Morgunblaðið - 24.09.1997, Síða 1
64 SIÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
216. TBL. 85. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
Skelfílegar lýsingar á morðæði bókstafstrúarmanna í Alsír
Almenniug’iir sem
lamaður af ótta
París. Reuter.
ALSIRSKIR bókstafstrúai-menn
drápu 85 manns og særðu 67 í
Baraki-héraði rétt við höfuðborg-
ina, Algeirsborg, í fyrrinótt að því
er fram kom hjá hinni opinberu
fréttastofu landsins, APS. Aðrir
segja, að meira en 200 manns hafi
verið myrtir og eru lýsingar sjón-
arvotta á gi-immdarverkunum
skelfilegar.
Tvísýnt um líf 31
hinna særðu
Um er að ræða önnur mestu eða
mestu fjöldamorð, sem íslamskir
bókstafstrúarmenn í Alsír bera
ábyrgð á í sex ára löngu stríði
þeirra við stjórnvöld. I lok ágúst
vor 98 manns drepnir og 120 særð-
ir í Sidi Rais, sem einnig er rétt við
höfuðborgina, en óbreyttir borgar-
ar og óháðir fjölmiðlar fullyrtu þá,
að mannfallið hefði fai-ið yfir 300.
Að sögn yfirvalda er tvísýnt um líf
31 þeirra 67, sem voru særðir í
fyrrinótt.
Almenningur í Alsír er sem
lamaður af ótta vegna þessara at-
burða en sjónarvottar að morðun-
um í fyrrinótt segja, að morðingj-
arnir hafi skorið fólk á háls, afhöfð-
að lítil börn, brennt suma lifandi og
rist á kvið ófrískra kvenna. Tóku
þeir með sér margar ungar stúlkur
en þær nota þeir sem kynlífsþræla
og myrða að lokum.
Um er að ræða tvær meginfylk-
ingar bókstafstrúarmanna í Alsír
og stendur önnur þeirra fyrir
morðæðinu. Hin, íslamska frelsis-
fylkingin, fordæmdi hryðjuverkin í
gær og skoraði jafnframt á Samein-
uðu þjóðimar að skerast í leikinn í
Alsír. Krafðist hún þess einnig, að
ríkisstjómin og Liamine Zeroual,
forseti landsins, segðu af sér vegna
þess, að þau vildu ekki reyna að
leysa málið með samningum.
Ekki verður samið við
frelsishreyfinguna
Ahmed Ouyahia, forsætisráð-
herra Alsírs, kom fram í sjónvarpi
á sunnudagskvöld og viðurkenndi
þá, að landsmenn væru skelfingu
lostnir vegna morðæðis íslömsku
bókstafstrúarmannanna. Hann
sagði hins vegar, að ekki yrði sest
að samningum við Islömsku frelsis-
fylkinguna.
Sögulegur fundur sambandssinna og Sinn Fein á N-frlandi
Erkifiendur hittast
í fyrsta sinn í 75 ár
Reuter
DAVID Trimble, leiðtogi flokks sambandssinna Ulster, fer fyrir sveit
sinna manna er þeir ganga af fundi með Sinn Fein í Belfast.
Ojöfnuður
gagnrýndur
LI Peng, forsætisráðherra Kína
(t.h.), fagnaði efnahagslegum
uppgangi í mörgum þróunar-
löndum heims þegar ársfundur
Alþjóðabankans og Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins var settur í Hong
Kong í gær. Hann spáði örum
hagvexti í Kína á næstu áratug-
um og sagði að landið yrði á
meðal helstu iðnvelda heims um
miðja næstu öld. Hann sagði að
1,3 milljarðar manna lifðu undir
fátæktarmörkum vegna órétt-
látrar efnahagsskipunar í heim-
inum og auðugustu ríki heims
yrðu að gefa meiri gaum að fá-
tækustu ríkjunum. James Wol-
fensohn, forseti Alþjóðabankans,
tók í sama streng og líkti efna-
hagslegum og félagslegum ójöfn-
uðinum í heiminum við tíma-
sprengju.
■ Líkt við tímasprengju/25
Mús veldur
töfum
Jdhannesarborg. Reuter.
MÚS sást skjótast milli
sætaraðanna í þotu British
Airways skömmu eftir að hún
lenti á flugvellinum í Jóhannes-
arborg í Suður-Afríku á mánu-
dag og olli það sólarhringstöf á
brottför á meðan eitrað var fyrir
músinni í farþegarýminu.
Vélin var að koma frá Gabo-
rone í Botswana og átti að halda
áfram til London á mánudags-
kvöld. Að sögn fulltrúa flugfé-
lagsins sást til lítils nagdýrs,
sem talið var að væri mús, um
borð og því þurfti að hreinsa
farþegarýmið og athuga öll tæki
vélarinnar. Hún fór því ekki af
stað aftur fyrr en í gærkvöldi.
Ekki hafa borist fregnir af af-
drifum músarinnar.
Belfast. Reuter.
