Morgunblaðið - 24.09.1997, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 19
Lítil bók um
merkan mann
BÆKUR
F r æ ð í r i t
STÆRÐFRÆÐINGURINN
ÓLAFUR DAN
DANÍELSSON
Saga brautryðjanda eftir Guðmund-
ur Amlaugsson og Sigurð Helgason.
Háskólaútgáfan, Reykjavík, 1996,
90 bls.
NAFNIÐ Ólafur Dan Daníelsson
hefur mér, eins og sjálfsagt flestum
íslendingum, verið kunnugt frá
unglingsárum. Því veldur reiknings-
bók hans og algebra sem ég hef
bæði lært og kennt. En hver var
maðurinn bak við þetta nafn? Um
það hef ég fátt vitað fyrr <sn mér
barst í hendur þetta kver. Eg vissi
ekki einu sinni að hann var sveit-
ungi minn, frá Viðvík í Skagafirði.
Það má því ætla að fremur hljótt
hafi verið um þennan mikla kenn-
ara. En með þessari bók er örlítið
bætt úr fáfræðinni. Hygg ég þó að
bókin muni vart fá mikla útbreiðslu
svo yfirlætislaus og lít-
il sem hún er. Stærð-
fræðingamir Guð-
mundur Arnlaugsson
(nú látinn) og Sigurð-
ur Helgason hafa skipt
með sér verkum um
ritun hennar. Guð-
mundur ritar fyrsta
kaflann af fimm,
Æviágrip Ólafs. Þar
er þó vissulega fljótt
farið yfir sögu, því að
ævi hans er sögð á
átján blaðsíðum. Þætti
sumum það þunnur
þrettándi. Þá ritar
Guðmundur þriðja
kaflann, Önnur rit-
störf en stærðfræði-
leg. Þar segir frá nokkrum ritdóm-
um, og ádeilugreinum. Ólafur var
býsna skeleggur og vígreifur á rit-
vellinum og fylgdi fast fram sínum
Ólafur Dan
Daníelsson
Fiðla og píanó á Sólon íslandus
MARTIN E. Frewer og Sigurður
Marteinsson halda tónleika á Sólon
íslandus í kvöld, miðvikudag kl. 22.
A efnisskrá eru lög fyrir fiðlu og
píanó.
Martin E. Frewer fiðluleikari, hóf
ungur tónlistarnám, en kom til ís-
lands árið 1983 til að leika með Sinf-
óníuhljómsveit íslands og hefur
starfað þar síðan. Hann er kennari
við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Sigurður Marteinsson píanóleik-
ari, hóf nám 13 ára gamall og hefur
sótt skóla hér heima og erlendis.
Sigurður kennir við Tónlistarskóla
Hafnarijarðar þar sem hann hefur
starfað sem einleikari og undirleik-
ari.
málum. Þær giefsur sem hér eru
sýndar úr ritsmíðum hans eru
hressilegar. En ekki fellst ég alls-
kostar á að um mikla stílsnilld sé
að ræða eins og Guðmundur heldur
fram. Fjórða kaflann ritar Guð-
mundur einnig, Dr. Ólafur og skák-
in. Ólafur Dan var mikill áhugamað-
ur um skák og samdi meðal annars
snjallar skákþrautir. Þrjár þeirra
birtast í þessum stutta kafla.
Sigurður Helgason hefur séð um
annan kafla ritsins, Vísindamaður-
inn Ólafur Dan Daníeis-
son. Þar eru fyrst taldar
upp vísindalegar greinar
Ólafs, sem birst hafa í
erlendum fagtímaritum.
Þær eru tólf talsins.
Bækur hans á íslensku
voru fjórar. Þá kemur
stuttur þattur um há-
skólaár Ólafs í Kaup-
mannahöfn, en þá fékk
„hann gullpening há-
skólans að verðlaunum
fyrir ritgerð um efni sem
skólinn hafði sett fyrir“.
Að þessu loknu er lýsing
á helstu vísindaritgerð-
um Ólafs og umsagnir
erlendra manna um þær.
Kaflanum lýkur á því að
endurprentaðar eru Qórar helstu
tímaritsgreinar Ólafs. Allar eru þær
á dönsku.
Fimmti og síðasti kafli bókar ber
heitið Gamall nemandi kveður dr.
Ólaf. Þar birtast svo til óbreytt minn-
ingarorð Trausta Einarssonar pró-
fessors um dr. Ólaf látinn (Mbl.
17.12. 1957).
Mér þótti vænt um að fá þessa
bók í hendur og naut hennar vel að
svo miklu leyti sem ég skildi efni
hennar. En ekki gat ég þó varist
þeirri hugsun að oft hefði stærri bók
verið skrifuð af minna tilefni.
Sigurjón Björnsson
Námstefna með einum vinasta sérfræðingi heims á
sviði stjórnunar breytinga
Bylting í stjórnun fyrirtækja -
Umskipti á vinnumarkaði
„Föst störf tilheyra
iðnbyltingunni, ekki
morgundeginum“
Dr. William Bridges
Þetta einstæða efni varðar framtíð allra
fyrirtækja og stofnana.
