Morgunblaðið - 24.09.1997, Qupperneq 28
MORGUNBLAÐIÐ
+ Friede Ingi-
björg Pálsdóttir
Briem fæddist á
Akureyri 7. október
1900. Hún lézt á
Droplaugarstöðum
12. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Páll
Briem, amtmaður,
f. 19. október 1856,
d. 17. desember
1904, og síðari kona
* hans, Álfheiður
Helgadóttir, f. 11.
nóvember 1968, d.
28. september 1962.
Systkini Friede voru fjögur:
Þórhildur, f. 7. desember 1896,
d. 12. marz 1991, gift Theodór
Björnssyni Líndal, hæstaréttar-
lögmanni, síðar prófessor, f. 5.
desember 1898, d. 2. febrúar
1975. Eggert, f. 6. júní 1898,
d. 8. maí 1985, bókaútgefandi
og bóksali, síðar forsljóri og
loks fulltrúi hjá hf. Eimskipafé-
lagi íslands, kvæntur Sigríði
Skúladóttur, f. 30. apríl 1911.
Helgi, f. 18. júní 1902, d. 2.
-< ágúst 1981, dr. phil. sendiherra,
kvæntur Doris Mildred Parker,
f. 18. september 1902. Þórdís,
f. 1. apríl 1904, ritari og bóka-
vörður. Hálfbróðir Friede, son-
ur Páls og fyrri konu hans,
Kristínar Guðmundsdóttur frá
Auðnum á Vatnsleysuströnd, f.
13. marz 1865, d. 24. október
1887, var Kristinn, f. 8. október
1887, d. 18. júní 1970, kaupmað-
ur á Sauðárkróki, kvæntur
Kristínu Björnsdóttur, f. 17.
desember 1889, d. 8. apríl 1961.
Fóstursystir Friede var Jóna
Einarsdóttir, f. 8. apríl 1916,
gift Óla Vestmann Einarssyni
prentara, síðar yfirkennara við
Iðnskólann í Reykjavík, f. 25.
febrúar 1916, d. 19. júní 1994.
Friede giftist 20. ágúst 1927
Ásgeiri Guðmundssyni, f. 31.
ágúst 1899, d. 8. nóvember
1935, lögfræðingi frá Nesi við
Seltjörn sem rak lögmanns-
stofu í félagi við Stefán Jóh.
Stefánsson. Hann var sonur
Guðmundar Einarssonar út-
vegsbónda, f. 25. júní 1858, d.
26. apríl 1906, drukknaði i sjó-
róðri, og konu hans Kristínar
x Ólafsdóttur, f. 5. október 1860,
d. 15. júlí 1945.
Synir þeirra eru: Eggert Ól-
afur, f. 6. ágúst 1929, verkefna-
stjóri í Reykjavik, kvæntur Sig-
ríði Dagbjartsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Tannlæknafé-
lagsíslands, f. 8. júní 1937. Eiga
þau þijú börn, en Eggert eign-
aðist eina dóttur fyrir hjóna-
band. Páll Þórir, f. 22. apríl
1931, yfirlæknir, kvæntur Láru
Friede Ingibjörg hét hún fullu
nafni. Móðir hennar, Álfheiður,
hafði árið 1892 farið til Danmerkur
Jil hannyrða- og tónlistarnáms. Var
hún fengin til að veita presti tilsögn
í að tóna og kynntist þar fjölskyldu
hans vel. Kona prestsins orðaði það
við Álfheiði, ef hún eignaðist dótt-
ur, að hún léti hana heita eftir sér.
Það gekk eftir og þannig bar Friede
þetta erlenda nafn. I fjölskyldu
minni var hún ævinlega kölluð Fríða
og vissi ég ekki betur en hún léti
sér vel líka. Einnig bar hún nafn
föðurömmu sinnar Ingibjargar Ei-
ríksdóttur.
