Morgunblaðið - 23.09.1997, Page 1

Morgunblaðið - 23.09.1997, Page 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 23. september 1997 Blað C Haust- laukar ALLIR geta gróðursett haust- lauka, segir Hafsteinn Hafliða- son í þættinum Gróður og garðar. Þar fjallar hann um tiílípana, sem eru vinsælasti og litskrúðugasti flokkur haust- laukanna og með mismunandi blómgunartíma. / 28 ► Nýtt gler í glugga GAMLAR tvöfaldar rúður, þar sem móða er komin á milli laga, hafa lítið einangrunar- gildi, segir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan, Oft vill það dragast furðu lengi að skipta um gler í glugga, þó að illa sjáist út. / 30 ► Bryggju- hverfi j RYGGJUHVERFI við kGullinbrú verður engu "öðru líkt, sem byggt er hér á landi nú á dögum, en þar eiga að fléttast saman smábátahöfn, íbúðarsvæði og verzlunar- og skrifstofuhús- næði. Alls er byggingarsvæðið um 8 hektarar og þegar það er fullbyggt, gætu búið þar um 600-900 manns. Dýpkunar- og sandsölufyrir- tækið Björgun ehf. skilar lóð- unum að mestu eða öllu full- búnum sem lóðarhafi og skipulagsaðili, en Björn Ólafs arkitekt hefur skipulagt hverfíð. Búið er að grafa báta- höfnina og grjótverja hana. I höfninni er gert ráð fyrir sex flotbryggjum og í lienni eiga að geta rúmazt allt að 200 bát- ar. Fleiri einstaklingar sækja um húsbréf vegna nýbygginga MIKIL aukning varð í húsbréfaum- sóknum vegna nýbyggipga einstak- linga í júlí og ágúst. Á sama tíma varð miidll samdráttur í húsbréfaum- sóknum byggingaraðila. Aðalskýr- ingin kann að liggja í því, að mikil sala hefur verið í nýjum íbúðum að undanfórnu, en íbúðirnar seldar á meðan þær eru í byggingu. Þá eru íbúðirnar ekki orðnar láns- hæfai- og það kemur því í hlut kaup- andans að sækja um húsbréfalánið en ekki byggingai’aðilans. Þetta kann líka að benda til meiri áhuga á nýju sérbýli, einkum raðhúsum, sem mikil eftirspum er eftir nú, en þau eru að talsverðu leyti byggð á vegum ein- staklinga. Ávöxtunarkrafa húsbréfa er nú lægri en hún hefur verið lengi og afföllin um leið. Þetta kemur sér vel fyrir bæði seljendur og kaupendur og getur vel verið ein ástæðan fyrir aukningu í húsbréfaumsóknum ein- staklinga, sem hyggjast kaupa eða eru í byggingarhugleiðingum. Að sögn Jóns Guðmundssonar, for- manns Félags fasteignasala, eru ekki líkur á verðhækkunum á íbúðarhús- næði á meðan ávöxtunarkrafan helzt óbreytt, þar sem seljendur fá hærra raunverð fyrir eign sína en áður, þar sem þeir fá meira fyrir húsbréfin. „Á meðan má vart búast við nafn- verðshækkun, þó að erfítt sé að spá um slíkt með vissu í slíkri uppsveiflu, sem nú er almennt í þjóðfélaginu,“ sagði Jón Guðmundsson. Að sögn Jóns er nú mikil eftir- spurn eftir atvinnuhúsnæði og fyrir- sjáanlegt, að svo verði um nokkurn tíma. En talsvert er þegar í gangi af nýbyggingum og því líklegt, að fram- boð aukist á ný, þegar frá h'ður. Það er ekki nýtt að húsbréfaum- sóknir frá byggingaraðilum sveiflist nokkuð. Þær jukust mjög í ágústmán- uði í fyrra en drógust svo saman að sama skapi í september og október, unz þær jukust svo í nóvember á ný. Afgreiðslur í húsbréfakerfinu í janúar- ágúst 1997 breyting frá sama , C tímabili 1996 Innkomnar umsóknir / Notað húsnæði L Endurbætur Nýbyggingar einstaklinga Nýbyggingar byggingaraðila BRÉhj 5000 \ Breyting jan.-ág. 1997/1996 +6,3% +14,9% +21,9% -19,8% Samþykkt skuldabréfaskipti Notað húsnæði - fjöldi +6,4% Notað húsnæði - upphæðir +7,0% Endurbætur - fjöldi -11,1% Endurbætur - upphæðir +1,2% Nýbyggingar einstaklinga - fjöldi +9,4% Nýbyggingar einstaklinga - upphæðir +17,6% Nýbyggingar byggingaraðila - fjöldi +3,7% Nýbyggingar byggingaraðita - upphæðir +7,5% Samþykkt skuldabréfaskipti alls - upphæðir +9,4% Útgefin husbréf Reiknað verð +1,8% Aðkoma að Bryggjuhverfi verður að norðanverðu frá Höfðabakka og að sunnan- verðu frá Sævarhöfða. I fyrsta áfanga verður byggt á þeim ióðum, sem eru næst sjónum. Að sögn Sigurðar Helgason- ar, framkvæindastjóra Björg- unar, verður byrjað á gatna- gerð í nóvember og stefnt að því að gera þennan áfanga byggingarhæfan fyrir áramót. Falleg hús verða áberandi í Bryggjuhverfi, en lóðirnar eru seldar med sainræmdum teikningum til þess að tryggja að hverfíð fái heillegt yfir- bragð og njóti sín sem bezt. Lóðir í Bryggjuhverfi eru til sölu hjá fasteignasölunni Borgum. / 18 ► Fastdgpiaíán Fjárvangs Kynntu þér kosti Fasteignalána Fjárvangs hjá ráðgjöfum Fjárvangs í sirna 5 40 50 60 Dæmi um mánaðaricgar afboiganir af 1.000.000 kr. Fasteignaláni Fjárvangs* \fcxtir(%) 10 ár 15 ár 25 ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9.270 7.500 8,0 12.100 9.560 7.700 Miðað er við jafngreiðslulán. *Auk verðbóta rnTP' FJÁRVANGUR lOEEIH VERflBREFAFYRIRTÆK! Laugavegi 170,105 Reykjavík. slmi 540 50 60, símbréf 540 50 61, www.fjarvangur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.