Morgunblaðið - 24.09.1997, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
•í!
4
*
€
„Bláu
drengirnir“
NÚ ERU haust-
laukamir óðum að
berast til landsins.
Oft er sagt að
haustlaukamir séu
loforð um litríkt
vor. Þeir félagar
Garðyrkjufélags-
ins, sem pöntuðu
haustlauka, ættu
að geta lagt lauka
í moldu um næstu
helgi ef vel viðrar.
Alltaf best að koma
laukunum í mold
sem fyrst svo þeir
nái að ræta sig áður
en frost kemst í
jörð.
Ein af mínum uppáhalds
blómabókum fjallar svo til ein-
göngu um blómlauka. Ein grein-
in í henni ber heitið „De blá
drenge“. Þetta skemmtilega
heiti fínnst höfundi að þurfí
nánari skýringar við. Orðið er
komið úr orðabók yfir dönsk
plöntunöfn (Johan Lange) og
er í henni talið alþýðlegt sam-
heiti yfír ijöldann allan af bláum
vorblómum. Hér á eftir verður
sagt örlítið frá fjórum af þessum
„bláu drengjum". Við notkun
fyrirsagnarinnar er að vísu einn
galli, sem sé sá að í skrám yfír
íslensk plöntuheiti eru „bláu
drengirnir" kvenkenndir og bera
lilju- eða stjörnu-
nöfn. En ef við höf-
um í huga að þetta
eru jú allt saman
laukar - karlkyns-
orð - má réttlæta
að nota drengjatitil-
inn á greininni.
Ýmsa góða kosti
eiga þeir bláu sam-
eiginlega, t.d. koma
þeir upp snemma
vors og lífga upp á
umhverfíð meðan
trén eru varla farin
að laufgast. Þeir
eru afar harðgerðir,
þurftarlitlir og lítið
þarf fyrir þeim að
hafa, gera sig
ánægða með venju-
lega garðmold, vel
framræsta þó og
sólelskir eru þeir í
meira lagi. Gróður-
setningardýptin er
5-7 cm. Þeir eru
liljuættar og flestir
eiga til stórra ætt-
kvísla að telja og
eru meira eða
minna skyldir. Ræktunaraf-
brigði eru fleiri en unnt er að
koma tölu á. Þegar þeir eru
lagðir í mold er gott að hafa
þá nokkra saman í holu t.d. 10
stk. Þannig sjást þeir betur,
enda eru blóm „bláu drengj-
anna“ flest svo fíngerð að einn
og einn drengur (les. laukur)
verður ósköp lítið áberandi. Með
árunum mynda þeir stórar
breiður og njóta sín síðan víða
í garðinum ekki síst undir trjám.
Ég er ekki grunlaus um að þeir
þroski fræ, a.m.k. hef ég fundið
þessa vini mína töluvert dreifð-
ara í garðínum en mig rekur
minni til að hafa sett þá sjálf
niður. Hæð þeirra er svipuð, um
það bil 10-15 cm.
Stjömulilja - Scilla. Blöðin
eru nokkur saman í hvirfingu,
blómleggimir em blaðlausir.
Blómin eilítið drjúpandi, fallega
blá og fara sérlega vel með pá-
skaliljum eða öðmm gulblóm-
strandi vorblómum. Hér á landi
mun algengust í ræktun tegund-
in Síberíulilja - Scilla sibirica.
Afbrigðið „Spring beauty" þykir
sérlega fallegt. Scilla sibirica
alba ber hvít blóm. Önnur og
stórvaxnari tegund af Scillu er
Scilla campanulata,
Spánarlilja. Hún er
með breytilegum
litum en þó algeng-
ust í bleiku, ljósbláu
eða hvitu. S. camp-
anulata blómstrar
síðari hluta júní og
er 30 - 40 cm á
hæð.
