Morgunblaðið - 07.08.1997, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 37
MINNINGAR
STEINUNN
FINNBOGADÓTTIR
+ Steinunn Finn-
bogadóttir var
fædd 19. júlí 1916 á
Stapa í Tálknafirði
og lést að heimili
sínu Eyrarhúsum,
Tálknafirði 28. júlí
1997. Foreldrar
Steinunnar voru
hjónin Helgi Finn-
bogi Guðmundsson
bóndi f. 21.6. 1879,
d. 3.5. 1923 og Vig-
dís Helga Guð-
mundsdóttir, f. 4.1.
1887, d. 14.8. 1983.
Börn þeirra voru
átta, auk Steinunnar þau Krist-
ín, f. 14.10. 1909, Olafur, f.
31.10. 1910, Andrés Þorbjörn,
f. 19.12. 1911, Sigurður, f. 19.9.
1913, Guðmundur, f. 16.12.
1914, Guðmunda, f. 19.6. 1918
og Bjarni Hermann, f. 27.7.
1920. Tvö hálfsystkini, börn
Finnboga, voru María Petrína,
f. 28.11. 1898 og Finnbogi, f.
5.11. 1897. Þijú systkinanna
eru á lífi, Kristín, Andrés og
Bjarni Hermann.
Fóstursystkini Steinunnar á
Suðureyri við Tálknafjörð,
börn Gróu Indriðadóttur og
Jóns Jónsens, voru Jóna Þórdís,
Guðrún, Þórarinn, Margrét,
þorleifur, Marta, þórður, Samú-
el, Steinunn og Einar. Þrjú
þeirra eru á lífi, Margrét, Stein-
unn og Einar.
Steinunn giftist 18. nóvem-
ber 1937 Albert Guðmundssyni
kaupfélagsstjóra og bónda, f.
5.11. 1909, d. 24.6. 1967, syni
Guðríðar Guðmundsdóttur og
Guðmundar Jónssonar bónda á
Sveinseyri.
Sonur þeirra er Vilhjálmur
Auðunn Alberts-
son, f. 14.1. 1947,
kvæntur Jónínu
Haraldsdóttur, f.
30.4. 1948 og eru
börn þeirra þijú:
1) Haraldur Þór, f.
13.2. 1974, 2) Kol-
brún, f. 27.3. 1976
og 3) Tinna Rós, f.
13.4. 1986. Fóstur-
dóttir Steinunnar
og Alberts er Ester
K. Celin, f. 21.2.
1940, gift Braga
Friðfinnssyni, f.
30.7. 1934 og eru
þeirra börn fjögur: 1) Albert,
f. 26.4. 1962, kvæntur Karin
Pedersen, f. 30.10. 1964; þeirra
börn eru: Maja Liv, f. 25.9.1992
og Símon Bragi, f. 21.7. 1996;
2) Finnur, f. 2.8. 1969; 3) Stein-
unn Braga, f. 4.1. 1968, gift
Bryryari Jóhannessyni, f. 10.11.
1963; þeirra börn eru: Hulda
Björk, f. 6.8.1985, Viktor Bragi
f. 30.10. 1989 og Ester Rós f.
14.4.1996; 4) þórir Karl, f. 25.6.
1971.
Steinunn ólst upp á Suður-
eyri við Tálknafjörð, stundaði
nám við Húsmæðraskólann á
ísafirði og bjó með Alberti fyrst
á Sveinseyri og síðan á Eyrar-
húsum. Eftir lát Alberts gerðist
hún ráðskona við mötuneyti
Hraðfrystihúss Tálknafjarðar í
mörg ár og starfaði á haustin
sem kokkur við hótelið í Flóka-
lundi. Hún tók mikinn þátt í
félagsstörfum og var formaður
Kvenfélagsins Hörpu um tvo
áratugi.
Utför Steinunnar fer fram
frá Stóra-Laugardalskirkju í
dag klukkan 14.00.
Drottning Tálknafjarðar! -
Þannig heyrði ég unga maorí-stúlku
ávarpa hana á förnum vegi í
Reykjavík en sú hafði verið við
vinnu vestra um skeið. Hún hafði
nokkuð til síns máls. Því þótt Stein-
unn Finnbogadóttir hefði ekki auð
og völd var hún höfðingi í lund og
sópaði að henni heima og heiman
og hún réð lengstaf því sem hún
vildi ráða.
