Morgunblaðið - 24.09.1997, Side 25
24 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997 25 <
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
KOZYREV OG SAM-
STARF í NORÐRI
SAMSTARFSMÖGULEIKAR íslendinga og Rússa eru
miklir og mikilvægt að samskiptin séu góð. Andrei
Kozyrev, þingmaður frá Múrmansk og fyrrverandi utanrík-
isráðherra Rússlands, lagði áherslu á þetta í ræðu, sem
hann flutti á mánudag, og ítrekaði mikilvægi samstarfs í
norðri.
Dæmi um slíkt samstarf er sjávarútvegssamningur ís-
lenskra og rússneskra stjórnvalda, sem gerður var í ágúst.
Hann getur reyndar haft víðtækara gildi og átt þátt í að
koma Norðmönnum að samningaborðinu á nýjan leik í
Smugudeilunni. Þótt Kozyrev hafi ekki viljað taka undir
það, að Norðmenn hefðu reynt að tryggja hag sinn í Smugu-
deilunni með því að reka fleyg milli Islendinga og Rússa,
sagði hann, að með samstarfssamningnum og væntanlegum
stjórnarskiptum í Noregi ykjust líkur á þríhliða viðræðum
um Smuguna.
„Stundum virðist rússneskum stjórnvöldum sem Norð-
menn grípi til einhliða aðgerða og stundum virðist þeim sem
íslendingar grípi til einhliða aðgerða," sagði Kozyrev í sam-
tali við Morgunblaðið. „Það er nokkuð, sem þyrfti að forð-
ast. Allir þrír aðilar þurfa að taka á vandanum.“
Kozyrev var hins vegar ekki aðeins með hugann við haf-
ið. Þingmaðurinn, sem í utanríkisráðherratíð sinni átti hvað
mestan þátt í að móta utanríkisstefnu Rússa eftir hrun
Sovétríkjanna, sýndi mikinn áhuga á samstarfi um húshit-
un. Þessi áhugi kom fram í viðræðum Kozyrevs við yfirvöld
og athafnamenn á Akureyri, sem er vinabær Múrmansk.
Vildi hann fá að vita um hitun húsa, uppbyggingu slíkra
kerfa, orkusparnað og einangrun með það fyrir augum að
hefja samstarf við íslensk fyrirtæki jafnt sem opinbera að-
ila. Hann nefndi einnig möguleika á samstarfi í skipasmíðum
og umhverfismálum.
Heimsókn jafn áhrifamikils rússnesks stjórnmálamanns
sem Kozyrevs er fagnaðarefni, enda hlýtur hún að beina
sjónum íslendinga að þeim miklu tækifærum, sem samstarf
við þá getur skapað, ekki síst á sviði sjávarútvegs á heima-
slóðum hans í Múrmansk. Samskiptin eru þegar orðin allum-
fangsmikil, en eru þó enn aðeins vísir að því sem getur
orðið. Sjálfsagt er fyrir íslensk stjórnvöld að greiða fyrir
samskiptum fyrirtækja beggja landa sem kostur er. Þá er
og mikilvægt, að reynt verði að setja niður deilurnar við
Norðmenn um veiðar í norðurhöfum sem fyrst. Náið sam-
starf við Rússa getur stuðlað að því, að Norðmenn láti af
óbilgirni sinni í garð íslendinga.
LÍFSHÆTTA í
MIÐBORGINNI
ARÁS á TVÆR stúlkur aðfaranótt sunnudags í miðborg
Reykjavíkur sýnir, að ástandið þar er gjörsamlega
óviðunandi. Fólk kann að leggja líf sitt í hættu með því að
vera á ferli um og eftir að vínveitingastöðum er lokað.
Hætturnar minna orðið á ástandið í ýmsum stórborgum
heims, ekki sízt hafnarborgum. Viðstöðulausar hávaðasam-
komur í miðborginni eru á góðum vegi með að breyta henni
í slíkt umhverfi. Yfirvöld ættu t.a.m. að taka þá ábendingu
alvarlega að loka ekki öllum öldurhúsum samtímis - og
banna hávaða við íbúðarhús.
