Morgunblaðið - 24.09.1997, Page 4

Morgunblaðið - 24.09.1997, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997______________________ FRÉTTIR Helgi fékk 4 atkvæði og Elín Hirst fékk 3 ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á fundi í gær að mæla með Helga H. Jóns- syni í starf fréttastjóra Sjónvarps og Ásdísi Olsen í starf fram- kvæmdastjóra sjónvarpsdeildar Ríkisútvarpsins. Við afgreiðslu um starf frétta- stjóra, sem útvarpsstjóri ræður í, fékk Helgi H. Jónsson 4 atkvæði en Elín Hirst 3 atkvæði. Fjórir full- trúar Framsóknarflokks og fulltrú- ar Alþýðubandalags og Kvennalista stóðu saman að bókun þar sem fram kemur að þau greiði Helga atkvæði sitt. Fundinn sátu aðal- menn ráðsins að undanskildri Þór- unni Gestsdóttur, eins þriggja full- trúa Sjálfstæðisflokks. Varamaður hennar var Ingunn Guðmundsdótt- ir. Búist er við að útvarpsstjóri til- kynni um ákvörðun sína í dag. Við atkvæðagreiðslu um starf framkvæmdastjóra sjónvarpsdeild- ar Ríkisútvarpsins, en það er starf sem menntamálaráðherra veitir, hlaut Ásdís Olsen íjölmiðlafræðing- ur 4 atkvæði en Bjami Guðmunds- son rafmagnstæknifræðingur 3. Guðrún Helgadóttir, fulltrúi Al- þýðubandalags, sem óskaði eftir greinargerðum frá umsækjendum um fréttastjórastarfið fyrir viku og sagðist mundu greiða atkvæði um umsækjendur á grundvelli þeirra en ekki stjómmálaskoðana umsækjendanna, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær hafa talið að greinargerðir Helga og Elínar hefðu borið af greinargerðum þeim sem ráðinu bámst og hefðu báðar verið mjög góðar. í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag sagðist hún telja ýmissa breytinga þörf í starfi fréttastof- unnar og hún sagði í gær að ýms- ar ágætar hugmyndir hefðu komið fram í greinargerðum umsækjend- anna en vildi ekki reifa þær nán- ar. Hún sagðist einnig hafa talið að aldrei hefði átt að auglýsa starf- ið í 16 mánaða leyfi Boga Ágústs- sonar, sem hafi lýst því yfir að hann muni snúa aftur til starfa að þeim tíma liðnum. Borgarráð Þremur gæsluvöll- um lokað TILLÖGU borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að gæslu- vellir við Dunhaga, Sæviðarsund og Yrsufell yrðu opnir eftir hádegi í vetur í stað þess að loka völlun- um, var vísað frá í borgarráði. í frávísunartillögu borgarstjóra, sem samþykkt var í borgarráði, segir að á síðustu 10 ámm hafi 10 gæsluvöllum verið lokað en á sama tíma hafi sjö nýir tekið til starfa. Fram kemur að gert hafi verið ráð fyrir að loka vellinum við Sæviðarsund en samkvæmt ein- dreginni ósk foreldra hafi lokun- inni verið frestað til haustsins. Ljóst sé að fjárhagsáætlun Dag- vistar bama gefi ekki svigrúm til að endurskoða fyrri ákvörðun og að athygli veki að sjálfstæðismenn geri hvorki tillögu um aukaijárveit- ingu né niðurskurð til að mæta þeim kostnaði sem þeir geri tillögu um. Ennfremur er tekið fram að þegar stjóm Dagvistar bama hafi samþykkt 3. sept. sl. að standa við fyrri ákvörðun um vetrarlokun hafi fulltrúi Sjálfstæðisflokksins ekki lagst gegn þeirri ákvörðun. í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks segir að komur