Morgunblaðið - 07.08.1997, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Farið vel með
grillið ykkar
Ekki er dvöl kríunnar hér á norðurslóðum löng.
Krístín Gestsdóttir segir kríuna lagða af
stað í ferð sína suður á bóginn.
1-2 tsk. salt
mikið af grófmöluðum svörtum pipar
örþunnar ræmur af appelsínuberki
Grilllögur
(marínering)
Rifínn börkur af hálfri og safi úr
einni appelsínu
1 dl þurrt hvítvín eða 1 msk.
sítrónusafi
3 sm bútur chilepipar, klofinn og
steinar fjarlægðir
ferskt blóðberg eða 1 tsk. timian
1 tsk. hunang
1 'A dl ólífuolía (hún þolir meiri hita
en önnur oiía).
1. Blandið öllu saman og þeytið
örlítið með pískara. Penslið T-beins-
teikurnar vel með leginum og leggið
þétt i skál eða djúpt fat. Geymið í
kæliskáp í 6 klst. eða á eldhúsborð-
inu í 1-2 klst.
2. Hitið grillið, hafið mesta hita
á gasgrilli en nálægt glóð á kola-
grilli. Smyijið grindina á grillinu
með olíu.
3. Þerrið kjötið með eldhúspapp-
ír og setjið á grindina, snúið við
eftir 2 mínútur. Snúið síðan aftur
við eftir aðrar 2 mínútur. Penslið
kjötið með grillleginum, grillið á
fyrri hliðinni í 5-6 mínútur, snúið
við og stráið salti og pipar á. Reyn-
ið að láta piparinn festast við kjöt-
ið. Þrýstið því niður með spaða.
Grillið á síðari hliðinni í aðrar 5-6
mínútur.
4. Setjið örþunnar ræmur af app-
elsínuberki ofan á sneiðarnar til
skrauts þegar þetta er borið fram.
Meðlæti: Kartöflur, heilar eða í
sneiðum bakaðar á grillinu (þær
penslaðar með olíu og uppáhalds-
kryddinu ykkar stráð á) hrásalat,
kryddsmjör og brauð, sem vafið er
í álpappír og hitað á grillinu.
AÐ MORGNI
30. júlí gekk ég eins
og venjulega yfir Garða-
holtið, logn var og blíða en undar-
lega hljótt. Hverju sætti þetta, var
krían virkilega horfin af holtinu?
Hún hefur ekki langa viðdvöl en
fer niður að sjónum um leið og
nætur gerast dimmar, brátt hefst
hin langa för hennar á suðurslóð-
ir. Þótt sumri sé að ljúka hjá
kríunni er því ekki lokið hjá mér
- og grillsumarið mitt rétt að
byija. Þegar ég tók fram grillið
snemma í sumar kom í ljós að
ýmsir hlutar þess voru ryðgaðir í
sundur, svo sem brennarinn og
allir takkar orðnir fastir. Mér
fannst þetta fullsnemmt af þriggja
ára gömlu grilli og það í dýrari
kantinum og taldi mig geta gengið
að varahlutum þar sem ég keypti
grillið, en ekki aldeilis. Þar feng-
ust engir varahlutir sem pössuðu.
Nú hófst þrautaganga milli alls
konar fyrirtækja, ýmislegt var
keypt og prófað en passaði ekki.
Kostnaðurinn var farinn að nálgast
sjöunda þúsundið, þegar loks ný-
lega náðist í það sem til þurfti og
það fékkst alls ekki allt á sama
stað. Og hlaupin og vinnan við
þetta - best að tala ekki um það.
Því segi ég: „Farið vel með grillin
ykkar og látið þau ekki standa úti
að vetrinum, jafnvel þó hlífin sé
góð. Mín er sérsaumuð úr þykkum
dúk. Grillið komst loksins í lag og
ég hélt upp á það með dýrindis
T-beinsteik og það á venjulegum
þriðjudegi, enda einn besti dagur
sumarsins. Við borðuðum að sjálf-
sögðu úti. Þegar við höfðum notið
góðrar máltíðar og sátum yfir kaff-
inu, heyrðum við allt í einu gamal-
kunnugt hljóð - krí, krí, tvær síð-
búnar kríur flugu yfir höfðum okk-
ar en hurfu svo úr augsýn. í sömu
andrá dró fyrir sólu og mörg ský
hrönnuðust upp á himininn - góða
veðrið var búið. Vindsveipur fór
um veisluborðið, dúkurinn lyftist
upp og diskur lenti á pallinum og
fór í mask.