Tvítug stúlka særðist lífshættulega er maður á fimmtugs-
aldri lagði til hennar með hnífi og stakk í hjartastað. Nokkru
áður hafði hann lagt hnífnum til sautján ára stúlku. Þessir
voðaatburðir gerðust um klukkan fimm aðfaranótt sunnu-
dags.
Því miður eru þessi árásarmál ekki einsdæmi. Ofbeldi
hefur orðið sýnilegra undanfarin ár og yfirleitt er því beitt
að næturlagi. Oftast má rekja það til neyzlu vímu- eða fíkni-
efna.
Þetta ástand kailar á aukna löggæzlu á þessum tíma,
þegar margmenni er á ferli í miðborginni og misjafnlega
gengur að komast heim.
Ekki er langt síðan ungur maður lézt eftir misþyrmingar
á veitingahúsi við Laugaveg. Fyrir nokkrum árum réðust
nokkrar unglingsstúlkur á jafnöldru sína, að fjölda manns
ásjáandi, með þeim afleiðingum, að hún mun seint, ef nokk-
urn tíma, bíða þess bætur. Enginn þeirra, sem á horfðu,
kom stúlkunni til hjálpar.
Þannig mætti lengi telja. Dæmin eru mýmörg. Ofbeldið
virðist ekki eiga sér nein takmörk. Er ekki komið meira en
nóg af þessari skrílmenningu?
Stóriðja eða ekki stóriðja á Austurlandi
Framtíðin er eitt
atvinnusvæði og
meiri fjölbreytni
ÍBÚUM á Fáskrúðsfirði hefur fækkað úr 711 í 657 frá 1995.
Bjóða verður ný atvinnutækifæri víða á Aust-
fjörðum ef takast á að snúa vöm í sókn varð-
andi flutning íbúa af svæðinu. Jóhannes
Tómasson ræddi við sveitarstjórnarmenn um
atvinnumálin en menn leita nýrra tækifæra
jafnt í smáfyrirtækjum og stóriðju.
ATVINNA er nátengd bú-
setu og samgöngumálum
og á Austurlandi er
gjarnan rætt um þessa
hluti í sömu andrá. Austfirðingar
standa frammi fyrir því að reyna
að halda í fólk sitt og vinnuafi en
á síðasta aldarfjórðungi hefur íbú-
um fjórðungsins aðeins fjölgað um
0,5% en fjölgun á landsvísu er um
1%.
Stóriðja hefur verið til umræðu
af og til í meira en þrjá áratugi,
allt frá því fyrst var gerð úttekt á
hugsanlegu álveri í Reyðarfirði árið
1960. Rúmum áratug síðar hefst
síðan uppbygging togaraflota lands-
manna og flest sjávarplássin fengu
sinn togara nema Reyðfirðingar sem
áttu að fá stóriðjuna og vinnuaflið
varð að vera tiltækt, að sögn ísaks
J. Ólafssonar sveitarstjóra. I fram-
haldi af hugmyndum um álver var
rætt um kísilmálmverksmiðju í nærri
áratug áður en hún var lögð til hlið-
ar og aftur er nú rætt um álver sem
einn kost. Fara einmitt þessar vik-
urnar fram miklar athuganir og við-
ræður milli fulltrúa Markaðsskrif-
stofu iðnaðarráðuneytis og Lands-
virkjunar og Norsk Hydro um stærð
og staðsetningu, raforkuverð og
skattamál. Er stefnt að lokum þess-
ara tæknilegu viðræðna á næstu
vikum.
Samstaða er góð meðal sveitar-
stjórnarmanna á Austurlandi, m.a.
