Morgunblaðið - 26.08.1997, Page 7

Morgunblaðið - 26.08.1997, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIDJUDAGUR 26. ÁGÚST 1997 B 7 KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Golli kagamanna með því að vippa knettinum yfir Albert Sævarsson, mark- víkingum á sunnudag. Kári Steinn skoraði tvö mörk í leiknum. r Stjaman Morgunblaðið/Jim Smart Stjörnunnar, nær hér ekki að n,m leikmann Fram. Liðið er þó farið að skora mörk en það er til lítils þegar andstæðingarn- ir skora fleiri. Bestur hjá Stjörnunni í þessum leik var Hermann Arason, sem átti ágætan leik á miðjunni. En þrátt fyrir dökkt útlit var Ingi Björn, þjálfari Stjörnunnar, bjartsýnn að íeik loknum: „Það hlýtur alltaf að styttast í sigurleikinn. Ég lagði upp með sóknarleik eins og varð reyndin. Við tókum áhættuna en þetta gekk ekki upp í dag.“ Varðandi framhald- ið sagði Ingi Björn: „Ég sé enn fyrir mér sæti í efstu deild." 1B^%Á 5. mínútu náði Mihajlo ■ %#Bibercic knettinum við vítateig Framara eftir klaufaleg mi- stök Jóns Sveinssonar. Bibercic lék inn í vítateiginn og skaut að marki. Ólafur Pétursson varði en náði ekki að halda knettinum og Bibercic fylgdi vel á eftir og skoraði með föstu hægri fótar skoti yfir Ólaf. Árni Ingi Pjetursson skaut 1:1 föstu skoti að marki Stjörnunnar, sem Árni Gautur Arason, varði en boltinn barst til Ágústs Ólafssonar, sem var einn og óvaldaður á fjærstönginni og átti ekki í neinum erfiðleikum með að setja boltann í netið. Þetta gerðist á 11. mínútu. Ii^Á 24. minútu geystist Ág- mmmúst Ólafsson upp vinstri kantinn og sendi fasta sendingu þvert fyrir mark _ Stjömunnar, þar sem Ragnar Árnason, varnarmaður Stjörnunnar, kom á ferðinni með Þor- bjöm Atla fyrir aftan sig. Ragnar reyndi að koma knettinum út fyrir fjærstöngina en ekki tókst betur til en svo, að hann sendi knöttinn í eigið mark. 2b ■J^Þegar hálf minúta var liðin ■ mmaí síðari hálfleik átti Her- mann Arason góða sendingu inn á vítateig Framara, þar sem Valdimar Kristófersson tók boltann niður og sendi hann með hægri fæti í hægra homið fram hjá Ólafi í markinu. 2«o ■w Á 59. mínútu skoraði Ólaukur Hauksson, þá nýkominn inn á sem varamaður, sig- urmark Fram með skoti af markteig eftir að Þorbjörn Atli Sveinsson hafði átt í baráttu við varnarmenn Stjörn- unnar. Dökktútlití Boraamesi EYJAMEIMIM tróna enn á toppi Sjóvár-Almennra deildarinnar í knattspyrnu eftir að þeir sigr- uðu Skallagrím, 3:0, ífremur bragðdaufum leik í Borgarnesi á laugardag. Eyjamenn þurftu þó að hafa heldur meira fyrir sigrinum en tölurnar gefa til kynna og greinilegt er að Borg- nesingar ætla ekki að láta sæti sitt í úrvalsdeildinni af hendi baráttulaust. Eyjamenn byijuðu leikinn af krafti og strax á 3. mínútu lá knötturinn í marki Borgnesinga eftir laglegt skot frá Sigurgeir Tryggva . Guð- Guðlaugsson mundssym. Heinm- skrifar menn voru nokkuð slegnir út af laginu við þessa góðu byijun gestanna og skömmu síðar sluppu þeir með skrekkinn þegar Sigurvin Ólafsson skallaði rétt framhjá marki þeirra eftir sendingu frá Leifi Geir