Morgunblaðið - 24.09.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 23
Tekjutenging bamabóta
er byggð á meinlegri
rökvillu og Finnur
Birgisson telur hana
valda ranglæti í skatt-
kerfinu sem mælist í
mörgum milljörðum.
ar, en það er ekki mikill vandi að
gera hana, hinar ýmsu tölulegu
forsendur liggja allar fyrir, s.s. um
fjölda barna og skiptingu eftir aldri,
fjölskyldustærð og -gerð. Tekið skal
fram að bæði í Danmörku og Þýska-
landi eru bætur greiddar að 18 ára
aldri, og eru tölurnar hér að neðan
miðaðar við það.
Niðurstaðan verður þessi, upp-
hæðir í milljörðum:
Barnabætur ’96, heild
íslenskar
Danskar
Þýskar ’97
Til einst. foreldra
1,66
1,67
1,33
Til hjóna 3,08
4,69
7,44
Samtals 4,74
6,36
8,77
Hlutföll, % 100
134
185
Sem sagt: íslenskar barnabætur
þyrftu að hækka um 1,62 milljarða
til að ná þeim dönsku, og um 4,03
milljarða til að verða sambærilegar
við þær þýsku. Ekki er þó öll sagan
sögð, því að í Þýskalandi er barna-
fólki einnig ívilnað í sjálfum skattin-
um. Um þann þátt hefur greinar-
höfundur ekki tæmandi upplýs-
ingar, en þær sem fyrir liggja benda
til þess að viðurgjörningur þýska
skattkerfisins við barnafjölskyldur
sé að minnsta kosti helmingi betri
en þess íslenska!
Uppgjöf jaðarskattanefndar
íslenska skattkerfið er í
ógöngum, sem það kemst ekki út
úr nema með róttækum uppskurði.
Tekjutenging barnabóta er byggð
á meinlegri rökvillu og veldur rang-
læti í skattkerfinu sem mælist í
mörgum milljörðum. í heild eru
barnabætur hér alltof lágar og al-
þjóðlegur samanburður leiðir að
auki skýrt í ljós að tiltölulega háar
barnabætur til efnaminnstu fjöl-
skyldnanna eru í raun fjármagnað-
ar eingöngu með því að skerða
réttmætar bætur annarra foreldra.
í þessu felst rökvillan, því auðvitað
er foreldrum með sæmilegar tekjur
síst skyldara en vel stæðu barn-
lausu fólki að létta undir með efna-
minni foreldrum. Tekjujöfnunin í
skattkerfinu á að sjálfsögðu að
vera frá öllum sem betur mega til
hinna, sem á aðstoð þurfa að halda,
og eru því miður alltof margir á
þessu láglaunalandi.
Ofboðslegir jaðarskattar á af-
mörkuðum þjóðfélagshópi, barna-
fólkinu, eru ein af birtingarmyndum
þessa ranglætis. Nú orðið hallmæla
allir háum jaðarsköttum, líka þeir
sem ekki hafa áttað sig á því þjóðfé-
lagslega ranglæti, sem á bak við
liggur, og því var jaðarskattanefnd
sett á laggirnar. Hún hefur nú gef-
ist upp fyrir viðfangsefninu og skil-
að auðu til skapara síns, sennilega
vegna þess að hún gerði það að
útgangspunkti 4 starfi sínu að hægt
væri að þvo sér um hendurnar án
þess að blotna, - að hægt veri að
laga kerfið án þess að snerta á
sjálfri meinsemdinni.
Útspil Margrétar
Formaður Alþýðubandalagsins,
Margrét Frímannsdóttir, er aug-
ljóslega ekki haldin neinum slíkum
misskilningi. Mitt í vonbrigðunum
yfir afdrifum Jaðarskattanefndar-
innar kvaddi hún sér skýrt og skil-
merkilega hljóðs og kvaðst vilja
gera afnám tekjutengingar barna-
bóta að stefnumáli flokks síns.
Þetta útspil Margrétar ber vott um
mikinn kjark, því að auðvitað töldu
andstæðingar hennar í Arnarhvoli
og á ritstjórn Morgunblaðsins sig
strax sjá þarna veikan blett á for-
manni Alþýðubandalagsins og
saka hana nú um að vinna gegn
jöfnun lífskjara og hagsmunum
láglaunafólks. Sá áróður er þó vita
marklaus og vitnar eiginlega ekki
um neitt annað en að þeir eiga
sjálfir eftir að átta sig á aðalatrið-
unum.