í orku- og stóriðjunefnd Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi, um að
iðnaðarlóðum verði haldið til haga
með stóriðju í huga, ekki síst á Reyð-
arfírði. „Það var ekki óeðlilegt að
ráðherrar skyldu hafa beint allri
nýsköpun á suðvesturhornið þar sem
fjöldinn er, en ekki í fámennið til
okkar,“ segir ísak Ólafsson, sveitar-
stjóri á Reyðarfirði, en bendir jafn-
framt á að fiskimjölsverksmiðjurnar
á Austurlandi séu stóriðja sem þurfi
sitt vinnuafl og orku. Æ meira sé
t.d. horft til þess að raforka verði
notuð í fiskimjölsverksmiðjunum,
a.m.k. náist samningar um viðun-
andi verð.
Jafngilt atvinnusvæði
og aðrir staðir
„Við höfum ekki sett upp neina
forgangsröð um hvað menn
vildu helst fá. Aðallega vilja
menn benda á þetta sem
jafngilt atvinnusvæði og
hvaða annað svæði sem er
á landinu. Þótt aðeins búi
tæplega 700 manns á
Reyðarfírði er byggðin í kring eitt
atvinnusvæði og það hefur nú alltaf
sýnt sig að fólk flytur líka milli bæjar-
félaga eftir því sem vinnan og aðrar
aðstæður bjóða í þessum fjórðungi
eins og öðrum. Við höfum líka gnægð
lóða og ódýrt er að útbúa byggingar-
land,“ segir ísak ennfremur.
ísak segir að nokkuð hafi komið
á óvart að ráðherra skyldi ræða um
hugsanlega þátttöku Norsk Hydro í
virkjana- og stóriðjuáformum á ný-
afstöðnu þingi SSA. Kveðst hann
fremur vilja túlka orð hans sem
skilaboð um að verði virkjað á Aust-
urlandi verði orkan nýtt til uppbygg-
ingar orkufreks iðnaðar þar fremur
en að Norsk Hydro stofnsetji fyrir-
tæki þar. „Menn eiga eftir að finna
þessa ákjósanlegu málamiðlun um
virkjanir á Austurlandi því menn
skiptast í tvo hópa, náttúruverndar-
menn sem vilja helst varðveita allt
og hina sem vilja virkja allt. Þessi
sjónarmið verður að sætta. Miðað
við allar þær framkvæmdir sem nú
eru í gangi í þjóðfélaginu mun ekk-
ert fara af stað hér, hvorki virkjanir
né ný atvinnuuppbygging, fyrr en
árið 1999 eða 2000.“
ísak segir einnig að þegar viðræð-
ur við Atlantsál-hópinn stóðu yfír á
sínum tíma hafi Austfirðingar bent
á að mun ódýrara væri að reisa
verksmiðju á Austurlandi, m.a.
vegna ódýrari hafnaruppbyggingar,
og ekki þyrfti þá að flytja orkuna
um langan veg sem væri dýrt.
Vinnuafl væri heldur ekki vandamál
því það hefði löngum sýnt sig að
mannskapur flytti sig milli lands-
hluta eftir því sem verkefnin kölluðu
á.
„Fyrir okkur væri mjög gott að
fá inn á þetta vinnusvæði vinnustað,
iðjuver hvort sem það er álver eða
annað, þar sem ynnu 50 manns eða
fleiri á vöktum allan sólarhringinn
og fengju sitt frí,“ segir ísak J. Ól-
afsson. „Vaktavinnumenn vinna yf-
irleitt kringum 190 daga á ári en í
fiskinum hér eru menn að vinna all-
an daginn sex daga vikunnar allt
árið. Þetta er eitt af vandamálum
landsbyggðarinnar, fólk hefur ekki
þennan frítíma. Menn eru farnir að
leggja meira uppúr því að eiga frí
og geta verið með fjölskyldunni og
svo framvegis. Mörg sjávarplássin
eru hreinar vinnubúðir og menn
endast ekkert í því alla ævi. Af
hveiju er að fækka - það er bijáluð
vinna? Af hveiju fjölgar mest á
Egilsstöðum þar sem er mest at-
vinnuleysi? Þannig spyija sveitar-
stjórnarmenn og ég held að við
þyrftum að fara í einhveija nafla-
skoðun vegna þessara
þátta. Menning, listir
skipta meira máli en var
og það er erfitt að halda
slíku uppi í fámenni og
þess vegna sækja menn
suður í menningarferðir
og flytjast þangað að lokum, elta
börnin í skóla. Menningarstarfsemi
er mikið styrkt og hún þyrfti að
komast meira út um land.“
Á Eskifirði menn hafa litið björt-
um augum til þess að einhvers kon-
ar ný starfsemi kæmi á Reyðarfjörð.
