Morgunblaðið - 24.09.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ____________________________________FRÉTTIR____________________________________ Börnum yngri en fimmtán ára skylt að nota reiðhjólahjálma frá og með 1. október nk. Notkun hjálma al- menn meðal þeirra yngri en minnkar með aldrinum FRÁ og með 1. október næstkom- andi verður börnum yngri en fimmtán ára skylt að nota hlífðar- hjálma við hjólreiðar, samkvæmt nýjum reglum sem gefnar voru út af dómsmálaráðherra í ágúst sl. Reglurnar eru settar samkvæmt heimild í umferðarlögum. Notkun reiðhjólahjálma hefur verið í brennidepli á síðustu dögum vegna alvarlegra umferðarslysa. Á sunnudag lést tólf ára drengur sem varð fyrir bíl á Bústaðavegi í liðinni viku. Hann var ekki með hjálm þegar slysið varð og lilaut alvarlega höfuðáverka. Þá liggur fjórtán ára piltur mjög alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir að hann varð fyrir bíl á hjóli sínu í Kópa- vogi fyrir rúmri viku. Hann var heldur ekki með hjálm og hlaut mikla höfuðáverka. Til þess að kanna viðhorf grunn- skólabarna til notkunar reiðhjóla- hjálma spjallaði blaðamaður við nokkur þeirra. Eftir þeim viðtölum og samtölum við lögreglu að dæma virðist sem notkunin sé almennari meðal hinna yngri en hins vegar hætti þeim að þykja það fínt eftir því sem þau eldist. Þá verði hjálm- arnir, sem áður þóttu sjálfsagðir, skyndilega óþægilegir og haliæris- legir. Gleymdi hjálminum heima Andri Dagur Sævarsson, átta ára nemandi í Breiðholtsskóla, var á leiðinni heim úr skólanum á hjól- inu sínu þegar Morgunblaðsfólk hitti hann. Hann var bara með húfu, engan hjálm. „Annars nota ég alltaf hjálm - ég gleymdi hon- um bara heima í dag,“ sagði hann þegar hann var spurður hvers vegna hann væri ekki með hjálm á höfði. Aðspurður hvort hann vissi af reglunum um notkun reiðhjóla- hjálma, sem taka gildi um næstu mánaðamót, kvaðst hann kannast við þær, systir hans hefði einmitt verið að segja honum frá þeim. Vinkonurnar Sandra Vilborg Jónsdóttir, Margrét Ruth Sigurð- ardóttir, Sema Erla Serdar og Ás- dís Egilsdóttir, sem allar eru í 6.B í Breiðholtsskóla, nota allar hjálm þegar þær hjóla. Alltaf. Þær eru sammála um að það sé nauðsyn- legt að vera með hjálm, ætli maður ekki að eiga á hættu að skadda höfuðið og jafnvel heilann, ef mað- ur lendir í slysi og fær höfuðhögg. Sandra segist hafa notað hjálm frá því að þeir komu til sögunnar. Aftur á móti hafi eldri systir henn- ar aldrei notað hjálm, þar sem þeir hafi ekki verið komnir á markað- inn þegar hún fór að hjóla. Hvað með Spice Girls-hjálma? Þær stöllur varpa fram þeirri hugmynd að reiðhjólahjálmar verði gerðir að tískuvöru, þannig að það verði flott að vera með hjálm. Til dæmis væri hægt að hafa á þeim myndir af uppáhalds- stjörnunum, Spice Girls eða Blur, svo dæmi séu tekin. Þeim þykir slæmt að ekki megi setja límmiða á hjálmana en það er bannað vegna þess að límmiðarnir geta haft áhrif á viðnám hjálmsins, lendi hann í götunni. Ekki má heldur teikna á hann með tússlit- um, því í þeim er leysiefni sem eyðileggur plastið í hjálminum. Þær eru því helst á því að hjálm- arnir ættu að vera myndskreyttir frá framleiðanda, þannig að mynd- irnar eða munstrin væru greypt inn í plastið frá upphafi. „Það eru ekki alltaf allir sem hlýða“ Þær segja alltof fáa í skólanum nota hjálma. „Mörgum finnst það eitthvað ótöff," segir Ásdís. Þær eru þó á því að viðhorfið breytist þegar notkun hjálmanna verður lögleidd nú um mánaðamótin. Eins eru þær ekki frá því að það hafi haft áhrif á krakkana að heyra af alvarlegum slysum nú nýverið. „Nú verða allir að fara að nota hjálma," segir Margrét ákveðin. Asdís kveðst þó hreint ekki viss um að reglumar dugi til. í sama streng tekur Sema Erla: „Það þarf ekki að vera. Það eru ekki alltaf allir sem hlýða.