Morgunblaðið - 07.08.1997, Síða 26

Morgunblaðið - 07.08.1997, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ verkið alltaf aftur eins og sagan er til vitnis um. Það er mikið verk framundan, við að veita blóði, tár- um og svita inn í íslenzkt sýningar- líf, sem er að verða að lognmollu síbyljunnar, gerist ekki með orð- ræðu, orðgjálfri og fundahöldum heldur með því að taka hraustlega á verki, samræðan er svo lífrænust á sjálfum myndfletinum. Það sem ber helst að biðja um eru svipmiklar blóðríkar athafnir er rumska við fólki, vekja upp áleitna forvitni og beina því í aukn- um mæli inn í listhús og listasöfn borgarinnar. Og ekki stundinni lengur því lífsnauðsyn krefur. Bragi Ásgeirsson Djass á Blúsbarnum GUNNLAUGUR Guðmundsson og Agnar Már Magnússon leika djass á Blúsbarnum í kvöld, fimmtudag. Þeir eru báðir við nám í djassfræð- um í Hollandi, Gunnlaugur á kontrabassa í Konunglega Konser- vatoríinu í Haag en Agnar í Tónlist- arháskólanum í Hilversum. Á efnis- skránni verða lög eftir Kern, Hammestein og Rowles. Leikur þeirra hefst kl. 22. Ljós og láð í Lundi, Varmahlíð LJÓS og láð er yfirskrift á sýningu Guðmundar Ármanns, sem opnuð verður í ASH galleríinu, Lundi, Varmahlíð, á morgun, föstudag, kl. U. Á sýningunni eru átta tréristur, sem eru allar unnar á þessu ári og eru þær þrykktar í tveimur til sex litum, frá einu og upp í þrjú eintök. Þema sýningarinnar er landslagið. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10-18 og stendur til 24. ágúst. Matthíasdóttir með heilan vegg (og hrifmikinn), en hins vegar eru flestir aðrir kynntir með einni til þrem myndum, en oftast tveim, þar á meðal Ásgrímur og Jón Stef- ánsson. Á suðurvegg rýfur mál- verk Hauks Dórs allt samhengi því hann er af annarri og yngri kyn- slóð en Svavar, Kristján Davíðsson og Steinþór Sigurðsson við hliðina, auk þess sem málunarmátinn stingur mjög í stúf við hinar mynd- irnar, er hvassari, hrárri og ógn- þrungnari. Myndir SUM kynslóð- arinnar njóta sín engan veginn á móti hinni risastóru ógnvægu myndasöguflóru Errós, sem geng- ur með sprengikrafti yfir þvert tengirýmið. Fingurbrjótamir í upphenging- unni eru þannig margir, en á móti kemur að innan um er margt gull- fallegra mynda og sumar hefur maður ekki séð í háa herrans tíð. Ættu þó á einhvern hátt að vera Vilt þú heiðra Ivar Eskeland sjötugan? I tilefni sjötugsafrnælis Ivars Eskelands hinn 30. nóvember næstkomandi gefur Det Norske Samlaget út bók með úrvali greina (káseria) sem Ivar hefúr skrifað undanfama tvo áratugi. Sumar greinamar hafa áður birst á prenti, en aðrar hafa ekki birst áður. Bókin hefur hlotið nafhið Norska þjóðarsálin. Þeir, sem vilja heiðra Ivar sjötugan geta gerst áskrifendur að bókinni og verða nöfn þeirra birt í Tabula Gratulatoria í bókinni. Áskrifendur fá bókina á NOK 160 (burðargjald innifalið). Verð í bókaverslunum verður NOK 248. Svarfrestur er til 15. ágúst. ÞEIR SEMAHUGA HAFA VINSAMLEGA FYLLIEFTIRFARANDI ÚT MEÐ HASTÖFUM: -------------------------------------- JA, ég vil heiðra Ivar Eskeland sjötugan og panta hér með ... eintök af bókinni Norska þjóöarsálin á NOK160, buröargjald er innifaliö. Nafn: Heimili: Póstnr./staður: Undirskrift: Sendlst tpústi eða sem simbréf tll: Det Norske Samlaget, v/Nina Tandberg, 4672 Solienberg, 0506 Ósló, Noregi. Fax: 0047 2268 7502. Slmi 00 47 2268 7600. Elnnlg má hafa samband vlð skrifstofu Norræna hússlns I Reykþvlk. Slmi 5517030. Fax 552 6476. Sumarsýning Kjarvalsstaða SJÓNMENNTIR Kjarvalsstaöir ÍSLENZK MYNDLIST VESTURSALUR/GANG- UR/TENGIRÝMI Opið alla daga frá kl. 10-18. Til 31. ágúst. Aðgangur 300 krónur. EINS og telja má rétt og eðli- legt yfir sumartímann hefur allt rými Kjarvalsstaða verið undirlagt framkvæmd sem skarar íslenzka myndlist, allt frá upphafi aldarinn- ar til nútímans. Framkvæmdinni er skipt í tvo afmarkaða hluta, vestri helmingur hússins ásamt tengirými markar yfirlit fram til SÚM hópsins, en eystri helmingur er tileinkaður yngri kynslóð. Þeim hluta mun Hulda Ágústsdóttir væntanlega gera skil. Það gefur auga leið, að allar slíkar framkvæmdir eru afar þýð- ingarmiklar, þar sem um er að ræða kynningu íslenzkrar listar yfir ferðamannatímabilið, og skipt- ir öllu