„Iðja en ekki endilega stóriðja enda
hefur hún ekki verið mjög í umræð-
Sum sjávar-
plássin eru
líkust vinnu-
búðum
Morgunblaðið/jt
ALLS starfar nærri helmingur mannafla á Eskifirði á einn eða annan hátt við sjávarútveg.
unni nema kannski síðustu vikurn-
ar,“ segir Arngrímur Blöndahl, bæj-
arstjóri á Eskifírði. „Menn hafa velt
vöngum yfír alls konar minni iðjufyr-
irtækjum sem geta verið orkufrekur
iðnaður, það mætti þróa sjávarútveg
og skapa þar meiri fjölbreytni. Það
kunnum við best og kannski gáfu-
legast að halda sig að því. Við erum
svolítið undir einhæft atvinnulíf seld
og viljum gjarnan bijótast út úr því.“
Hann bendir á að sjávarútvegsfyr-
irtækin séu í stöðugri þróun og at-
vinnulíf í sjávarútvegi sé tiltölulega
fjölbreytt á Eskifirði með loðnufryst-
ingu, síldarsöltun, frystihúsi og
fleiru. „Fólk hefur lítið gefið sig að
því að fínna ný atvinnutækifæri sem
ekki tengjast sjávarútvegi. Hingað
kom rækjuverksmiðja fyrir nokkrum
árum og sífellt er reynt að vinna
vöruna meira fyrir neytendamarkað.
Við höfum einnig verið framarlega
í síldarverkun og lausnarorðið hefur
verið að koma afurðum á neytenda-
markað til að fá sem mest fyrir
hana.“
Eitt starf á Eskifirði jafngilt
100 störfum í Reykjavík
Atvinnulífið víða á Austfjörðum
er kröftugt, atvinnuleysi lítið og
þeir sem vilja vinnu fá hana - hinir
flytjast brott fremur en að vera at-
vinnulausir í heimabyggðinni.
En ekki tengjast öll ný atvinnu-
tækifæri sjávarútvegi. í fyrra var
stofnsett á Eskifirði lögfræði- og
endurskoðunarskrifstofa þar sem
einnig er rekin fasteignasala með
fjórum til fimm starfsmönnum.
„Þetta er ígildi þess að í Reykjavík
yrði opnaður vinnustaður fyrir 400
til 500 manns - eitt starf hjá okk-
ur er sama og 100 störf í Reykja-
vík,“ segir Arngrímur. „Við leigjum
þeim húsnæði og hvöttum þá til að
koma hingað. Embætti sýslumanns
er einnig mjög mikilvægt fyrir okk-
ur en auk sýslumanns Suður-Múla-
sýslu eru hér lögreglumenn og
rannsóknarlögreglumaður, ýmis
störf sem ekki tengjast fiskvinnslu
og eru okkur mjög mikilvæg. Það
á líka við um höfnina en nýlega
VERIÐ er að reisa nýja mjöl-
tanka fyrir SR á Seyðisfirði.
Erfiðast verður að tengja
Seyðisfjörð við atvinnusvæði
nágrannabæjanna.
