Morgunblaðið - 07.08.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 23
ERLENT
STÉLHLUTI vélarinnar var heillegur eftir en búkurinn brotnaði í
sex hluta og brann að mestu.
Reuter
BJÖRGUNARMENN bera lík fólks sem fórst með vélinni.
GUAM
GUAiy!/-
^Seoul
SUÐUR -
KÓREA
Boeing 747-300 þota KAL var afhent
flugfélaginu í desember 1984 og
hafði flogið tæplega 50 þúsund
stundir í tæplega 8500 flugferðum.
KYRRA
Korean Air Lmes
Boeing 747-300
FILIPPSEYJAR
w1
1.500 km
Dededo—^
Agana
-V-T' Y-
*• "v-
Þotan fórst í vonskuveðri, rigningu
og þoku, og rakst á olíuleiðslu
þegar hún kom niður ekki fjarri
þéttbýlasta hluta eyjarinnar
Guam.
Guam er bandarískt yfirráðasvæði
og 450 ferkílómetrar að stærð.
Höfuðborgin er Agana. íbúar eru
alls rúmlega 132 þúsund, flestir
bandarískir ríkisborgarar. Eyjan er
vinsæll ferðamannastaður.
REUTERS
Talofofo ®-y
Slysstaðurinn
um það bil fimm
kílómetra frá
alþjóðaflugvellinum
á Guam
Slysatíðni hjá KAL
þykir tiltölulega há
Seoul. Reuter.
FLUGSLYSIÐ á Guam, þegar rúm-
lega 200 manns fórust með Boeing
747-300 þotu suður-kóreska flugfé-
lagsins Korean Air Lines (KAL),
var fyrsta slys sem verður í flugi á
vegum KAL síðan 1989. Slysatíðni
hjá flugfélaginu er álitin tiltölulega
há.
Marty Salfen, varaformaður Al-
þjóðasamtaka flugfarþega, segir að
slysatíðnin hjá KAL sé 1,91 á hverja
milljón brottfara. Meðaltalið í heim-
inum er 0,581 á hverja milljón
brottfara. Flugfélagið veitir engar
upplýsingar um slysatíðni. í tölum
þeim, er Salfen, nefnir er ekki tek-
ið með í reikninginn þegar Boeing
747 þota KAL var skotin niður af
rússneskum herþotum 1983 og allir
sem um borð voru, 269 manns, fór-
ust.
Nokkrum klukkustundum eftir
að Boeing vél félagsins fórst á
Guam sneri Airbus A300 vél félags-
ins við 20 mínútum eftir flugtak frá
Kansaiflugvelli við Osaka í Japan
þegar vart varð vélartruflana.
Síðast varð slys í flugi á vegum
KAL 27. júlí 1989 þegar McDonn-
ell Douglas DC-10 þota félagsins
með 199 manns innanborðs brot-
lenti nærri flugvellinum í Trípólí í
svartaþoku. 80 fórust, þar af nokkr-
ir sem voru á jörðu niðri, og 70
slösuðust. Yfirvöld í Suður-Kóreu
komust að þeirri niðurstöðu að
áhöfn vélarinnar hefði orðið á
„skelfileg mistök" og virt að vett-
ugi þijár aðvaranir áður en vélin
brotlenti. Flugstjórinn var dæmdur
í tveggja ára fangelsi.
Talsmaður fjármálafyrirtækis,
sem ekki vildi láta nafns síns getið,
sagði í gær að slysið á Guam myndi
skaða ímynd flugfélagsins. „Korean
Air er þekkt meðal farþega erlend-
is sem eitt af hættulegri flugfélög-
um.“ Fulltrúi flugfélagsins sagði
að orðspor þess hefði verið svert á
ósanngjarnan hátt. Undangengin
slys hafi átt sér pólitískar rætur.
Af 10 stærstu slysum sem orðið
hafa í flugi á vegum KAL frá því
1969 tengjast fimm hermdarverk-
um af hálfu Norður-Kóreu eða flugi
inn á rússneskt yfirráðasvæði.
Ekki er enn Ijóst hverjar orsakir
slyssins á Guam eru. Sérfræðingar
í fjármálaviðskiptum fullyrða að
farþegar muni halda tryggð við
KAL. „Suður-kóreskir ferðamenn
eru ekki líklegir til að snúa sér til
erlendra flugfélaga. Þeir vilja nota
félög frá Suður-Kóreu vegna
tungumálsins og kunnuglegrar
þjónustu.“
„Þá kom hvellur og
vélin rakst í jörðina“
Seoul. Reuter.
Gerry Adams hittir Mo Mowlam
Bretar fari frá
N or ður-Irlandi
Belfast. Reuter.
HONG Hyon-song, 35 ára gam-
all Suður-Kóreumaður, komst
lífs af úr slysinu. I viðtali við
suður-kóreska sjónvarpsstöð
lýsti hann því hvernig hann
hjálpaði illa brenndri konu út úr
flaki vélarinnar áður en hann
forðaði sér sjálfur, og hvernig
eldur og reykur kom í veg fyrir
að hann gæti hjálpað fleirum.