Steinunn fæddist og óx upp
fyrstu árin með átta systkinum í
Krossadal við Tálknafjörð. Barnung
missti hún föður sinn sem drukkn-
aði, heimilið leystist upp, móðirin
hélt tveim yngstu börnunum, hinum
var komið í fóstur og vinnumennsku
þeim elstu, um fermingu. Steinunn
fór til skyldmenna sinna hinum
megin fjarðar, á Suðureyri, Gróu
Indriðadóttur og Jóns Jónsen, ólst
þar upp í stórum systkinahópi og
taldi alla tíð gæfu sína að hafa lifað
æskuna þar. Á þessum tíma var
mannmargt á Suðureyri, bæði á
heimilinu sjálfu og við hvalstöðina
þar sem oft voru tugir manna við
störf, úr firðinum og aðkomumenn.
Ung stúlka stundaði Steinunn
tilfallandi vinnu bæði á heimaslóð-
um og einnig í Reykjavík, var fyrst
í vist og starfaði síðan í mötuneyti
og voru kostulegar sögurnar sem
hún sagði af þeim vettvangi. Hún
nam við Húsmæðraskólann á
ísafirði og naut þess enda varð
búrekstur og heimilisstjórn aðal-
ævistarf hennar. 21 árs giftist hún
Albert Guðmundssyni kaupfélags-
stjóra og áttu þau fyrst heima á
Sveinseyri í sama húsi og foreldrar
Alberts en hófu síðan eigin búskap
með kindur og kýr að Eyrarhúsum.
Á þeim bæ var ærið að starfa, því
auk búskaparins hafði Albert í
mörg horn að líta sem kaupfélags-
stjóri, helsti frammámaður sveitar-
innar og aðalhvatamaður að upp-
byggingu frystihúss og fiskiðnaðar.
Steinunn skipulagði og stóð fyrir
veitingum á öllum helstu hátíðum,
sundprófinu, íþróttamótinu, afmæli
kaupfélagsins og mætti lengi telja.
Á Eyrarhúsum var tekið á móti
flestum gestum sem erindi áttu í
fjörðinn, hvort sem voru opinberir
embættismenn, mótframbjóðendur
Alberts í kosningum, erindrekar
Samvinnuhreyfingarinnar eða þeir
sem komu til ýmissa tímabundinna
starfa, auk vina og vandamanna.
Má segja að heimilið hafi oft verið
sem hótel, rekið frá því voraði langt
fram á vetur. Alltaf var líka margt
í heimili, vinnumenn og auk sonar
og fósturdóttur dvöldust mörg börn
hjá Steinu og Albert á sumrin, þar
á meðal undirrituð í fjölda ára og
er eilíflega þakklát að hafa barn
eignast yndislegan sumarpabba og
sumarmömmu og fullorðin elskaða
vinkonu sem aldrei gleymist.
Það er ekki ofsagt að Steinunn
hafi verið rómuð myndarhúsmóðir
og frábær kokkur hvort sem var á
eigin heimili eða vinnustað og ham-
hleypa til allra verka. Eftir að Al-
bert féll frá fyrir aldur fram fór
hún að stunda vinnu utan heimilis,
gerðist ráðskona í mötuneyti Hrað-
frystihúss Tálknafjarðar og kokkur
á hótelinu í Flókalundi á haustin í
mörg ár auk þess sem sóst var eft-
ir henni til að matreiða fyrir vinnu-
flokka og standa fyrir veislum. Alls
staðar eignaðist hún vini, félags-
lynd og kát. Hún var einn aðal-
hvatamaður að stofnun Kvenfélags-
ins Hörpu í Tálknafírði og formaður
þess í tvo áratugi, síðustu árin heið-
ursfélagi, en vann þó og var virk í
félagsstarfínu eftir sem áður.
Margir munu sakna Steinu og
myndirnar hrannast upp í minning-
unni: Steina í flaksandi víðu pilsi
með homaboltahúfu að mála
tröppuhandriðið, Steina með snæri
og öngul á kústskafti að keppa með
yngstu sveitungunum í marhnúta-
veiði, Steina með vindilinn í gleð-
skap á góðri stundu, Steina að
hressa sig á sterku eftir bað í pollin-
um um miðja nótt, Steina moldug
að laga til í blómabeðunum, Steina
brunandi á bílnum upp í þorp í öðr-
um, mesta lagi þriðja, Steina með
hattinn á leið í kaffihús í Reykja-
vík, Steina á kafí í matarvinnslu:
Slátur, kæfa, sulta, kökur, - allt
fyrir verðandi gesti. Hún lærði aldr-
ei að lifa smátt ein á litlu heimili.