Grilluð T-beinsteik
Grillið aldrei frosið kjöt, þíðið
það áður. Farið aldrei frá grillinu
meðan kjötið er að grillast. Skerið
upp í fituröndina. Minnkið hana
ef hún er mjög þykk. Ef kviknar
í fitunni, þarf að færa kjötið strax
frá eldinum. Skvetta má örlitlu
vatni á eldinn. Brennt kjöt er afar
óhollt.
6 T-beinsteikur
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Góð þjónusta
hjá Sjóvá-
Almennum
„ÉG LENTI í því að brotist
var inn hjá mér og mikið
skemmt og var ég með
tryggt hjá Sjóvá-Almenn-
um. Ég vildi þakka
Sjóvá-Almennum fyrir
frábæra þjónustu og
fagmönnum sem gerðu við
skemmdimar fyrir skjót og
góð vinnubrögð. Þar
sannaðist máltækið:
„Maður tryggir ekki eftirá“.
Jónína D. Hilmarsdóttir.
Gamli bærinn
á Húsafelli
EINAR hafði samband við
velvakanda og vili hann
lýsa yfir ánægju sinni með
viðgerðina á gamla bænum
á Húsafelli. Þar er líka
kominn góður veitingar-
staður í eldhúsinu í gamla
bænum. Hann vill hvetja
fólk til að skoða þetta.
Sóðaskapur
AÐ MORGNI 1. ágúst ók
ég austur Miklubraut um
kl. 11 og á undan mér ók
bíll, drapplitaður, eldri
gerð af Mitsubishi. Er við
komum á móts við Miklat-
ún sá ég skyndilega box
undan mjólkurhristingi
koma fljúgandi út um
gluggann og hafna í
rennusteini. Athygli mín
vaknaði á farþegum bílsins
og sýndist mér þar sitja
ungar stúlkur. Er við kom-
um yfir gatnamót Miklu-
brautar og Kringlumýrar-
brautar beygði bíllinn í átt
að Kringlunni. Ég þykist
vita að þær stúlkur sem í
bílnum sátu hafi verið
snyrtar hið ytra en hugs-
unarháttur þeirra mætti
vera snyrtilegri gagnvart
umhverfinu því svona
nokkuð gera aðeins sóðar.
Vegfarandi.
Tapað/fundið
Símboði
týndist
SÍMBOÐI týndist föstu-
daginn 1. ágúst, líklega á
U mferðarmiðstöðinni.
Skilvís finnandi vinsam-
lega hafi samband við
Gunnar í síma 569-8302
eða 551-0064.
Dökklitaður
jakki týndist
DÖKKLITAÐUR jakki
týndist föstudaginn 1.
ágúst í Tunglinu. Skilvís
finnandi vinsamlega hafi
samband í síma
555-4104.
3 peysur
týndust í
Vestmannaeyjum
ÞRJÁR peysur, ein svört
Everlast hettupeysa, blá
hettupeysa og blár Regata
flísjakki, týndust úr tjaldi
í Vestmannaeyjum um
verslunarmannahelgina.
Skilvís finnandi vinsam-
lega hafi samband í síma
554-3354.
Dýrahald
Svartur kettlingur
hvarf í Kópavogi
SVARTUR kettlingur
með hvítt trýni og hvíta
bringu hvarf frá
Furugrund 22 22. júlí.
Hann er ómerktur og
ólarlaus. Þeir sem hafa
orðið varir við kisu eru
beðnir að hringja í síma
554-5380 eða 554-1956.
Högni hvarf frá
Artúnsholti
HANN Papillion, 4ra ára
gamall högni, hvarf frá
heimili sínu á Ártúnshólti
hinn 26. júlí sl. og er hans
sárt saknað. Hann er
brúnbröndóttur með ljósa
höku og gulan kvið og er
bæði eyrnamerktur og
með svarta hálsól. Hann
er einstaklega blíður og
gegnir nafni sínu. Ef
einhverjir hafa orðið varir
við hann eða vita um stað
þar sem hann gæti hafa
lokast inni eru þeir
vinsamlegast beðnir að
hafa samband í síma
562-1200, 587-2040 eða
854-3737.
Tveir kettlingar
óska eftir heimili
TVEIR vel upp aldir og
kassavanir kettlingar vilja
eignast gott heimili. Uppl.
í síma 552-0834.
Svört og hvít læða týndist
frá Akraseli
SVÖRT og hvít fjögurra ára læða með hvíta ól um
hálsinn og eymamerkt R-2196 tapaðist frá Akraseli 2
fyrir hálfum mánuði. Þeir sem hafa orðið varir við hana
hafí samband í síma 557-8419 eða ! Kattholt.
