunblaðið flutti í vor ítarlegar fréttir af baráttu fjallgöngumannanna við Ever- est, en blaðið var í stöðugu símasambandi við þá í gegnum gervihnött. Auk þess sendu þeir heim daglega pistla í gegnum alnetið þar sem þeir röktu gang mála. Fjallgöngugarparnir og að- stoðarmenn þeirra, Hörður Magnússon og Jón Þór Víg- lundsson kvikmyndatökumað- ur, þurftu að yfirstíga marg- víslega erfiðleika áður en þeir náðu markmiði sínu. Þrálátt kvef gerði þeim lífið leitt. Hluti búnaðarins kom of seint á staðinn. Þeir lentu í erfið- leikum með súrefnistækin. Erfiðast viðureignar var þó veðrið, en slæmt veður olli því að þeir þurftu að bíða aðgerð- arlausir dögum saman. Þegar þeir lögðu í síðasta áfangann á tindinn urðu þeir að snúa við vegna slæms skyggnis og hvassviðris. Daginn eftir var varla stætt í efstu tjaldbúðum, en með þrautseigju og dugn- aði náðu þeir á toppinn eftir 13 tíma göngu. Sýningunni í Morgunblaðs- húsinu lýkur kl. 18 á morgun. Morgunblaðið/Bjöm Ólafsson SÍÐASTI þröskuldurinn á tind Everest er Hillary-þrepið, kennt við Edmund Hillary, sem fyrstur kleif tindinn. „Tveir fyrir einn“ tilboð Flugleiða Sætum bætt við vegria mikillar sölu FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að bæta við nokkur hundruð sætum í ferðatilboðið „tveir fyrir einn“ til Bandaríkjanna sem gildir fyrir ferðir þangað á tímabilinu 15. sept- ember til 30. nóvember, miðað við síðustu heimferð 10. desember. Boðin voru í fyrstu þtjú þúsund sæti til þeirra fimm borga í Banda- ríkjunum sem Flugleiðir fljúga til og voru aðeins örfá óseld í gær eftir tveggja daga sölu. Tilboðið er bundið við að tveir ferðist sam- an og greiðir þá annar þeirra fullt almennt fargjald en hinn ekkert. Sé fargjaldinu deilt á tvo má sem dæmi nefna að farmiði milli Kefla- víkur og New York kostar þá á mann 23.720 kr., með flugvalla- sköttum, eða 25.970 kr. Tónlistarkeppni Ríkisútvarpsins Vildum opna gáttir SENN líður að því að úrslit ráðist í Tón- Vakanum, tónlist- arkeppni Ríkisútvarpsins, en fimm keppendur eru eftir af sautján, sem hófu keppni í vor. Þessi fimm eru Ásgerður Júníusdótt- ir, messósópran úr Reykjavík, Peter Tompk- ins, óbóleikari úr Garðabæ, Þórunn Ósk Marínósdóttir, víóluleikari frá Akureyri, W. Keith Reed, baríton frá Egils- stöðum, og Þórunn Stef- ánsdóttir, messósópran úr Hafnarfirði. TónVakinn skiptist í þrjá hluta og verður síðasta hlutanum útvarpað á Rás eitt 9., 10. og 16. ágúst. Sigurvegar- inn heldur tónleika í útvarps- húsinu við Efstaleiti sunnudag- inn 17. ágúst og kemur að auki fram með Sinfóníuhljómsveit- inni á tónleikum 30. október næstkomandi. Guðmundur Em- ilsson, tónlistarráðunautur Rík- isútvarpsins, hefur annast framkvæmd keppninnar frá upphafi, en hún hóf göngu sína árið 1992. En hvaða tilgangi þjónar keppni á borð við TónVakann? Að mati Guðmundar skorti vett- vang fyrir óþekkt tónlistarfólk til að láta til sín taka svo alþjóð vissi af. „Við hjá RÚV vildum opna gáttir til að efnilegt tón- listarfólk ætti greiðari aðgang að okkur og þar með þjóðinni. Það er víða afburðafólk við nám og störf úti á landi og í útlönd- um, sem lítið ber á. Þó alltaf megi deila um keppni í listgrein- um, var það þetta sem kveikti í okkur, og ef marka má við- brögðin frá upphafi er keppni af þessu tagi af hinu góða. En þetta er ekki eingöngu spurning um keppnina sem slíka, heldur ýmislegt í kringum hana sem hefur áhrif á samfélagið. Til