“ Vilborg Guðrún Sævarsdóttir og Þórey Rósa Einarsdóttir eru báðar íjórtán ára nemendur í Breiðholts- skóla. Vilborg var á hjólinu sínu, hjálmlaus, þegar Morgunblaðið tók JÓN Björn Marteinsson segist aldrei liafa notað VILBORG Guðrún Sævarsdóttir og Þórey Rósa hjálm, honum finnist það óþægilegt. Einarsdóttir nota ekki hjálma. Morgunblaðið/Golli SANDRA Vilborg Jónsdóttir, Margrét Ruth Sigurðardóttir, Sema Erla Serdar og Ásdís Egilsdóttir eru á því að það ætti að gera reiðhjólahjálma að tískuvöru, þá myndi viðhorfíð breytast og það yrði flott að nota hjálm. ANDRI Dagur Sævarsson notar alltaf hjálm - nema þegar hann gleymir honum heima. þær tali. Hún segist ekki einu sinni eiga hjálm. Hún hafi reyndar átt hjálm þegar hún var lítil, en hún sé vaxin upp úr honum fyrir löngu. „Hann var ferlega ljótur, gulur og ógeðslega stór. Litli bróðir minn fékk hann þegar ég hætti að nota hann,“ segir hún. Þær stöllur kváðust nýbúnar að frétta af láti tólf ára drengs sem varð fyrir bfl á Bústaðavegi í síð- ustu viku og vom að vonum hugsi yfir því. Voru jafnvel ekki frá því að það myndi hafa áhrif á viðhorf- ið. Þórey segist lfkt og Vilborg hafa notað hjálm þegar hún var yngri en nú sé hún hætt því. Það eigi þó kannski eftir að breytast eftir 1. október þegar það verður skylda að nota reiðhjólahjálm. Vil- borg tekur í sama streng. „Kannski, jú, ætli það ekki,“ segir hún. Mamma hennar er lfka alltaf að ýta á hana að fá sér hjálm og fara að nota hann. Hjáhnur með Leonardo DiCa- prio væri ekkert slor Spurðar um hvernig þeim lítist á hugmyndina um að skreyta hjálmana með sljörnum á við Spice Girls og Blur, flissa þær og fussa og líst greir.ilega ekkert á það. Þegar gengið er á þær kemur þó í | ljós að þær myndu ekki fúlsa við hjálmi skreyttum myndum af leik- aranum Leonardo DiCaprio. í Kópavoginum varð á vegi Morgunblaðsins þrettán ára piltur úr Digranesskóla, Jón Björn Mar- teinsson. Hann var á hjóli en ekki með hjálm. Sagðist ekki eiga hjálm og hefði aldrei átt. „Mér finnst það bara óþægilegt," svaraði hann þegar hann var spurður um ástæð- I una. ) En hvað þá þegar hjálmanotkun | verður lögleidd í október? Ætlar hann þá að halda áfram að hjóla hjálmlaus og brjóta þar með lög? „Ætli maður hætti þá ekki frekar að hjóla,“ segir Jón Björn. Spurður um hvort foreldrar hans hafi ekki reynt að telja hann á að nota hjálm segir hann reynd- ar að það hafi verið rætt á heimil- inu að undanförnu í kjölfar slysa á sfðustu dögum. „Þá verður maður kannski bara að fara að nota hjálm,“ segir hann að síðustu Héraðsdómur Reykjavfkur fellir úrskurð 1 máli fyrrverandi sparisjóðsstjóra Fangelsi fyrir fjár- drátt og umboðssvik HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt mann á fimmtugsaldri í 15 mánaða fangelsi fyrir auðgun- arbrot á árunum 1991-1995, þeg- ar hann gegndi starfi sparisjóðs- stjóra Sparisjóðs Þórshafnar. Vegna alvarleika brotanna og um- fangs þeirra þótti dómara ekki fært að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti. Akæran var í nokkrum liðum. Maðurinn var sakfelldur fyrir fjár- svik með því