Morgunblaðið - 24.09.1997, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Sumarveður nyrðra
AKURE YRIN GAR
hafa notið veður-
blíðu síðustu daga
og þykir hún kær-
komin eftir kulda-
lega byrjun á sept-
embermánuði. Hiti
rauk upp í 22 stig
á mælinum á Ráð-
hústorgi um miðj-
an daginn í gær,
þannig að vegfar-
endum mörgum
hveijum þótti ekki
úr vegi að kæla
sig með ís. Gera má ráð fyrir
að veðrið leiki áfram við íbúa á
norðan- og austanverðu land-
inu því suðlægar áttir verða
ríkjandi í dag og þá lofar helg-
in einnig góðu.
Morgunblaðið/Kristján
Sviptur öku-
leyfí fyrir
hraðakstur
UNGUR ökumaður var í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra sviptur
ökurétti í tvo mánuði og gert að
greiða 30 þúsund króna sekt í rík-
issjóð auk alls sakarkostnaðar.
Hann ók í sumar norðvestur eftir
þjóðvegi 87 í Reykjahreppi á 144
kílómetra hraða á bifhjóli eftir
vegarkafla við bæinn Einarsstaði
en þar er leyfilegur hámarkshraði
90 kílómetrar.
Maðurinn neitaði sökinni stað-
fastlega, en við meðferð málsins
þótti ekkert koma fram sem
hnekkti sönnunargildi hraðamæl-
ingar lögreglunnar á Húsavík.
Hefur maðurinn á síðustu árum
hlotið 9 dóma sem einkum tengjast
umferðarlagabrotum og með
hraðakstrinum í sumar rauf hann
skilorð frá árinu 1994.
--------------
Fangelsi fyrir
að greiða ekki í
hótelreikning
RÚMLEGA tvítugur Ólafsfirðing-
ur var dæmdur í 30 daga fangelsi
og til að greiða Hótel KEA á
Akureyri um 34 þúsund krónur í
bætur ásamt vöxtum, en hann
skráði sig á hótelið í byrjun maí |
síðastliðinn og naut þar veitinga og
þjónustu. Hvarf hann á brott án
þess að greiða reikninginn né )
semja um greiðslu á honum.
Maðurinn játaði háttsemi sína
skýlaust. Hefur hann tvívegis áður
gengist undir dómsátt, vegna ölv-
unaraksturs og fjársvika auk þess
að ganga undir lögreglustjórasátt
vegna brota á lögum um ávana- og
fíkniefni. Loks hefur hann hlotið
tvo refsidóma.
Morgunblaðið/Kristján
ÞAÐ er orðið nokkuð haustlegt um að litast í Vaglaskógi og segir
Sigurður Skúlason skógarvörður að skógurinn hafi nánast skipt um
lit á einni nóttu.
Gistmætur í Vaglaskógi 1 sumar um 12.600
Ekki fleiri frá 1990
r
Samkomulag Neytendasamtaka og stéttarfélaga í Eyjafírði 1
Virkt verðlagseftirlit
Morgunblaðið/Kristján
DRIFA Sigfúsdóttir, formaður Neytendasamtakanna, Vilhjálmur Ingi
Ámason starfamaður samtakanna á Akureyri og Guðmundur Ómar
Guðmundsson, formaður Félags byggingamamia í Eyjafirði við undirrit
un samkomulags milli Neytendasamtakanna og stéttarfélaga í Eyjafirði.
FJÖLMARGIR gestir heimsóttu
Vaglaskóg í sumar en mánuðina júní-
ágúst voru skráðar gistinætur tæp-
lega 12.600 talsins og hafa ekki verið
fleiri frá árinu 1990. Það ár voru
gistinætur í Vaglaskógi rúmlega
15.100.
Sigurður Skúlason skógarvörður
segir að íslendingar séu jafnan í
miklum meirihluta gesta og því skipti
veðrið miklu um aðsókn. Hann bend-
ir á að árið 1993 hafi veðrið fyrir
norðan verið frekar leiðinlegt og það
sumar voru gistinætur í skóginum
aðeins um 5.500.
Gestir eru flestir í júlímánuði og í
sumar voru skráðar rúmlega 7.600
gistinætur í þeim mánuði. Sigurður
segir að þegar mest var í sumar hafi
um 900 gestir verið í skóginum í einu.