ákvað Eimskip að gera Eskifjörð
að útskipunarhöfn á strandleiðinni
og þýddi það nokkur ný störf. Hér
er því síðasta viðkomuhöfn áður en
skipin sigla á Evrópuhafnir sem
þýðir mikla möguleika. Hingað
koma togarar til löndunar og eru
því aðeins í þriggja til fjögurra daga
fjarlægð frá markaðnum með fersk-
an fisk sem er þeim mjög mikil-
vægt. Þetta allt þýðir að höfnin
verður að vera vel úr garði gerð,
alvöru físki- og hafskipahöfn. Enn
má nefna að Fiskistofa hefur komið
sér fyrir á Eskifirði með einn starfs-
mann.“
Spyija má hvort jarðgöng séu svo
nauðsynleg ef vinnuaflið getur flust
milli bæjarfélaga eftir því sem störf
bjóðast. Þá benda sveitarstjórnar-
menn á að vegna fjárfestinga, t.d.
húsnæðis, yfirgefi menn ekki svo
auðveldlega bæ sinn og ekki sé allt-
af víst að bæði hjónin fái vinnu í
nágrannabænum. Af þeim sökum
sé nauðsynlegt að bæta samgöng-
urnar - ekki aðeins ijúfa vetrarein-
angrun heldur og gera íbúum kleift
að ferðast örugglega og reglulega
um allt svæðið.
ísak Ólafsson bendir á að störfum
sé að fækka í sjávarútvegi með sí-
fellt meiri sjálfvirkni og hagræðingu
og því vanti meiri breidd í atvinnulíf-
ið og fleiri fyrirtæki í fjórðunginn
sem laða myndu í Ieiðinni að sér
önnur þjónustufyrirtæki en lítið hef-
ur fjölgað í þjónustustörfum.
Orku- og stóriðjunefnd SSA, At-
vinnuþróunarfélag Austurlands og
iðnaðarráðuneytið hafa í samvinnu
við Fjárfestingarskrifstofu Islands
og Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu-
neytisins og Landsvirkjunar verið
með fjölmargar athuganir í gangi
til að vekja áhuga fjárfesta til þátt-
töku í atvinnulífi, ekki endilega stór-
iðju. Sveitarstjórnir á Austurlandi
ásamt Byggðastofnun efldu At-
vinnuþróunarfélagið og stofnuðu
Þróunarstofu með þremur og hálfum
starfsmanni sem hefur aðsetur á
Seyðisfírði. Allt er þetta því orðið
markvissara og þarna koma sveitar-
félögin myndarlega við sögu.
Þátttaka í nýjum fyrirtækjum
„Bæjarstjórn Egilsstaða hefur þá
framtíðarsýn að gera sitt til að efla
atvinnu á svæðinu og hefur verið
að leggja verulega fjármuni í slíka
uppbyggingu," segir Helgi Halldórs-
son bæjarstjóri. „Eg nefni sem dæmi
hlutabréfakaup í nýju hóteli og við
höfum verið þátttakendur í nýju
verkefni við framleiðslu á sótt-
hreinsibúnaði að frum- ____________
kvæði bæjarins. Stofnað
hefur verið fyrirtæki um
þann rekstur þar sem í dag
er unnið í samvinnu við
nokkur fyrirtæki. Við höf-
um einnig keypt hlut í “
rækjuverksmiðju sem taka mun til
starfa í næstu viku í Fellabæ og við
lítum svo á að það komi okkur til
góða þrátt fyrir að það sé ekki stað-
sett í bænum. Allt sem kemur á
svæðið skiptir máli hvort sem það
er innan eða utan landamerkja bæj-
arins.“
Helgi segir einnig sífellt skoðað
hvaða aðstöðu megi bjóða fyrirtækj-
um til að laða þau til bæjarins.
„Menn velta vöngum og margir
eru þeirrar skoðunar að stóriðja sé
vænlegur kostur með tilheyrandi
stórvirkjunum. Aðrir segja að þetta
sé ekki það sem við þurfum, nær
væri að byggja fjórðunginn upp
smám saman. Ljóst er þó að virkjun
og stóriðja munu hafa gífurleg áhrif
á atvinnuþróun og gjörbreyta öllum
aðstæðum. Þá verður hér hröð upp-
bygging og öll sveitarfélög myndu
fá sinn skerf af henni, ekki síst ef
tekst að bæta samgöngurnar.
Glerverkstæði á Fáskrúðsfirði?