SKÁK
Umsjón Margelr
Pétursson
STAÐAN kom upp á sumar-
skákmóti skáksambandsins í
Kaupmannahöfn í sumar.
Daninn Carsten Hai (2.420)
var með hvítt, en Þröst-
ur Þórhallsson (2.510)
hafði svart og átti leik.
33. - Bxg2+! 34. Kxg2
- Hd2+ 35. Kg3 (Eina
leiðin til að forðast mát
var að leika 35. Hf2, en
þá er svarta staðan gjör-
unnin eftir 35. — Hxf2+
36. Kxf2 - Db2+ og
hvíti hrókurinn á cl feli-
ur.) 35. - Dg5+ og Hoi
gafst upp, því hann er
óveijandi mát í öðram
leik.
Þröstur var hálfum vinn-
ingi fyrir neðan Hei áður en
þessi skák var tefld í næstsíð-
ustu umferð. Hann vann síð-
an Tékkan Houska í síðustu
umferð og sigraði á mótinu
ásamt Dananum Erling
Mortensen. Þeir Þröstur og
Mortensen tefldu innbyrðis
strax í fyrstu umferð og þá
hafði Þröstur betur.
SVARTUR leikur og vinnur.
HEILRÆÐI
ÖKUMENN!
Forðist óþarfa hávaða,
þar sem hestamenn eru
á ferð.
Akið aldrei svo nærri
hesti að hætta sé á að
hann fælist, og láti
ekki að stjórn knapans.
KOMUM HEIL HEIM
Víkveiji skrifar...
VONBRIGÐI með meiðsli tug-
þrautarkappans Jóns Arnars
Magnússonar eru mikil því sannar-
lega voru gerðar miklar vonir um
góðan árangur íþróttamanns árs-
ins tvö síðustu ár á heimsmeistara-
mótinu í Aþenu. Því má þó ekki
gleyma að vonbrigði hans eru ör-
ugglega mest, því hann og hans
nánustu hafa lagt gífurlega mikið
á sig til að komast í fremstu röð.
Vonandi nær kappinn fljótt fullum
bata svo hann komist sem allra
fyrst á þann stað sem hann hefur
áunnið sér meðal bestu íþrótta-
manna í heimi í sinni grein.
Sjónvarpið sýnir daglega frá
heimsmeistarakeppninni og hefur
verið gaman að fylgjast með nýju
stjörnunum sem síðustu daga hafa
bankað hressilega á dyrnar og
sumar fara heim með góðmálma
af einhverju tagi í farteskinu. I
lýsingum sjónvarpsmanna hefur
iðulega verið talað um silfurmeist-
ara eða bronsmeistara. í huga
skrifara er aðeins einn meistari;
sá sem hlýtur gullið. Hinir eru
einnig verðlaunahafar, en ekki
meistarar.
xxx
NÆSTU vikur verða reyndar
miklar íþróttavikur. HM í
frjálsum íþróttum heldur áfram
fram á sunnudag 0g verður þetta
glæsilega mót vonandi til að vekja
áhuga yngri kynslóðarinnar á
frjálsum íþróttum. Lokaslagur
knattspyrnumanna hófst í gær-
kvöldi og framundan eru margir
stórleikir í deild og bikar. Svo er
stutt í landsleiki gegn Liechten-
stein og Irlandi.
xxx
SANNAST sagna var Víkveiji
orðinn heldur þreyttur á
fréttum síðustu helgar um umferð
og veðurfar, drykkjuskap og eitur-
lyfjaneyslu, pústra og aðrar uppá-
komur sem glumdu á öldum ljós-
vakans alla verslunarmannahelg-
ina. Var ekki nóg að varpa þessu
yfir landslýð í fréttatímum? Var
ástæða til allra þessara símtala
og innskota í dagskrá að auki?
Fólkið var þó bara í sumarfríi úti
á landi. Hverjir áttu líka að hlusta
á þetta? Fólkið í tjaldbúðunum eða
þeir sem heima sátu?
Að auki voru allar þessar frétt-
ir og samtöl verulega misvísandi.
Fréttamennirnir vildu margir
hveijir hneyksli á hverjum degi,
lögreglumenn greindu frá eins og
þeir best gátu, en mótshaldarar
sem þurfa að sýna hagnað af brölt-
inu sáu helst ekki nema bjartar
hliðar hvort sem var í mannlífi eða
veðurfari - jafnvel þó bæði blési
og rigndi. Myndin sem ljósvaka-
neytandinn fékk var því vægast
sagt einkennileg.