Fjölskyldufólki fjölgar
„Umgengnin um skóginn hefur
verið góð og fjölskyldufólki er að
fjölga en unglingum að fækka. Það
er í raun allt annar blær á öllu hér
eftir að við fórum að vera með næt-
urvaktir um helgar, þótt alltaf geti
komið upp vandamál.“
Rekstur tjaldsvæðisins í Vagla-
skógi var í fyrsta skipti í sumar
leigður út og segir Sigurður að það
fyrirkomulag hafi komið vel út.
Vaglaskógur lítur nokkuð vel út og
hann er að klæðast haustbúningi um
þessar mundir. Þó gerðu maðkur og
fluga töluvert vart við sig í sumar og
segir Sigurður að birkið hafi látið
nokkuð á sjá af völdum maðksins.
Starfsmenn Skógræktarinnar eru
farnir að merkja grenitré fyrir jóla-
vertíðina og segir Sigurður að farið
verði að höggva jólatré í byrjun nóv-
ember en það ráðist þó svolítið af
veðri. Yfir sumartímann starfa um
20 manns hjá Skógræktinni og 7-8
starfsmenn allt árið.
NEYTENDASAMTÖKIN og stétt-
arfélög á Eyjafjarðarsvæðinu hafa
gert með sér samkomulag sem und-
irritað var í gær.
Stéttarfélögin munu styrkja
Neytendasamtökin með ákveðinni
upphæð mánaðarlega og tryggja
með því öflugt neytendastarf á
svæðinu. Upphæðin nemur um
hálfri milljón króna á ári. Samtökin
munu m.a. gangast fyrir verðkönn-
unum til að tryggja virka sam-
keppni og sem lægst verð á vöru og
þjónustu á öllu Eyjafjarðarsvæðinu.
Þá munu samtökin einnig tryggja
virkt eftirlit með verðmerkingum.
Félagsmenn í stéttarfélögunum,
sem eru Félag málmiðnaðarmanna,
Félag verslunar- og skrifstofufólks,
Iðja, félag verksmiðjufólks á Akur-
eyri og nágrenni, Sjómannafélag
Eyjafjarðar, Starfsmannafélag
Akureyrarbæjar, Verkalýðsfélagið
Eining og síðar Félag byggingar-
manna í Eyjafirði, fá leiðbeiningar
og upplýsingar hjá kvörtunar- og
upplýsingaþjónustu Neytendasam-
takanna og einnig frumráðgjöf hjá
lögfræðingi samtakanna. Loks má
nefna að Verkalýðsfélagið Eining
mun stuðla að því um skrifstofur
sínar á Dalvík og Ólafsfirði og trún-
aðarmenn á öðrum þéttbýlisstöðum
að hægt verið að framkvæma reglu-
bundnar kannanir og eftirlit á öllum
stöðum á svæðinu.
Góður stuðningur
Björn Snæbjörnsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Einingar, sagði
að félagsmenn í verkalýðsfélögun-
um myndu fá aukna þjónustu í kjöl-
far samningsins við Neytendasam-
tökin, verðlagseftirlit yrði öflugt og
fleiri verðkannanir gerðar.
Drífa Sigfúsdóttir, formaður
Neytendasamtakanna, sagði stuðn-
ing stéttarfélaga í Eyjafirði ávallt
hafa verið mikinn og það væri m.a.
ástæða þess að á Akureyri væri
starfsmaður í fullu starfi á vegum
þeirra. Hagsmunir neytenda og
stéttarfélaganna færu líka saman og
því væri undirrritun samningsins
gæfuspor. Með samvinnu við stétt-
arfélögin næðu samtökin inn á svæði
sem þau annars hafa ekki tök á að
sinna, m.a. við gerð verðkannana.
Vilhjálmur Ingi Arnason, starfsmað-
ur Neytendasamtaka Akureyrar og
nágrennis, sagði að stuðningur
stéttarfélaga í Eyjafirði við samtök-
in væri meiri en annars staðar á
landinu og því væri hægt að gera
fleiri og betri verðkannanir á svæð-
inu en tíðkast á öðrum stöðum.