Steinþór Pétursson, sveitarstjóri
á Fáskrúðsfirði, sagði að þar vant-
aði fremur fólk en hitt en nefndi
þó að ekki gætu allir alltaf fengið
vinnu nákvæmlega við sitt hæfi.
Það ætti t.d. við um fólk með ýmsa
sérmenntun sem fengið gæti vinnu
í sinni grein í plássinu en þá væri
ekki víst að makinn fengi starf við
hæfi sinnar menntunar. Atvinnulíf-
ið væri einhæft, mest tengt sjávar-
útvegi, en ef tækist að stækka at-
vinnusvæðið yfir í næstu byggðar-
lög mætti ná meiri fjölbreytni. Með-
al nýrra vinnustaða á Fáskrúðsfirði
má nefna að Netagerðin Ingólfur
er með útibú í bænum og fyrr i
sumar flutti heim í gamla plássið
sitt glerlistakona sem hyggst koma
sér upp verkstæði þar. „Atvinnulífið
er brothætt, sveiflur í fiskinum geta
komið illa niður á mjög mörgum
hér og því er okkur nauðsynlegt
að geta boðið upp á störf á fleiri
sviðum. Álver er ekki einn kostur-
inn af mörgum og mun slíkt fyrir-
tæki hafa hér veruleg áhrif. Stór-
iðja hlýtur að verða til framdráttar
fyrir svæðið enda verða menn að
ganga vel frá öllu er varðar meng-
unar- og umhverfismál.“
íbúum á Fáskrúðsfirði hefur
fækkað um nokkra tugi á liðnum
árum og eru þeir nú 657. Nú er þar
aðeins einn togari en þeir voru tveir
fyrir fáum árum og 4-5 stórir vertíð
arbátar. Þá hefur smábátum fækkað
mjög.
Munar um hvert starf
Segja má að erfiðast verði að koma
Seyðisfírði inn í þessa mynd um
stækkað atvinnusvæði á Austurlandi
þannig að menn gætu í auknum
mæli sótt daglega vinnu til næstu
bæja. Til að svo mætti verða þarf
að ijúfa þá vetrareinangrun sem
Fjarðarheiðin getur valdið því þótt
hún sé rudd reglulega er hún farar-
tálmi og færið ekki öruggt. Jónas
Hallgrímsson, sem sæti á í bæjar-
stjóm, segir þetta spurningu um
hversu lengi fólk sættir sig við að
búa við einhæft atvinnulíf og geta
__________ ekki komist milli staða þeg-
ar því hentar. Ekki dugi
að segja að vegurinn sé
mokaður, menn fari ekki
að heiman ef óvíst er hvort
þeir geti snúið til baka.
Jónas bendir einnig á að
með sameiningu geti sveitarfélög líka
fremur ráðið sér nauðsynlega sér-
fræðinga, sálfræðinga, félagsráð
gjafa og aðra slíka sérmenntaða
starfsmenn og í kringum slíkt bygg-
ist oft upp meira starf sem mikið
muni um í þessum litlu bæjum, þar
muni um hvert nýtt starf sem hægt
sé að laða til bæjarins.
Ný störf vant-
ar þar sem sí-
fellt fækkar í
sjávarútvegi
Reuter
FULLTRÚAR á ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins horfa á stóran skjá þar sem Tung Chee-hwa, Ieiðtogi Hong
Kong, sést ávarpa fundargestina við setningu fundarins í gær.
*
Arsfundur Alþjóðabankans og Al-
þjóðagjaldeyríssjóðsins í Hong Kong
Qjöfnuði í heim-
inum líkt við
tímasprengju
Forsætisráðherra Kína, sagði við setningu
ársfundar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins í gær að Kína yrði á meðal þróuð-
ustu iðnríkja heims um miðja næstu öld.
Forseti Alþjóðabankans, líkti efnahagslegum
og félagslegum ójöfnuði í heiminum við tíma-
sprengju og hvatti þjóðir heims til að berjast
gegn honum áður en það yrði of seint.
