Morgunblaðið - 07.08.1997, Page 52
52 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
REYKVÍSK ungmenni klædd samkvæmt nýjustu tísku á amerískum bíl.
FINNUR Jóhannsson sýnir snilldartakta.
Blossi gæti gerst
hvar sem er
- FJallar Blossi um heim ís-
lenskra ungmenna eins og Veggfóð-
ur?
„Myndin fjallar um reykvísk ung-
menni á villigötum. Það má ekki
halda að þetta sé sama mynd og
Veggfóður þótt hún fjalli um reyk-
vísk ungmenni. Þær eru heldur ekki
byggðar á eigin reynslu. Eg geri
bara myndir um það sem mig lang-
ar að upplifa sjálfur. Blossi og
Veggfóður eru mjög ólíkar myndir,
■r þó að sögusviðið sé Reykjavík, ís-
land í dag. Myndin getur samt gerst
hvar sem er. Þetta gætu verið bresk
ungmenni eða jafnvel japönsk.
Myndin gæti þess vegna gerst á
Mars eða tunglinu. Það sést að
myndin er tekin hér á landi, en ís-
land er sums staðar eins og írland,
aðrir staðir eins og Mars og aðrir
staðir eins og Reykjavík."
- Eru öll ungmenni í heiminum
orðin eins?
„Það er visst alþjóðlegt yfirbragð
yfir reykvískum ungmennum, eins
og þeim í myndinni. Þau eru klædd
samkvæmt nýjustu tísku, þau
hlusta á nýjustu tónlistina, sem eru
alþjóðlegar stórhljómsveitir eins og
,> Primal Scream og Prodigy. Þau
keyra um á amerískum bílum. Það
sem þau hugsa og dreymir um er
mjög alþjóðlegt líka. Robba, sem
Páll Banine leikur, langar til að
verða „tölvuvírusahitman“, sem
ferðast á milli landa og drepur vír-
usa í tölvum. Og Stellu, sem Þóra
Dungal leikur, hana langar að verða
geimfari."
- Á þetta alþjóðlega yfirbragð
að selja myndina betur?
„Yfírbragðið er meira hluti af því
sem við viljum segja um ört smækk-
andi mynd alheimsins. Á hveijum
Blossi 810551 verður frumsýnd 14. ágúst.
Það er önnur kvikmynd leikstjórans Júlíusar
Kemp. Aður gerði hann myndina Veggfóður
sem vakti mikla athygli. Hildur Loftsdóttir
tók herrann tali.
degi dregst heimurinn saman. Þú
ert ekki einangraður þótt þú búir á
íslandi eða í Kongó. Einangrunin
er að hverfa, og gömul séríslensk
gildi einnig. Það er eðlileg þróun,
en annað mál hvort manni fínnst
það skemmtilegt. Mér fínnst það
ekki, en ég berst samt ekki gegn
því.“
- Veggfóður fór um allan heim
á kvikmyndahátíðir. Mun Blossi
gera það líka?
„Best væri að Blossi yrði meiri
söluvara, en gjafa- og kynningar-
vara sem kvikmyndahátíðamyndir
eru oft. Það er lítill „bisness" í því,
en meira kynning á leikstjóranum
eða á landi og þjóð, og getur þess
vegna skemmt fyrir sölu á mynd-
inni. Blossi er það dýr mynd að við
verðum að selja hana erlendis.
Myndin er á mjög lágum opinberum
styrkjum, þannig að við þurfum að
fá fólk í bíó og selja hana erlendis
til að ná endum saman. Kvikmynda-
sjóður mun hjálpa okkur inn á kvik-
mynda- og söluhátíðarnar í Cannes
og Berlín. Ég held að hægt verði
að selja þessa mynd, því hún er
mjög vel gerð. Það er hvergi til
sparað í vinnslu, hvorki á hljóði né
útliti, því það þýðir ekki að bjóða
Ljósmynd/Spessi
JÚLÍUS Kemp kvikmynda-
leikstjóri.
íslenskum bíóförum upp á neitt
hálfkák. Auk þess ætti Blossi að
geta höfðað til unglinga víða um
heiminn."
- Hvar funduð þið aðalleikarana
þau Þóru og Pál?
* ks JShHHí
PÁLL Banine og Þóra Dungal í hlutverkum sínum.
„Við vissum að Palli gæti passað
í þetta hlutverk, þar sem við þekkt-
um hann. Það komu nokkrir strákar
til greina, og eftir töluvert af pruf-
um, völdum við Palla. Aðalleikarinn
þurfti líka að vera dökkur yfírlitum,
því pabbi hans á að vera Ameríkani.
Hins vegar leituðum við lengi að
stelpunni, og vorum orðnir mjög
stressaðir yfir því að finna hana
ekki. Stelpan sem leikur Stellu þarf
nefnilega að hafa ákveðna eigin-
leika. Svo fundum við Þóru í sjoppu
á Laugaveginum, og hún stóðst
kröfurnar fullkomlega.