„Ég ætlaði að flýta mér út úr
vélinni, hræddur um að hún
myndi springa í loft upp, en þá
fann ég að einhver tók í fótinn
á mér,“ sagði Hong. „Það var
algert myrkur en ég áttaði mig
á því að þetta var kona. Ég tók
í hendurnar á henni, fór út og
ýtti trjágreinum frá.“
Hong sagði að skrokkur vél-
arinnar hefði rifnað beint fyrir
ofan sæti hans í röð þijú. „Eg
var heppinn. Ég er bara dálítið
marinn á bijósti en annars er ég
í lagi.“ Hann sagði að konan, sem
hann dró út úr flakinu, hafi ver-
ið illa brunnin og mátt bíða í
myrkri í fulla klukkustund áður
en henni var komið til bjargar.
Sagðist hann hafa kveikt í
fatadruslum og veifað til þess
að vekja athygli manna á björg-
unarþyrlum.
Hong sagði að slösuð flug-
freyja hefði beðið sig að fara
aftur að flakinu og hjálpa fleir-
um út. „Ég æpti inn í flakið hvort
einhver væri þar og börn kölluðu
á hjálp. Ég spurði hve mörg og
þau sögðu fjögur. Það var hræði-
legt en ég gat ekki farið inn í
flakið aftur vegna þess að
sprengingar inni í því kveiktu
elda.“ Hong sagði að farþegum
hafi ekki verið tilkynnt umað
neitt væri að í aðfluginu. „Eg er
viss um að ég fann þegar lend-
ingarhjólin voru sett niður. Ég
hélt að vélin væri að fara út af
brautinni út í grasið umhverfis.
En þegar ég leit út sá ég tré
fara fram hjá glugganum. Síðan
kom skyndilega hvellur og vélin
rakst í jörðina."
Njósnavél-
ar en ekki
geimverur
Washington. Reuter.
BANDARÍSKIR embættis-
menn fóru með skipulagðar
lygar til þess að geta gefið
sennilegar skýringar á því sem
margir töldu vera fljúgandi
furðuhluti, þegar kalda stríðið
stóð sem hæst, að því er banda-
ríska leyniþjónustan, CIA,
greindi frá fyrir skemmstu.
Athuganir, sem gerðar hafa
verið á vegum CIA leiða nú í
ljós í fyrsta skipti, að banda-
ríska stjórnin sló ryki í augu
almennings hvað þetta varðar.
Fram kemur að flestar þær til-
kynningar sem bárust um að
fólk hefði séð fljúgandi furðu-
hlut hafi átt sér þær forsendur
að sést hafi til njósnaflugvéla
Bandaríkjahers, U-2 og SR-71
Blackbird, sem voru háleynileg
vopn á þeim tíma. Frekar en
að gera uppskátt um tilvist
þessara flugvéla kom herinn
af stað sögusögnum, segir í
niðurstöðum athugana CIA.
GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein,
stjómmálaflokks írska lýðveldis-
hersins (IRA), ræddi í gær í fyrsta
sinn við Mo Mowlam, sem fer með
málefni Norður-írlands í stjórn
breska Verkamannaflokksins.
Hann hvatti stjórnina til þess að
beita sér fyrir samkomulagi um að
endi yrði bundinn á bresk yfirráð
yfir Norður-írlandi.
„Sinn Fein kemur til viðræðn-
anna sem flokkur írskra lýðveldis-
sinna er ieitast við að ná fram því
markmiði þjóðernissinna að binda
enda á bresk yfirráð á írlandi,"
sagði Adams við Mowlam á fyrsta
fundi þeirra eftir að IRA lýsti yfir
vopnahléi að nýju 20. júlí. „Þótt ég
fagni Mowlam sem fyrstu konunni
í þessu ráðherraembætti vonast ég
til að hún verði sú síðasta.“
Adams hvatti stjórn Verka-
mannaflokksins til að fá mótmæl-
endur, sem eru 60% íbúa Norður-
írlands, til að fallast á endursamein-
ingu írlands. Bresk og írsk stjórn-
völd hafa sagt að ekki verði hægt
að breyta stöðu Norður-írlands
nema meirihluti íbúanna samþykki
það. Adams sagði hins vegar að
íbúar írsku eyjunnar allrar ættu að
taka ákvörðun um framtíð Norður-
írlands.
Mowlam sagði að Sinn Fein fengi
að taka þátt í friðarviðræðunum,
sem eiga að hefjast í næsta mán-
uði, ef IRA stæði við vopnahlésyfir-
lýsingu sína. Hún bætti við að
breska stjórnin vildi að IRA og
hreyfingar mótmælenda létu vopn
sín af hendi áður en viðræðunum
lyki.
Adam tók hins vegar skýrt fram
að IRA myndi ekki fallast á afvopn-
un fyrr en samkomulag næðist um
sameiningu írlands.
VFNFIRÐINGAR ÚTSALAN HELDUR ÁFRAMl
uÁAnAmiAm 20-50% AFSLATTUR
3i NAGRANNAR! adidas