Fríða fæddist á Akureyri og ólst
þar upp fyrstu æviárin, en sumarið
•*i904 fluttist fjölskyldan til Reykja-
víkur. Var það vegna þeirra stjórn-
skipunarbreytinga sem fylgdu
heimastjórninni, en þá voru amt-
mannsembættin lögð niður og Páll
faðir hennar tók við starfi sem einn
bankastjóra nýstofnaðs íslands-
banka. Hann lézt undir árslok það
ár, nýlega orðinn 48 ára gamall.
IH'yrst eftir komuna til Reykjavíkur
Kristinu Ingólfs-
dóttur, f. 25. maí
1939, sölufulltrúa
hjá Flugleiðum hf.,
og eiga þau tvö
börn. Fyrri kona
hans er Hólmfríður
Rósinkranz Árna-
dóttir, f. 15. febrúar
1939. Þau skildu, en
eiga tvö börn.
Barnabörn Friede
eru 8 og barna-
barnabörnin jafn-
mörg.
Friede stundaði
nám við Kvenna-
skólann í Reykjavík, lærði jafn-
framt pianóleik hjá Katrínu
Viðar og á árunum 1922-23 hjá
prófessor Haraldi Sigurðssyni
í Kaupmannahöfn. Arið 1917
hóf hún störf hjá hf. Eimskipa-
félagi íslands og vann þar til
ársins 1926, að undanskildum
þeim árum sem hún dvaldist í
Kaupmannahöfn. Þá réðst hún
til lögmannsstofu Svems
Björnssonar, Guðmundar Ól-
afssonar og Péturs Magnússon-
ar og starfaði þar þangað til
hún giftist.
Eftir lát Ásgeirs stofnaði hún
fjölritunarstofu og rak hana á
heimili sínu, fyrst í Tjarnargötu
24, en síðan í Bergstaðastræti
69, allt til ársins 1980, eða í 45
ár. Um aldarfjórðungsskeið
starfaði þar með henni Þórdís
Briem, systir hennar. Til við-
bótar þessu kenndi hún árum
saman vélritun og píanóleik.
Um langt skeið var hún með-
al forystukvenna í Zonta-klúbbi
Reykjavíkur sem er félagsskap-
ur kvenna í opinberum störfum
og atvinnulífinu. Sinnti hún sér-
staklega málefnum barna með
skerta heyrn og beitti sér fyrir
að klúbburinn tæki aðstoð við
þau á stefnuskrá sína. Með þvi
var lagður grundvöllur að
heyrnardeild í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur og síðar
Heyrnar- og talmeinastöð Is-
lands ásamt háls-, nef-, og
eyrnadeild Borgarspítalans -
nú Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Sögu þess máls hefur hún rakið
ítarlega í riti sem birtist fjölrit-
að á vegum Zontaklúbbs
Reykjavjkur árið 1985 og hún
nefndi Á brattann.
Fyrir störf sín að þessum
málum var hún sæmd verðlaun-
um Nordisk Audiologisk
Selskab, riddarakrossi Hinnar
íslenzku fálkaorðu og kjörin
heiðursfélagi Zontaklúbbs
Reykjavíkur.
Utför Friede verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin kl. 13.30.
bjó fjölskyldan í Kolasundi, en síðar
í Þingholtsstræti 28.
Páll, faðir Fríðu, hafði í félagi
við bræður sína, Eggert skrifstofu-
stjóra í hinu nýstofnaða stjórnar-
ráði og Sigurð póstmálastjóra,
ásamt Birni Ólafssyni augnlækni,
fengið heimild til þess að reisa hús
undir Tjarnarbrekkunni. Frændi
þeirra bræðra, Tryggvi Gunnars-
son, lagði götuna, og síðar bættust
í hópinn Klemens Jónsson sem
fluttist frá Akureyri til Reykjavíkur
og tók við embætti landritara og
Jón Helgason prestaskólakennari,
síðar biskup, mágur Páls. Á árun-
um 1906-07 reis svo timburhúsa-
röðin sem enn stendur og efst í
röðinni reisti Hannes Hafstein,
frændi þeirra bræðra, Ráðherrabú-
staðinn. Þegar hann lét af ráð-
herraembætti byggði hann sér hús
handan götunnar, þar sem nú er
Barnaheimilið Tj^rnarborg. Þannig
má segja að timburhúsaröðin í
Tjarnargötunni sé með nokkrum
hætti hinn sýnilegi minnisvarði um
heimastjórnina 1904, enda voru
MINIMINGAR
þrír þeirra sem þar áttu hús, Hann-
es Hafstein, Eggert Briem og
Klemens Jónsson starfandi við hið
nýstofnaða stjórnarráð á íslandi.