Snæstjama -
Chionodoxa er
meðai fegurri smá-
lauka sem hér eru
ræktaðir og teg-
undin Chionodoxa
lucilae er algeng-
ust. Blómin em
stjömulaga, og
blómstjömumar snúa upp, en
hinir „bláu drengimir" em með
lútandi blómskipanir. Blóm
snæstjömunnar em skærblá
með hvitri miðju. Til em af-
brigði með hvítum og rósbleik-
um blómum, ekki siður falleg
og ennþá fíngerðari en bláa af-
brigðið.
Perlulilja - Muscari ber nafn
með rentu því blómin em perlum
líkust þar sem þau sitja á stöngl-
inum í þéttum sterkbláum klös-
um, einna líkast sem þama sé
þyrping smágerðra blóm-
klukkna. Fagurbláu blómklukk-
umar em stundum bryddaðar
með hvítu, sem ekki dregur úr
fegurð þeirra. Blaðhvirfíngarn-
ar em fagurgrænar og standa
langt fram eftir sumri. Tegund-
ir Muscari armeniacum og ýmis
afbrigði hennar eru algengust í
ræktun hér. Afbrigði af tegund-
inni M. botryoides er með hvít-
um blómum.
Postulínslilja - Puschkinia.
Til þeirrar ættkvíslar teljast
aðeins fáar tegundir og hér er
helst ræktuð Puschinia scilloides
einkum afbrigðið frá Libanon.
Blómin em tiltölulega stór og
mörg saman í þéttum klasa og
krónan vel útbreidd. Blómin eru
fölblá, næstum hvít með blárri
rák eftir miðju. Postulínsliljan
er sérlega falleg og blómin
minna á smækkaða útgáfu af
hyasintum.
Eins og ég sagði í upphafi
em „bláu drengirnir" allir harð-
gerðir og nægjusamir og dug-
legir að fjölga sér. Þeir sóma
sér vel hvort heldur er í stein-
hæð, txjábeði eða grasflöt. Séu
þeir hafðir í grasflöt þarf aðeins
að muna að hlífa þeim við slætti
fram eftir sumri, svo þeir nái
að safna forða í laukinn. Þá
munu þeir gleðja okkur vor eft-
ir vor.
BLÓM
VIKUNNAR
370. þáttur
llmsjón Ágústa
B j ö r n s d ó tt i r
EINN „bláu drengjanna“, vínperlulilja
- Muscari aucheri (tubergenianum).
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Þakklæti fyrir
gott golfmót
MIG langar að koma á
framfæri þakklæti til
forráðamanna golfmóts-
ins sem haldið var í
Hvammsvík um sl. helgi.
Þetta var fyrirtækjamót,
parakeppni Proback. Það
sem vakti aðallega at-
hygli mína var að þama
var svo góður andi sem
sveif yfir vötnum. Þama
var rétti fþróttaandinn á
sveimi. Eg vil einnig
óska þeim sem unnu
keppnina til hamingju
með sigurinn.
Guðmundur.
Hvar fæst
Renapur?
ÉG keypti í sumar efni
sem heitir „Renapur".
Ég fékk þetta efni við
söluborð í Borgarkringl-
unni. Þetta er leðurfeiti
og er í hvítri dollu með
svampi og þetta gefur
bæði gljáa og feiti. Veit
einhver hvar hægt sé að
nálgast þetta efni? Ef
einhver getur gefíð upp-
lýsingar um þetta er
hann vinsamlega beðinn
að hringja í Katrínu í
síma 551—1992.
Alnet - víðnet
- net
ORÐIÐ Intemet fer illa
í íslensku máli og því
mönnum nokkur vor-
kunn að þeir reyni að
færa til betri vegar.
Flestir þeir sem litla eða
enga reynslu hafa af
tækniundri þessu kjósa
að nefna það alnet.
Orðið alnet virkar á
flesta sem e-ð endanlegt
eða e-ð sem rúmast inn-
an tiltekins ramma.
Þetta er óheppilegt með
því að þróun er ör; tækn-
inýjungar koma fram
með einum eða öðmm
hætti hvem einasta dag.
Meginókostur þess er
svo sá að það er ótækt
í samsetningum.
