Morgunblaðið - 24.09.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPl'EMBER 1997 21
LISTIR
Spuni
undir
jökli
FRÁ kirkjunni að Ingjaldshóli á Snæ-
fellsnesi berasttónar djassspuna. Inn-
andyra standa yfir upptökur á fyrstu
sólóplötu Óskars Guðjónssonar saxafón-
leikara. Þeir Óskar, Hilmar Jensson gít-
arleikari, Matthías Hemstock trommu-
leikari, Skúli Sverrisson bassaleikari og
upptökusljóri og Ivar Bongó upptöku-
maður dvelja í vikutíma í þessari ein-
angruðu kirkju á hólnum sem jafnframt
er elsta steinsteypta kirkja landsins. Við
blasir fegurð hafs og sveitar og tónlista-
mennirnir segjast sækja krafta sköpun-
arinnar til jökulsins.
Reyndar er ofsögum sagt að náttúru-
kyrrð staðarins sé alger. Svo vill til að
verið er að leggja lokahönd á fram-
kvæmdir við nýtt safnaðarheimili In-
gjaldshólskirkju en sóknarnefnd stað-
arinns ásamt séra Ólafi Jens Sigurðs-
syni hefur gætt þess að fullt tillit sé
tekið til starfa tónlistarmannanna og
hefur hávaðasömum verkum verið sleg-
ið á frest fram yfir upptökur. Dagurinn
hófst þó með óvæntum endurbótum á
veginum upp að kirkjunni. Skelfingar-
svipur kom á andlit manna þegar vinnu-
vél ein tók til starfa og sendi frá sér
ámátlegt væl í hvert sinn sem henni
var bakkað. Þegar Ivar upptökumaður
hafði gengið úr skugga um að þetta
óvænta aukahljóð hefði ekki nægan
styrk í samleik við önnur hefðbundnari
hljóðfæri var hægt að halda vinnu
áfram.
Tildrög upptökunnar eru útskriftar-
tónleikar Óskars Guðjónssonar frá FIH
í vor, þar sem hann lauk einleikara-
prófi í saxafónleik. Á efnisskrá tónleik-
anna voru frumsamin verk eftir Óskar
en slíkt er einsdæmi hjá skólanum og
þótti hugrekki af ungum einleikara.
Tónlistinni var vel tekið og Óskar seg-
ir að þegar hann hafi fundið þessa já-
kvæðu strauma hafi hann Iangað til að
Morgunblaðið/Ásdís
í KIRKJUGARÐINUM á Ingjaldshóli, fremstur stendur Hilmar Jensson, þá Skúli
Sverrisson, Óskar Guðjónsson og Matthías Hemstock.
vinna verkin frekar og lagði hann drög
að útgáfu hljómplötu með liðsinni
þeirra innlendu tónlistarmanna sem
höfðu haft mest áhrif á hann sjálfan.
Óhefðbundinn djass í
óhefðbundnu umhverfi
„Hugmyndin var sú að fara út á land
þar sem við gætum dvalið saman í ein-
hvern tíma í friði og fallegri náttúru,"
segir Óskar. „Ég fór í ferðalag og end-
aði á þessum stað.“ Þeir segja að óneit-
anlega sé mikill munur á því að vakna
upp af værum svefni á kirkjuloftinu
og líta út til Snæfellsjökuls og að þeys-
ast af stað í einhvert upptökuverið í
borginni og spila inn á plötu á meðan
klukkan tifar. „Það er auðvelt að ferð-
ast með upptökubúnað nú til dags og
við vildum losna úr stressuðu umhverfi
borgarinnar sem hefur ákveðin áhrif á
tónlistarsköpunina," segir Skúli. Þeir
segjast ná meiri einbeitingu ogtengj-
ast betur innbyrðis í þessu afslappaða
vinnuumhverfi.
Skúli segir að þó djassinn hafi legið
beinast við hjá þeim öllum vegna hljóð-
færanna sem þeir leika á sé sameigin-
legt markmið þeirra að búa til nýja
tónlist, óháða hefðbundnum skilgrein-
ingum á tegundum tónlistar. „Óskar
setur fram skýra stefnu í verkum sínum
og við hinir reynum svo að hlúa að
hans hugmyndum og styrkja í túlkun
okkar,“ segir Skúli.
Tónlist á eigin forsendum
Óskar segir að með tónlistarsköpun
sinni sé hann einfaldlega að reyna að
skapa sér umhverfi þar sem honum líði
vel. „Tónlistin er grundvölluð á minni
eigin þekkingu, tilfinningum og tján-
ingu og opnar mér leið til að spila tón-
list sem er algjörlega eftir mínu eigin
höfði,“ segir Oskar. Hann segist hafa
öðlast nýja sýn á djasstónlist við það
að kynnast spunanum og tónlist manna
á borð við Keith Jarrett og Paul Mot-
ian. „Ég áttaði mig á því að samkvæmt
forsendum þessara manna gæti ég sam-
ið mína eigin tónlist og í raun gert
hvað sem er,“ segir Óskar.
