Morgunblaðið - 24.09.1997, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
AÐSEIMDAR GREINAR
Erlendir dómar um plötu Bjarkar Guðmundsdóttur
„Listrænn sigur“
HOMOGENIC, þriðja breið-
skífa Bjarkar Guðmunds-
dóttur, kom út um heim
allan sl. mánudag. Dómar hafa
birst um plötuna víða um heim, þar
á meðal í flestum breskum dagblöð-
um og tímaritum, enda nokkuð síð-
an kynnningareintök voru send til
fjölmiðla. Dómar um plötuna eru
almennt jákvæðir, sumir mjögjá-
kvæðir, en einnig má fínna dóma
þar sem sá sem metur plötuna er
ekki sáttur við hana að öllu leyti.
Dómur um plötuna í The
Guardian hefst á þeim orðum að
þessi þriðja breiðskífa Bjarkar sé
henni erfið meðal annars fyrir það
að fólk þekki vel til hennar og verði
því ekki eins dolfallið þegar það
heyrir hana syngja. „Já, víst höfum
við heyrt röddina áður en aldrei sem
nú,“ segir dómarinn, Caroline Sulli-
van. Hún segir að platan sé myrk-
ari en fyrri verk Bjarkar, meðal
annars sé hún greinilega að gera
upp samband sitt og tónlistar-
mannsins Goldies og dragi hvergi
undan; „Orðin eru sögð í reiði og
vara manninn við því að láta sjá
sig aftur." Undir lok umfjöllunar-
innar segir að Homogenic sé tón-
listarlega djarfasta plata Bjarkar
til þessa, og skari jafnvel framúr
brautryðjendaverkinu Debut. „í
plötunni felast rafhljóð, sígildir tón-
ar, Fiim Noir-tónlist og islenskur
strengjaoktett og útkoman er ævin-
lega heillandi... þegar upp er stað-
ið er platan listrænn sigur. Það
besta sem Björk gæti gert núna
væri að hætta að gera plötur, á
meðan hún er á hátindi ferils síns.“
I tónlistartímaritinu Mojo segir
Chris Ingham að þeir sem hafí hrif-
ist af Debut, en þó tekið með fyrir-
vara orðum Bjarkar um að hún
gæti gert betur, hafí látið sannfær-
ast með plötunni Post, „sem hljóm-
aði eins og Björk væri í sérstökum
gæðaflokki. Spumingin sem vakn-
ar þegar hlustað er á Homogenic
er hversu miklu betri hún getur
orðið. Platan er undursamleg upp-
taka af óttavekjandi dramatískum
krafti, samtímis heillandi og tauga-
trekkjandi." Síðar í dóminum segir
Ingham að ekki sé að finna slaka
sekúndu í 45 mínútum plötunnar
og í lokin segir hann: „Einstök og
ósigrandi."
>
vikuritinu New Musical Express
segir gagnrýnandinn Ted
Kessler að helsta hæfni Bjark-
ar felist ekki í einstakri rödd henn-
ar eða ríkulegum tónsmíðahæfileik-
um hennar, heldur í því að þrótt-
mikil sókn hennar eftir nýstárleg-
um og framúrstefnulegum hljóm-
um hafí ekki komið í veg fyrir sölu
á plötum hennar. „Ætti því ekki
að koma á óvart að um leið og
Homogenic er sérkennilegasta
plata Bjarkar er hún besta plata
hennar." Kessler segir að ekki sé
nema eitt lag á plötunni sem honum
falli ekki í geð, Pluto, og bætir við
að það sé tilraun sem betur hefði
orðið eftir í tilraunastofunni. „Það
nær þó ekki að varpa skugga á
stórkostleg afrek þessarar snilldar-
plötu. Homogenic er tilfinningarík-
asta platan Bjarkar og um leið
snarpur sigur ævintýramennskunn-
ar.“
í Observer segir Neil Spencer
að þessi þriðja plata Bjarkar sé
blanda af hinu erfíða og hinu
djarfa. „Vel má vera að Homo-
gengic sé of hlaðin kaldi reiði fyrir
aðdáendur Bjarkar, en hún er ekki
að baða sig í fornri frægð.“
A.S. skrifar í Sunday Times og
segir að á plötunni sé margt frábær-
lega vel gert en hann kann ekki að
meta raddbeitingu Bjarkar, segir
að í stað þess að vera heillandi líkt
og forðum sé hún truflandi og spilli
lögum sem annars hefðu getað orð-
ið afbragð, „og kemur því til Ieiðar
aðallt hljómareins".
