Morgunblaðið - 24.09.1997, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 17
Deilt um
ábyrgð
áhafnar
BENGT Schager, sem setið
hefur í rannsóknarnefnd Est-
oníuslyssins, sem kostaði 852
menn lífið árið 1994, hefur
sagt sig úr nefndinni. Schag-
en hætti nefndarstörfum þar
sem hann var ósáttur við
hversu lítið nefndin gerir úr
ábyrgð áhafnarinnar í skýrslu
sem birt verður síðar á árinu.
Hann segir að áhöfnin hafi
brugðist þar sem hún varaði
ekki farþega við um leið og
grunur vaknaði um að eitt-
hvað væri að.
Sakaður um
hórdóm
FEARGUS Blackie, dómari í
Zimbabwe, hefur tekið sér
frest til að ákveða hvort hann
vísi frá ákærum á hendur
Canan Banana, fyrrverandi
forseta, um hórdóm og sam-
kynhneigð. Fyrrverandi
starfsmenn Banana hafa
ásakað hann um ósæmilegt
athæfi og m.a. hefur fyrrver-
andi lögreglumaður í þjónustu
hans ásakað hann um nauðg-
un. Samkynhneigð er bönnuð
með lögum í Zimbabwe og
Robert Mugabe, sem tók við
forsetaembættinu af Banana
fyrir tíu árum, hefur líkt sam-
kynhneigðum karlmönnum
við hunda og svín.
Hlíft við
dauðadómi
TVÆR breskar hjúkrunar-
konur voru fundnar sekar um
morð á ástralskri hjúkrunar-
konu, í Saudi-Arabíu í gær.
Ekki er ljóst hver refsing
þeirra verður en lögfræðingur
annarrar þeirra sagði í gær
að þeim hefði verið hlíft við
dauðadómi. Samkvæmt upp-
lýsingum hans samþykkti
bróðir hinnar látnu að þyrma
lífi þeirra. Hann hafði áður
barist fyrir því að fá að nýta
það ákvæði saudi-arabískra
laga að fjölskylda fórnar-
lambs geti kallað á dauðadóm.
Aftökur
í Ukraínu
SERHIY Holovaty, sem fyrir
mánuði var rekinn úr ráð-
herrastóli í Úkraínu, hefur
ásakað stjórnvöld þar um að
taka a.m.k. 13 manns af lífi
það sem af er þessu ári. Tals-
maður stjórnarinnar neitaði
ásökunum hans enda hefur
Úkraínustjórn lofast til að
hætta aftökum. Holovaty,
sem er andvígur dauðarefs-
ingum, hefur tilkynnt að hann
muni fara fram gegn forseta
landsins í næstu kosningum.
Kúrdar fella
HTyrki
AÐSKILNAÐARSINNAR
Kúrda hafa fellt 11 liðsmenn
tyrkneskra öryggissveita í
bardögum í suðausturhluta
landsins að undanförnu. A
undanförnum 13 árum hafa
a.m.k. 26.000 manns fallið á
þessum slóðum í átökum tyrk-
neskra stjórnvalda og Kúrda
sem beijast fyrir sjálfstæði.
Kwasniewski telur að
Samstaða myndi stjórn
Varsjá. Reuter.
ALEKSANDER Kwasniewski, for-
seti Póllands, viðurkenndi með sem-
ingi í gær að andstæðingar sínir
úr Samstöðu gætu að öllum líkind-
um myndað næstu stjórn landsins
eftir að hafa borið sigurorð af fyrr-
verandi kommúnistum í þingkosn-
ingum á sunnudag.
Kwasniewski, sem er sjálfur fyrr-
verandi kommúnisti, kvaðst telja
að Kosningabandalag Samstöðu
(AWS) og Frelsissambandið, sem
varð í þriðja sæti í kosningunum,
gætu jafnað ágreining sinn og
myndað samsteypustjórn.
„Ef ég læsi það sem stjórnmála-
mennirnir sögðu fyrir kosningarnar
myndi ég álykta að slík samsteypu-
stjórn væri óhugsandi,“ sagði for-
setinn. „Á hinn bóginn geri ég mér
grein fyrir því að kosningarnar
færðu AWS mikil áhrif og menn
verða að sætta sig við það.“
Kwasniewski var spurður hvort
flokkamir tveir, sem eiga báðir
rætur að rekja til verkalýðssamtak-
anna Samstöðu, myndu hefja
stjórnarsamstarf þrátt fyrir ágrein-
ing sinn. „Núna er það líklegasta
niðurstaðan," svaraði hann.