KÍNVERJAR eru nú í fyrsta
sinn gestgjafar ársfundar
Alþjóðabankans og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins og.
hann er haldinn í Hong Kong nokkrum
mánuðum eftir að breska nýlendan
fyrrverandi varð aftur hluti af Kína.
Li Peng, forsætisráðherra Kína, sagði
að þar sem horfur væni á örum hag-
vexti í landinu væri ljóst að landið
myndi láta æ meira til sín taka á al-
þjóðavettvangi á næstu áratugum.
Gert væri ráð fyrir að hagvöxturinn
yrði um 8% á ári til ársins 2000 og
7% á ári til 2010. Verðbólgan yrði
hins vegar undir 5% til aldamóta.
„Þannig að eftir þijá eða fjóra
áratugi, eða um miðja næstu öld,
mun Kína vera orðið efnað, lýðræðis-
legt og menningarlega þróað sós-
íalskt ríki,“ bætti hann við.
Athyglin beinist að fátæku
ríkjunum
Li sagði að iðnríki heims yrðu að
gefa fátækustu ríkjunum meiri
gaum, ella væri hætta á að hagvöxt-
ur þeirra minnkaði. „Hagsæld og
velmegun fárra ríkja getur ekki varað
lengi á grundvelli fátæktar og van-
þróunar meirihluta ríkjanna."
Li bætti við að þróuðu ríkin gætu
séð fátæku löndunum fyrir tækni-
þekkingu og fjármagni en
þróunarlöndin gætu boðið
upp á náttúruauðlindir,
vinnuafl og nýja markaði.
Forsætisráðherrann lagði
áherslu á að auðugu ríkin
gætu ekki ráðskast með
fátæku ríkin, sem ættu að fá að velja
eigið samfélagskerfí og þróa efnahag
sinn með sínum eigin leiðum.
Varað við sprengingu
James Wolfensohn, forseti Al-
þjóðabankans, fjallaði einnig um
efnahagslega og félagslega ójöfnuð-
inn í heiminum. „Við verðum að gera
Þrír milljarðar
manna lifa á
minna en 140
krónum á dag
okkur grein fyrir því að við stöndum
frammi fyrir tímasprengju og hún
gæti sprungið framan í bömin okk-
ar, verði ekkert að gert,“ sagði hann.
Wolfensohn sagði að þrír milljarðar
manna þyrftu að lifa á andvirði 140
króna á dag eða minna, þar af 1,3^
milljarðar á innan við 70 krónum, 100
milljónir manna væru svangar á hverj-
um degi og 150 milljónir fengju ekki
tækifæri til að afla sér menntunar.
„Þetta fólk á eitt sameiginlegt. Það
vill ekki ölmusu. Það vill tækifæri,“
sagði Wolfensohn.
Fyrir fundinn höfðu þegar verið
samþykktar aðgerðir til að aðstoða
skuldugustu ríki heims og ákveðið
hefur verið að veita aukið fé í Alþjóð-
legu fjárfestingarábyrgðarstofnun-
ina (MIGA). Michaei Camdessus,
framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins, hefur einnig fagnað tillögu
breskra stjórnvalda um að skuldug-
ustu ríkjunum verði veitt aðstoð við
að greiða skuldir sínar fyrir tilstiHji
Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins.
Spilling gagnrýnd
Wolfensohn gagnrýndi ennfremur
spillingu í mörgum þróunarlandanna,
sem hann sagði hindra eðlilegan hag-
vöxt og félagslegt réttlæti. Hann
sagði að ef stjórnvöld í
þessum löndum vildu ekki
gera ráðstafanir til að
stemma stigu við spilling-
unni yrði Alþjóðabankinn
að draga úr aðstoðinni við
þau.
Wolfensohn hvatti þjóðir heims til
þess að hefja herferð gegn félagslegu
og efnahagslegu óréttlæti í heimin-
um. „Án efnahagslegrar vonar verður
ekki friður. Án réttlætis verður ekki
stöðugleiki í heiminum. Án meiri rétt-
lætiskenndar verða borgimar okkar
ekki öraggar og samfélög okkar
verða án stöðugleika." ®