Til þess var hún of mikill höfðingi
og of félagslynd.
Þarna var ekki til hálfvelgja: Til-
+ Þorbjörg Ing-
ólfsdóttir fædd-
ist á Akranesi 14.
desember 1919 og
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 31. júlí sl.
Foreldrar hennar
voru Ingólfur
Sveinsson, bóndi í
Múlakoti í Staf-
holtstungum, og
Ástrós Þorsteins-
dóttir frá Dals-
mynni í Norðurár-
dal.
Eiginmaður
hennar er Páll Egg-
ertsson frá Sólmundarhöfða,
Innri-Akraneshreppi. Barn
þeirra er Erling Þór, skipstjóri,
fæddur 5. nóvember 1953. Eig-
inkona Erlings er Jóna Björg
Kristinsdóttir og eiga þau þrjú
börn og eitt barnabarn.
Útför hennar fer fram frá
Akraneskirkju í dag klukkan
14.
Við fráfall systur
minnar, Þorbjargar
Ingólfsdóttur, streyma
fram minningar og er
mér efst í huga sú vin-
átta og fómfysi er hún
átti í ríkum mæli og
ég naut í bemsku og á
unglingsárum. Sjálf-
sagt hefur verið erfitt
að hemja fríska stráka
sem höfðu ýmislegt
fyrir stafni, t.d. að
reyna að ýta árabátn-
um hans Odds í Hliði
úr vör eða fara í lengri
rannsóknarleiðangra
um Skagann án þess að tilkynna
það sérstaklega. Þetta blessaðist nú
allt saman og átti Bogga systir stór-
an þátt í því. Bogga og Palli vora
samhent og stórhuga þegar þau
lögðu upp í þá ferð sem nú er á
enda rannin eftir liðlega hálfrar ald-
ar samveru. Palli var rétt liðlega
tvítugur nýútskrifaður húsasmiður
er hann tók að sér stórverkefni fyr-
ir Finnboga Guðlaugsson i Borgar-
nesi, en það var bygging Bifreiða-
og trésmiðju Borgarness og lauk
hann því verki á tæpu ári. Síðar tók
Palli að sér að reisa súrheysturna
fyrir Vestlendinga. Við þessar fram-
kvæmdir og síðar, er þau réðust í
að byggja nýbýlið Lindás í Innri-
Akraneshreppi og byggðu þar upp
kjúklinga- og svínabú, sem þau ráku
af miklum myndarskap, var hlutur
Boggu mikill. Með eljusemi, trú-
mennsku og afburða snyrtimennsku
vann hún að búi þeirra af mikilli
alúð. Á haustdögum árið 1953 kom
sólargeisli inn í líf þeirra er Erling
Þór fæddist og hefur hann reynst
foreldrum sínum hinn besti sonur,
en hann hefur búið í Lindási ásamt
eiginkonu sinni, Jónu Björgu Krist-
insdóttur, og börnum þeirra.
Síðustu árin hafa verið Boggu og
Palla erfið, en þessi dugmiklu hjón
þurftu að rifa seglin og slá undan
eftir hagstæðan byr. Ég vil að leið-
arlokum færa Boggu systur minni
þakkir fyrir það sem hún var mér
á unglingsárum mínum og votta
Palla, Erlingi Þór, Jónu Björgu og
bömum þeirra og barnabörnum
mína dýpstu samúð.
Kæra systir, vertu að eilífu Guði
falin.
Aðalsteinn Dalmann Októsson.
ÞORBJÖRG
INGÓLFSDÓTTIR
finningarnar á fullu, sár, reið, spil-
andi kát, - líka óþolinmóð ef hlut-
imir gengu ekki nógu hratt. Það
sem henni datt í hug átti að gerast
strax. Þannig var hún sjálf, full af
eldmóði og gekk með krafti til allra
verka og af sömu elju til ferðalaga
og skemmtana. Var á kafi í því sem
hún tók sér fyrir hendur og ekki
var hægt annað en hrífast með
hvort sem það þýddi að grípa am-
boðin og reyna á kraftana, aka yfír
hálft landið eða djamma og dansa
út nóttina.