Krzaklewski
forsætisráðherra?
Forsetinn hafði sagt að hann vildi
helst að Leszek Balcerowicz, leið-
togi Frelsissambandsins og fyrrver-
andi fjármálaráðherra, yrði næsti
forsætisráðherra. AWS sagði að
það kæmi ekki til greina og kvaðst
telja að stuðningur forsetans við
Balcerowicz gæti torveldað viðræð-
ur flokkanna um stjórnarmyndun.
AWS hefur þó ekki enn getað
nefnt forsætisráðherraefni sitt.
Leiðtogi AWS, Marian
Krzaklewski, virðist tregur til að
taka við embættinu, en hann átti
stærstan þátt í því að sameina 40
hægriflokka í kosningabandalagið
undir merkjum Samstöðu.
Nokkrir menn hafa verið nefndir
sem hugsanlegir forsætisráðherrar,
þeirra á meðal Janusz Tom-
aszewski, varaformaður AWS, og
sagnfræðingurinn Andrzej
Zakrzewski. Talsmaður Samstöðu
sagði að öll nöfnin sem nefnd væru
í þessu sambandi væru eintómar
vangaveltur og mikilvægast væri
að næsta stjóm starfaði samkvæmt
stefnu Samstöðu.
Fast var lagt að Krzaklewski að
skipta um skoðun í gær eftir að
Frelsissambandið gaf til kynna að
það gæti fallist á að starfa í stjórn
undir forystu hans. „Ef AWS til-
nefnir Marian Krzaklewski munum
við fallast á hann, annars krefjumst
við þess að Leszek Balcerowicz
verði forsætisráðherra," sagði einn
af forystumönnum Frelsissam-
bandsins.
Flokkarnir tveir ráðgera stjórn-
armyndunarviðræður síðar í vik-
unni. Lech Walesa, fyrrverandi for-
seti og leiðtogi Samstöðu, hefur
beitt sér fyrir því að flokkarnir semji
um stjórnarmyndun sem fyrst.
Kosningalöggjöfin í Póllandi er
stóru flokkunum í hag og talið er
að AWS fái að minnsta kosti 199
þingsæti af 460 í neðri deildinni.
Frelsissambandið, sem naut stuðn-
ings margra fjármálamanna, er tal-
ið fá 60 sæti og Lýðræðislega
vinstrabandalagið (SLD), flokkur
fyrrverandi kommúnista, um 160.
100 þingmenn eiga sæti í efri deild-
inni og samkvæmt kosningaspám
fékk AWS 43 þingsæti í þeim hluta
kosninganna.
Cook
skorar á
skuldu-
nauta SÞ
Þing Evrópuráðsins í Strassborg
Einræktunar-
bann samþykkt
ÞING Evrópuráðsins samþykkti í
gær með miklum meirihluta viðauka
við sáttmála Evrópuráðsins um líf-
tækni og mannréttindi, þar sem al-
gert bann er lagt við tilraunum til
að einrækta menn. Þar með er Evr-
ópuráðið fyrsta alþjóðastofnunin
sem samþykkir alþjóðasáttmála sem
bannar einræktun fólks.
Sáttmálinn um líftækni og mann-
réttindi var lagður fram til undirrit-
unar í apríl sl. og hafa þegar 22
ríki gerzt aðilar að honum. Búizt er
við að önnur fímm ríki undirriti sátt-
málann á þessu ári. Viðaukinn sem
samþykktur var í gær felur í sér
algert bann við tilraunum til að ein-
rækta menn, enda bijóti það í bága
við grundvallarhugmyndir um
mannréttindi og virðingu fyrir ein-
staklingnum. Gert er ráð fyrir refsiá-
kvæðum vegna brota á þessu banni
og hvetur viðaukinn til þess að aðild-
arríki Sameinuðu þjóðanna (SÞ) geri
með sér samsvarandi sáttmála.
Þegar sáttmálinn gengur í gildi
verður hann annaðhvort felldur inn
í landslög viðkomandi ríkis eða verð-
ur lagalega bindandi á sama hátt
og aðrir alþjóðasáttmálar.
Lára Margrét Ragnarsdóttir al-
þingismaður tók þátt í umræðum
um hið áformaða bann á fundi Evr-
ópuráðsþingsins í Strassborg í gær.