bama á gæsluvellina þijá hafi ver- ið sveiflukenndar mörg undanfarin ár og í sumum tilvikum hafi þær verið mun færri mörg undanfarin ár en tölur síðustu ára sýni. Þá hafi völlunum ekki verið lokað. Engin rök séu fyrir lokun vallanna núna og kostnaður við að halda þeim opnum eftir hádegi í vetur sé óverulegur. Ákvörðunin valdi hins vegar mörgum foreldram erf- iðleikum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Túnfisk- veiðiskip sækja kost TVÖ japönsk túnfiskveiðiskip voru í Reykjavíkurhöfn í gær að sælqa vistir og olíu og hið þriðja er væntanlegt í dag. Alls hafa fimm túnfiskveiðiskip skráð komu sína þjá Reykjavíkurhöfn fram til 30. september. Fjöldi japanskra og tævanskra túnfiskveiðiskipa stunda túnfisk- veiðar rétt utan íslensku efna- hagslögsögunnar á Reykjanes- hrygg og koma þau iðulega inn til Reykjavíkur til að sækja sér vistir og aðrar nauðsynjar. Ann- að japanska skipið sem lá við bryggju í Reykjavík í gær hefur leyfi til að stunda tilraunaveiðar á túnfiski innan íslensku lögsög- unnar en samtals hafa þijú jap- önsk túnfiskveiðiskip fengið leyfi til tilraunaveiða innan lögsögu- markanna. Eru íslenskir eftirlits- menn um borð í skipunum þrem- ur til að skrá niður upplýsingar um veiðislóðir og aflabrögð. Þrjár bókanir á fundi Utvarpsráðs FULLTRÚAR Alþýðubandalags, Kvennalista og Framsóknarflokks í Útvarpsráði létu allir færa til bókar afstöðu sína á fundi ráðsins í gær þegar fram fór atkvæða- greiðsla um umsækjendur um starf fréttastjóra Sjónvarpsins. Telur vafa leika á að afgreiðslan sé lögleg Guðrún Helgadóttir, fulltrúi Al- þýðubandalags, lagði fram eftirfar- andi bókun: „Öll meðferð þessa máls hefur verið með ólíkindum og stofnuninni til vansa. Engin ástæða var til þess að veita fréttastjóra lengra leyfi en svo, að varafréttastjóri gæti ekki sinnt störfum hans á meðan, án þess að starfíð væri auglýst til umsóknar. Vítavert verður að teljast að taka ákvörðun um slíkt á meðan Útvarpsráð var í sumarfríi. Vafamál kann einnig að vera, hvort afgreiðsla þessa máls er í samræmi við gildandi lög og reglur. Með tilliti til þess að fréttastjóri hefur lýst því yfir að hann muni koma aftur til starfa að 16 mánuð- um liðnum tel ég eðlilegt að Helgi H. Jónsson, varafréttastjóri, sinni starfinu þessa mánuði. Hvort tveggja er ljóst, að þessi stutti ráðningartími fældi fyölda manns frá því að sækja um stöðuna, og afar erfitt hlýtur að vera fyrir nýj- an fréttastjóra að gegna stöðunni í þennan tíma. Ég greiði því Helga H. Jónssyni atkvæði mitt.“ Taldi freistandi að styðja konu Bryndís Guðmundsdóttir, full- trúi Kvennalistans, lagði fram eft- irfarandi bókun: „Ég tel marga umsækjendur mjög vel hæfa og litlu muna á menntun og reynslu nokkurra þeirra. í ljósi þess ójafnræðis sem ég tel vera á milli kynja innan Ríkisútvarpsins og þess hversu fáar konur gegna stöðum yfir- manna væri freistandi að styðja eina af þeim hæfu konum sem hér um ræðir. En þar sem hjá einum umsækjanda Helga H. Jónssyni fer saman víðtæk menntun og lengst starfsreynsla allra umsækj- enda í fréttamennsku eru vand- fundin þau rök sem mæla gegn