dæmis nefni ég að Miklos Dalmay, sem sigraði í fyrra og starfar á Flúðum, er að margra mati orðinn einn af menningar- oddvitum Árnessýslu. Þeir sem komist hafa í úrslit keppninnar hafa jafnan hlotið ýmiss konar menningarstyrki og uppörvun frá sveitungum sínum; bæjum, borg og ríki. Enn fremur er unnið starf á sviði tónvísindanna í tengslum við TónVakann. í reglum keppninnar segir að þriðjungur efnisskrár skuli vera eftir núlif- andi íslenskt tónskáld. Þetta hefur orðið til þess að tónlistar- menn hafa dregið fram í dags- ljósið tónverk sem annars hefðu kannski legið óhreyfð. Svo er líka nokkuð um það að pöntuð séu ný verk frá tónskáldum til flutnings; keppnin hefur því hvetjandi áhrif á tónskáldin okkar.“ - Hefurðu merkt einhverja þróun í keppninni undanfarin ár? _________ „Já, framganga listamannanna finnst mér einkennast af meiri fagmennsku, allt frá því sótt er um þátttöku og til loka. Fólk gerir sér grein fyrir því að samkeppnin er mikil og að hvert smáatriði getur skipt sköpum, hvort heldur það er uppröðun á efnisskrá, val á meðleikara eða sviðsframkoma svo ekki sé talað um sjálfan tónlistarflutninginn. Ég heyri líka að keppendur gera sér æ betur grein fyrir mikilvægi sam- Guðmundur Emilsson ► Guðmundur Emilsson hljómsveitarstjóri er fæddur árið 1951 í Reykjavík. Hann lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reylqavík árið 1971 og BM- gráðu frá tónmenntadeild East- man School of Music, Univers- ity of Rochester í New York árið 1975. Frá tónvísindadeild sama skóla lauk Guðmundur síðan MM-gráðu árið 1979 og enn síðar doktorsprófi í kór-, óperu- og hljómsveitarstjórn við Indiana University í Bloom- ington í Indiana. Doktorsrit- gerð Guðmundar fjallar um pólska samtímatónskáldið Penderecki. Guðmundur á þeg- ar að baki langan starfsferil, bæði sem fjölmiðlamaður, kennari og hljómsveitarstjóri, hér á landi og í útlöndum. Hann var stofnandi og framkvæmda- stjóri íslensku hljómsveitarinn- ar frá 1981 og tónlistarstjóri RÚV frá 1989. Guðmundur hef- ur staðið fyrir ýmsum tónlistar- viðburðum á vegum RÚV, eins og RúRek-djasshátíðinni, Nord- Sol tónlistarkeppninni, ísMús tónmenntadögunum og Tón- Vakanum, og hefur hvatt til mjög aukinna samskipta við erlendar útvarpsstöðvar. Guð- mundur er kvæntur Valgerði Jónsdóttur músikþerapista og eiga þau tvö börn, Jón Emil tólf ára og Álfheiði Erlu þriggja ára. Fagmennska keppenda eykst með ári hverju spils meðleikara og þeirra sjálfra sem aftur má rekja til aukinnar tónlistarkennslu í landinu.“ - Hvernig er framkvæmd keppninnar háttað í megindrátt- um? „í fyrsta hluta keppninnar berast okkur heimatilbúin hljóð- rit keppenda, sem gefa til kynna í stórum dráttum hvort viðkom- andi er hæfur til þátttöku. Þessi hluti er öllum opinn og engin aldurstakmörk. Við höfum vilj- andi reynt að hafa keppnina eins opna og hugsanlegt er til að hvetja sem flesta til þátt- töku. Þegar búið er að dæma ________ frammistöðu hvers og eins hefjast bréfa- skriftir um það sem mætti verða tónlistar- mönnunum til fram- dráttar í öðrum hluta “ keppninnar. Þá er dómnefnd kölluð til, en höfð að tjaldabaki meðan keppendur flytja efnisskrár sínar. Þeir sem komast í þriðja áfanga flytja hins vegar efnisskrár sínar fyrir dómnefnd í sal. Við höfum mik- il samskipti við keppendur og reynum að vaka yfir þeim til að koma í veg fyrir augljós mis- tök.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.