Morgunblaðið - 24.09.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Haust í höfuð- borginni HAUSTIÐ er gengið í garð og með því árviss rigningarsuddi og rok. Undanfarna daga hefur veður þó verið milt i höfuðborg- inni, en þessi vegfarandi hleypti í herðarnar í gær þar sem hann skáskaut sér á milli bílanna. Fundur Andreis Koz- yrevs með ráðgjafar- fyrirtækinu VSÓ Ætlum að reyna að finna flöt á samstarfi FUNDUR Andreis Kozyrevs, fyrr- verandi utanríkisráðherra Rúss- lands, með VSÓ ráðgjöf gekk vel. Gert er ráð fyrir að þessir aðilar verði í sambandi áfram og nánari upplýsinga verði aflað um verkefnið í Rússlandi og þá möguleika sem fyrir hendi eru hér á landi. A fundi Kozyrevs með bæjar- stjóranum á Akureyri í gær kom fram mikill áhugi hans á öllu sem viðkemur upphitun húsa, uppbygg- ingu slíkra kerfa, orkusparnaði, ein- angrun og fleira. Kozyrev situr á rússneska þinginu fyrir Murmansk, sem er vinabær Akureyrar, og er auk þess stjórnarformaður hjá fyrir- tæki sem nefnist Rússlandshiti. Fyrirtækið vinnur að því að ýta undir orkusparnað og bæta upphit- unartækni í ýmsum héruðum Rúss- lands. Gekk vel Stefán Eggertsson, fram- kvæmdastjóri VSÓ ráðgjafar, sagði að fundurinn með Kozyrev hefði gengið vel. Fram hefði komið að miklir möguleikar væru á arðbær- um verkefnum á sviði orkusparnað- ar í Rússlandi. Hins vegar væri málið á algjöru byrjunarstigi, en fyrirtækin yrðu áfram í sambandi og myndu skiptast á upplýsingum. „Við ætlum að reyna að finna flöt á samstarfi," sagði Stefán. Morgunblaðið/RAX Gatnagerðargjöld í Hvaleyrarhrauni lækkuð BÆJARRAÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt að lækka gatnagerðar- gjöld fyrir einbýlis-, par- og raðhúsa- lóðir í Hvaleyrarhrauni. Að sögn Ingvars Viktorssonar bæjarstjóra, nemur lækkunin um 4-500 þúsund krónum fyrir hveija lóð. Ingvar sagði að í reglugerð um gatnagerðaigjöld væri heimild til lækkunar og að vegna aðstæðna í hrauninu hefði verið ákveðið að lækka gjöldin um 20%. „Þama eru erfiðar aðstæður," sagði hann. „Hraun og erfítt að vinna landið að vissu marki en við viljum láta vinna þetta þannig að hraunið skemmist sem minnst enda voru götur í hverfinu lagðar án þess að hreyft væri við því.“ Ingvar sagði að lækkunin hefði ekki náð til fjölbýlishúsalóða sem all- ar eru gengnar út. Aðeins hefði geng- ið á rað-, par- og einbýlishúsalóðimar en ekki mikið. Skýringin gæti verið sú að einnig væri verið að úthluta lóðum inni í bænum á Einarsreit en þær lóðir væru þó mun dýrari. Skortur á þotuflugmönnum hjá Flugleiðum Sérstakt nám- skeið til undir- búnings þotuflugs FLUGLEIÐIR hyggjast á næstunni senda nokkra nýráðna flugmenn sína sem hafa ekki reynslu af þotu- flugi á sérstakt bóklegt námskeið vegna þotuflugs áður en þeir setj- ast á námskeið til að öðlast réttindi á þotur félagsins. Kemur þetta til af því að skortur var á þotuflug- mönnum í hópi umsækjenda. Jens Bjarnason, flugrekstrar- stjóri Flugleiða, segir að við ráðn- ingar flugmanna síðustu árin hafí það verið stefna félagsins að á þot- urnar séu aðeins ráðnir flugmenn með minnst 1.500 tíma flugreynslu. Nú, þegar nokkuð mikil aukning sé framundan í millilandafluginu, auk þess sem flugmenn eru ráðnir og lánaðir til Flugfélags íslands, vanti félagið í raun þotuflugmenn. Metið til flugreynslu Nokkrum flugmönnum, sem hafa kringum 1.000-1.200 tíma flug- reynslu, hafi því verið boðið að sitja sérstakt tveggja til þriggja vikna námskeið hjá British Aerospace í Prestwick í Skotlandi. „Með því að bjóða sérstakt þjálf- unamámskeið hjá þessum breska flugskóla getum við búið reynslu- minni flugmenn undir að takast á við sjálfa þotuþjálfunina," segir Jens Bjarnason. „Þetta er strangt námskeið þar sem farið er yfir tölv- ur, tækjabúnað og kerfi í þotum, radíóviðskipti á