Haf- steinssyni. Leifur Geir átti síðan skot í stöng skömmu síðar en aftur höfðu heimamenn heppnina með sér. Um miðjan fyrri hálfleik fóru Skallagrímsmenn þó að beijast af meiri krafti og þeir voru óheppnir að jafna ekki metin þegar Valdimar Sigurðsson átti ágætt skot að marki eftir glæsilegan undirbúning Hjart- ar Hjartarsonar, en G.unnar Sig- urðsson, markvörður ÍBV, sýndi hvers hann er megnugur og varði með tilþrifum. Borgnesingar komu síðan ákveðnir til leiks í síðari hálfieik og á 63. mínútu skaut Sindri Grét- 0B 4 Á 3. mlnútu gaf ívar ■ | Bjarklind góða send- ingu fyrir mark Skallagríms frá hægri. Steingrímur Jóhannes- son beið við nærstöng og skall- aði knöttinn aftur fyrir sig á Tryggva Guðmundsson, sem skoraði örugglega með hægri fæti. Om*%k 80. mínútu tók ■ JæiGuðni Rúnar Helga- son góðan sprett upp hægri kantinn og sendi síðan fyrir markið. Þar kom Steingrímur Jóhannesson aðvífandi, kastaði sér fram og skallaði knöttinn í homið vinstra megin. 0B*J|Á 83. mínútu sendi ■ ■IpTryggvi Guðmunds- son knöttinn fyrir mark Skalla- gríms frá vinstri. Sverrir Sverrisson var réttur maður á réttum stað, skoraði með lag- iegu skoti og gulltryggði þar með sigur Eyjamanha. arsson rétt framhjá marki Eyja- manna úr góðu færi. Eyjavörnin var hins vegar föst fyrir og braut flest- ar sóknarlotur heimamanna á bak aftur, en Gunnar í markinu þurfti þó að taka á honum stóra sínum til þess að veija fasta aukaspyrnu Björns Axelssonar um miðjan síðari hálfleik. Á lokamínútum leiksins gerðust hlutirnir svo hratt og á 80. mínútu kom Steingrímur Jóhannesson Eyjamönnum í 2:0 eftir góða send- ingu frá Guðna Rúnari Helgasyni. Aðeins mínútu síðar var dæmd víta- spyrna á Eyjamenn, en Gunnar Sig- urðsson gerði sér lítið fyrir og varði frá Sigurði Sigursteinssyni. Eyja- menn lögðu af stað í sókn og á 83. mínútu gulltryggði Sverrir Sverris- son sigur þeirra með skoti frá mark- teig eftir sendingu frá Tryggva Guðmundssyni. „Þetta var erfiður leikur því Borgnesingar eru að beijast fyrir lífi sínu í deildinni og þótt við höfum haft tögl og hagldir í fyrri hálfleik voru þeir grimmir í þeim síðari," sagði Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV, eftir leikinn. „KR-ingar misstu af íslands- meistaratitlinum í fyrra því þeir voru að tapa stigum á móti liðum í neðri hluta deildarinnar og við vorum ákveðnir í að láta það sama ekki henda okkur,“ sagði Hlynur. Valsmenn af hættusvæðinu VALSMENN unnu geysilega mikilvægan sigur á Keflvíking- um að Hlíðarenda á sunnudag. Með sigrinum stigu Vaismenn stórt skref að því takmarki að halda sæti sínu í efstu deild en Keflvíkingar virðast hins vegar ætla að gefa eftir á loka- sprettinum og eru komnir niður í fimmta sæti. Borgar Þór Einarsson skrifar Keflvíkingar gátu ekki teflt fram sínu sterkasta liði, þar sem þrír leikmenn voru í banni og tveir meiddir. Þrátt fyrir það var Eysteinn Hauksson ekki í byijunarliði þeirra og verður það að teljast afar hæpin ráðstöfun þjálfar- anna, sérstaklega í ljósi þess, að Eysteinn hefur verið einn besti