Morgunblaðið - 24.09.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.09.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Nýir eigendur Hótels Bláfells á Breiðdalsvík Ætluðu að kaupa bú- jörð en enduðu á hóteli Morgunblaðið/jt NÝJU eigendurnir í barnum á Hótel Bláfelli, þau Helga E. Jónsdóttir og Vilhjálmur H. Waltersson. NYIR eigendur tóku við rekstri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík í sumar, hjónin Helga Elísabet Jónsdóttir og Vilhjálmur H. Waltersson, sem bæði hafa lengst af alið manninn á suðvesturhorni landsins. „Við höfðum um skeið íhugað að kaupa bújörð og gerðum nokkur tilboð sem öllum var hafnað svo það má eiginlega segja að við höfum ætlað að kaupa bújörð en endað á hótelkaupum," segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. „Eg hafði oft gist hér á reglulegum ferðum mínum sem sölumaður og sá að fyrri eigendur, Skapti Ottesen og Guðný Jónasdóttir höfðu nóg að gera. Hér er mikil umferð ferðamanna á sumrin," segir Vilhjálmur. „Eitt skiptið spurðu þau hvort ég vildi ekki kaupa hótelið en ég gaf lítið út á það þar sem við höfðum frekar áhuga á búskap og bauðst ég til að skrá það á sölu í Reykjavík. I næstu ferð spurðu þau enn og eftir að við hjónum höfðum hugsað málið ákváðum við að skoða það af alvöru.“ Vilhjálmur lauk söluferðinni, kom til Reykjavíkur á föstudagskvöldi og næsta morgun óku þau áleiðis til Breiðdalsvíkur og tóku fasteignasala með. Lauk málinu þannig að klukkan 3 aðfaranótt sunnudagsins lá fyrir samþykkt kauptilboð og ekki varð aftur snúið. Þetta var í maí. Næstu tvær vikur fóru í að pakka saman búslóðinni í Mosfellsbænum og 18. júní tóku þau við rekstrinum. Vilhjálmur fékk sig lausan úr sölu- mannsstarfmu, átti ótekið sumarfrí og naut einnig velvildar vinnuveit- anda og Helga sem vann þá ekki utan heimilis þurfti ekki langan fyrir- vara. Bömin eru ijögur, 5, 11, 13 og 17 ára og er það elsta í skóla í Reykjavík í vetur og segja þau að þau kunni breytingunni vel. Og ekki kviðu hjónin samvinnunni: „Nei, við höfum áður unnið sam- an, vomm með fatahreinsun í Mos- fellsbænum og kunnum hvort á ann- að. Þetta byggist mikið á eigin vinnu og góðum starfskröftum sem voru hér fyrir. Helga sér um eldhúsið og ég um innkaup, bókhald og fleira og bæði erum við í framreiðslunni. I sumar vorum við fleiri og verður svo aftur næsta sumar og við fáum líka aukafólk þegar mikið er um að vera,“ segir Vilhjálmur. Nýtinguna segir hann þokkalega góða og nokkuð hefur verið um að hópar af Austurlandi hafí komið og muni koma til að halda árshátíðir eða önnur stefnumót sín. Þá hefur Vil- hjálmur þegar fengið hópa veiðimanna, bæði laxveiði- menn í sumar og skotveiði- menn í haust. Nokkrar breyt- ingar eru ráðgerðar á hús- næðinu í vetur og síðan hefur Vilhjálmur hugmyndir um stækkun en í dag eru her- bergin 15 með 28 rúmum. Bláfell er eitt af tíu Regn- bogahótelum sem eru víðs vegar um landið. „Fyrri eigandi benti á að hagkvæmast væri að stækka hótelið nokkuð til að geta tekið á móti stærri hópum frá ferðaskrifstofunum og ég er búinn að sjá að það er nauð- synlegt. Best væri að geta stækkað til dæmis um 20 herbergi með því að reisa nýja álmu við núverandi byggingu. Það eru ýmsir möguleikar á aukinni ferðaþjónustu hér og vaxtarmögu- leikarnir eru meðal annars í veiðinni. Þröstur Elliðason, fiskeldisfræð- ingur, hefur ásamt okkur tekið Breið- dalsá á leigu og verður sleppt 35 þúsund seiðum á hveiju ári næstu sjö árin. í tengslum við það þyrfti að stækka hótelið til að hýsa veiði- menn, innlenda sem erlenda, sem dvelja hér nokkra daga í senn. Ég er bjartsýnn á að okkur og öðrum takist að fá fleiri til að staldra við á Breiðdalsvík og dvelja um tíma,“ sagði Vilhjálmur að lokum og nefndi að hann hefði þegar séð fyrir afleys- ingafólki þegar þau hjónin þyrftu að komast í fri - fyrri eigendur væru meira en til í að leysa þau af! Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HALLDÓR Baldursson skýtur af nýju fallbyssunni. Fallbyssa sett upp á Skansinum Morgunblaöið/Steinunn Ósk FRAMKVÆMDIR við viðbyggingu Sláturfélags Suðurlands. Vestmannaeyjum - Á laugardag var þess minnst í Vestmannaeyj um að á þessu ári eru 370 ár frá Tyrkjaráninu. Menningarmála- nefnd Vestmannaeyjabæjar stóð fyrir uppákomunni en hápunktur hennar var þegar Vestmanna- eyjabæ var afhent fallbyssa að gjöf til að hafa á Skansinum. Dagskráin byrjaði með því fólki var boðið í rútuferð þar sem komið var við á merkum sögustöð- um sem tengjast Tyrkjaráninu. Viðkomustaðir voru við Fiskhella, Hundraðmannahelli, Sængur- konustein, Prestastein og Ræn- ingjatanga þar sem sögð var saga þessara staða. Að rútuferðinni lokinni var haldið í virkið á Skans- inum þar sem Unnur Tómasdóttir, formaður menningarmálanefnd- ar, flutti ávarp en síðan rakti Arnar Sigurmundsson sögu Skansins. Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri ísfélagsins, flutti siðan ávarp og afhenti Vest- mannaeyjabæ forláta fallbyssu að gjöf frá fyrirtækinu en fallbyssan er talin svipaðrar gerðar og fall- byssurnar sem voru á Skansinum þegar Tyrkirnir frömdu ránið. Guðjón Hjörleifsson bæjarsljóri tók við gjöfinni og þakkaði fyrir hönd bæjarins. Síðan var þremur skotum hleypt af fallbyssunni, tveimur púðurskotum og einu föstu. Hall- dór Baldursson læknir sá um að skjóta af byssunni en Halldór er eini maðurinn hériendis sem hefur leyfi til að skjóta úr byssu af þess- SIGURÐUR Einarsson, framkvæmdastjóri ísfélags- ins, afhendir Guðjóni Hjör- leifssyni bæjarstjóra fall- byssuna að gjöf. ari tegund. Að lokinni athöfninni á Skansinum var gengið að Safna- húsinu með viðkomu á Stakka- gerðistúni hjá höggmyndinni sem reist var til minningar um Guðríði Símonardóttur, Tyrlga-Guddu, en í Safnahúsinu bauð bæjarstjórn til kaffisamsætis. Að kaffisamsætinu loknu var Már Jónsson sagnfræð- ingur með erindi um Tyrkjaránið og afleiðingar þess í Eyjum og með erindi hans lauk þessari dag- skrá menningarmáianefndar. Fallbyssan, sem Isfélagið gaf Vestmananeyjabæ, var síðan not- uð aftur á sunnudag er hún var flutt á vörubíl að íþróttavellinum við Hástein þar sem skotið var af henni þegar Eyjamenn höfðu ver- ið krýndir Islandsmeistarar í knattspyrnu. Sláturfélagið stækkar við sig Hvolsvelli - Sláturfélag Suður- lands hefur hafið byggingu á 1.800 fm viðbyggingu við kjötvinnslu sína á Hvolsvelli. Aætlað er að viðbygg- ingin verði tekin í notkun næsta vor og verður að henni mikið hagræði fyrir starfsemina. Ástæða stækkun- arinnar er einkum mikil aukning í framleiðslu á tilbúnum réttum, s.s. 1944-réttunum og einnig í hálftil- búnum réttum. Með tilkomu nýbyggingarinnar verður öllum deildum utan einni breytt og verður mikil áhersla lögð á hagræðingu t.d. við flutninga og fullkomna kælingu. Vinnslan verður öll á einni hæð. Einnig er lagt út í þessa framkvæmd til að fullnægja kröfum ESB og verður öll hönnun miðuð við ESB-staðla svo unnt verði að flytja út á þeirra markaði unnar kjötvörur og tilbúna rétti. Að sögn talsmanna Sláturfélagsins hefur starfsemi fyrirtækisins verið í örum vexti undanfarin ár og hefur starfs- mannafjöldi aukist ár frá ári sem og þörfin fyrir stærra húsnæði. Það er Byggingarþjónustan ehf. á Hvols- velli sem annast mun framkvæmd- irnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.