Þegar Páll féll frá voru fram-
kvæmdir við Tjarnargötu vart hafn-
ar, en Álfheiður, ekkja hans, lét
ekki hendur fallast og réðst ótrauð
í framkvæmdir, og þann 1. október
1907 fluttist fjölskyidan úr Þing-
holtsstræti í húsið nr. 24 við Tjam-
argötu og var það þó ekki fullfrá-
gengið. Þangað fylgdi henni Þór-
hildur Tómasdóttir, móðir Álfheiðar,
og bjó þar til dauðadags 1923. Álf-
heiður bjó þar einnig til æviloka
1962. Talsvert átak var að koma
upp húsinu í Ijamargötu þótt and-
virði húseignar á Akureyri gengi
upp í kostnað og amtmenn hefðu
góð laun á þeirrar tíðar mæli-
kvarða. Lífeyrir ekkna var hins veg-
ar ekki ýkja hár^ auk þess sem hann
rýrnaði fljótt. Álfheiður brá því á
það ráð að þrengja að ijölskyldunni
og leigja út hluta hússins og hafa
leigjendur í kosti. Voru þeir einkum
alþingismenn og háskólastúdentar,
bæði innlendir og erlendir, enda
skammur vegur til þinghússins þar
sem Háskólinn var einnig. Leigjend-
ur þessir voru því nánast eins og
heimilismenn og jók þetta mjög öll
umsvif í húsinu. Við götuna voru
frændur og vinir í hveiju húsi. Þann-
ig var umhverfið sem Fríða ólst upp
við og þarna bjó hún, unz hún gift-
ist. Þá fluttist hún á Vesturgötu 16,
en árið 1930 festu þau Ásgeir kaup
á húsinu Bergstaðastræti 69 og þar
bjó hún, unz Ásgeir féll frá árið
1935.
Nú var ekki um annað að ræða
en að standa á eigin fótum og sjá
fjölskyldunni farborða. Árið eftir lát
Ásgeirs fluttist Fríða í æskuheimili
sitt í Tjarnargötu og opnaði þar fjöl-
ritunarstofu, en sama ár hafði hún
lært fjölritun í Danmörku. Heimilið
og atvinnuhúsnæðið var að mestu
leyti hið sama og í húsinu bjó einn-
ig Álfheiður, móðir hennar eins og
fyrr sagði, og Þórdís, systir hennar
og samverkakona. Til viðbótar vél-
ritunar- og fjölritunarþjónustu tók
hún nemendur til náms i vélritun
og píanóleik.
Mikið orð fór af fjölritunarstofu
Fríðu fyrir sakir vandvirkni og
áreiðanleika í viðskiptum. Þangað
leituðu skáld, rithöfundar, myndlist-
armenn, fræðimenn og skóiafólk
með verk sín af ýmsu tagi, auk
þess lögmenn og embættismenn,
stundum með mikilvæg trúnaðar-
gögn. Varla var komið með svo
slæmt handrit að Fríða gæti ekki
ráðið þær rúnir. Meðal þeirra sem
hún vann fyrir var Sigurður Nor-
dal. Oftar en ekki hafði hann orð á
því að hvergi væri handritum sínum
betur borgið til hreinskriftar en í
höndum hennar.