stuðningi við hann, sem að auki hefur gegnt starfi varafréttastjóra til margra ára. Fram hjá slíku tel ég ekki hægt að líta. Því mæli ég með Helga H. Jónssyni í starf fréttastjóra til næstu 15 mánaða." Segja eðlilegast að staðgengill taki við Gissur Pétursson og Kristjana Bergsdóttir, fulltrúar Framsókn- arflokksins, lögðu fram eftirfar- andi bókun: „Á fréttastofu Sjónvarpsins hefur það fyrirkomulag verið við lýði um alllangt skeið og sérstak- lega staðfest af útvarpsstjóra, að varafréttastjóri innlendra frétta er staðgengill fréttastjóra. í ljósi þess að fréttastjóra hefur verið veitt 15 mánaða leyfi frá störfum telja undirritaðir eðlilegast að staðgengill hans, Helgi H. Jóns- son, taki við starfinu á meðan. Það styrkir þessa afstöðu enn frekar að Helgi hefur fjölþættustu menntunina og langmestu reynsl- una af þeim umsækjendum sem hér um ræðir.“ Geta ekki einbeitt sér Í \ ® 'w'A í 1 \ /-Drengir 7 |— Stúlkur A Eru óhlýðin í skólanum 4-5 6-7 8-9 10-11 12-13 14-15 16 4-5 ára ára ára ára ára ára ára ára 8-9 10-11 12-13 14-15 16 ára ára ára ára ára Tilfinninga- o g hegðunarvandamál barna Sama tíðni hjá dönskum og íslenskum börnum TÍÐNI tilfinninga- og hegðunar- vandamála meðal bama og ungl- inga á íslandi er hin sama og í Danmörku en heldur hærri en á Norðurlöndunum. Tíðni slíkra vandamála er hins vegar mun hærri í Kanada, Chile og Frakk- landi, þar sem sams konar rann- sóknir hafa verið gerðar. Þetta era niðurstöður í fyrstu læknisfræði- legu og faraldsfræðilegu rann- sókninni á geðheilbrigðisvanda- málum bama sem gerð hefur verið hérlendis og unnin var af Helgu Hannesdóttur, bama- og unglinga- geðlækni. Helga dregur þá ályktun m.a. af þessum niðurstöðum að háa tíðni slysa á bömum hérlendis sé ekki unnt að rekja til hegðunar- og tilfinningavandamála bama heldur sé þar fremur um að kenna hinu mikla frelsi og umburðarlyndi sem foreldrar og uppalendur búa bömum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að tíðni hegðunar- og tilfinn- ingavandamála meðal barna á aldrinum 4-16 ára lækkar almennt með aldrinum. Tíðni er lægri hjá stúlkum en drengjum nema hjá stúlkum 5 ára og 12-14 ára. Ekki er marktækur munur á heildar- vandamálatíðni í dreifbýli og þétt- býli hér á landi. Vandamálatíðni er hærri því minni menntun sem foreldrar hafa og er munurinn marktækur. Sænsk börn heilbrigðust Svipuð vandamálatíðni er meðal barna á aldrinum 6-11 ára á ís- landi, Bandaríkjunum, Hollandi og Þýskalandi, um 20, en mun hærri tíðni var meðal barna í Kanada, Chile og Frakklandi, eða tæplega 30, samkvæmt þeim matsskala sem notaður var í rann- , sókninni. Sama rannsóknaraðferð var not- 1 uð í þessum löndum. Samanburður milli landa leiðir í ljós að heilbrigð- ustu börnin era sænsk þar sem vandamálatíðnin er 14, næst- lægsta tíðnin er í Noregi, rúmlega 15, en nákvæmlega sama vanda- málatíðni er meðal bama í Dan- mörku og á íslandi, eða 17,5 á aldrinum 4-16 ára. Rannsóknin var unnin með því að I dreifa spumingalistum til 2.040 ) barna og unglinga. 1.349 foreldrar svöruðu og 594 unglingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.