Morgunblaðið - 02.09.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 02.09.1997, Síða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Prentsmlðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 2. september 1997 Blað C Þak- rertnur ÞAKVATN skal leitt í holræsi, en á því er mikill brestur í eldri hverfum flestra bæja hérlendis, segir Sigurður Grétar Guð- mundsson í þættinum Lagna- fréttir. Hver hefur ekki séð vatn fossa í rigningartíð úr þakniður- falli á gangstétt? / 20 ► Orsakir rakabletta KOMA þarf í veg fyrir kuldapolla í húsum, þar sem rakinn þéttist. Ef einangrun er ónúg í plötu eða útvegg, þarf ráð til úrbóta, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan, þar sem hann fjallar um rakabletti í húsum. / 31 ► Ú T T E K T Nýbygging við Skúla- götu SMÍÐI á nýju atvinnuhús- pæði hefur tekið vel við sér í takt við aukin um- svif í þjóðfélaginu og góðar efnahagshorfur, enda framboð á slíku húsnæði ólikt minna en áður. Við Skúlagötu 17 eru nú hafnar framkvæmdir við 2.300 'ferm. skrifstofu- og þjónustu- byggingu, sem verður á tveim- ur til þremur hæðum fyrir ut- an kjallara og öll hin vandað- asta. Byggingin verður stað- steypt fyrir utan rishæð, sem verður úr timbri, en gólfplöt- ur úr forsteyptum holplötum. Jafnframt verður byggingin einangruð að utan og klædd með vandaðri álklæðningu, auk þess sem hluti hennar verður klæddur graníti. Þak- efni verður úr Iituðu stáli. „Byggingin stendur á áber- andi stað og við hönnun henn- ar var lögð sérstök áherzla á hið mikla útsýni og nálægðina við sjóinn," segir Frans K. Jezorski, húsasmíðameistari og einn eigandi hlutafélagisins Skúlagata 17 ehf., sem byggir húsið, en það er hannað af arkitektunum Baldri Ó. Svavarssyni og Jóni Þór Þor- valdssyni. Að sögn Franz er markmið- ið með byggingunni að koma upp afar vönduðu skrifstofu- húsnæði, sem er ætlað til leigu en ekki til sölu. / 18 ► íbúðaverð í Kópa- vogi allt að 20% hærra en á Akureyri TALSVERÐUR munur er á fer- metraverði í fjölbýlishúsum í stærstu byggðarlögunum á höfuðborgar- svæðinu annars vegar og Akureyri og Reykjanesbæ hins vegar, eins og fram kemur á teikningunni hér til hliðar. Þar er byggt á upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins um íbúðir í steinhúsum byggðum eftir 1940, sem skiptu um eigendur á tímabilinu frá júlí 1996 til júní 1997. Fermetrastærðir eru séreignarfer- metrar og sameignarfermetrar ekki taldir með. Dýrast er fermetraverðið í 2ja herb. íbúðunum, en fer síðan lækkandi eftir því sem íbúðimar eru stærri. Hæst er fermetraverðið í Kópa- vogi. Þannig var fermetraverð í tveggja herb. íbúðum þar að meðal tali 81.740 kr., í Hafnarfirði 80.441 kr. og í Reykjávík 79.529 kr. Á Akur- eyri var það 70.351 kr. og í Reykja- nesbæ 63.485 kr. I þriggja herb. íbúðum var fer- metraverðið 74.472 kr. í Kópavogi, 74.415 kr. í Reykjavík og 71.778 kr. í Hafnarfirði. Á Akureyri var fer- metraverðið í þriggja herb. íbúðum 65.353 kr. og í Reykjanesbæ 61.203 kr. Miðað við þessar tölur er meðal- verð á fermetra 16% hærra í 2ja herb. íbúðum í Kópavogi en á Akur- eyri, 14% hærra í 3ja herb. og um 20% hærra í 4ra og 5 herb. íbúðum Þessar fjárhæðir miðast við stað- greiðslu og eru meðalverð. Frávik írá þeim geta þvi verið mikil. Ibúðarhús- næði er ekki staðlað og misjafnt, hve mikið er í það borið, hvort sem það er gamalt eða nýtt. Skýringin á hinu háa fermetra- verði í Kópavogi kann að felast í því, að hvergi er meira byggt hlutfalls- lega en þar. Fermetraverðið er að sjálfsögðu hæst í nýjum íbúðum og byggingaraðilamar byggja til þess að selja. Hlutfall nýrra íbúða af þeim íbúðum, sem skipta um eigendur um þessar mundir, er því sennilega hvergi hærra en í Kópavogi. Húsnæðisverð í fjölbýii í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri og Reykjanesbæ Meðalverð á hvern fermetra Tveggja herbergja REYKJAVIK PAVOGUR HAFNARFJORÐUR AKUREYRI REYKJANESBÆR Þriggja herbergja REYKJAVIK KÚPAVOGUR HAFNARFJORÐUR AKUREYRI i— ____ijnaaaa Fjögurra herbergja REYKJAVIK KOPAVOGUR HAFNARFJORÐUR AKUREYRI REYKJANESBÆR Fimm herbergja REYKJAVIK KÓPAVOGUR HAFNARFJÖRDUR AKUREYRI REYKJANESBÆR 179.529 kr. _____! 81740 80.441 170.351 63.485 74.415 kr. ____ 74.472 _ 71.778 _ 65.353 61.203 169.299 kr. I 70.231 62.495 158.499 48.698 163.881 kr. 163.002 160.527 ! 56.188 52.851 Kynntu þér kosti Fasteignalána Fjárvangs hjá ráðgjöfum Fjárvangs í síma 5 40 50 60 Dasmi um mánaðarlegar afborganir af 1.000.000 kr. Fastcignaláni Fjárvangs* \factír(%) 10 ár 15 ár 25 ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9.270 7.500 8,0 12.100 9.560 7.700 Miðað er við jafhgreiðslulán. *Auk verðbóta Laugavegi 170,105 Reykjavík, sími 540 50 60, símbréf 540 50 61, www.fjarvangur.is [Tm- FJÁRVANGUR L 0 G SIL T VIBIBRÍFAFVRIRIftl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.