Stundum varð hlé í skrifstofunni
og þá bárust tónar frá píanóinu um
húsið, en ekki voru strengir alltaf
fimiega slegnir. Þá var einhver í
spilatíma hjá Fríðu. Reyndar gerði
hún tilraun til að mennta mig í þeirri
íþrótt, en fátt segir af afrekum á
þeim vettvangi og er þar við mig
að sakast en ekki kennarann.
Eins og fyrr er tekið fram lagði
hún mikið starf af mörkum í þágu
heyrnarskertra, en þar er megin-
markmiðið að ijúfa þá einangrun
sem þeir verða einatt að þola. Þar
hélt hún áfram því starfi sem móð-
urbróðir hennar, séra Ólafur Helga-
son á Stóra-Hrauni, hafði hafið um
síðustu aldamót, meðal annars með
fulltingi frænku þeirra, Ragnheiðar
Guðjónsdóttur málleysingjakenn-
ara, dóttur séra Hálfdanar Guð-
jónssonar vígslubiskups. Ekki veit
ég hvort þetta málefni hafi að ein-
hverju leyti legið í ættinni eða sé
tiiviljun ein. Annars þykir mér lík-
legt að einhveijir mér kunnugri
verði til að minnast á þennan þátt
í ævistarfi hennar og verður því
ekki fjölyrt um það.
Tjarnargata 24 hefur ávallt verið
einn af föstum punktum tilveru
minnar og alltaf þótti mér skemmti-
legt að koma þangað. Oft átti ég
erindi í húsið vegna ýmislegra við-
vika fyrir Álfheiði, ömmu mína.
Og þar fannst mér alltaf eitthvað
vera að gerast. Vélritunarhljóðið
og suð í fjölriturunum barst á móti
manni og viðskiptavinir að koma
og fara - sumir stöldruðu eitthvað
við, þáðu jafnvel kaffibolla og
spjölluðu um stund. Alltaf gáfu þær
systur mér eitthvað af tíma sínum
og báru mér góðgerðir þótt önnum
kafnar væru.
Þegar hér var komið hafði Álf-
heiður, amma mín, flutzt af efri hæð
hússins í viðbyggingu sem reist
hafði verið úr steini þar sem ekki
fékkst leyfi til að byggja við húsið
úr timbri. í herbergi hennar ríkti
allt annað andrúmsloft en í önnum
og ys fjölritunarstofunnar. Þar
fannst mér tíminn standa kyrr og
persónuleg tengsl náðu allt til 18.
aldar. Sem lítil stúlka hafði hún
setið á kné manns sem hafði lifað
Skaftárelda og móðuharðindin,
Bjarna Thorsteinssonar, blinda amt-
mannsins eins og hún komst að
orði, og meðal fyrstu minninga
hennar var það þegar Ólafur sekret-
eri Stephensen í Viðey, f. 1791, tók
hana í fang sér, afi hennar var einn
útgefenda Fjöinis og tengdafaðir
hennar hafði setið þjóðfundinn og
hún séð Jón forseta Sigurðsson
ganga eftir Lækjargötunni, eilítið
álútan, til þingfundar í Latínuskól-
anum, líklega síðasti íslendingurinn
sem séð hafði Jón forseta eigin aug-
um. Þarna voru landshöfðingjar,
amtmenn, tómthúsmenn og vatns-
berar - öll gamla Reykjavík eins
eðlilegur hluti veruleikans og nútím-
inn.
Heimili Fríðu bar svipmót fyrri
tíðar, þó með nokkru ívafi nútím-
ans, en allt mótað af öruggum
smekk. Tónlist og myndlist voru í
hávegum höfð, en vegna starfa
sinna kynntist hún mörgum tónlist-
ar- og myndlistarmönnum og hún
sótti sýningar og tónleika reglulega.
Einnig fylgdist hún vel með bók-
menntum og því sem fram fór í leik-
húsum.