Hilmar lýsir tónlist Óskars sem
stefnu sem reiði sig mjög á spunann.
„Það er mikið af laglínum í hveiju
verki og uppbyggingin er skýr en leið-
irnar sem hægt er að fara eru líka
margar," segir Hilmar. Tónlistin á plöt-
unni endurspeglar víðfeðmt tónlistar-
umhverfi flj’tjendanna og höfundsins.
Skúli bendir á að tónlistarspuni tengist
ekki eingöngu djassinum heldur öllum
lifandi formum tónlistar. „Við leggjum
áherslu á upprunalega hugmynd djass-
ins sem listform spuna og samspils flytj-
enda og áhorfenda en ekki ákveðinn
og fastmótaðan flutning djasstónlistar
eins og hann hefur þróast með árunum.
Við hættum okkur út í óvissuna í von
um að gera nýjar uppgötvanir,“ segir
Skúli. „Enda er það eina leiðin til að
halda formi djasstónlistar lifandi."
Óskar segir að áhrifavaldar í tónlist-
arsköpun sinni komi úröllum áttum
og að þær fjölmörgu tónlistarstefnur
sem uppi eru í dag séu allar jafnathygl-
isverðar og gefandi. „Ég legg enga
áherslu á að tónlist mín sé skilgreind
sem djass frekar en hvað annað og
vonandi höfða lögin til allra sem áhuga
hafa á nýrri tónlist,“ segir Óskar.
Eftir hádegismat í hálfkláruðu safn-
aðarheimilinu er kveikt á reykelsi og
kertum í kirkjunni og merki gefið um
að upptökur geti hafist á ný. Utandyra
mala vinnuvélar í kyrrðinni.
Heimsókn þingmanna
á Uesturland
Þingmenn jafnadarmanna veröa á ferd um
Vesturland dagana 25. og 26. september nk.
Akranes fimmtudaginn 25. september
Þingmennirnir Gísli Einarson, Sighvatur
Björgvinsson, Jóhanna Sigurðardóttir,
Ágúst Einarsson, Össur Skarphéðinsson og
Svanfríður Jónasdóttir heimsækja vinnustaði
og funda með stjórn verkalýðsfélagsins á
fimmtudeginum fyrir hádegi.
Borqarnes fimmtudaginn 25. september
Á fimmtudaginn eftir hádegi verða þingmennirnir
á ferð í Borgarnesi og heimsækja vinnustaði.
Stykkishólmur fim. 25. og fös. 26. september
Á fimmtudagskvöldið kl. 20.00 verður haldinn
fundur með heimamönnum á Hótel Stykkishólmi,
allir velkomnir.
Gísli Einarsson, Sighvatur Björgvinsson,
Svanfríður Jónasdóttir, Jón Baldvin Hannibalsson,
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttirog Ágúst Einarsson
heimsækja vinnustaði á föstudeginum.
Snæfellsbær föstudaginn 26. september
Á föstudeginum verður haldinn fundur
þingmanna með bæjarstjórnarmönnum
og vinnustaðir heimsóttir.
Þingflokkur jafnaðarmanna
Tnnii
ISLENSKA OPERAN
sími 551 1475
Hin glæsilega ópefa Mozarts sýnd í fyrsta sinn á íslandi
COSI FAN TUTTE
„Svona eru þær allar66
Frumsýning 10. október 1997
Tónlist: W.A. Mozart.
Texti: Da Ponte.
Islensk þýðing: Óskar Ingimarsson.
Hljómsveitarstjóri: Howard Moody.
Leikstjóri: David Freeman.
Leikmynd og búningar: David Freeman.
Aðstoðarhönnuður: Hulda Kristín Magnúsdóttir.
Lýsing: David Freeman.
Aðstoðarljósahönnuður: Benedikt Axelsson.
Sýningarstjóri: Kristín S. Kristjánsdóttir.
Æfingarstjóri: Claudio Rizzi.
Söngvarar: Sólrún Bragadóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Þóra Einarsdóttir,
Björn Jónsson, Loftur Erlingsson og Bergþór Pálsson.
Hljómsveit Islensku óperunnr.
Frumsýning föstudaginn 10. október, hátíðarsýning laugardaginn 11. október,
3. sýn. fös. 17. okt, 4 sýn. lau. 18. okt Sýningar hefjast kl. 20.00.
Nýjung: Óperufordrykkur og kvöldverður í Sölvasal, fjölbreytt tilboð íslensku óperunnar og Sólon íslandus.
Styrktarfélagar íslensku óperunnar eiga forkaupsrétt til 26. september.
Miðasala er opin alla daga nema mánudaga kl. 15—19, sýningardaga kl. 15—20,
sími 551 1475, bréfsími 552 7382. Greiðslukortaþjónusta.