ensku og fleira og höfum við fengið heimild Flugmála- stjórnar til að meta þetta námskeið til ákveðinnar flugreynslu. Eftir það setjast þessir flugmenn á sjálf þjálf- unarnámskeiðin fyrir réttindi á B 737 og B 757 þotur Flugleiða." Jens Bjarnason sagði þetta nýja leið sem gripið væri til nú vegna þessara sérstöku aðstæðna en til þessa hefði gangur mála verið sá að flugmenn félagsins fengju reynslu af innanlandsflugi áður en þeir væru ráðnir til starfa á þotur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Dómsmálaráðuneytið hefur svarað bréfi umboðsmanns barna Gagnleg’ar tillögnr sem teknar verða til athugnnar TILLÖGUR umboðsmanns bama, Þórhildar Líndal, um breytingar á ýmsum ákvæðum laga varðandi kynferðisafbrot gegn bömum og ungmennum hafa verið teknar til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu. í bréfi ráðuneytisins til umboðs- manns segir að ráðuneytið telji til- lögur og ábendingar umboðsmanns gagnlegar og muni taka þær til nánari athugunar. Meðal tillagna umboðsmanns barna, sem kynntar voru í bréfí til ráðuneytisins 15. september sl., var að kynferðisafbrot gegn börnum fyrnist ekki og til vara að tekinn verði upp lengri fyrningarfrestur vegna slíkra brota vegna séreðlis þeirra. Hefur dómsmálaráðuneytið falið refsiréttarnefnd að fjalla um þessar tillögur sem ráðuneytið telur gagnlegar. Þá leggur umboðsmaður barna til að tekið verði upp í lög nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála ákvæði um skýrslutöku dóm- ara utan réttar af barni sem orðið hefur fyrir kynferðislegri misnotk- un, þannig að böm verði vernduð gegn endurteknum yfirheyrslum og að með reglugerð verði kveðið nán- ar á um hvemig staðið skuli að skýrslutöku yfir barni. Einnig að samræmd verði við dómstóia lands- ins framkvæmd við hljóðritun og myndbandstökur af vitnaskýrslum barna. Dómsmálaráðuneytið bendir á í bréfi sínu að reglugerð nr. 395/1997 hafi tekið gildi í júní og þar séu ákvæði er varði yfirheyrslu hjá lögreglu. Segir þar m.a. að við yfírheyrslu á vitni yngra en 18 ára skuli gefa foreldrum þess eða öðr- um sem það ber traust til kost á að vera við yfirheyrsluna. Þar segir einnig að sýna skuli fyllstu tillits- semi við yfírheyrslu bams yngra en 18 ára og það skuli yfirheyrt á heimavelli ef unnt er. Forðast ber endurteknar yfirheyrslur í þessari reglugerð segir og að taka skuli skýrslu upp á hljóðband og myndband sé þess kostur þegar vitni er þolandi kynferðisafbrots og að forðast skuli svo sem unnt er að endurtaka yfirheyrslur barna við þær aðstæður. í bréfí dómsmálaráðuneytisins er einnig bent á að nú standi yfir hjá réttarfarsnefnd ráðuneytisins heildarendurskoðun laga um með- ferð opinberra mála og muni henni verða sendar tillögur umboðsmanns barna. Umboðsmaður hafði einnig í fyrrgreindu bréfi ítrekað tillögu um að 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 verði breytt á þann veg að beinlínis verði tilgreind þau atr- iði sem áhrif hafi við ákvörðun miskabóta til barna vegna kynferð- isafbrota. Segir í svari ráðuneytis- ins að þeirri ítrekun verði beint til nefndar sem falið hafi verið að end- urskoða skaðabótalög. Samningur leikskóla- kennara kynntur LEIKSKÓLAKENNARAR í Reylyavík fjölmenntu á félags- fundi í gær þar sem kynntur var nýgerður kjarasamningur Félags íslenskra leikskólakenn- ara og sveitarfélaganna. Sam- kvæmt samningnum hækka- laun leikskólakennara um rúm 25% á samningstímanum sem er til ársloka árið 2000. Að sögn Bjargar Bjarnadóttur, for- manns félagsins, virtust leik- skólakennarar yfirleitt vera ánægðir með samninginn. Hann verður kynntur á félagsfundum um land allt á næstu dögum. Kjörstjórn mun ákveða í dag eða á morgun hvenær atkvæða- greiðsla um samningana fer fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.