Leið Margrétar, útfærð m.a. með
þeim hætti að kjör láglaunafólks
skerðist ekki og samhliða öðrum
nauðsynlegum breytingum á skatt-
kerfinu, er nefnilega sú eina rétta,
eins og æ fleiri gera sér ljóst.
Höfundur er arkitekt á Akureyri.
jörðin einfaldlega stödd á til-
teknum stöðum á sporbaug um
sólu.
Vegna halla jarðar miðað við
flöt sporbaugsins er sól mishátt á
lofti séð frá jörðu. Það verða árstíð-
ir á jörðinni, vetur, vor, sumar og
haust. Árstíðirnar búa yfir sínum
einkennum, ólíku veðurfari. Gróð-
ur, dýralíf - og mannlíf - á jörð-
inni mótast af þeim. Þannig hefur
það verið, er og verður.
Sólstöður eru sem fyrr
merkisdagar á jörðinni,
segir Þór Jakobsson.
Þeir marka tif tímans
og náttúrunnar gang
alls staðar á jörðinni.
Á tímum geimaldar, er við menn
getum skimað til baka til jarðar
frá tunglinu og frá Mars, vitum
við að þetta er allt og sumt, en
harla mikilvægt samt. Menn dýrka
ekki sólina eins og forðum daga
og með vísindum er eðli hennar
kannað. Engu að síður fögnum við
gangi sólarinnar, birtingu að
morgni og yli að vori.
Engra daga hefur mannkyn
minnst frekar, beint eða óbeint,
en þessara daga. Þekking og
reynsla af náttúru jarðar, lífríkinu
árið um kring, og misrík hefð ár-
þúsunda helgar sólstöðudagana.
Veljum þá til að gleðjast yfir líf-
inu, og menningunni, samfagna
um stund, tvisvar, eða altént einu
sinni, á ári um víða veröld. Slíkt
mun létta lífsbaráttuna alla hina
dagana.
Árleg sólstöðuganga
Tólf síðastliðin ár hefur verið
staðið fyrir sólstöðugöngu hér á
landi, á höfuðborgarsvæðinu allt
til Þingvalla. Hún hefur verið köll-
uð „meðmælaganga með lífinu og
menningunni“. Víðar og með ýms-
um hætti hafa menn fagnað sól-
stöðudögunum hér heima. Látum
hugmyndina berast til vina og
kunningja erlendis. Vinnum að
skemmtilegri heimshátíð! Eflum
þannig lífsánægju, skilning á hver
annars högum og frið á jörðu.
Höfundur er veðurfræðingur.
Notalegur, skamm-
góður blómaylur
Á UNDANFÖRNUM
aldarflórðungi hafa allt
að því byltingarkennd
þróun og umskipti átt
sér stað varðandi fram-
leiðslu margra potta-
blóma, kemur þar m.a.
til stóraukin þekking og
skilningur á þeim þátt-
um er lúta að vaxtar-
þörfum gróðursins. í
framhaldi af því hefur
háþróuð tæknivæðing í
gróðurhúsum komið til.
Framleiðendur stjórna
þar vaxtarþáttunum
ásamt flestu öðru sem
lýtur að ræktunarskipu-
laginu og allri tímasetningu afurð-
anna. Allt er tölvustýrt. Markvisst
og viðstöðulaust kynbótastarf á
sömuleiðis ríkan þátt í þeim framför-
um sem hvarvetna blasa við í blóma-
geiranum.
Atburðarásin hefur m.a. leitt til
þess að víða í löndum þar sem at-
vinnuræktun pottablóma er öflug, er
nú voldugur gróandi í ræktun á ýms-
um blómviljugum og litskrúðugum
pottaplöntum til fegrunar vistarvera.
I þessu skyni hafa blómaframleiðend-
ur gripið til ræktunar á margskyns
blómplöntum, sem boðið er upp á sem
stundarkoms augnayndi, plöntur sem
standa í blóma í nokkrar vikur og
hafna að því loknu hjá flestum á
haug. Þetta er færibandaframleidd
ódýr vara. Af svona skammgóðum
„einnota“ plöntum kemur árlega
fram eitthvað nýtt og áhugavert úr
gróðurhúsum framleiðenda, ætlað til
þess að prýða umhverfið og gleðja
augu um stund. Stöðug athugun fer
fram á nýtilegum gróðri í þessum
tilgangi, en hann þarf
að búa yfir þeim eigin-
leikum að vera auðveld-
ur í Ijölgun, skjótur í
sprettun og jafn í upp-
vexti. Eins er tímalengd
blómgunar og blómsæld
afgerandi atriði.