Óvíða voru haldnar betri veizlur
en í húsum hennar og hélzt þar í
hendur bæði viðmót og viðurgern-
ingur. Hún hafði sérstakt lag á að
láta gestum sínum líða vel, sam-
ræðulistin var henni í blóð borin og
hún kunni vel að hlusta á það sem
aðrir höfðu til mála að leggja. Þeg-
ar yngsta kynslóðin var í boðum
gætti hún þess vandlega að þau
fengju sinn skerf af veizlufagnaðin-
um með því að sjá þeim sérstaklega
fyrir einhveiju til afþreyingar eftir
því sem aldur og þroski sagði til um.
Þótt Fríða hefði í heiðri gamlar
og góðar siðvenjur lét hún það ekki
aftra sér frá að gefa því gaum sem
gerðist í kringum hana. Þar fylgd-
ist hún með af opnum hug. Hún
sýndi yngri kynslóðum skilning,
áhuga og umburðarlyndi og reyndi
sem bezt að setja sig inn í hugsun-
arhátt þeirra. Hún gaf því sér-
stakan gaum sem gerðist í réttinda-
málum kvenna og gladdist yfir
hveijum áfanga sem þar náðist.
Þetta þarf svo sem ekki að koma
á óvart því að faðir hennar var
meðal hinna fyrstu sem hreyfðu
þeim málum á síðustu öld. Og þetta
breyttist ekki þótt aldurinn færðist
yfir. Ef ég lét eitthvað til mín heyra
hafði hún oftast samband við mig
til að þakka fyrir og ræða mál frek-
ar. Fyrr á þessu ári áttum við eitt
slíkt samtal í síma. Annars hafði
hún ákveðnar skoðanir sem hún
sagði umbúða- og vafningalaust.
Hún naut lengst af góðrar heilsu
og hélt andlegri reisn allt til ævi-
loka. Mér er sérstaklega minnis-
stætt með hve miklum myndarbrag
hún hélt upp á 95 ára afmæli sitt,
að vísu með fulitingi skylduliðs síns.
Þar hélt hún snjalla ræðu og var
hrókur alls fagnaðar og mestur
gleðigjafi í veizlunni. Sjóndepra
bagaði hana þó hin síðari ár, en
útvarp og hljóðbækur urðu henni
þá helzt til dægrastyttingar svo að
hún fylgdist ótrúlega vel með því
sem gerðist þótt hún hefði orð á
því hversu slæmt það væri að geta
ekki lesið blöðin.
Það var ekki fyrr en um mitt
þetta ár að halla tók undan fæti og
hún fékk hægt andlát 12. sept-
ember sl. í augum frændsystkin-
anna stóð alltaf ljómi af Fríðu, og
við munum án efa minnast hennar
meðan við lifum. Hún hvíli í friði.
Sigurður Líndal.
,28 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 1997
FRIEDEINGIBJÖRG
PÁLSDÓTTIR BRIEM
Lokið er langri hérvist elskulegr-
ar tengdamóður minnar, Friede Bri-
em. Hún andaðist á nítugasta og
sjöunda ári, södd lífdaga - hvíldinni
fegin. Hún hafði mikil og góð áhrif
á líf mitt þau mörgu og skemmti-
legu ár sem við fylgdumst að. Fyrir
það verð ég henni að eilífu þakklát.
Fríða lifði miklar breytingar í ís-
lensku þjóðlífi. Hún ólst upp með
ömmu sinni, Þórhildi, dóttur Tóm-
asar Sæmundssonar Fjölnismanns
og má því segja að menningarheim-
ur hennar hafi spannað hátt á aðra
öld. Hún bar mót sterkra stofna í
báðar ættir.
Móður hennar, Álfheiði Helga-
dóttur, kynntist ég vel. Hún bjó
seinustu ár sín í skjóli Fríðu í Tjarn-
argötu 24 og lést þar níutíu og fjög-
urra ára gömul; mikill persónuleiki,
vel menntuð og fjölhæf. Frá henni
eru gómsætir matarréttir komnir,
sem enn eru í hávegum hafðir í fjöl-
skyldunni. Hún missti mann sinn,
Pál Briem, úr berklum árið 1904,
frá fímm ungum börnum sínum og
stjúpsyni, er Fríða var fjögurra ára.