David Sinclair er gagmýnandi
The Times og hann segir
að á Homogenic megi
heyra að hægt sé að flytja Björk
frá íslandi, en ekki að taka Island
úr henni, Björk hafí fjarlægt tilfinn-
ingar sínar og fyrir vikið séu sum
laganna kuldaleg og fjarlæg. í
helgarútgáfu The Times skrifar
aftur á móti Mike Pattenden og
segir að á plötunni megi heyra
hvernig Björk hafí ákveðið að vinna
úr atburðum síðasta árs, sjálfsvígs
aðdáanda og árás á blaðakonu í
Bangkok, í stað þess að sökkva sér
í sjálfsfvorkun..hlustandinn
skynjar að hún þarf að skapa til
að lifa lífínu. Homogenic er niður-
staða þeirra ákvörðunar og þyngsta
plata Bjarkar."
I tímaritinu New Woman skrifar
Caroline Sullivan og segir tilvist
Bjarkar helstu sönnun þess að
geimverur hafi komið til jarðar, eða
Island í það minnsta. „Snilldarleg
... plata og líkleg til að endurvekja
Bjarkar-aðdáun um heim allan.“
Brúðhjón
Allur borðlnindóur Glæsileg gjafavara Briiðarhjöna lislar
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
FLÍSASKERAR
OG FLÍSASAGIR
L 1 1 1 I rrr
I / a iir|
w
Tl
fúT\ 1 1 LLL
Stórhöfða 17, vlð Gullinbrú,
sími 567 4844
Jaðarskatta-
nefnd — in
Memoriam
HAFI einhverjir vonað að starf
jaðarskattanefndar myndi gefa af
sér úrbætur á meingölluðu skatt-
kerfi okkar, hljóta þeir hinir sömu
að hafa orðið fyrir miklum von-
brigðum. Frá henni
kom engin niðurstaða,
engar tillögur, aðeins
misvel ígrundaðar
vangaveltur, sem lítið
skila umræðunni áleið-
is.
Eina gagnsemin af
skýrslu nefndarinnar
er sú, að hún færir
sönnur á að í alþjóðleg-
um samanburði er
skattkerfí okkar alveg
sér á parti, einkum að
því er varðar með-
höndlun barnafólks.
Barnabótakerfí okkar
er raunar svo afkára-
legt og ólíkt því sem
tíðkast í nálægum
löndum, að nefndinni tókst ekki
einu sinni að setja fram skiljanlegan
tölulegan samanburð á þeim þætti.
Þetta varð þess valdandi að í Morg-
unblaðinu frá 29. ágúst sl. gat að
lesa eftirfarandi öfugmæli í fyrir-
sögn: „Barnabætur hærri en í flest-
um ríkjum".
Úreltar og villandi
upplýsingar
Þessi öfugmæli eiga rætur að
rekja til töflu í skýrslu nefndarinn-
ar, þar sem segir að „grunnfjár-
hæð“ barnabóta með 1 barni hjóna
sé hér 102-133 þús. kr. á ári (mis-
munandi eftir aldri). Einungis í
Noregi finnist hærri upphæðir. Það
sem villir um fyrir Morgunblaðinu
er að það sem nefndin leyfir sér
að kalla „grunnfjárhæðir" ís-
lenskra barnabóta er í raun allt
annað; þetta eru hámarksupphæðir
sem aðeins lítið brot foreldra (3,3%
hjóna) fær og heyra því til undan-
tekninga. Upphæðir sem gefnar
eru upp fyrir önnur lönd eru hins
vegar alvöru grunnfjárhæðir, sem
allir foreldrar fá.