Lára Margrét lagði áherzlu á mikil-
vægi þess að Evrópuráðið hefði for-
ystu um að ríki heims gengjust und-
ir lagalega bindandi alþjóðasáttmála
um bann við einræktun manna. Hún
benti á, að allt hagnýtt gildi menn-
skrar einræktunar hlyti að stangast
á við grundvallarmannréttindi, t.d.
ef nota ætti aðferðir einræktunar til
að framleiða líffæri til líffæraflutn-
inga. Sagði þingmaðurinn að ef ríki
heims myndu ekki tafarlaust grípa
til ráðstafana til að stemma stigu
við einræktun, sem vafalítið væri
lengra komin en menn grunaði,
gæti það komið af stað þróun sem
erfitt gæti reynzt að snúa við. Þess
vegna væri hin nýja tækni engan
veginn einkamái vísindanna.
Reuter
Auðugir
sígaunar
AUÐUG sígaunafjölskylda slapp-
ar af í skugganum af Mercedes-
Benz-Iúxusbifreið sinni á hátíð
rúmenskra sígauna sem stóð í
heila viku í þorpinu Costesti við
rætur sunnanverðra Karpata-
fjalla. Þúsundir sígauna frá
Transylvaníu og fleiri héruðum
Rúmeníu tóku þátt í hinni árlegu
hátíð í Costesti, en þó eingöngu
úr hópi þeirra sem betur mega
sín. Flestir sígaunar í Rúmeníu,
sem samkvæmt því sem leiðtogar
þeirra halda fram nálgast að vera
2,3 milljónir talsins, lifa við ör-
birgð og atvinnuleysi í jaðri sam-
félagsins.
----♦ ♦ ♦---
Tilræðismenn
nafngreindir
Jerúsalem. Reuter.
FJÓRIR af hryðjuverkamönnunum
fimm sem urðu 20 ísraelum að bana
í tveimur sjálfsmorðsárásum í Jerú-
salem í sumar, struku úr palestínsku
fangelsi í september á síðasta ári,
að sögn Benjamins Netanyahus, for-
sætisráðherra ísraels, í gær.
Netanyahu sagði að mennirnir
fjórir hefðu verið á lista yfir 88 liðs-
menn Hamas samtakanna sem ísra-
elsstjórn hafði farið fram á að palest-
ínsk yfírvöld létu handtaka. Ekkert
var sagt um fimmta manninn.
Sameinudu þjódunum. Reuter.
ROBIN Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, skoraði í gær á þær þjóð-
ir, sem skulda Sameinuðu þjóðunum
fé, að gera upp reikningana og
bætti við að stofnunin gæti ekki
haldið áfram að ramba á barmi
gjaldþrots.
Cook nefndi ekki Bandaríkja-
menn, sem skulda 1,5 milljarða doll-
ara, en augljóst þótti á máli hans
að við þá væri átt.
„Það er ekki sanngjarnt að sum
aðildarríki borgi það, sem þeirn ber
á meðan aðrir gera það ekki,“ sagði
Cook er hann ávarpaði allsheijar-
þing SÞ. „Bretar greiða að fullu og
á réttum tíma. Bretar gera ráð fyr-
ir því að hvert einasta ríki, hversu
stórt eða smátt, sem það er, geri
slíkt hið sama.“
Björn Tore Godal, utanríkisráð-
herra Noregs, gagnrýndi skuldu-
nauta Sameinuðu þjóðanna einnig
harkalega í ræðu, sem hann hélt á
Allsheijarþinginu á mánudag. Sagði
hann að þeir, sem neituðu að greiða,
gerðu það á kostnað hinna skilvísu
borgara. Godal sagði hins vegar
einnig að dreifa þyrfti byrðum af
rekstri Sameinuðu þjóðanna í sam-
ræmi við greiðslugetu. Sumir væru
látnir borga meira en eðlilegt gæti
talist og aðrir minna.
Bundinn stefnu Helms
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
ítrekaði á mánudag að hann hefði
hug á að greiða skuldina. Hann er
hins vegar að vissu leyti bundinn
af stefnu Jesse Helms, öldunga-
deildarþingmanns repúblikana frá
Norður-Karolínu og formanns utan-
ríkismálanefndar þingsins. Helms
hefur krafíst þess að víðtækur
niðurskurður verði gerður á stjórn-
kerfi SÞ og yfirbyggingu og muni
Bandaríkjamenn þá greiða tvo
þriðju hluta skuldarinnar við stofn-
unina.
Breskir embættismenn lögðu
áherslu á að Cook hefði samúð með
Clinton. Cook hefði komist að því á
fundi með Helms hversu erfitt væri
að gera honum grein fyrir öðrum
sjónarmiðum.
Talsmaður Helms sakaði Cook,
sem hefur orð á sér fyrir að vera
hreinskilinn, um að hafa verið dóna-
legur á fundinutn.