að hafa dregið sér og notað heimildarlaust í eigin þágu tæplega 6,5 milljónir af eignum sparisjóðsins og viðskiptamanna hans og leitast við að leyna fjár- drættinum með rangfærslum í bókhaldi sjóðsins. Þá var hann jafnframt sakfelldur fyrir fjárdrátt með því að hafa tekið samtals 920 þúsund krónur af tékkareikningi sparisjóðsins og af sparisjóðsbók- um í eigu viðskiptamanna. Þessar upphæðir hafði hann endurgreitt og hélt hann því sjálfur fram að um lántöku hefði verið að ræða. I dómi héraðsdóms segir, að spari- sjóðsstjórinn hafi enga heimild haft til að taka féð að láni og breytti engu, þótt hann hefði end- urgreitt það. Því bæri að sakfella hann fyrir fjárdrátt með þessum fjártökum og notkun á fénu í eigin þágu. Skuldbatt sparisjóð- inn án heimildar Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa tekið eina milljón króna án heimilidar að láni og rúm- ar 11 milljónir, sem hann lagði inn á bankareikning sinn í fáa daga. Hér- aðsdómur sakfelldi hann vegna milljónarinnar, en tók til greina skýringar hans á tímabundinni millifærslu hærri upphæðarinnar á eigin reikning og sýknaði hann af ákæru um fjárdrátt hvað hana varðaði. Héraðsdómur sakfelldi spari- sjóðsstjórann fyrrverandi fyrir um- boðssvik með því að hafa skuld- bundið sparisjóðinn heimildarlaust og án vitundar stjómar sjóðsins sjálfskuldarábyrgð með áritun á skuldabréf útgerðarfélags, að fjár- hæð 23 milljónir. Ábyrgðin féll síð- ar úr gildi án þess að nokkrar kröf- ur væru gerðar á sparisjóðinn sam- kvæmt henni. Þá var hann jafn- framt dæmdur fyrir að gefa út 11 tékka að fjárhæð rúmar 9,5 milljón- ir króna og nota féð í eigin þágu. Sparisjóðsstjórinn taldi þetta lán- tökur og benti á að í öllum tilvikum hefði féð verið endurgreitt innan örfárra daga. Einn ákæruliðurinn laut að því, að sparisjóðsstjórinn veitti heimild- arlaust og án nokkurra trygginga yfirdráttarheimild að fjárhæð 3,5 milljónir á tékkareikning í eigu við- skiptamanns sjóðsins og millifærði þá fjárhæð á eigin tékkareikning. Viðskiptamaðurinn bar íyrir dómi að samþykktur en óútfylltur trygg- ingarvíxill hefði legið í sparisjóðn- um frá honum, en héraðsdómur benti á að þetta hefði ekki verið rannsakað. Mörg brot og framin með leynd Því bæri að sýkna sparisjóðs- stjórann af ákæru um að hafa veitt yfirdráttarheimildina án trygg- inga, en hins vegar væri sannað að með þessari ráðstöfun hefði spari- sjóðsstjórinn verið að veita sjálfum sér lán og slíkt væri misnotkun á aðstöðu. I niðurstöðu héraðsdómarans, i vegar með hliðsjón af því, að brot : hans eru mörg, framin með leynd á I löngum tíma og að um er að ræða háar fjárhæðir, sem ekki hafa allar verið greiddar til baka. Þá verður að telja brot ákærða grófa mis- notkun ákærða á starfsaðstöðu sinni og brot á trúnaði og trausti stjórnar sparisjóðsins og við- skiptavina hans. Hins vegar er til þess að líta, að rannsókn málsins hefur tekið óþarflega langan tíma og að ákærði hefur ekki áður sætt , refsingum, svo að kunnugt sé. Með hliðsjón af þessu öllu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 15 mánuði, sem vegna alvarleika brotanna og umfangs þeirra þykir ekki fært að skilorðsbinda að neinu leyti.“ Að auki var manninum gert að gi-eiða allan sakarkostnað, þar með taldar 170 þúsund krónur í réttar- gæslu- og málsvarnarlaun til skip- aðs verjanda síns og 140 þúsund krónur í saksóknarlaun til ríkis- sjóðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.