Hið rétta er að raunveruleg
grunnfjárhæð barnabóta með einu
barni hjóna er hér 9-39 þús. kr. á
ári, og þær upphæðir
gilda fyrir helming
allra hjóna. Hjá hinum
helmingnum fara upp-
hæðirnar hækkandi
eftir því sem tekjur eru
lægri, og geta náð
„grunnfjárhæð“ jaðar-
skattanefndar hjá þeim
allra tekjulægstu; -
3,3% hjóna eins og fyrr
Sagði. Meðalbamabæt-
ur með 1. barni hjóna
em 34-65 þús. kr./ári,
eða lægri en í öllum
þeim ríkjum, sem við
berum okkur saman
við.
Raunar er taflan
ekki bara villandi, hún
er líka úrelt. Tölurnar em frá árinu
1995 og síðan hefur ýmislegt
breyst. Athygliverðastar eru breyt-
ingarnar í Þýskalandi þar sem
barnabætur hafa verið hækkaðar
stórlega í kjölfar þess að æðsti dóm-
stóll landsins úrskurðaði fyrra
skattkerfi ólöglegt og í andstöðu
við stjórnarskrá, sér í lagi meðferð
þess á barnafólki. Bamabætur með
einu barni, sem voru 70 DM/mán.
árið 1995, eru nú komnar upp í 220
DM, eða sem svarar 106 þús. kr./ári
og þær em auðvitað ekki tekju-
tengdar, en voru það að hluta til
áður.
Bætur lægstar hér
Vegna þess hve ólíkt okkar kerfi
er öllum öðrum, er samanburður
við önnur lönd ekki einfalt mál.
E.t.v. er skýrasta myndin sú sem
fæst ef heildarútkoman er skoðuð.
Hver væri t.d. heildarupphæð
barnabóta ef hér gilti danska eða
þýska kerfíð? Slíka athugun er ekki
að finna í skýrslu jaðarskattanefnd-
Finnur
Birgisson
Sólstöður - há-
tíðisdagar víðs
vegar um heim?
HROÐUM skrefum
eykst þörf fyrir sam-
vinnu og samhug um
alla jörð. Með síbættri
tækni skreppur jörðin
saman og styttra verð-
ur milli manna og
þjóða sem fyrrum var
langt á milli. Könnun
sólkerfisins er hafin
og dásemdir alheims
ljúkast æ meira upp
fyrir manninum.
Grunur styrkist um líf
utan jarðar, í sólkerf-
inu og enn íjær. Ólík
fortíð og hefðir auðga
menninguna, en hið
nýja krefst samstillingar. Huga
þarf að hvorutveggja.
Sólstöðuhátíð víðs vegar um
heim, á sólstöðum einu sinni eða
tvisvar á ári, 21. (eða 22.) júní og
desember, haldin til að minna okk-
ur á hið sameiginlega og hin sam-
eiginlegu verkefni, og gleðjast yfír
lífínu - og menningunni - yrði til
gagns og gamans. Slíka hátíð
mætti halda á ótal
vísu, úti eða inni, með
göngu, skrúðgöngum,
samkomum, ráðstefn-
um, listsýningum,
margir saman, eða
menn einir sér ef því
er að skipta. Sumir
kætast, öðrum verður
litið til sólarinnar, líf-
gjafa jarðar, enn aðrir
fá tilefni til að hugsa
dýpra en ella, eða
hærra, til skaparans
þakklátum huga.
Fornir
merkisdagar
Sólstöðum hafa menn í rauninni
fagnað frá örófi alda. Á vetrarsól-
stöðum tekur sól að hækka á himni
og dag að lengja, en á sumarsól-
stöðum er sól hæst á lofti.
Mörg þúsund ár eru síðan mönn-
um lærðist að reikna út gang sólar
sem annarra himintungla. Nokkur
hundruð ár eru svo síðan menn
áttuðu sig á, að á sólstöðum er
Þór Jakobsson