Þessari viðleitni
framleiðenda, sem
stefnir að því að auka
notkun pottablóma með
því að bjóða mjög ódýrar
plöntur, hefur verið vel
tekið. Einstaka blóma-
bændur hérlendis, sem
sérhæfa sig í potta-
piöntum, hafa einnig
mjakað sér út á þessa braut starfs-
bræðra sinna erlendis. Ræktunin er
samt ekki alveg komin á stig færi-
bandaframleiðslu ennþá.
Við skulum nú stuttlega tína til
fáein pottablóm sem falla undir áður-
nefnd „einnota" blómaskraut, en tek-
ið skal fram að sé gróðurinn fjölær
að eðli, er ekkert því til fyrirstöðu
að rækta hann áfram að lokinni
blómgun. Sumar tegundir verður þó
að beita brögðum til þess að knýja
þær til blómgunar á ný.
Kóraltoppur (ástareidur) sem einn-
ig nefnist Kalanchoe er afar blómfag-
ur og vinsæll. Blómskrúð hans getur
enst í 6-8 vikur, en það er rautt,
rauðbleikt, rauðgult og gult. Blómstr-
ar við 10 klst. daglengd og má rækta
allt árið.
Krýsi er mjög gömul skrautjurt
sem hefur náð mikilli hylli sem potta-
jurt til notkunar bæði inni og úti.
Er trúlega algengasta skammtíma
pottablómið. Það er eins með krýsa
og kóraltopp, að hægt er að tíma-
setja blómstrun mjög nákvæmlega
allt árið með ljósi og myrkvun. Blóm
endast í 6-8 vikur.
Glitkarfa, geislafífill (gerbera) er
fjölært körfublóm með laufi sem lík-
ist ögn túnfífilsblöðum. Óhemju lit-
fagrar blómkröfur á löngum stilkum.
Algeng í blóma frá vori til hausts
og þarf mikla birtu.
Iðna Lísa (Impatiens) er allmikið
ræktuð hér sem viljugt inniblóm, en
í suðlægari löndum er hún þýðingar-
mikil útiskrautjurt. Blóm eru litrík
Voldugur gróandi er nú,
segir Oli Valur Hans-
son, í ræktun á ýmsum
blómviljugum o g lit-
skrúðugum pottaplönt-
______________um._________________
og fögur. í hóflegri birtu er plantan
sí og æ að sýna blóm frá því síðia
vors og fram undir jól, njóti hún
hæfilegrar vökvunar og næringar.
Laufeyjarlykill (Primula) sést í
verslunum fýrra hluta vetrar, frá því
í desember. Er mjög litríkur, er þarf
helst pláss í glugga.
Önnur athyglisverð skammtíma
inniblóm á boðstólum er t.d. glit-
hnappur (Gomphrena) mörtuvöndur
(Exacum), lyngstjama (Aster ssp.),
perlukollur (Nertera), pokablóm
(Calceolaria), sólargull (Helicrysum),
að ógleymdri jólastjörnunni sem
tengist hvarvetna jólunum.
Höfundur er fv. garð-
yrkjuráðunautur.
Óli Valur Hansson
r^S™feverðuraðsjá
í blóu13
^drandiíflíðíd.sM.úsuffl
''crðlag sem a skof ab«n<fwa Vcisla ímatog drykk
§V.osK nátíilrufggyj.^
Ösvikið sl^otafj'ör
Uerd frá
25.720 kr
Lvl. I LU Jil. á mann i tuibýli
i 3 nstur i miðri uiku á Chaiing Cross Tourers.
Haflð samband við söluskrifstofur
Flugleiða, umboðsmenn, ferðaskrifstofumar
eða simsöludeild Uugleiða í sima SO SO 100
(svarað mánud. - föstud. kl. 8 • 19 og á la"gard. kl. 8-16.)
Vefur Flugleiða á Intemetinu: www.icclandair.is
Netfang fyrir almennar upplýsingar: info@icelandair.is
'Innifalið: flug, gisting og morgunverður og flugvallarskattar.
Gildir frá 2. október.
■■ ■■■ ■■ ■ *■■ • ■■
28.230 kr ■ á mann í tuibýli
i 3 nætur um helgi á Charing Cross Touiers.
FLUGLEIÐIR
Traustur íslenskur ferðafélagi