FULLTRÚAR sambandssinna í
viðræðum á Norður-írlandi sögðu í
gær að leiðtogar Sinn Fein, sem
eru lýðveldissinnar, væru „guðfeð-
ur hryðjuverkanna". Fulltrúar
þessara aðila hittust augliti til
auglitis í gær í fyrsta sinn í 75 ár.
Flokkur sambandssinna Ulster
(UUP), sem er helsti málsvari mót-
mælenda, sem eru í meirihluta á
Norður-írlandi, skoraði í gær á
bresk stjórnvöld að vísa fulltrúum
Sinn Fein, stjómmálaarms Irska
lýðveldishersins (IRA), frá viðræð-
um um frið á Norður-írlandi.
Kváðust fulltrúar UUP vænta
ákvörðunar frá breskum og írskum
stjómvöldum, sem standa fyrir við-
ræðunum, í dag.
Mo Mowlam, Norður-írlands-
málaráðherra bresku stjórnarinnar
sagði að tilkynnt yrði í dag hvort
orðið yrði við kröfunni. Fulltrúar
flestra flokka er taka þátt í viðræð-
unum væntu þess þó að Sinn Fein
yrði ekki vísað frá samningaborð-
inu.
Ræddu ekki beint við
Gerry Adams
David Trimble, leiðtogi UUP,
sagði eftir fundinn í gær að fulltrú-
ar flokksins hefðu ekki rætt beint
við Gerry Adams, leiðtoga Sinn
Fein, á fundinum, er stóð í þrjá
stundarfjórðunga. „Við lögðum
áherslu á tengsl Sinn Fein og IRA
og vöktum athygli á viðvera guð-
feðra hryðjuverkanna [...] sem
hafa skekið þennan landshluta í 25
ár,“ sagði Trimble við fréttamenn
að fundinum loknum.
Fulltrúar Sinn Fein segja flokk-
inn lögmætan og ekki ráða neinu
um vopnaeign IRA. Hafa leiðtogar
flokksins ítrekað neitað því að þeir
séu meðlimir samtakanna. Bretar
veittu flokknum aðild að viðræðun-
um í síðustu viku eftir að IRA af-
lýsti baráttu sinni gegn breskum
yfirráðum á Norður-írlandi. Sam-
bandssinnar eru ósáttir við að IRA
var ekki gert að afvopnast áður en
Sinn Fein fékk aðild að viðræðun-
um. Adams sagði í gær að sú
ákvörðun sambandssinna að setj-
ast við sama borð og lýðveldissinn-
ar væri skref í rétta átt.
Trimble tók af allan vafa um það,
að þótt fulltrúum Sinn Fein yrði
ekki meinað um þátttöku í viðræð-
unum myndi UUP ekki fylgja for-
dæmi sumra smærri, harðlínusinn-
aðra flokka sem sniðganga friðar-
viðræðurnar.
Framleiðsla
á plútoníum
minnki
Moskvu. Reuter.
BANDARÍKIN og Rússland und-
irrituðu í gær samkomulag sem
miðar að því að stemma stigu við
framleiðslu og útbreiðslu plúton-
íums, sem hægt er að nota sem
efnivið í kjarnorkusprengjur.
„Eftir mikla fyi'irhöfn tókum við
mikilvæga, jafnvel sögulega,
ákvörðun," sagði A1 Gore, varafor-
seti Bandaríkjanna, fréttamönnum
að loknum fundi sínum með Viktor
Tsjemomyrdín, forsætisráðherra
Rússlands, í Moskvu í gær, þar sem
þeir undirrituðu samkomulagið.
Samkvæmt samkomulaginu
skuldbindur Rússland sig til að
þiggja hjálp Bandaríkjanna til að
breyta fyi'ir aldamót þremur
kjarnakljúfum, þar sem framleiðsla
kjarnorkuvopna-plútoníums hefur
farið fram, í venjulega kjarnakljúfa
sem framleiða raforku til almennr-
ar notkunar. Ennfremur heita
Rússar því að taka ekki aftur í
notkun 10 aðra slíka kjarnakijúfa
sem þegar hefur verið lokað.
Bandaríkjamenn heita því á móti
að taka ekki aftur í notkun 14
plútoníum-kjarnakljúfa sem þeir
lokuðu 1989. I samkomulaginu er
einnig kveðið á um hvernig eftirliti
með að því sé framfylgt skuli hátt-
að.
Mikilvægt skref í
afvopnunarátt
Sérfræðingar í afvopnunarmál-
um telja samkomulagið vera mikil-
vægasta skrefið í langan tíma í átt
að því að minnka vopnabúnað risa-
veldanna tveggja, auk þess sem
það leggur sitt af mörkum til að
minnka áhyggjur vestrænna ríkis-
stjórna yfir því að geislavirk efni
sem nýtzt geta til framleiðslu
kjarnorkuvopna séu seld eftir ólög-
legum leiðum frá áhrifasvæði Sov-
étríkjanna fyrrverandi.