Og svo allt í einu: Horfin, farin.
Þótt hún væri komin yfir áttrætt
held ég að okkur flestum sem eftir
sitjum hafi fundist að við mundum
alltaf eiga hana. En þannig hefði
hún sjálf áreiðanlega kosið að fara,
skyndilega og án biðar. Mitt í önn-
um, gestir að kveðja sama dag eft-
ir nokkurra daga dvöl og von á
öðram fljótlega. Hún hefði illa unað
að þurfa að vera upp á aðra komin
eða þurfa að yfirgefa sín elskuðu
Eyrarhús og dveljast annars staðar
síðustu árin. En söknuðurinn er sár.
Vilborg Harðardóttir.
Elsku amma, okkur langar að
kveðja þig með nokkrum orðum.
Það fyrsta sem kom í hugann, þeg-
ar mamma hringdi og sagði að þú
værir farin var lyktin þín, fjörið í
kringum þig, blómin í garðinum og
öll skemmtilegu orðatiltækin. Það
var aldrei lognmolla í kringum þig
og alltaf stutt í grínið, við eigum
eftir að minnast þín þegar við finn-
um vindlalykt eða sjáum stjúpur í
görðum og sérstaklega ef fallegar
smákökur verða á vegi okkar, von-
andi komumst við uppá lag með að
gera jafn fallegt og gott „bakkelsi"
og þú.
Það mátti aldrei neinn vera
svangur í kringum þig, þá kipptirðu
því í lag og yfirleitt með stórveislu.
Þá komu þessar skemmtilegu setn-
ingar: „í guðanna bænum borðið
þið þetta á meðan það er heitt;“
eða þegar kökur voru á borðum:
„Elskurnar mínar, klárið þið þetta,
það er ónýtt hvort sem er.“ Þetta
vora ömmusetningar.
Elsku amma, takk fyrir að vera
Amma okkar.
Kveðja,
Albert, Steinunn,
Finnur og Þórir.
I dag er kvödd Steinunn Finn-
bogadóttir, sem var stofnandi og
fyrsti formaður félagsins okkar og
bar hag þess mjög fyrir bijósti alla
tíð. Af mikilli elju og áhuga stóð
hún fyrir því að félagið festi kaup
á gömlu „stúkuhúsi“, sem síðan
þjónaði Tálknfirðingum sem sam-
komustaður á fjórða áratug og enn
er mikið notað. Steinunn var for-
maður hátt á annan áratug og vann
félaginu ætíð af miklum heilindum
og fórnfysi. Þó að sagt sé að maður
komi manns í stað þá vitum við að
sæti Steinunnar verður aldrei fyllt.
Sá kraftur og kjarkur, sem hún bjó
yfir, var okkur hinum sífelld hvatn-
ing.
Við færum Steinu hjartans þakk-
ir okkar allra fyrir einstæða og lit-
ríka samvera í gegnum tíðina og
óskum henni velfarnaðar á nýjum
leiðum.
Félagskonur í Kvenfélaginu
Hörpu, Tálknafirði.
Afmælis-
og minn-
ingar-
greinar
MIKILL fjöldi minningar-
greina birtist daglega í Morg-
unblaðinu. Til leiðbeiningar
fyrir greinahöfunda skal eftir-
farandi tekið fram um lengd
greina, frágang og skilatíma:
Lengd greina
Um hvem einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
minningargreinar um sama
einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd,
- eða 2200 slög (um 25 dálk-
sentimetrar í blaðinu). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmark-
ast við eitt til þijú erindi.
Formáli
Æskilegt er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, er fædd-
ur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka,
og böm, skólagöngu og störf
og loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram
í formálanum, sem er feitletr-
aður, en ekki í greinunum
sjálfum.
Undirskrift
Greinarhöfundar era beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinun-
um.
Frágangur og móttaka
Mikil áherzla er lögð á að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í text-
amenferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er ennfremur
unnt að senda greinar í sím-
bréfi - 569 1115 - og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is). Vin-
samlegast sendið greinina inni
í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Skilafrestur
Eigi minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunn-
inn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.
í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar
eigum við ávallt fyrirliggjandi margar
gerðir legsteina og minnisvarða.
Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla
Verið velkomin til okkar,
eða fáið myndalista.
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP., SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410
4