Morgunblaðið - 24.09.1997, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
AÐALHEIÐUR Skarphéðinsdóttir; Blátt kvöld, þurrnál.
Gler/vefir/grafík
INGA Elín; og bálkur leyndardómanna.
FRÍÐA S. Kristinsdóttir; Skjóður.
Svöluleik-
húsið
frumsýnir
dansleik
SVÖLULEIKHÚSIÐ frum-
sýnir dansverkið Fyrir lífið
eftir þær Láru Stefánsdóttur
og Auði Bjamadóttur í Tjarn-
arbíói næstkomandi laugar-
dag, 27. september. Fyrir lífíð
er dansleikur fyrir tvo dans-
ara, innblásinn af sögunni um
úlfakonuna í bókinni Konur
sem hlaupa með útfum (e.
Women who Run with the
Wolves). Dansarar eru Lára
Stefánsdóttir og Jóhann
Björgvinsson.
Tónlistin er eftir Áskel Más-
son og mun hann sjálfur flytja
tónlistina á sýningunni. Leik-
myndin er eftir Ragnhildi Stef-
ánsdóttur myndhöggvara.
Búninga hannar Þórunn E.
Sveinsdóttir.
Leiklistarráð hefur veitt
styrk til þessa verkefnis og
hefur Svöluleikhúsinu verið
boðið með sýninguna á listahá-
tíð í Konstanz nú í nóvember.
Styrktartón-
leikar í Lang-
holtskirkju
KÓR Langholtskirkju mun
standa fyrir tónleikum í kvöld,
miðvikudag, kl. 20.30 til að
safna fé vegna umfangsmikilla
og fjárfrekra viðgerða á Lang-
holtskirkju sem staðið hafa
yfir að undanfömu.
Meðal atriða verður einleik-
ur Lám Bryndísar Eggerts-
dóttur á píanó, einsöngur Val-
gerðar Guðrúnar Guðnadóttur
og fjöldasöngur, auk þess sem
Kór og Gradualekór Lang-
holtskirkju munu syngja.
Veiðiflugur
íslands
REYKHOLT gefur út Veiði-
flugur íslands á næstunni.
Þetta er handbók, uppflettirit
og kennslubók um fluguhnýt-
ingar og er aðalhöfundur Jón
Ingi Ágústsson, en margir
aðrir skrifa í bókina. Upp-
skriftir em á áttunda hundrað.
Einnig verður fjallað um efni
til fluguhnýtinga og lífríkið.
Fjöldi ljósmynda verður í bók-
inni.
Meðal kiijubókahöfunda em
hinar norsku Margit Sandemo
og Maygrete Lerum, metsölu-
höfundar víða. Reykholt er líka
að hefja endurútgáfu á skáld-
sögum eftir Snjólaugu Braga-
dóttur í kiljuflokki.
Ung Nordisk
Musik 1997
UMRÆÐUR ungu tónskáld-
anna á hátíðinni Ung Nordisk
Musik 1997 verða í Tónlistar-
skóla Reykjavíkur á morgun,
fimmtudag, kl. 11-13. ítalska
tónskáldið Luca Francesconi
heldur fyrirlestur kl. 14-16.
Hljómsveitartónleikar verða
í Langholtskirkju kl. 20. Þar
flytur Sinfónluhljómsveit ís-
lands verk eftir Úlfar Haralds-
son, Earth Symphony; Eivind
Buene, In a network of lines;
Per Mártensson, Till-flykt;
Tommi Kárkkáinen, Seven
miniatures og Luca Francesc-
oni, Trama fyrir saxófón og
hljómsveit. Einleikari Arno
Bornekamp.
MYNPOST
II o r n i ö
STEIN OG
GLERSKÚLPTÚRAR
Inga Elín. Opið alla daga frá 14-18,
og 11 -23.30 frá veitingastofu. Til
1. október. Aðgangur ókeypis.
SÝNING Ingu Elínar á litlaus-
um glerskúlptúrum kemur um
sumt á óvart. Einfaldlega vegna
þess að hin vel menntaða og verð-
launaða listakona hefur fram að
þessu unnið á mjög mörkuðum
grunni í listhönnun, beitt litunum
óspart við gerð muna sinna hvort
heldur hún hefur formað þá í leir
eða gler. Vitaskuld hefur hún unn-
ið í hreinu gleri áður en á allt
annan hátt, á stundum hafa það
verið stórir nær sértækir gler-
skúlptúrar í bland við náttúruöflin.
En þessir hlutir, sem eru á þungum
sementstöllum koma manni í
fyrstu spánskt fyrir sjónir, því með
slíkum efnistökum nálgast ger-
andinn til muna hreinan og
ómengaðan skúlptúr, þótt þeir
hafi óneitanlega um sumt yfir sér-
yfírbragð hönnuðarins.
Nú er það hið hráa yfirborð,
sjálf húð hins gagnsæja glers á
móti hinni þéttu ógagnsæju fyrir-
ferð steinsteypunnar sem gerand-
inn er upptekinn af og- kann að
vera tilraun til að hræra upp í
hlutunum, stokka spilin upp á
nýtt. Eins konar hvíld frá gerð lit-
ríkra listrænna muna og aðskiljan-
legra hluta notagildis á almennan
markað. „Leyndarmálið" er sam-
heiti sýningarinnar sem telur ein-
ungis sjö glerskúlptúra á fyrirferð-
armiklum kubblaga stöllum,
gráum og fráhrindandi.
En stallarnir eru í raun hluti
verkanna, mjúk, ávöl og nær
gagnsæ form glerskúlptúranna
eiga að vinna með og bæta upp
hina grámóskulegu undirstöðu.