Orðið víðnet er gagn-
sætt, lýsir nákvæmlega
því sem um er að ræða;
viðfangi er nær vítt og
breitt yfír án tiltekinna
endimarka. Orð þetta er
hins vegar ótækt í sam-
setningum.
Orðið net er öllu ris-
lægra en hefur þann
meginkost, auk þess að
spanna það svið sem að
framan greinir, að vera
þjált í samsetningum.
Oftast er víðneti skipt
svo:
1. vefur.
2. ftp-svæði og gopher.
3. póstur.
4. ráðstefnur.
Ekki verður annað séð
en það gangi prýðilega
að tala annars vegar um
víðnet og nota seinni lið
orðsins til að mynda
samsetningar svo sem
hér er sýnt fram á:
1. net.
2. netsvæði.
3. netpóstur.
4. netstefnur.
Guðni Björgólfsson,
Reykhólaskóla.
Dýrahald
Kettlingur
í óskilum
DÖKKUR kettlingur með
hvítar loppur, hvítt trýni
og háls er í óskilum í
Hvömmunum í Hafnar-
fírði. Uppl. í síma
555-4307.
SKAK
Umsjón Margelr
Pétursson
STAÐAN kom upp í einvígi
Hollendinganna Loek Van
Wely (2.655) og Jeroen
Piket (2.630) sem er nýlok-
ið í Mónakó. Van Wely hafði
hvítt og átti leik í þessari
stöðu.
39. Rxf5! (Nú hrynur svarta
staðan, því 39. - Hxf5
gengur ekki vegna 40. Hd5.
Svartur reyndi:) 39.
- h4 40. Hd5 - Dc7
(40. - hxg3+ 41.
Hxg3! - Dc7 42.
Rd6! var engu
betra.) 41. De3 -
Hf6 42. Kgl - hxg3
43. Rxg3 og svartur
gafst upp.
Þessi skák var
einnig til umfjöllun-
ar hér í skákhominu
á laugardaginn var,
en birtist þá með
rangri stöðumynd.
Sú átti við textann á
sunnudaginn.
Einvíginu lauk með jafn-
tefli 4-4. Piket lenti tveimur
vinningum undir, en vann
fimmtu og sjöundu skákina
og jafnaði metin.
Haustmót Taflfélags
Reykjavíkur hefst á sunnu-
daginn kemur og er skrán-
ing hafín í síma TR:
568 1690. Tefldar verðar
ellefu umferðir og er raðað
niður í flokka eftir skákstig-
um. Öllum er heimil þátt-
taka. Að jafnaði er teflt á
sunnudögum kl. 14 og mið-
vikudags- og föstudags-
kvöldum frá kl. 19.30.
BRIPS
Umsjön Guömundur Páll
Arnarson
í GÆR sáum við ítalska
Evrópumeistarann Alfredo
Versace leika listir sínar í
vöminni. Hér er hann í
hlutverki sagnhafa.
Vestur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♦ 42
? D7
♦ G109843
4 Á83
Vestur Austur
4 ÁD9 4 G65
? K9854 II y G3
♦ Á ♦ 7652
4 K1097 4 G642
Suður
4 K10873
4 Á1062
♦ KD
4 D5
Vestur Norður Austur Suður
1 hjarta 2 tíglar Pass 2 hjörtu
Dobl 3 tíglar Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
Hjartafjarki kom út og
drottning blinds átti slaginn.
Versace sá undir eins að
hann væri í allt að því von-
lausu spili, því annað hvort
myndu andstæðingamir
gefa tígulinn tvisvar, eða
drepa strax og ráðast á inn-
komuna. í vöminni voru
sterkir spilarar, Cedolin og
Mariano, og það vafðist ekki
fyrir Cedolin að slá út lauf-
kóngi þegar hann komst inn
á tígulás.
Versace dúkkaði og fékk
næsta slag á laufdrottningu.