leik- maður liðsins í sumar. Það kom líka á daginn að Keflvíkingar áttu í miklum erfiðleikum á miðsvæðinu í byijun leiksins. Valsmenn náðu forystunni óvænt strax á 2. mínútu og voru sterkari allan fyrri hálfleik. Það er til marks um getuleysi Kefl- víkinga, að þeir áttu einungis eitt skot að marki Valsmanna allan hálfleikinn. Ragnar Steinarsson fór meiddur af leikvelli á 24. mínútu og kom Eysteinn í hans stað. Nokk- uð meiri festa færðist í leik liðsins við það en undirtökin voru Vals- manna og bættu þeir við öðru marki rétt fyrir leikhlé. Allt annað var að sjá til Keflvík- inga í síðari hálfleik, enda hafði Sigurður Björgvinsson gert gagn- gerar breytingar á liðsuppstillingu í leikhléi. Ekki liðu nema þijár mín- útur þar til Keflvíkingar minnkuðu muninn í 2:1. Valsmenn bökkuðu mikið og Keflvíkingar tóku öll völd 1BJ%Þegar Gunnar Odds- ■ \#son átti gjörsamlega misheppnaða sendingu til baka á 2. mínútu var Salih Heimir Porca fyrstur að átta sig. Hann iék boitanum inn í vítateiginn og skaut með hægri fæti í vinstra homið og fór boltinn I stöngina og inn. 2Bf\Á 45. mínútu sóttu ■ ^#Valsmenn að marki Keflvíkinga og sendi Hörður Magnússon fyrir markið frá vinstri. Á ijærstönginni tók Hólmsteinn Jónasson við knett- inum og átti þrumuskot að marki, sem Bjarki Guðmunds- son varði vel, en hann hélt ekki boltanum og fylgdi Jón Grétar Jónsson vel á eftir og kom bolt- anum yfír marklínuna. 2:1 B v A 48. mínútu átti ■ I Þórarinn Kristjáns- son góða sendingu inn á vítateig Valsmanna vinstra megin, þar sem Eysteinn Hauksson tók við knettinum og spymti honum í hægra hornið, framhjá Lárusi Sigurðssyni í markinu. á vellinum en gekk þó illa að skapa sér marktækifæri. Éysteinn komst næst því að jafna en Lárus varði þrumuskot hans meistaralega í þverslána. Valsmenn komust meira inn í leikinn á lokakaflanum og voru nálægt því að auka forystuna þegar Jón Grétar skaut í stöng úr þröngu marktækifæri. Valsmenn fögnuðu ákaflega þeg- ar Kristinn Jakobsson flautaði til leiksloka, enda langþráður sigur í höfn; hinn fyrsti eftir að Þorlákur Árnason tók við liðinu og var hann að vonum ánægður að leik loknum: „Fyrsti sigurinn er vissulega mjög ánægjuiegur. Þegar hugarfarið er' í lagi þá gengur þetta upp.“ Gunn- ar Oddsson, leikmaður og þjálfari Keflvíkinga, var ekki eins glaðbeitt- ur: „Ég held að það séu ekki mörg lið á íslandi sem mættu við því að missa sex menn úr byijunarliðinu. Við sýndum þó í seinni hálfleik að við erum miklu betri en þeir. Það var klaufaskapur að ná ekki að skora fleiri mörk.“ Aðspurður um þá ráðstöfun að láta Eystein Hauks- son ekki heija leikinn sagði Gunn- ar: „Við vildum brýna Eystein enn frekar." Næsti leikur Keflvíkinga,, er bikarúrslitaleikurinn gegn ÍBV um næstu helgi. Þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu leist Gunnari vel á þann leik: „Við höfum viku til að stappa stálinu I okkar menn og mætum svo kátir I Laugardal- inn. Við komum til með að taka vel á Eyjamönnunum, það er ljóst." I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.