Stjórnunarfélag íslands hefur boðið
Dr. William Bridges hingað til lands,
einum virtasta sérfræðingi heims á
sviði stjórnunar breytinga. Bridges
segir þörfina fyrir fækkun fastra
starfsmanna augljósa en framundan
séu fleiri tímabundin störf og enn
meiri sjálfvirkni. Fyrirtæki
morgundagsins munu krefjast
■ nýs skipulags,
■ nýrrar gerðar stjórnunar,
* nýrrar gerðar ráðninga,
■ nýrra stefnumiða,
■ nýrrar gerðar þjálfunar starfsfólks,
■ nýrrar fjármála- og
launastjórnunar.
Lýst verður innihaldi breytinganna,
hvers vegna þær hljóta að kalla á
endurskoðun stjórnunarhugtaksins
og þau 5 skref sem nauðsynleg eru í
áætlun um umsköpun fyrirtækja og
vinnumarkaðar.
Skráning í síma: 533 4567
Tölvupóstur: stjornun@itn.is
Símbréf: 533 4566
Þriðjudagur 30. september
kl. 9.00-13.00 eða 14.00-18.00,
Hótel Loftleiðum, Þingsal 1.
Dr. William Bridges er í hópi viðurkenndustu
sérfræðinga og fyrirlesara í Bandaríkjunum á sviði
þróunar breytinga (Wall Street Journal). Hann
hefur ritað 8 bækur um efnið en síðasta bók hans
JobShift - How til Prosper in a Workplace
Without Jobs, hefur verið notuð sem leiðarbók
fyrirtækja jafnt í S-A Asíu, Evrópu og
Bandaríkjunum.
Auk Bandaríkjamarkaðar hefur hann m.a. starfað
með fyrirtækjum í Bretlandi, Hong Kong,
Singapore, Frakklandi, Brasilíu, Astralíu og Suður-
Afríku. Á meðal ólíkra fyrirtækja sem hafa notið
leiðsagnar hans má nefna ÞaCÍfÍC Bell, Intel,
Kaiser Permanente, Proctor & Gamble,
Hewlett-Packard, Chevron, Kal Kan
Foods og McDonnel Douglas.
Stjómundrféldg íslands
Kristinn i Brúðkaupi
Fígarós í Bastillunni
París. Morgunblaðið.
KRISTINN Sigmundsson óperu-
söngvari fer þessa dagana með hlut-
verk Bartolós í Brúðkaupi Fígarós í
Bastilluóperunni í París. „Þetta er
ekki stórt hlutverk núna,“ segir
hann, orðinn hagvanur í óperuhús-
inu, „en uppsetningin er skemmtileg
og vel þess virði að sjá hana. Hún
er um tuttugu ára gömul og hefur
farið víða, en var upphaflega unnin
hér í París af frægum ítölskum leik-
stjóra, Giorgio Strehler." James
Conlon stjórnar hljómsveitinni og
með aðalhlutverk fara Bartara
Bonney, Soile Isokoski, Anthony
Michaels-Morre og Lldebrando
d’Archangelo. Næstu sýningar verða
í kvöld, miðvikudag, 27. og 30. þessa
mánaðar. Síðan 2., 6., 9. og 11.
október. Þá heldur Kristinn til
Dresden í Þýskalandi og syngur í
annarri uppfærslu sömu óperu (22.,
25., 27. og 30. október og 2. nóvem-
ber). Að svo búnu taka við æfingar
á ítölsku stúlkunni í Alsír eftir Ross-
ini, einnig í Dresden (sýnt verður
22., 25. og 28. nóvember og 4., 7.,
11. og 13. desember). Brúðkaup
Fígarós verður aftur tekið upp í jan-
úar í Dresden (22., 25., 27 og 30.).
Októbersprengja
Heimsferða
2 fyrir 1
13. og 20. okt. frá kr.
heimsborg, París. í samvinnu við hið franska flug-
félag, sem flýgur fyrir Heimsferðir til Parísar getum við nú
boðið samtals 60 sæti á hreint ótrúlegum kjörum. Þú bókar
tvö sæti til Parísar, borgar aðeins fyrir eitt og býður þín-
um uppáhalds ferðafélaga. Og hjá Heimsferðum getur þú
svo valið um góða gististaði á hreint frábærum kjörum í
heimsborginni og nýtur þjónustu Heimsferða allan tímann.
Verð kr. 12.1 40
Verð á flugsæti m.v. annað sætið frítt með flugvallarskatti,
13. eða 20. okt. Flug út á mánudegi, heim á fimmtudegi,
3 nætur.
Verðkr. 3.100
Gistinótt í París, verð pr. mann m.v. 2 í herbergi með
morgunmat, Hotel Paris — Rome.
Verð kr. 3.800
Gistinótt í París, verð pr. mann á Hotel Lebron.
Verðkr. 3.900
Gistinótt í París, verð pr. mann á Hotel Galerie.
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600