Morgunblaðið - 07.08.1997, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 07.08.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997 39 MINNINGAR KELD GALL JÖRGENSEN + Keld Gall Jergensen fædd- ist í Kaupmannahöfn I. febrúar 1955. Hann lést 26. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kirgegárds-kap- elle í Oðinsvéum 1. júlí. Fyrir tveimur árum minntist ég í dagblöðum kennara míns, danskrar ættar, sem lést í hárri elli í Danmörku. Það var hún Ragna Lorentzen, mag.art. Þegar fólk er orðið háaldrað, sættum við okkur fremur við dauða þess en fólks, er kveður okkur á unga aldri, og allt benti til að ætti lífið framundan. Keld Gall Jörgensen fæddist 1. febrúar 1955. Hann gekk menntaveaginn. Hann hafði góð- ar námsgáfur og almennar gáfur. Hann átti ekki til menntamanna að telja, en langalgengast er að afkomendur þeirra stefni til æðstu mennta. Það er gott verk, þegar efnilegum unglingum eru veitt tækifæri til að auka við færni síma með skólanámi. Sem betur fer eiga fáir nú á dögum að þurfa að sæta því ömurlega hlutskipti að þurfa að fara á mis við menntun, eins og algengt var fyrrum. Keld lauk námi í bókmennta- fræði í Danmörku, en hélt síðan til íslands, þar sem hann lagði stund á íslensku hér við háskól- ann. Hann var eins og fleiri land- ar hans þannig gerður, að læra það, sem hann fékkst við, til hlít- ar. Ég naut kennslu Kelds í Há- skóla íslands um fjögurra ára skeið. Og þar er skemmst frá að segja, að ég hlakkaði til hvers tíma hjá honum. Hann var svo einlægur og ljúfur í framkomu. Og hvað gerði til, þó að hann skrifaði með vinstri hendinni á töfluna? Allt sem Keld sagði og skrifaði komst til skila. Hann var ágætur kennari. Ekki fór á milli mála, að Keld var róttækur maður í hugsun. Við ræddum einu sinni sem oftar um strauma og stefnur í bókmennt- um. Þá sagði hann, að allir fremstu rithöfundar, fyrr og síð- ar, hefðu verið róttækir í hugsun. Þessu gleymi ég ekki. Er ekki líka trúlegast, að einmitt slíkir höf- undar eigi einhver spor við tímans sjá? Keld var rólegur maður og hvers manns hugljúfi. Þegar hann kvaddi kennsluna í Háskóla ís- lands og hélt til Danmerkur, var samkoma honum haldin í Nor- ræna húsinu. Þar lét ég nokkur þakkarorð falla fyrir þá leiðsögn, sem hann veitti okkur í dönskum bókmenntum og fræðum þeim skyldum. Hans sakna margir, því að hann var orðinn mjög samgró- inn íslenskri menningu og samtíð. En tími hans sem lektors var út runninn. Hann skilur eftir sig mætar minningar hjá þeim, sem honum kynntust hér á landi. Því miður seig ævisól hans til viðar allt of snemma. Nú kveð ég hann með orðum Hávamála: „Orðstirr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr.“ Auðunn Bragi Sveinsson, B.A. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridshátíð á Sauðárkróki DAGANA 22.-24. ágúst verður haldið stórmót á Sauðárkróki í til- efni 100 ára afmælis Sauðárkróks. Spilað verður um silfurstig og veg- leg peningaverðlaun. Dagskrá mótsins verður þessi: Föstudagur 22. ágúst. Spiluð eru undanúrsiit, tvær 28 spila Mitchell-lotur og komast 24 efstu pörin í úrslit á laugardeginum, en hin pörin komast í hliðartví- menning. Mótsetning er kl. 12,30 en síðan hefst spilamennskan kl. 13 og áætl- uð spilalok kl. 22. Laugardagur 23. ágúst Urslit, barómeter, 3 spil á milli para. Spilamennskan hefst kl. 12 og áætlað að ljúka kl. 22.30. Sárabótar-Mitchell, tvær 28 spila lotur 1. umferð 13.00-17.00 2. umferð 18.00-22.00 Sunnudagur 24. ágúst Sveitakeppni, Monrad, 7 umferð- ir, 6 spila leikir. 1.-7. umf. 11.00-17.00 Verðlaunaafhending og mótslok kl. 17.20 Skráning og nánari upplýsingar gefur Kristján Blöndal, hs. 453-6146, vs. 453-5630, Ásgrímur Sigurbjörnsson, hs. 453-5030; vs. 453-5353 og skrifstofu BSI, s. 587-9360. Sumarbrids Þröstur og Þórður eiga enn topp- skorið í sumarbrids, 69,75% skor, og vinninginn í Hornafjarðarleikn- um en verðlaunin þar eru ferð á Hornafiarðarmótið i lok september. Þeir eru einnig efstir í keppninni um vikuverðlaunin vikuna 28. júlí til 3. ágúst en þar eru verðlaunin matur fyrir tvo á veitingahúsinu Þremur frökkum. Þriðjudaginn 29. júlí spiluðu 32 pör Mitchell-tvímenning, meðalskor 364 og efstu pör í N/S riðli voru: Þórir Sigursteinsson - Jón Þorvarðarsson 418 Hjálmar S. Pálsson - Páll Þór Bergsson 413 Ómar Olgeirsson - Vilhjálmur Sigurðarssonjr. 