Það kom oft fram hjá henni hve
mjög hún harmaði föðurmissinn og
saknaði þess að hafa ekki auðnast
að kynnast þessum merka manni
og brautryðjanda. Önnur þeirra
mæðgna var ekkja í 57 ár, hin í 62.
Fríða var fædd á Akureyri. Árið
1904 var amtmannsembættið er
heimastjóm hófst. Fjölskyldan flutti
til Reykjavíkur og Páll Briem varð
bankastjóra íslandsbanka. Hús-
næðisskortur var mikill í Reykjavík
um þær mundir. Eggert bróðir hans
fluttist einnig suður til að taka við
nýju embætti. Festu þeir kaup á
Tjamarbrekkunni, lögðu Tjarnar-
götuna og byggðu þar ásamt bróður
sínum Sigurði Breim póstmeistara.
Síðar bættist í hópinn bróðir Álf-
heiðar, Jón Helgason biskup o.fl.
Það sýndi sig við fráfall manns Álf-
heiðar hversu mikilhæf kona hún
var. Hún teiknaði og kom upp því
reisulega húsi Tjarnargötu 24, sem
enn stendur fyrir miðri Tjörninni.
I þessu frændmarga umhverfi
ólst Fríða upp. Fór ekki milli mála
að það var bæði skemmtilegt og
hvetjandi. Fjölbreytilegt menning-
arlíf mótaði systkinin og gerði að
þeim heimsmönnum og úrvalsfólki
sem ég var svo lánsöm að kynnast
náið.
Fríða gekk í Kvennaskólann og
lærði píanóleik. Þá starfaði hún hjá
Eimskip og á lögmannsstofu. Rúm-
lega tvítug sigldi hún til Hafnar til
framhaldsnáms í píanóleik hjá Har-
aldi Sigurðssyni prófessor. Hún hef-
ur Iýst þeim tíma mikilla tækifæra
þar sem hún átti kost á að sækja
tónleika og aðra menningarviðburði
sem hún kunni að meta.
Fríða kynntist manni sínum, Ás-
geiri Guðmundssyni lögfræðingi,
áður en hún fór utan. Ásgeir var
ættaður frá Nesi við Seltjörn, mikið
glæsimenni. Hann var margsigldur,
hafði dvalið í Frakklandi; frönsku-
maður. Tónlist og söngur var við
völd á heimili þeirra og vinahópi,
eins og á heimili hennar alla tíð.
Þau giftu sig 20. ágúst 1927 og lifði
Fríða því að halda upp á 70 ára
brúðkaupsafmæli sitt nýlega í glöð-
um hópi afkomenda. Brúðkaupið var
gert frá Dómkirkjunni með pompi
og prakt, bæjarviðburður. Ungu
hjónin stofnuðu bú fyrst á Vestur-
götu 16 en festu kaup á Bergstaða-
stræti 69 árið 1930.
Þetta voru hamingjuár. Þau urðu
þó ekki mörg því árið 1935 missti
hún Ásgeir af slysförum. Tíminn
saman nýttist þeim vel. Bæði voru
áhugasöm um ferðalög, hvort sem
var á hestum um landið eða á fram-
andi slóðir erlendis. Sonanna var
vel gætt í frændgarði. Oft sagði hún
mér að Ásgeir hefði verið svo ákveð-
inn í að hún kæmi með að eftir á
að hyggja hefði það verið eins og
hann hefði fundið á sér að tími
þeirra væri naumt skammtaður.
Eftir lát Ásgeirs flutti F’ríða aftur
á æskuheimili sitt í Tjarnargötunni.
Henni fannst sín bíða hlutverk að
aðstoða móður sína. Þetta var
ákvörðun sem hún efaðist alla tíð
um að hefði verið rétt. Fannst henni
synirnir hafa misst af hefðbundnu
og nánu fjölskyldulífi með sér.
Þarna áttu þeir þó góða æsku eins