Hvort það gengur upp í þessari
mynd er ekki gott að segja, því
umhverfið er einnig hrátt og opið,
þannig að hráleikinn verður full
ágengur. Umhverfi nálgunar og
hlýleika myndi hins vegar ger-
breyta útkomunni, og hér er kom-
ið dæmi um skúlptúra sem þurfa
líkast til að vera hluti mjög yfir-
vegaðrar innsetningar í rými.
Það verður svo helst að bálkur-
inn laði athyglina að sér, harður
og óvæginn en þó með dularfullu
aðdráttarafli sem búi hann yfir
óræðu leyndarmáli, jafnvel mörg-
um leyndarmálum. Vísanir leynast
svo á hliðum hans í mynd litríkra
brotabrota, líkastar svipleiftrum
fyrri vinnubragða gerandans.
Það ber vott um hugrekki að
setja upp slíka sýningu, og sannur
listamaður sem vill uppgötva og
upplifa lítur á framkvæmdir sínar
sem áfanga en ekki markaðs-
torg...
Veflist
í vír
Stöölakot
VEFIR
Fríða S. Kristinsdóttir. Opið alla
daga frá 14-18. til 28. september.
Aðgangur ókeypis.
Allt önnur og hlýlegri vinnubrögð
blasa við er inn í litla fallega húsið
á Bókhlöðustíg er komið. Og þó eru
þetta ekki vefir í venjulegum skiln-
ingi því minnst er um ullarbandið,
hins vegar er eirvír áberandi uppi-
staða í flestum verkanna, þótt eitt
þeirra sé alfarið myndvefnaður á
sígildum grunni; „Fýkur yfir hæðir“
hör, ull hrosshár, ramaie, 1996-97
(1). En það er síður en svo eftirtekt-
arverðasta verkið, verður frekar
minna úr því en skyldi innan um
alls konar formaða hluti I eirvír og
vír sem staðsettir eru á ýmsan hátt
um hið takmarkaða en notalega
rými. Hér er dijúg fjölbreytni á
ferð og mun meiri en í fyrstu lítur
út fyrir, kemur helst fram við.nán-
ari skoðun. Umfang verkanna er
yfirleitt lítið, svo að á stundum má
tala um smáhluti, miniatúríur, end-
urgerð almennra hluta úr næsta
nágrenni og þeir færðir í stílinn,
eða einungis yfirborð þeirra. Nöfnin
vísa til þess; Fletir, Gárur, Roð-
poki, Skjól, Rætur, Poki, Plastpoki,
Bréfpoki, Eirpoki, Skjóða, Smá-
skjóða. Síðasttöldu verkin, nr. 15
og 16, sem eru á gólfpallinum uppi,
bera í sér formræna auðlegð og eru
mest fyrir augað, þótt ekki skuli
sjást yfír fegurð einfaldleikans í
öðrum verkum. Listakonann kemst
vel frá þessari frumraun sinni á
höfuðborgarsvæðinu, en hún hefur
verið afar varfærin á opinberum
vettvangi til þessa. Verður áhuga-
vert að fylgjast með framvind-
unni...
Astleitin
grafík
L i s t h o r n
Sævars Karls
TRÉRISTUR/BLÖNDUÐ
TÆKNI
Aðalheiður Skarphéðinsdóttir.
Opið á tímum verslunarinnar. Til
3. október. Aðgangur ókeypis.
Aðalheiður Skarphéðinsdóttir
telst sjóuðust þessara þriggja lista-
kvenna á sýningarvettvangi. Og þó
hafa þær allar það sameiginlegt að
kynna verk sín helst í litlum sýning-
arsölum, hógværðin í fyrirrúmi.
Aðalheiður hefur einnig tekið þátt
í mun fleiri samsýningum, eða á
annan tug og þeim langflestum
erlendis. Myndefni listakonunnar
skarar yfírleitt ástþrunginn tvíleik
kynjanna á mjög laufléttan og
meinlausan hátt, þannig er meira
um tilvísanir að ræða en blóðheitan
ástarfuna. Um leið segja þau óræð-
ar, fjarrænar, draumkenndar og
óhöndlanlegar sögur sem gerast
handan við allt sem er. Sakleysið,
síst má án þess vera, en ... Þetta
myndefni hefur verið viðvarandi
þema hjá listakonunni og kannski
tími kominn til að ijúfa það um
stund og leita fanga út fyrir ramma
þess áður en það fær svip viðvar-
andi upptuggu, kæk, sem erlendir
nefna klisju.
Þetta mun listakonunni ljóst
meðvitað eða ómeðvitað, kemur
helst fram í beitingu hins hvassa
skurðaijáms, um leið leitar hún út
I blandaða tækni og er hvoru-
tveggja góðra gjalda vert. Kemur
helst fram í myndum eins og „Syst-
ur á síðsumarskvöldi" (2), blönduð
tækni, „Blátt kvöld“ (4) , þurrnál
og vatnslitir, svo og tréristunum;
„Maður og kona“ (5) og „Söngur
hjartans" (9). Einkum er síðasttalda
myndin I sérflokki um skýra beit-
ingu eggjárnsins. Skurðurinn hefur
nefnilega verið full einhæfur til
þessa, en tréð gefur þá sérstöku
möguleika umfram dúkinn að
mögulegt er að rífa ýmis tilbrigði
í það, jafnvel með brotnu skörðóttu
hnífsblaði.
Summan af þessu er að hógværð-
in og varfæmin em fullmikið í fyrir-
rúmi, jafnt I beitingu miðlanna sem
myndefnanna og hér væri rétt að
gefa hugarfluginu lausan tauminn,
æsa upp blóðugan pataldur.
Sakléysið, síst má án þess vera,
en...
Bragi Ásgerisson