411 A/V riðill: Björn Eysteinsson - Helgi Jóhannsson 424 Þórður Bjömsson - Þröstur Ingimarsson 422 Magnús Aspelund - Steingrimur Jónasson 420 Miðvikudaginn 30. júlí spiluðu 28 pör Monrad-barómeter, meðal- skor 364. Efstu pör í N/S riðli: Jakob Kristinsson - Sveinn R. Eiríksson 437 Jón Viðar Jónmundsson - Agnar Kristinsson 417 A/V riðill: Jón Steinar Gunnlaugsson - Jón Alfreðsson 454 Jón Þorvarðarson - Hrólfur Hjaltason 413 Spilað er í húsnæði Bridssam- bands Íslands, Þönglabakka 1, 3. hæð. Eiginmaður minn, + BJÖRN STEFÁNSSON fyrrv. kaupfélagsstjóri, er látinn. Þorbjörg Einarsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN SiGURÐSSON, Bolungarvik, er andaðist é Sjúkraskýli Bolungarvíkur 1. ágúst, verður jarðsunginn frá Hólskirkju, Bolungarvík, laugardaginn 9. ágúst kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. JAKOBÍNA HALLDÓRA MARÍASDÓTTIR frá Gullhúsá, til heimilis á Njálsgötu 85, áður til heimilis á Vesturgötu 26A, sem andaðist þriðjudaginn 29. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 7. ágúst, kl. 13.30. Aðstandendur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför GYÐRÍÐAR SVEINSDÓTTUR, Austurbrún 2, Reykjavík. Aðstandendur. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúó og hlýhug við andlát og útför okkar yndislegu dóttur, systur og barnabarns, LILJU ÓSKAR HILMARSDÓTTUR, Háteigi 14F, Keflavík. Hilmar Th. Björgvinsson, Guðný S. Magnúsdóttir, Hanna Björk Hilmarsdóttir, Björgvin Th. Hilmarsson, Jóhanna S. Pálsdóttir, Magnús Guðmundsson, Stella Björk Baldvinsdóttir. ANDRÉS JÓNSSON + Andrés Jónsson fæddist í Reykjavík 27. október 1966. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 12. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Lágafells- kirkju 22. júlí. Það voru sorglegar fréttir sem við fengum aðfaranótt laugardags- ins 12. júní af fráfalli vinar okkar Andrésar Jónssonar. Við vissum að hann hafði átt við alvarleg veikindi að stríða, en héldum að hann myndi yfirstíga þau eins og hann hafði gert svo oft áður. Anni, eins og hann var kallaður, var lífsglaður, litríkur, sterkur og ákveðinn persónuleiki. Með öðrum orðum maður með mikla útgeislun. Oft á tíðum var hann hrókur alls fagnaðar með einstakan húmor og stríðni. Á þeim tíma sem við þekktum Anna fengum við að kynnast ýms- um hliðum hans og þeim manni sem hann hafði að geyma. Með sorg í hjarta kveðjum við góðvin okkar Anna og um leið vott- um við fjölskyldu hans samúð okk- ar. Farðu í friði vinur besti fagurt eigðu hinsta ból. Vinarþakkir - veganestið - verði þitt í himnasól. Þínir vinir, Eyþór Skúli og Hermann Páll. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð- um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför SVANFRÍÐAR MARÍU ÁGÚSTSDÓTTUR frá Ystabæ, Hrísey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis Skjaldarvíkur fyrir góða umönnun. Bræðrabörn. + Útför vinar míns, sonar, bróður og mágs, SKÚLA JÓNS THEODÓRS flugvélstjóra, Rekagranda 2, Reykjavík, sem lést föstudaginn 1. ágúst síðastliðinn, fer fram frá Dómkirkju Krists Konungs, Landakoti, föstudaginn 8. ágúst kl. 13.30. Þorbjörn Garibaldason, Auður Ingibjörg Theodórs, Arndís Gná Theodórs, Elín Þrúður Theodórs, Ásgeir Theodórs, Guðlín Jónsdóttir, Sigurður H. Björnsson, Ingvar S. Hjálmarsson, Guðmundur S. Pálsson, Björg Kristjánsdóttir og frændsystkini. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður og afa, SAMÚELS HELGASONAR, Borgarbraut 65A, Borgarnesi. Guðrún Samúlesdóttir, Erlendur Samúelsson, Helgi Samúelsson, Sigurður Samúlesson, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, VILBORGAR ÁMUNDADÓTTUR, Tjarnargötu 35, Keflavík. Huxley Ólafsson, Ámundi H. Ólafsson, Dagný Þorgilsdóttir, Ólafur H. Ólafsson, Guðrún Árnadóttir Guðný Ámundadóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.