Útlitið var ekki gott, en eitt-
hvað varð að gera. Versace
ákvað að geyma tíguldrottn-
inguna og fara í spaðann
af krafti. Hann spilaði
kóngnum, eins og hann ætti
KG10. Cedolin drap og spil-
aði í sakleysi sínu laufí
áfram, því hann sá ekki
betur en að liturinn væri
ennþá stíflaður. En stíflan
var auðhreinsuð: Versace
henti tíguldrottningunni í
laufásinn og tók næstu fímm
slagi á tígul. Hjartaásinn
beið svo heima sem níundi
slagur.
HVÍTUR leikur og vinnur.
Víkveiji skrifar...
VIÐTAL við Jón Sigurðsson,
fráfarandi forstjóra Jám-
blendiverksmiðjunnar á Grundar-
tanga og fýrrverandi ráðuneytis-
stjóra í fjármálaráðuneytinu, sem
birtist í Morgunblaðinu sl. sunnu-
dag, var um margt fróðlegt. Við-
horf Jóns til lífs og starfs virðast
vera afar heilbrigð og skynsamleg.
Hvað skemmtilegast þótti Víkveija
að lesa frásögn Jóns af samstarfí
hans við Magnús Jónsson frá Mel,
en Jón starfaði með Magnúsi í fjár-
málaráðherratíð hans. Hann lýsir
honum á þann veg, að á engan
ráðherrann sé hallað, þótt hann
segi að þeirra eftirminnilegastur
hafí verið Magnús frá Mel.
xxx
AÐ, að meginreglumar
skiptu máli og það ætti að
stánda við þær, var ríkur þáttur í
viðhorfum Magnúsar. Ég kunni því
vel, ég vil að hlutimir séu skýrir í
þessum efnum, mér fínnst skelfílegt
ef ráðherra Iætur aðgerðir sínar
stjómast af vináttusjónarmiðum
eða því að einn kemur að ræða við
hann en annar ekki. Tíminn leið og
það komu nýir ráðherrar. Ég hef
ekkert nema gott um þá að segja
- hins vegar breyttist mjög mikið
viðhorfið til fjármála ríkisins eftir
að Magnús Jónsson hætti. Allar rík-
isstjórnir frá 1971 hafa í raun og
veru látið reka á reiðanum í fjármál-
um ríkisins og það skiptir hundruð-
um milljónum króna... Ætli það
sé ekki nærri lagi að allan þennan
tíma hafi menn ekki aflað tíundu
hverrar krónu sem þeir hafa eytt,“
sagði Jón meðal annars í ofan-
greindu viðtali.
xxx
RAUNAR gefur Jón það sterk-
lega til kynna að léleg fjár-
málastjórn hins opinbera hafí verið
ein ástæða þess að hann söðlaði
um og hætti sem ráðuneytisstjóri
ijármálaráðuneytisins. Líklega væri
hið opinbera mun betur statt í dag,
ef fleiri hefðu haft jafn íhaldssamt
viðhorf til eyðslu og þeir Magnús
Jónsson frá Mel og Jón Sigurðsson
höfðu, þegar þeir störfuðu saman
í fjármálaráðuneytinu.
FRIÐUR hefur verið tryggður
til þriggja ára á leikskólum
þessa lands, með kjarasamningum
sveitarfélaga við leikskólakennara,
sem undirritaðir voru snemma á
laugardagsmorgun og er það vel.
Leikskólakennarar hafa í baráttu
sinni að undanförnu lagt áherslu á
að þeir séu ekki einungis að sinna
gæslustörfum á leikskólum lands-
ins, heldur fari uppeldis- og
fræðslustarf einnig fram inni á leik-
skólunum. Á baksíðu Morgunblaðs-
ins sl. laugardag birtist skemmtileg
ljósmynd af litlu barni á leikskóla,
þar sem það stóð undir tilkynningu
frá leikskólakennurum, sem Vík-
verji telur að hafí ekki verið á boð-
legri íslensku. Tilkynningin var svo-
hljóðandi: „Ef að fyrirhuguðu verk-
falli leikskólakennara verður, mun
leikskólanum verða lokað á meðan
verkfalli stendur!!!" Getur þetta tal-
ist boðlegur texti frá stétt sem
kennir sig við uppeldis- og mennt-
unarstörf?