að gengið sé hreint og af- dráttarlaust til verks. Einkum í ljósi þess að telja má að útlendir nálgast þær með galopin augu og dijúgri eftirvæntingu. En fljótlega verður ljóst við skoðun úrtaksins, að þótt sýningin standi óvéfengjan- lega undir nafni sem íslenzk mynd- list, að því leyti að hún er gerð af listamönnum með íslenskt ríkis- fang upp á vasann, er hér mun frekar um handhófskennt dreifsýn- ishorn að ræða en sannferðugt yfirlit yfir það sem gerst hefur innanlands. Ber mun meira svip af hentisemi sýningarstjóra, en að farið sé af hlutlægni í saumana á þróuninni. Slíkar framkvæmdir eru auðvitað fullgildar innan vissra marka, en viðkomandi sýningar- stjórar verða þá að koma til dyra eins og þeir eru klæddir, standa einarðlega að baki vali sínu og skoðunum. Hér er sá annmarkinn, að gesturinn fær engar upplýsingar milli handanna, engin sýningar- skrá liggur frammi né fróðleikur um einstaka listamenn né hvernig staðið var að vali myndverkanna, og þannig engar heimildir fyrir framtíðina. Flestir útlendir koma á staðinn alls ófróðir um íslenzka myndlist, og þótt fáanlegt sé mikið magn bóka í sölubúð kemur það sýningunni sjálfri lítið við, enda hefur skilvirk íslenzk sjónlistar- saga frá upphafí til nútímans ekki enn litið dagsins ljós. Hlýtur að vera skylt að setja stórfram- kvæmdir sem slíkar á þann veg fram, að gesturinn velkist ekki í vafa um að hveiju hann gengur, þannig að hann fari ekki af vett- vangi með ranghugmyndir um ís- lenzka myndlist vegna ónógra upp- lýsinga og hlutdrægs sögumats. Það má nú einmitt gera ráð fyr- ir að gesturinn geri, í ljósi þess hve margt vantar í þessa saman- tekt, auk þess að ófróður nær naumast að átta sig á að hér er um að ræða sérskoðanir, markaðs- og óskhyggju fyrri sýningarstjóra. Það er ekki aðeins, að margir mikilvirkir listmenn hafa með öllu verið sniðgengnir og upphengingin sé á þann veg að drjúga athygli hefur vakið, í senn ruglingsleg og hlutdræg. Þá má alls ekki fara að fara með málverk eins og gert er á milliveggjum í tengirými, þar sem þau njóta sín engan veginn, auk þess sem bein sólarbirta á myndverk skaðar þau einkum í gegnum rúðugler, leysir upp litina, þannig að jaðrar við skemmdar- verk að hafa þau þar óvarin. Þeg- ar gengið er inn í vestursal blasa við heil ellefu málverk Kjarvals, sem öll hafa verið sýnd endurtekið á undanförnum árum, en er auðvit- að í himnalagi er ókunnuga ber að. Hins vegar vekur sú árátta furðu að sumir virðast þurfa meira rými og fleiri verk en aðrir á sam- sýningum sem slíkum, sem ætti frekar að vera öfugt í ljósi meintra yfirburða þeirra. Má segja að þeir séu mættir til myndræns pataldurs með ofurefli liðs, þannig er Louisa aðgengilegar allt árið því útlendir eiga leið hér um á öllum árstíðum og uppeldisgildi þeirra fyrir ungu kynslóðina mikið. Undarlegt er oft metnaðarleysið og tregðan þegar um málverk á sígildum grunni er að ræða, einkum er eldri kynslóðir eiga í hlut og ekki skil ég hvernig staðið er að kynningu verkanna að Kjarvalsstöðum í ljósi heilsíðu- greinar í Menningarblaðinu á dög- unum. Núlistaskólar tímanna kenna ekki að lesa í málverk, en hér er um mikið og vandasmt verk að ræða en ekkert sem hægt er að hafa í flimtingum. Mikill mis- skilningur að ein kynslóð geti úr- kynjað það sem árþúsundir hefur tekið að þróa, enda kemur mál- Síðasta sýning á Hótel Heklu í OPNU húsi í Norræna húsinu í kvöld, fimmtudag, kl. 20, verður þriðja og síðasta sýning á leikþættinum Hótel Heklu, sem leikhópurinn Fljúgandi diskar hefur flutt. Leikendur eru Þórey Sig- þórsdóttir og Hinrik Ólafsson, leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir og Áslaug Leifsdóttir er útlits- hönnuður sýningarinnar. Ylva Hellerud hefur gert sænska þýðingu. Söguþráðurinn er byggður á 16 íslenskum ljóðum sem eru ofin inn í spennandi sögu, þar sem veruleiki og draumur renna saman. Linda Vilhjálmsdóttir og Anton Helgi Jónsson sömdu söguna í kringum ljóðin, sem eru meðal annars eftir Sjón, Diddu, Sigfús Daðason og Steinunni Sigurðardóttur. Kaffistofa Norræna hússins býður upp á íslenska sérrétti og er opið í kaffistofunni til kl. 22. Aðgangur að sýningunni er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.