Finnur Jóhannsson handbolta-
kappi er líka með stórt hlutverk í
myndinni. Hann leikur geggjað
spíttfrík og gerir það alveg frábær-
lega.“
- Þú hefur kosið að vinna aftur
með Jóni Karli Helgasyni sem tók
Veggfóður fyrir þig?
„Já, ég taldi hann hafa upp á
að bjóða þann stíl sem mér fannst
henta útliti þessarar myndar. Það
er líka mjög fínt að vinna með hon-
um. Þegar maður er með mikið af
óvönu fólki í kringum sig eins og
leikararana, er gott að vera með
einstaklinga í starfsliðinu sem mað-
ur hefur unnið með áður. Að vera
eingöngu með óvant fólk í kringum
sig getur oft endað illa. Það er líka
mögulegt að hafa vana leikara og
óvanan tökumann. Jafnvægi er lyk-
ilorðið."
- Hvenær hófst undirbúningur-
inn að Blossa?
„Hugmyndin kom hjá handrits-
höfundinum Lars Emil 28. desem-
ber 1990. Hann bræddi hana með
sér í 2 ár, og hafði síðan samband
við mig árið 1992. Við unnum stöð-
ugt í henni og fengum ekki úthlut-
að framleiðslustyrk úr Kvikmynda-
sjóði fyrr en 1995. Fjármögnunin
komst þá á fullt og í júní 1996 fór-
um við í tökur. I rauninni er ég
búinn að vinna að þessari mynd
síðan ég kláraði Veggfóður, sem
var frumsýnd 1992. Þetta er mjög
eðlileg lengd á vinnslutíma á ís-
lenskri kvikmynd. Ég ætla samt að
reyna að frumsýna aðra mynd eftir
tvö ár. Ég er búinn að vera með
hugmynd í litla heilanum í þijú ár,
og svo þegar ég vakna 15. ágúst,
daginn eftir frumsýningu á Blossa,
mun eiga sér stað flutningur á því
verkefni yfír í stóra heila, og ég fer
að vinna að því alveg eins og ber-
serkur."
>
*»
Frumraunir á
Locarno-hátíðinni
LOCARNO-kvikmyndahátíðin
verður haldin dagana 6. til 16.
ágúst. Opnunarmynd hátíðarinnar
er í þetta sinn „Men in Black“, en
hátíðinni lýkur með sýningu á
„Conspiracy Theory" með Juliu
Roberts og Mel Gibson í aðalhlut-
verkunum.
Stjórnendur Locarno-hátíðarinn-
ar hafa í gegnum tíðina lagt áherslu
á að þær myndir sem keppa um
gullhlébarðann séu spennandi
frumraunir eða myndir athyglis-
verðra leikstjóra sem eiga ekki
margar myndir að baki. I keppn-
inni í ár eru t.d. íranski leikstjórinn
Jafar Panahi með „The Mirror“,
Cindy Sherman með hryllings-
myndina „Offíce Killer" með Carol
Kane, Molly Ringwald, og Jeanne
Tripplehorn, og Lu Wei, handrits-
höfundur „Farewell My Concubine"
með frumraun sína sem leikstjóri,
„Journey to the Tungut Empire".
Aðrar myndir í keppninni eru:
„The Mad Stranger" stýrt af Tony
Gatlif, „Metropolitan Fables“ stýrt
af Egidio Eronico, „Ocean Liner“
stýrt af Christine Laurent en Andre
Techine skrifaði handritið, „The
Bible and Gun Club“ í leikstjórn
Daniel J. Harris, „We Ail Fall
Down“ stýrt af Davide Ferrario,
„Made in Hong Kong“ leikstýrt af
Fruit Chan, og „Winter Sleeper"
önnur mynd Tom Tykwer.
Stærri nöfn má finna á myndun-
um sem eru sýndar fyrir utan
keppnina. Auk „MIB“ og „Con-
spiracy Theory“ verða sýndar:
„Face/Off“ John Woo hasarinn með
John Travolta og Nick Cage, mynd
Ang Lee „The Ice Storm“, „The
Sweet Hereafter" leikstýrt af Atom
Egoyan, „Career Girls" í leikstjórn
Mike Leigh, og Cannes-verðlauna-
hafínn „The Eel“ leikstýrt af Sho-
hei Imamura.
MYNDBÖND
SÍÐUSTU VIKU
Matthildur
(Matilda)k ★ ★
Sonur forsetans
(First Kidj'k ★ ★ 'h
Leitin að lífshamingjunni
(Unhook the Stars)★ ★ ★ 'h
í deiglunni
(The Crucible)-k ★ ★ 'h
Tvö andlit spegils
(The Mirror Has Two Faces)k ★ ★
Ógnarhraði
(Runaway Car)k ★
Lífið eftir Jimmy
(After Jimmy) ★ ★ ★
Bundnar
(Bound)k ★ ★
Ókyrrð
(Turbulence)'h
Hatrinu að bráð
(Divided by Hate)k 'h
Gullbrá og birnirnir þrír
(Goldilocks and the Three Bears)-k 'h